Vísir - 27.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 27.03.1953, Blaðsíða 4
VlSIR Föstudaginn 27. marz 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. - *y| \ 11 ís?j Skrifstofur Ingólfsstræti 3i Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJT. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm límir). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. LífH petta talar Polhió ! Farúk og frúin stæla. Hann lcenitir tengdamommu icm aH t, sem af laga fer. Miklu heffir verií áorkai. T Tndanfarna daga hefur flokksþing Framsóknarflokksins setið *-^ á rökstólum hér í bænum, og er því nú lokið, svo að landslýð gefst kostur á að sjá, hverju sá flokkur hyggst koma í framkvæmd á næstunni, ef þjóðin veitir honum fulltingi til þess. Tíminn hefur birt ýmsar ályktanir þingsins, og auk þess einskonar eftirmæli, sem fengið hafa nafnið „glæsilegt þing"! í eftirmælum þessum er ritstjórinn enn að barma sér yfir þeirri ógæfu, sem Framsóknarflokkurinn, rataði í, er hann tók upp stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, sem nú hefur staðið nokkra hríð. Segir hann m. a. í þessu sambandi: „Það var alltaf vitað, að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn mundi ekki reynast nein sæla". Og svo er haldið áfram: „Við þetta bættust svo ýmsir miklir erfiðleikar, er gert hafa stjórn- arstarfið örðugra, eins og aflabrestur, harðindi og óhagstætt verzlunarárferði, Þrátt fyrir þetta verður ekki annað en við'- urkennt, að miklu hefur verið áorkað. Komið hefur verið í veg fyrir allsherjarstöðvun sjávarútvegsins, sem yfirvofandi var, þegar stjórnin kom til valda. Komið hefur verið á.hagstæðum ríkisbúskap í stað hins mikla greiðsluhalla, er áður var. Land- búnaðinum hafa verið tryggð stórbætt starfsskilyrði, svo að fólksflóttinn úr sveitum hefur minnkað verulega. Hafizt hefur verið handa og komið áleiðis mestu stórframkvæmdum, sem hér hefur verið ráðizt í, ofkuverunum nýju og áburðarverksmiðj- unni. Og þannig mætti áfram telja." Já, það er ekkert smáræði, sem Framsóknarflokkurinn hefur getað til leiðar komið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og þó hefur það — samstarfið við hann — ekki verið nein sæla, eins og Tíminn kemst að orði. Væntanlega er mönnum ætlað að leggja þann skilning í orð blaðsins, að allt þetta hafi tekizt, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með í stjórninni — framsóknarkempurnar hafi getað«þetta, þótt þær hafi orðið að stympast við sjálfstæðismenn til þess að fá öllu þessu til leiðar komið. Á hínn bóginn er það að athuga, að „það hefur jafnan verið ósk og vilji framsóknarmanna að heldur væri unnið til vinstri en hægri, ef þess væri kostur, því að Framsóknarflokkurinn vill ekki láta verða neitt hlé á umbótasókn þjóðarinnar", eins og komizt er að orði fyrr í ofannefndum eftirmælum. Verður -mönnum þá á að spyrja — og ekki að ástæðulausu — hvað pað kallist á máli Tímans, þegar svo „miklu hefur verið áorkað'", eins og upp er talið. Er þar um afturför að ræða, eða er það verra en ekki neitt, sem stjórnin hefur gert? Hvað heldur Framsóknarflokkurinn að við tæki, ef honum lánaðist að mynda stjórn með rauðu flokkunum? Hann veit vitanlega, að bitling- arnir verða fleiri og feitari, og kannske það sé keppikeflið. En skyldu kjósendur ekki telja, að nóg sé komið af ómögum, þótt „vinstri" stjórn fengi ekki tækifæri til að bæta enn' tii muna á jötuna. Hag þjóðarinnar verður aldrei borgið með „vinstri" samvinnu, Jivort sem hún verður meira eða minna til þeirrar handar. Þeim nun fjær sem stefnan er frá vinstri, því meiri líkur eru fyrir pví, að festa skapist í þjóðmálunum, og hún er undirstaða allra framfara. Þar af leiðir, að vinna ber fyrir stefnu S'álf- stæðisflokksins, því að hann er kjölfestan í stjórnmálunum, og það er fyrst'óg fremst fyrir hans tilstuðlan, að „miklu hefur verði áorkað" undanfarin ár. Stjórnin tók einmitt upp ýmis atriði, sem Sjálfstæðismenn töldu nauðsyn. ¦ •• Byrjað ú dorga. TF%að var eitt síðasta verk framsóknarþingsins að ákveða, að •*¦ núverandi stjórnarsamstarfi skuli slitið, þegar alþingis- kosningarnar verði um garð gengnar og skuli stjórnin segja £tí sér að þeim loknum. Virðist þetta í fullu samræmi við það, að flokkurinn vill leita til vinstri. Gerir hann sér kannske von- ir um, að þar sé meiri veiði von en fyrst á núverandi kjör- -tímabili, þegar Framsókn leitaði lengi og víða, en fann engan samstarfsaðila. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ganga á eftir framsóknarmönnum, þótt þá langi nú til að finna samstarfs- menn, sem eru þeim betur að skapi. Hann mun ekki breyta stefnu sinni tilt-að þóknast þeirn; eða öðrum, og hann mun Jeitast við að sannfæra þjóðina um að sportfiskirí framsóknar- manna getur orðið henni dýrt spaug. Þjóðin græðir aldrei á jþví^ að tækifærissinar fái að fara; rneð; máleíni hennar,... ,........... Það heyrist kannske út fyrir fjóra vcggi heimilisins, þegar hjón stæla, en sjaldnast um heim allan. En þá er líka átt við venju- legt, dauðlegt fólk, og ekki menn eins og Farúk fyrrver- andi konung, sem konan, hún Narriman, er nú hlaupin frá. Skilnaðurinn hefur nefnilega ekki gengið hávaðalaust und- anfarið, því að þótt hjújn sé skilin, halda þau áfram að stæla með aðstoð blaðanna. Þannig er nefnilega mál með vexti, að Farúk hefur gripið til ráðs, sem eiginmenn nota oft, þegar snurða hleypur á þráðinn. Hann. hefur kennt tengdamömmu um það, hvernig komið er. Þegar Narriman var lögð af stað til Sviss, lét hann frá sér fara tilkynningu, þar sem meðal annars var svo til orða tekið, að tengdamóðirin hafi verið potturinn og pannan í skilnaðinum, og hafi hún ver- ið fengin til þess af stjómmála- refum heima í Egyptalandi, að eyðileggja hið ástríka hjóna- band þeirra. Farúk hafði varla sleppt orð- inu — það er að segja, þetta hafði varla verið látið á þrykk út ganga — þegar Narriman svaraði fullum hálsi. Hún lét blöðin birta eftirfarandi eftir sér: „Eg mótmæli harðlega yfir- lýsingu manns míns varðandi móður mína, þar sem því er haldiS fram, að hún eigi sök á skilnaðí okkar. Þvert á móti, því að eg bað hana sjálf um að koma til Rómaborgar, til þess að taka mig með sér heim." O-víst, segir Farúk. Auðvitað gat Farúk ekki lát- ið þessu ósvarað, og hann sagði eins og krakkarnir: „O-víst, það er henni aS kenna". Hann tilkynnti blöðunum, að frú Sa- dek, tengdamóðir hans, hefði verið send gagngert frá Kairo, til þess að fá Narriman til þess að fara frá honum. Og sú gamla hefði svo sem reynt þetta þeyar á síðastá hausti, og haft mútu- fé meðferðis til þess að ginna blessaða stúlkuna með. Kirkjuvikan. Spurningum svarað. Það er nú orðið algengt, að fólki gefist kostur á að spyrja um ýmislegt og sé veitt svör, bæði í blöðum, útvarpi og á mannfundum, jafnvel á lög- gjafarþingum. Þetta er þarft og gott, sé það ekki misnotað, gert að leik; og þó er það einn- ig góður leikur: spurningaþætt- ir og getraunir. Þessa dagana standa yfir samkomuhöld fyrir almenning í Laugarneskirkju. Þar hafa verið ræddár ýmsar spurning- ar t. d.: Verða margir hólpnir? Er erfitt að verða" hólpinn? Á samkomunni í kveld verður fólki gefinn kostur á að bera fram spurningar. Einnig má bera spurningar upp fyrirfram í síma 3437 milli klukkan 4 og 7. Meðal spurninganna í kvöld verða þessar: Er trúin skilyrði til sáluhjálpar? Er nokkuð rangt að biðja fyrir látnum? Þess skal getið, að reynt verður að svara í sem stytztu máli og gleggstu til þess að fleira komizt að. Síra Magnús Runólfsson annast spurninga- þáttmn. R. Margt er shtítíS, Ef kýr leggst fyrir iymm, mé ekki opna verzlunina. Pær eru piága i Kalkutta. „Gamli" hefur sent Bergmáli stutta athugasemd við bréf „Við- förla", sem birt var í blaðinu 24. þ. m. Kemst hann svo aS orði: „Eg er „Viðförla" þakklál- ur fyrir, að leggja orð í belg uiu „stöðulinn" í hinni nýju merk- ingu, sem málvísindamennirnir vilja að orðið fái. Við erum sam- mála um, að það muni ekki „falla í smekk fjöldans", eihs og Víð- förli orðar það, og virðist það vera almenn skoðun. „Viðkomustaður" og „stoppistöð". Víðförli virðist ekki telja þörf á nýju nafni á viðkomustað stræt- isvagna, nafnið sé til, nefnilega viðkomustaður, en hér er bara sá hængur á, að nafnið er ekki almennt notað um þessa staði, þaS hefur ekki útrýmt og útrým- ir sennilega ekki „stoiroistöð- inni", en til þess að útrýma því örðskrípi er herferð málvísinda- mannanna hafin og fyrir þa5 eiga þeir þakkir skildar. Nafn, sem á við þessa viðkomustaði eina. Nú er það svo, aS orðið við- komustaður getur átt viS hvaSa viðkomustaS sem er, en ekki ein- vörSungu „stoppistöS" strætis- vagna, en mér hefur skilizt, a5 þaS sé orSið svo almennt að nota or'ðið „stoppistöS" um þá við- komustaSi eina, aS þörf sé »ð finna stutt og Iaggott orð fyrir slíka biðstaði. Og verSur ekki „stoppistöðvum" útrýmt því að- eins, aS það takist? ÞaS vantar m. ö. o. gott heiti á þá biSstaSi, sem hér er um að ræSa, ekki eins yfirgripsmikið og „viðkomu- staður", sem engum mun detta i hug að fetta fingur út i aSnotað sé áfraöi um viSkomustaSi yfir- lcitt. Samsett orð. Mér dettur ekki í htig aS am- ast við samsettum orðum — ef þau eru „lipur og viðfelldin" og „fela í sér ,það, sem þau eiga að merkja" — svp fremi, aS ekki finnist ósamsett orð, sem full- nægir öllum skilyrSum i hinni þrengri merkingu, sem eg tel hér vera um aS ræða. Eg hef ekki komið með uppástungu um slikt heili — a. m. k. ekki enn sem komið er — því að eg hef ekki fundið hciti, sem mér líkar, en meS fyrra bréfi mínu vildi eg stuðla aS því, aS semflestir h'ugs- uðu málið, og hjálpuðu Bjarnit Vilhjalmssyni til aS finna hent- ugra orð en „stöSulinn"." — Jæja, taka fleiri tií máLs? — kr. Kalkútta-búar á Indlandi eru að verða í vandræðum með allan kúafansinn, sem þar er í borgjnni. Það er ekki svo að skilja, að' menn hafi þar fjós í hjarta borgarinnar, eins og liggur við að hér sé, heldur er hitt, að kýr ganga þar „sjálfala", og leyfist engum að hreyfa hönd eða fót til þess að bæta úr þeirri plágu. Þannig er nefnilega mál með vexti, að kýr eru heilagar í aUgum Hindúa, svo að ekki má blaka við þeim, en sá, sem verður kú að bana, hvort sem er viljandi eða óviljandi, hefur fyrirgert lífi • sínu samkvæmt kenningum,þeirra. Það má þess vegna ekki' reka þær. af| götum borgarinnar, þar sem þær nær- ast á sorpi, þvælast fyrir veg- farendum og eru yfirleitt til allskonar leiðinda. Er gizkað á, að ekki sé færri en 33,000 kýr á flækingi um Kalkúttagötur að jafnaði, og þeir, sem mætt hafa kúm á mjóum vegum hér- lendis, vita, hversu erfitt getur verið að fá þær til þess að víkja. En nú er komin upp hreyfing í þá átt að kýrnar sé f jarlægðar, og þeim komið á beit fyrír utan borgina. Hafa nokkrir borgar- búar, sem vilja ekki láta hinar fornu kreddur á sig fá, bundizt samtökum um aS hrinda máli þessu í framkvæmd, en þeir fara hægt af stað, til þess að æsa ekki lýðinn gegn sér. En þeir eru reiðubúnir til þess að ieggja nokkurt fé af mörkum til:þessað koma-því svotfyrií, að ,kýr. verði framvegis útlægar af götum borgarinnar, og mann- Gáte dagsks. Nr. 396: Hver kann hlaupa hafs á bárum og yfir þær kofna svo ei sig væti? Svar við gátu nr. 395: Karlinn hét Forni. kindih fái að vera þar -ein. í samtökum þeim, sem að of-» an getur, eru m. a. kaupsýslu- menn, sem margir verða fyrir tjóni af völdum kúnna. Ekki af því, að þær ráðizt inn í verzl- anir þeirra og eyðileggi þarí verðmæti, heldur vegna þess, að það kemur iðulega fyrir, að ekki er hægt að opna verzlanir, þar sem kýr hafa lagzt fyriy dyrnar^ og það er ekki einu; sinni;" lleýáiegí* 'ab*1 st'úgga vift þ'eim, til þess.að zeka þær 'ái fætur. ' „

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.