Vísir - 06.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 06.02.1953, Blaðsíða 5
Föstudaginn 6. febrúar 1953 V í S IR Einar Pálsson, Ælfreð Andrésson og Gunnar Rjörnsson. LeH&féfag Mevl*.|js%'ákfi3i*: iginmenn soí eii Svo segir í ujjphaí'i leikskrár Leikfélagsins, að nú sé o*við nökkuð langt síðan félagið hef- iu’ boðið bæjarbúum upp á ó- svifcinn skopleik. Þá er nauðsynlegt að taka til! meðferðar við og við, til þess að hressa upp á skapið og krydda fæðuna. Og það er hverju orði sannara, að hér er uin „psvikinn skopleik“ að ræð'a, með öllum þeim broslegu atvikum. og mistökum og mis- skilningi, sem hafa verður með í slíku leikriti, til þess að á- horfendur hafi ánægju af. Um það var heldur ekki að villast, að leikurinn féili frumsýning- argesíum vel í geð. Þtítta er fyrsta leikrit, sfem flutt er hér á landi eftir höf- undinn —• Walter Ellis — og er hann þó gamall í hettunni í þessu efni. Ilann er kominn fast að áttræðu, og hefur feng- izt við leikritasmíð meira en hálfa ævina, því að fyrsta leik- rit hans var sýnt árið 1911. „Góðir eiginmenn sófa heima“ var fyrst sýnt erlendis 1940, og þó.tt höfundur væri þá orðinn rúmlega hálfsjötugur sér ekki riein ellimörk á þessu verki hans. Það er einn kosturinn við þenna skopleik, að hann fer hægt af stað. í fyrsta þætti (af þrem) er lagður grundvöllurinn að öllu gamninu með bifreiðaá- rekstri, sem veldur þó ekki slysum en er þó óheppilegt í meira lagi fyrir eiginmann, sem sefur heima. Og síðan er jafn stígandi í leiknum, þar til allt er komið . í öngþveiti, er höfundurinn leysir samkvæmt kúnétarinnar reglum. Alfreð Andrésson leikur hinn góða eiginmann, George War- burton, fjármálamann, sem sefur heima, þegar óhöpp eða annríki koma ekki í veg fyrir það'. Eins og venjulega er Al- freð bráðskemmtilegur, því að hann ‘getur kitlað hláturtaug- arnar méð því einu að koma fram á sviðið. Ðótu konu hans leikur Inga Uaxness (sem hefur einnig þýtt leikriíið og gert það vel), og er hún góð' í hlutverki eigin- konu hans, sem farin er að þreytast á því, hvað eiginmað- urinn kemur seint heim á kvöldin (þótt hann sé oftast Alfreð Andrésson og Gerður Hjörleifsdóttir. heima um nætur), og er stað- ráðin 1 að krefjast skilnaðar, en hættir við það í tæka tíð, til þess að allt geti endað vel. Einar Pálsson leikur Jack Marx, er hefur gert uppgötvun, sem Warburton ætlar að hagn- ast á, án þess að láta uppfinn- ingamanninn njóta góðs af. Það er að leik Einars, að á hon- um eru ekki næg svipbrigði, sem hlutverkið virðist þó gefa ærið tilefni til. Handahreyfing- ar hans eru einnig of einhæfar. Sinar er jafnframt leikstjóri, og þar hefur hann náð góðum árangri yfirleitt. Boone læknir er leikinn af Guðjóni Einarssyni. Það er að vísu ekki mikið hlutverk, en Guðjón tekst vel að sýna lækni, sem hefur orðið vel ágengt í lifinu með' því að gera allt, sem hægt er fyrir sjúklinga sína, og iafnvel meira en þörf fyrir — til öryggis. Brynjólfur Jóhannesson er sprenghlægilegur í gerfi ó- kunna mannsins, sem er sjón- arvottur að bifreiðaslysi því, er öllum ósköpunum veldur. Þó má finna það að honum, að röddin er of óskýr á köflum. Jóa Bromelli, veitingamann i Gaukshreiðrinu, leikur Gunn- ar Bjarnason. Mér finnst hann nokkuð stirður í hreyfingum, en þó verður hann „mýkri“ undir lokin, þegar hann er bú- inn að fá nokkra sjússa. Einar Ingi Sigurðsson leikur Nixon, heimilisþjón hjá War- burton, lítið hlutverk, en fer vel með það. Pamelu Brooks, rithöfund, leikur Auður Guðmundsdóttir, sem hefur leikið talsvert í ■Hafnarfirði, en er nýliði hér. ; IJlutverlc hennar gerir ekki ! miklar kröfur, en hún leysir það af hendi, eins og efni standa til. Elín Ingvarsdóttir leikur filmstjöruna Clöru Roy, er lendir í bílslysinu með War- burton en sleppur ósköaduð — ! nema á mannorði að því er hún telur. Þetta er lítið hlutverk og auðvelt í meðförum, og skilar leikkonan því eins og til er ætlazt, þótt hún virðist brýna raustina óþarflega. Sama ár- angri mætti ná með meiri blæ- brigðum i tali. Alísa, innistúlka, er leikin af Gerði Hjörleifsdóttur. Hjá henni ber of mikið á því, að hún er að leika, og hún verður óeðlileg í hlutverki sínu. Þarf ekki mikið, til þess að kippa því í lag. í heild er þetta smellinn skopleikur, og á vafalaust eftir að verða mörgum til ánægju. H. P. I^amlknaftf leikor: speniianíi ieiksr íir ¥@ry I fyrrakvöld fóru fram tveir leikir í A-deild handknaííleiks- meistaramótsins að Háloga- landi. Fyrri leikurinn var milli Víkings og Aftureldingar og var hann spennandi frá upp- hafi til enda. — Víkingarnir byrjuðu alltof hratt, en Aftur-- eiding'armönnum nýttu&t að sama skapi vel öll tækifæri. Lyktaði fyrri hálfleik Aftur- eldingu í vil 8:5. Afturelding hélt forystunni einnig fyrst í stað í seinni hálfleik, en þraut úthald og leiknum lyktaði með sigri Víkings 17:13. Dómari var Sigurhans Hjartarson. Seinni leikurinn var milli Ármanns og Fram og var það einnig góður og skemmtilegur leikur. í iyrri hálfleik virtust liðin vera svo jöfn að tvísýnt var hvort þeirra myndi sigra, enda var markatalan jöfn 6.6 eftir hálfleikinn. í seinni hálf- leik sóttu Ármenningar sig jafn og þétt og unnu þeir með 16:11. Dómari var Jón Þór- arinsson. Næstu leikir mótsins verða á þriðjudaginn kemur. Keppa þá F.H. og Þróttur í B-deild, en Í.R. og Víkingur í A-deild. SinbctiiQav 'nnuAO GSfWijL BEZT AÐ AUGLYSA1 VISJ i® >• í gær hljóp nýtt skip Sambands ísl. samvinnufélaga af stokkunum í Ilollandi, og hláut það nafnið Dísarfell. Frú Guðrún Hjartar, kona Hjartar Hjartar, framkvæmd- arstjóra skipadeildar SÍS, gaf skipinu nafn. Hið nýja skip er rúml. 900 lestir (,,deadweight“) að stærð, en sérstaklega smíðað til þess að geta annast flutninga á hin- ar minni hafnir hérlendis. — Heimahöfn þess verður Þor- lákshöfn. Skipið er 69 m. langt, 10.5 m. beitt, en djúprista 6.5 m. Það verður knúið 1095 hest- afla dieselvél af Werkspoor- gerð. Dísarfell verður þannig úr garði gert, að það getur x botngeymum flútt um 300 lest- ir af olíu, auk brennsluolíu skipsins sjálfs, og hefur útbún- að til þess að losa olíuna á smá- höfnum. — Skipstjóri á hínu nýja skipi verður Arnór S. Gíslason, áður fyrsti stýrimað- ur á Arnarfelli, en fyrsti vél- stjóri Ásgeir Árnason, -áður á Hvassafelli. Þýzkar Háfjaliasélir (Original Hanau) Þegar skamm<iegið er mest er háfjallasólin bezt. — aiBI V-Íii BBRI :Uij IEIB iiiii IIBB ijijj BIIB jjjjj ■■■■ j EIIB jjjjj ■BBE'. j MvaH er M¥TT í kcik^H^ahemimm ? Á efnisskránni á þriðjudags- kvöld var 36. sinfónía Mozarts (Linz-sinfónían), „Örlagaljóð" Brahms (með aðstoð Samkórs Reykjavíkur)., barnavísan eftir Bizet og „Nótt á eyðifjalli" eft- ir Mússorgskí. Róbei’t Ottósson stjórnaði. öllum þessum verkefnum gerði hljómsveitin mjög sæmi- leg skil, þó að sumsstaðar gætti þess óþarflega mikið, hversu æfingatími hefur verið stuttur, einkum í Mozart-siníóníunni. Tókst barnasvítan eftir Bizet mjög vei, og var einkum eftir- tektarvert, hvei’su hljóðfallið var öruggt, en á það hefur þótt skorta á stundum. Róbert Ottósson er mjög 'öruggur stjórnandi, en jafnvel hinir beztu hljómstjórar eru mátt- lausir, ef hljómsveitinni er ekki ætlaður nóg'ur æfinga- timi eða áhugi hennar ekki nógu vakandi. Þó mætti deila um skilning Róberts á Mozart, að minnsta kosti xxokkuð á áhrifin. Fróðlegt var að heyra út- setningu Rimsky-Korsakofs á hinn frægu fantasíu Mússorgs- kís, en óneitanlega vir'ðist hans gerð full-yfirbróderuð og æði fjarlæg hinum einfalda stíl tón- skáldsins. Er nú sú stefna rík]- andi að „hreinsa“ tónsmíðar Mússorgskís, svipað og xnenn lxreinsa gömul málverk, og er hins alkunna útsetning Stókovskis spor í þá átt. Samkór Reykjavíkur er pi’ýðilega þj álfaður og er von- andi að samvinna við Róbert Ottósson standi lengi og með ágætum. B.G. Kvikmyndadísin Rita Hay- warth, sem undanfarin ár hef- ur verið einna mest í fréttum, bæði sakir eftirtektarverðs út- lits og hjónabandsins við ind- verska furstann Ali Khan, kom nýlega til Reno, „skilnaðar- borgarinnar" í Nevada. Hún mun nú vera í þann veginn að fá algeran skilnað við bónda sinn, en hafði formlega beiðzt hans fyrir 1 % ári. Hún er þeg- ar tekin að. leika af kappi í kvikmyndum. Sacha Guitry heitir einn írægasti leikari og leikstjóri Frakka, eins og mörgum er kunnugt. Hann er nú 67 ára, en tekur alduriim ekki mjög al- varlega. Hann er væntanlegur til Lundúna innan tíðar, og iverður þá fimmta kona hans með í förinni, fögur ungmey, Lana Marconi að nafni. Þau ætla að leika í gamanleikjum í Lundúnum. Sacha Guitry á sitt eigiö leikhús í París og leik- ur aðeins í leikritum, er hann sjálfur hefur séð um. ★ Allmikil brögð hafa verið að því undanfarið, að bandarísk- ir kvikmyndaframleiðendur hafi látið gera kvikmyndir ut- .an Bandaríkjanna. Þetta hefur vakið ábyggjur AFL-verka- mannasambandsins, þeirrar deildar, sem fjallar um mál- efni - starfsmanna kvikmynda- félaganna. Þykir þetta draga úr vinnu í Bandaríkjunum, en kvikmyndaframleiðendur munu gera þetta til þess að ■ forðast háa skatta í heimalandi sínu. ★ Mickcy Rooney, sem eitt sinn var vinsælasíur allra „drengja-stjarna“, fór huldu höfði á dögumim, til þcss að gcta gifzt síúiku, sem heitir Elaine Mahnken, fyrirmynd málara og teiknara í Los Ange- les. Þau voru síðan gefm saman í'Las Vegas. Miekey Eooney var einu sirnii kvæntur Ava Gardn- er, sem nú er fm Sinatra (eða var til skamms tíma). ic Og úr því að talið berst að Frank Sinatra, skal þess getið, að nýlega fór hann með Ava konu sinni til Nairobi, en hún á að leika í kvikmynd, sem þar verður tekin. Sinatra sneri heim til Hollywood, en er þang- að kom, tilkynnti hann, að hann hefði gefið konu sinni hi’ing, sem kostaði 5000 dali (yfir 80 þús. krónur). ★ Það er alltaf eitthvað NÝTT iívísí. ; _j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.