Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 1
4 i 43. árg. f^riðjudaginn 7. apríl 1953. um ísinn. Iðulaus hríð um bænadagana, en ágætt veður páskadagana. llsmdrað manna hætíii við norður- v íör. því að ekki var flo^ið fvrr en á lau^ardag. Einkaskeyti til Vísis. — daga, einkum í sambandi við Akureyri í morgun. I skíðalandsmótið. — Akureyrar- ' pollur er allur ísilagður og Stanzlaust hríðarveður var á höfðu menn sér það til skemmt- Akureyri frá því fyrir bæna- , unar í gær að veiða fislc í gegn- daga og allt fram á kvöld föstu- ' um Vakir, er menn brutu á dagsins langa, en þá var eitt versía veðrið, sem komið hefur þar um langa hríð. Gríðarmikill snjór er á göt- unum og víða mannhæðar háir skaflar og illfært, eins og draga má af því að fresta varð jarð- arför, þar sem ekki.þótti fært í kirkjugarðinn, sem stendur fyrir ofan gilið, austan Holta- götu. En á laugardag birti upp, og síðan var ágætisveður báða páskadagana, en veðrið gerði það að verkum, að fá’tt ferða- manna kom til Akureyrar á móts við það, er buizt var við, og því minna um að vera en ella. Hafði m. a. verið ráðgerð ferð með Esju út í Grímsey, en Ihún féll mður. Ferðamálanefnd- in hafði haft mikinn viðbúnað, en að mestu til einkis og er talið að mörg hundruð manns, aðallega frá Reykjavík, hafi hætt við að fara norður, þar sem ekki var flogið fyrr en á laugardag. Enda þótt páskahelgin hafi að mestu leyti farið út um þúf- ur hjá Ferðamálanefndinni, þar sem aðeins hluti þess fólks kom, sem gert var ráð fyrir, var mikið um að vera, því talsvert af ferðafólki kom fyrir bæna- 77, tb!, Méss-meskts lækna*mir seklaaisir I 13 Ím»Íinmsm látmis• Mac Carthy undir smásjá. Brownell dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur nú fengið til rannsóknar, hvort McCarthy hafi dregið sér fé til eigin nota, Hafði hann undir höndum fé til notkunar í baráttunni við að hafa uppi á þeim, sem hafa haft samstarf við kommúnista. í þingnefndum hefur sitt af hverju komið fram, sem vakið hefur grunsemdir í ofangreinda átt, en ekkert verið gert i mál- inu þar til nú. Lauit hækka í Bretlandi. London (AP). — Meðallaun iðnverkamanna í Bretlandi hækkuðu að jafnaði um 12 shillinga á viku á sl. ári. Voru vikulaun iðnverka- manna orðin að jafnaði tæplega níu sterlingspund í árslok, en voru átta pund og átta shill- ingar í árslok 1951. Bæjarbruni á Rangárvöllum. Á föstudaginn ianga um kl. 3 um eftirmiðdaginn kom upp eldur í bænum Velli II í Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu, og brann bærinn til kaldra kola á skemmri tíma en klukkustund. Bóndinn á Velli hei-tir Einar Jónsson og bjó hann þar ásamt ráðskonu sinni, sem ein var heima, er.eldsins varð vart. Var verið að.bíða klaka úr leiðslum og notaður til þess prur.us og talið 'víst að kviknað háfi í út frá honum. Einar bóndi var staddur ánæsta bæ, BakkavöU- um, sem er steinsnar frá Velli. ■ Brá h.ann skjótt við og flsira fólk, en þar sem norðan rok var með miklu frosti varð ekki við neitt ráðið. Á Velli II var aðeins tvénnt í heimili, Einar og ráðskona hans, Þórhanna, born bónda voru ekki heima. Húsið var einl.yft steinhús með timburþiljum og brann allt, sem brunnið .gat og standa nú aðeins eftir útvegg- irnir. Lausafé allt, sem í íbúð- arhúsinu var, brann einnig, að undanteknum nokkrum smá- munum, er Einar bjargaði úr svefnherbergi sínu. Þó tókst með harðfylgi að verja útihús, hlöður og peningshús gldi, en norðanbál var, eins og sagt er. Vellir eru þrír: Völlur I, Völl ur II og Bakkavöllur. Innbú og hús var lágt vátryggt ' >» OvIðurkvaBmlleguiii aðferðum beiti til að fá þá tiS að játa. lýðræðisjijéðirnar inega J»ó ekki draga ár árvekni sinni. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Að morgni hins 4. b.m. bárust fregnir frá Moskvu, sem vöktu hina mestu athygli og furðu um heim allan, en þá var tiJkynnt í útvarpj og blöðum þar í borg, að 15 læknum, sem sakaðir höfðu verið um samsæri til að myrða helztu stjórn- mála- og herleiðtoga Sovét-Rússlands, hefði verið sleppt úr halda, þar sem um upplognar sakargiftir hefði verið að ræða og málsmeðferð öll þannig, að lög landsins hefðu verið þverbrotin. í þessum fyrstu fregnum kom fyrst fram, að 15 læknar hefðu verið handteknir, en ekki var áður kunnugt um nema 9, og voru það kunnustu menn landsins í læknastétt, er játuðu á sig sakir. Er það eitt af því, sém nú ej í ljós komið af fregn- um Rússa sjálfra í útvarpi og blöðum, að beitt hefur verið óheimilum aðferðum, til þess að-fá. læknana til þess að játa á sig sakir, þótt saklausir væru. Ráðherra sá, sem bar ábyrgð á handtökunum og meðferð málsins, hefur verið haridtekinn m. a. fyrir að falsa gögn, undir- ráðherra hans sakaður um und- irlægjuhátt og blindni, svo og er vítt sérfræðinganefnd sú, sem fjallaði um málið. Þá var afturkölluð veiting Leninorð- unnar til kvenlæknisins, sem ákærði læknana og fékk þetta Tvennt ferst í snjófléði í Svarf- aðardal á föstudaginn langa. Tvennt komst lifandi úr 4 m. djúpum skafli ofan á bænum Auðnum. A 3. tag bápenings fórst í llódinu. S. I. föstudag gerðust þau válegu tiðindi, að snjóskriða féll á bæinn Auðnir í Svarfað- ardal, og fórust þar Ágúst bóndi Jónsson og Rannveig Valdunarsdóttir, tilvonandi tengdadóttir hans. Kona Ágústs, Snjólaug, og Jón, sonur þeirra, sem einnig voru í bænum, er skriðan féll, komust lífs af. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér um þenna hörmulega atburð, mun snjóflóðið hafa hlaupið á bæ- inn um kl. 5 síðdegis s. 1. föstudag. Bærinn horfinn. Bærinn Auðnir stendur inn- ■arlega í Svarfaðardal, tmdir háum fjöllum, en þaðan hafa ekki hlaupið snjóflóð iyrr, svo vitað sé. Næsti bær við Auðnir heitir Hóll, og er þang- að um 5 mínútna gangur eða svo. Klukkan rúmlega iimm þenna dag verður heúnilisfóllt- i'6 á Hóli litið yfir til Aa$aa, en þá er bærinn horfinn. Var þegar brugðið við og gert að- | vart á öðrum bæjum í sveit- inni, en sími er enginn á Hóli. Jafnframt var síðar komið boð- um til útvarpsins um að biðja í um aðstoð fólks í nærsveitum. 35 inanns unnu að greftrí. Var þegar tekið til við að grafa í snjóflóðið og því verki haldið áfram alla nóttina, þrátt fyrir versta veður, en um 35 manns munu hafa tekið þátt í hjálparstarfinu. Björgunar-' sveit frá Dalvík kom á vett- vang og hafði snjóýtu meðferð- I is, og læknir staðarins kom og' á vettvang. Svartabylur var um nóttina og fram undir l morgun, en þá tók að lægja. Fernt í heimilL i Á Auðnum voru f jórir menn, roskin hjón, Ágúst bóndi Jóns- son og Snjólaug kona hans, Jón spnur þeirra og Rannveig Valdi marsdóttir unnusta hans. Þau Jón og Rarmveig voru stödd í nýbyggðri viðbyggingu, en1 gömlu hjónin í eldra bænum, er skriðan féll. Heyrði Jón gný mikinn í fjallinu, og .svo að segja í sömu svipan féll skriðan á bæinn, og vissi hann ekkert, hvað gerðist næst. Um kl. 7:30, eða eftir um 2y2 klst. var Jón grafinn upp úr snjónum, og reyndist ómeidd- ur. Á 12. tímanum um kvöldið fannst Snjólaug, marin og þjökuð, en óbrotin. Liggur hún nú rúmföst á Hóli. Klukkan rúmlega 12 á miðnætti fannst Ágúst örendur, og um kl. 5.30 um morguninn Rannveig, og var hún einr.ig látin. Búfénaður fórst eánnig. Á Auðnum voru 27 kindur, og fundust tvEex þeiira lifandi undir skaflinum, en sú þriðja meidd. Sjö kindanna voru enn ófundnar, er Vísir vissi síðast til. Þá voru á bænum sjö naut- gripir, og fórust þeir allir. Tvö hross voru á bænum, og lifðu bæði. Annað losnaði sjálft úr skaflinum, en hitt var fast og FVh. a 8. síðu. Isalög torvelda útflutnmg Svía. St.hólmi. — ísalög í Eystra- salti v-oru svo mikil í febrúar, að verulega dró úr utflutningi Svia. Útflutningurinn nam 461 millj. s. kr., hafði verið 120 millj, meiri í janúar. mikla heiðursmerki fyrir ár- vekni sína. Gagnrýni frá Pravda. Pravda gagnrýndi í gær harð- lega embættismenn þá, sem hér hafa brugðizt skyldu sinni svo herfilega sem reynd ber vitni, og segir að það sé gagnstætt andastjórnarskrárinnar og soci- alismans, að fara þannig að, hyer einasti borgari landsins eigi að geta treyst því, að sé hann sökum borinn verði far- ið að lögum með mál hans og Pravda segir í morgun, að hver sá, sem boði kynþáttaofsóknir, brjóti í bága við stjórnarskrána og stefnu kommúnista. Um allan heim bíða menn með óþreyju frekari tíðinda frá Ráðstjórnarríkjunum og telja menn hina breyttu afstöðu vald hafanna til hinna mestu heims- viðburða. Hvarvetna kemur fram meðal hinna vestrænu þjóða, að þær verði að vera á- fram vel á verði og megi ekki slaka á varúðarráðstöfunum sínum, þrátt fyrir þetta. Tass-fréttastofan tilkynnti í morgun, að handtekinn hefði verið Rjumin, aðstoðarráðherra Ignatievs, en handtaka hans hafði áður verið tilkynnt. Getraunin hefst á morgun. Prerm verilaifii — aEfit góðlr og eigtclegir munir. Eins og getið ;vwr í Vísi í síðustu viku, á ný getraun að hefjast hér í blaðimi upp úr páskum, og á morgun er fyrsti dagTirinn. Getrasm þessi verður öðru vísi hagað en keppni þeirri, sem efnt Var ti.1 i inánuðinum sem leið, því að nú verður reynt, hversu vel' menn hafa fylgzt með ýmiskonar fréttum síðustu árin. ir,, að ætlunin er að þátttakendur reyni að bera kennsl á ýrnsa karla og konur, sem komið hafa við sögu á ýmsum sviðum — stjórnmálum, listum og þar fram eftir götunum. Þegar allar myruíiniar hafa verið birtar, mun verða prentað eyðublað, sem þátttakendur eiga að útfylla og senda blaðinu, en síðan verður dregið milli þeirra, sem réttar senda ráðningar. Viuningar eru þrír, gagnlegir og góðir munir, sem allir bafa n»t fyrir, ungir sem gamlir, karlar sem konur. — Þeir eru: Ritsafn Jóns Traust, Borðlampi, Brauðrist. Allir geta tekrð þátí í getrauninni, en þeir fylgjast bezt með, sem kaupa bl.'.ðið að síaðaldri. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Kriijgið í síma 1660, svo að þér getið fylgzt með frá byrjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.