Vísir - 25.03.1953, Blaðsíða 1
«3. árg.
Miðvikudaginn 25. marz 1953.
70. tbl.
Mary ekkjodrottning látin
eftir skamma legu.
Kún varð hálfníræð.
Einkaskeyti frá AF. —
London í morgun.
Mary ekkjudrottning, ekkja
Georgs konungs V. og móðirj-
Georgs VI. konungs og Ját- i
varðar VIII. fyrrverandi kon- f
«mgs, síðar hertoga af Windsor,f
lézt í gær að heimili sínu, 85 ára
að aldri.
Hún hafði legið rúmföst um'
faálfsmánaðartíma. í gær, er.
henni var mjög farið að hraka'
og sýnt var, að> hverju fara
mundi, heimsóttu nánustu ást-!
vinir hennar hana í hinsta
sinni, þeirra meðal hertoginn j
af Windsor tvisvar. — Mary
var fædd prinsessa af Teck,
en upp alin í Englandi. Hún var
fýrst trúlofuð hertoganum af
Kent, en . hann lézt og giftist'
hún síðar yngri bróður hans,
hertoganum af York, er síðar'
varð Georg konungur V. Var'
hún drottning hans um aldar- ]
ijórðungs skeið. — Naut hún
alla tíð mikillar virðingar og
ástsældar í .öllu brezka sam-
veldinu.
Samúðarskeyti hafa þegar
boríst víða að í tilefni af arid-
láti drottningarinnar, m. a. frá
Eisenhower forseta. Þingfund-
um í London og Ottawa hefur
verið frestað.
W&$%gr tohsins ffonginn
í garð á JVorðurtandi*
hpeíivmci i
prentsmiðju.
í nótí var tómri smurolíu-
fötu hent í gegnum rúðu á vinnu
stað einum hér í bænum, en
ekki hlauzt þó slys af.
Skeði þetta um fjögurleytið
í nótt í Prentsmiðju Þjóðvilj-
ans á Skólavörðustíg. Fatan
kom fljúgandi inn á gólf, en
sem betur fer varð þó ekk.i
neinn maður fyrir henni né
glerbrotunum. — Starfsmenn
prentsmiðjunnar fóru út og
svipuðust um eftir spellvirkj-
anum, en fundu ekki. Sömu-
leiðis gerðu þeir lögreglunni að
vart, en Ieit lögreglumannanna
varð einnig árangurslaus.
Mayer hótaði
afsögn — og
þai naegði.
Einkaskeyti frá AP. —
Fjárveitinganefnd fulltrúa-
deildar þirigsins felldi í gær
tillögu Mayers, um að Frakk-
landsbanki veitti ríkissjóði
bráðabirgðalán að upphæð er
svaraði til 80 milljarða franka.
René-Mayer var að leggja
upp í Washingtonferðina fyrir-
huguðu. „Ekkert lán — engin
ílugvél", er eftir honum haft
og boðaði þar með, að hann
hætti við ferðina, ef lánsheim-
ildin væri ekki samþykkt.
Tilkynnti hann svo deildinni
formlega, að hann myndi segja
af sér, ef hún samþykkti ekki
heimildina, og bar þessi hótun
tilætlaðan árangur. Deildin
samþykkti tillöguna og René-
Mayer er á leið til Washington.
Sérstök glös
fyrir hvíta.
Höfðaborg (AP). — Veit-
ingamöririum hefur vérið fyrir-
skipað að bera hvítum mönn-
um veitingar í sérstökum glös-
um; . .
Hefur staðið í talsvérSu
stappi um þetta undanfarnar
vikur, þar sem veitingamenn
hafa ekki viljað hlýða lögregl-
unni í þessu, en nú hefur stjórn
Malans tekið af skarið. Á að
merkja glös fyrir hvíta menn,
svo að ekki sé hætta á, að svart-
ir drekki úr þeim.
Zapotocki, hinn nýi forseti
Tékkóslóvakíu, hefur staðfest
ákvörðun þirigsins, að Siroki
varaforsætisráðherra verði for-
sætisráðherra Iandsins.
ikil fannkoma á Sigfufirði,
snjóýtum beitt á götunum þar.
Vetiar er nú genginn í garí íyrir aívöru á NorSur-
íandi — hóst meS einmánuði, sem tók við aí góu í
gær. Hefur fannköma veríð mikií víoa, og eru þaS
mikii viSbrigði fyrir menn, þar sem veður blíðan hefur
verið svo mikil, eins og alþjóð er kunnugt. -— Vísir
átti tal vi8 fréttarita sína á ýmsum stöðum á Norður-
landi í morgun og fara hér á efth* frásagnir þeirra.
Ólafur Ottesen látinn
af áverkunum.
árésin var gerd á hanii fyrir 12 eföguni.
Ólafur Ottesen, sjómaðiir,
lézt í sjúkrahúsi í morguU af
afíeiðingum ávérka þeirra, er
hann hlaut í sl. viktir
Svo sehi menn rekiir minni
tií, fannst Ólafur inni í bíl í
Reflavík aðfaranótt 12. þ. m.
og var svo aí honuni drégið, er
hann fannst, að hann mátti várt
mæla. Var hann með mikla
áverka.'
¦ Þrír menn — tveir islenzkír
og einn ameriskur — voru
handteknir í sambandi við at-
burð þenna og hafa tveir þeirra
játað, að þeir hafi barið Ólaf.
Kannaðist Bandaríkjamaðuriiin
við að hafa greitt honum tvö
högg og var annað rothögg.
Annar íslendinganna kannaðist
og við að hafa greitt Ólafi högg
síðar. Þriðji maðurinn hafði
látið hann afskiptalausan.
Mál þetta verður nú ailt al-
varlegra, er Ólafur er látinn, og
yerður því væntanlega hraðað.
Fréttaritarinn á Siglufirði
skýrði svo frá, að heldur væri
farið að lygna, en snjókoma
var mikil. Umferð tépptist á
götum bæjarins vegna snjó-
þyngsla, og varð að nota ýtur,
til þess að farartæki kæmust
leiðar sinnar. Frost var tals-
vert.
Á Akureyri snjóaði einnig í
morgun, en ekki ýkjamikið.
Samgöngur hafa ekki teppzt
innanhéraðs, svo að vitað sé,
en áætlunarbílar, sem voru á
norðurleið í gær, voru tepptir
í Fornahvammi.
Fréttaritarinn á Blönduósi
sagði, að þar hefði staðið norö-
austan hríð í tvo daga, en stór-
hríð var í gær. Þar hefur snjó-
að talsvert, þó ekki svo, að
samgöngur hafi teppzt. Gífur-
legur vöxtur er í Blöndu, líkt
og í mestu vorleysingum. Hefur
það þó ekki komið að sök, enda
fellur áin víðast í djúpum far-
vegi eða gljúfnrm, eins og kunn
ugt er.
í nótt snjóaði á Húsavík, en
ekki mjög mikið, og samgöngu-
leiðir eru opnar. Þá tók og að
frysta, og þykja þetta mikil við-
brigði eftir blíðuna undanfarið,
eins og raunar annars staðar á
landinu.
í gærkveldi voru greinííeg
veðraskil um landið. Frost og
norðaustanátt með hríð víðast
um norðanvert landið, allt suð-
ur að Snæfellsnesi, en stmnan
eða suðaustan átt sunnanlands
og 6—8 stiga hiti víðast runn-
anlands. I morgun var svo kom-
ið frost víðast sunnanlands, og
búizt við norðanstormi í dag og
frosti.
Bílar á oorður-
leið tepptir.
HéSan úr Reykjavík fóru
í gærmörgun tveir bílar
Norðurleiðar, annar með 26
fai'þega, en hinn vörubíll
með póst og farangur.
Vörubíllinn fór fyrr og
nnmaði því, a'ð- hann komst
að Hrútaf jarðará og við illan
leik þó, en hihn var enn veð-
urtepptur í Fornahvammi á
ellefta tímanum árdegis í
dag. Var þar þá glórulaus
hríð, svo að ekik sást út úr
hlaðvarpanum.
Bifreiðunum sóttist seint
ferðalagið, einkum er kom
úpp í Norðurárdalinn, vegna
dimmviSris.
(¦ullfoss leggnr ér hofii í kVöId:
eru sjómenn, verkamenn,
menn, bændur og kaups
J^eír eni fra öiíwm tandsfjórðun-jg&wn:
stjorar
menn.
Þegar Gullfoss leggur frá
bíyggjunni í kvöJd í Miðjarð-
arhafsför sína, verða iiinan-
borðs 212 farþegar, 68 manna
áhöfn, en auk þess verða með
skipinu yfir 1000 lestir af salt-
fiski, eða fullfermi.
Kórmenn eru 38 talsins, en
skyldulið þeirra, sem með þeim
fer, 29, en aðrir farþegar sam-
tals 145. Áhöfn skipsins er
nokk'ru fjölménriari í þéssári
för en ella, þvi nokkru þjón-
ustuliði hefur orðið að bæta
við, eins og vonlegt er. Áður
hefur verið að því vikið, að
með skipinu verða tvær hár-
greiðslukonur og rakari, auk
tveggja lækna.
Éin lest full
af mat.
Skipið fer héðan vel búið
vistum, sem teknar voru um
borð hér og í Kaupmannahöfn,
og má heita, að ein frystilest
skipsins sé full af matvælum,
enda ekki búizt við, að kaupa
þurfi matvörur í sjálfri förinni,
nema mjög lítið af nýmeti.
Gullfoss lestaði saltfisk hér
og á Akureyri, og fer með full-
fermi, eins og fyrr segir. Verð-
ur fiskurinn að líkindum skip-
að á land i Neapel og Genúa.
Er að sjálfsögðu mikil búbót að
fiskfarminum, en auk þess er
búizt við, að skipið Iesti ein-
hverjar vörur á.ítalíu og Spáni
til flutnings hingað.
. Farþegar Gullfoss í þessati-
för mega heita af flestum stétt-.
um og landshornum. Meðal
þeirra eru sjómenn, verkamenn,
bílstjórar, iðnaðarmenn, bænd-
ur og kaupsýslumenn, og þeif
eru ekki aðeins úr Reykjavík
og nágrenni heldur frá Akur-
eyri, Hornafirði. Vopnafirði og
víðar.
Héðan fer Gullfoss beint til
Algier á norðurströnd Afríku,
og kemur væntanlega þangað
eftir 150 klst. siglingu. Síðan
verður haldið áfram til Palermo
,á Sildley og Neapel.
flóh við Ferju-
kot í gær.
Frá fréttaritara Vísis. —•
Borgarnesi í morgun. —•
Um kl. 3 í gær var komið hér
tveggja stiga frost, en hélt þó
áfram að rigna enn um stund^
en fór svo að snjóa.
Ekki hefur sett hér niður*
snjó að ráði niðri i héraði, en.
kóf er ti lfjalla, og mun hafa.
snjóað þar talsvert í nótt.
í fyrrinótt rigndi feikn mikið
og flóðu Norðurá og Hvítá yfir
veginn fyrir sunnan og vestan
FerjUkot, og varð að vaða á.
undan bilUm þarna í gær.
Nýtt kjarnoiku-
vopn préf al.
i N. York (AP). — Nýtt kjarn-
orkuvopn hefur vérið prófað, á.
Nevadasandflæmunum.
Var því skotið af 100 metra.
háum turni, en að því búnu
flugu nokkrir tugir flugvéla
yfir sprengingarsvæðið, þ. á..
m. 12 flugvirki af gerðinni B-27,.
en 1300 hermenn voru í skot-
gröfum í 4 km. fjarlægð, og
sakaði engan.