Vísir - 21.05.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 21.05.1953, Blaðsíða 1
V • lÍMiff: 43. árg. Fimmtudaamn 21. maí 1953. 112. tbl. Brezkur þingmaður vill bjóða Eisenhower heim. Ghurchill ætlar að athuga málið. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Sir Winston Churchill var spurður að því í neðri málstof- inini í gær, hvort hann vildi bjóða Eisenhower Bandaríkja- forseta til London. " •Fyrirspyrjandi kvaðst gera /ráð fyrir, að þeir ræddúst við, Sir Winston- og Eisenhower, .hversu ná mætti einingu um leiðir að því marki, sem að er stefnt af öllum hinum frjálsu þjóðum. —; Sir Winston kvað ekkert mundi gleðja sig meira og sam- starfsmenn sína í ríkisstjórn- inni, en ef >af slíkri heimsókn gæti orðið á forsetatímabili Eisenhowers. Ef hann hefði vissu fyrir, að af henríi gæti orðið, mundi hann taka málið fyrir við drottninguna, senr mundi þá bjóða Eisenhower, og yrði sá háttur hafður á, þár sem um þjóðhöfðingja er að ræða. Churchill hefur skrifað for- sætisráðherranum á eynni Malta og beðið hann að íhuga á ný afstöðu sína og þiggja boðið á krýningarhátíðina. Sagði Churchill, að honum yrði sýndur allur sá sómi, sem hon- um bæri sem forsætisráðherra eyjar heilags Georgs. Engin breyting. Sendiherra fslands í London var í dag afhent orðsending í brezka .. utanríkisráðuneytinu, og er meginefni hennar þetta: „Brezkú ríkisstjórninni urðu það vonbrigði, að íslenzka rík- isstjórnin hefir sett að sem skilyrði fyrir því, að umræður fari fram um það, á hvern hátt deilan um fiskveiðitakmörk ís- lands verði lögð fyrir alþjóða- dómstólinn í Haag, að brezka ríkisstjórnin ábyrgist að aflétt verði löndunarbanni því, sem • brezkir útgerðarmenn hafa sett á íslenzkan fisk.....Með til- liti til þessa, getur brezka rík- isstjórnin því miður ekki gert frekari tillögur til lausnar deilunni". (Frétt frá utanríkis- ráðuneytinu). Lögregluf réttir: Tveir árekstrar. Drengir kveikja í sinu. Samkvæmt uppi^&ingúni frá lögreglunni bar nokkuð á ölv- un í nótt — eins oí endranær — voru 12 ölvaðir menn. sem ollu ónæði, settir í fi>nga- geymslu lögreglunnar Tveir árekstrar urðu í gær og nótt. Annar varð á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, um kl. 9 í gær, milli bifreið- anna R-4825 og í-' 7. Sn.á- vægilegar skemmdir urðu á bílunum, en slys ekkert á mönnum. í nótt tók lögreglan mann,-sem ók bíí réttindalans. og varð valdur að ái-ekstri, án þess að tjón yrði af. Kveiktu í sinu. Um kl. 10 í gærkveldi var lögreglunni tilkynnt frá veit- ingahúsinu Tivoli, að irengir væru að kveikja i sinu aad- spænis dyrum skemmtistaðar- ins. Fór lögreglan á vettvang og slökkti eldinn og handsam- aði drengina, sem voru að þcss- um hættulega leik. Allsherjar herför gegn mink og ref í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Myndin hér aS ofan sýnir hvernig ferð G-1249 lauk í nótt fyrir sunnan Hafnarfjörð, en fimm af sex tnanns, sem í bif- reiðinni voru, slösuðust meira- efta minna. (Ljósmynd: Ásgeir Long). ¦* ' 5 fitaitns slasast í bílslysi í óeirðunum á Gullströndinni í vikulokin var brezkur liðs- foringi, afríkanskur lögreglu- maður og 8 menn aðrir drepnir. Elísabet á æfingu í gær. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Elisabet drottning og cig- inmaður hennar, hertoginn af Edinborg, dvöldust 1% klst. í Westminster Abbey í gær. Fór þar fram ein æf- ingin fyrír krýninguna. Drottningin var áhorf andi, en ensk hertogafrú tók að sér hlutverk hennar. sunnan Þar af eru bílstjórinn og einn far- þeganna stórslasaðir, en 3 stúlkur meiddust minna. AAcCarfhy færisf í aukana. ICrefst skýrslts urn viðskíptl við Kína. Einkaskeyti frá AP. — Washington í mörgun, McCarthy öldungardeildar- þingmaður krefst greinar- gerðar um viðskipti annara þjóða við Kína. Sagði hann í gær, á fundi rannsóknarnefndarinnar, sem hann er formaður í, að- hann mundi snúa sév til Eisen- howers sjálfs, til þéss að fá slíka grehiargerð frá stjórninni. — McCarthy sagði að Bretar hefðu svo mikil viðskipti vxð kommúnista i Kína, að þeir hefðu meiri hag af því en ó- hag af framlagi Breta í Kór- eustyrjöldinni. Þessi ummæli hafa vakið nokkurn kurr í London og hafa þegar heyrst þar raddir, um að neita beri opinberlega ummælum Mc- Carthys, en aðrir taka vægi- legar til orða, og segja, að nauðsynlegt sé að gera fyllri grein fyrir viðskiptunum við kommúnista en gert hefur verið. í nótt klukkan hálfþrjú varS' bifreiðarslys skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, við svo kallaðann Háabrunna. Sex manns voru í bílnum', bílstjórinn og fimm stúlkur, og meiddust þau óll meira eða minna- nemaein stúlkan, sem slapp ómeidd með' öllu. Bíl- stjórinn og ein stúlkan slö.suð- ust mikið; og liggja rúmföst í Hafnarfjarðarspítala, en hin- um stúlkunum var leyft að fara heim, þegar búið5, var að gera að sárum þeirra og skrám- um. Sú stúlkan, sem mest.meidd- ist, hlaut mjög stóran skurð á höfuð, en' um meiðsli bílstjór- ans er blaðinu ekki kunnugt. Má þó búast við, að þau séu talsvert mikil, þar eð stýrið gekk alveg aftur í sætisbak við áreksturinn. Bifreiðin, sem varð fyrir þessu skakkafalli, er splunku ný fólksflutningsbifreið af Lincölngerð og ber skrásetn- ingarmerkio G 1249. Rann hún út af veginum á állmikilli ferð og sýnir myndin greinilega hvernig ferð. hennar hefur verið háttað, eftir að hún. rann út af veginum, því að hjólför- in eru merkt með hvítum strik- um. Ferðin tók enda við hátt hraunbarð og við áreksturtnn brotnaði önnur framrúðan mélinu smærra, og billinn la<rðÍBt allur meira eða minna sa-'ai'. ¦ að framan og stór- sl'emmdisí. Bílstjórinn - kvað sig ekki geta gert grein fyrir þvi, hvernig slysið atvikaðist að öðru leyti en því, að hann kvaðst allt í einu hafa mist stjórn á bílnum og hann runn- ið út af veginum. Þess skal getið að bílstjórinn var ekki undir áhrifum áfengis. Frakkar þurfa aS svara í sömu mynt. Einkaskeyti frá AP. — Paris í morgun. Navarre, hinn nýi hershófð- ingi Frakka í Indokína, er kom- inn til Hanois. Frakkar gera sér miklar von- ir um hann, því að hann er sér- fræðingur í skærUhernaði og ,,neðanjarðar"baráttu síðan á heimsstyrjaldarárunum, og er talið að slík reynsla kunni að koma sér vel i Indokína. Er því m. a. haldið fram. að upp- reistarmenn verði aldrei sigr- aðir nema með þeirra eigin að- ferðum, og þurfi til. þess létt- vopnaða herílokka f ramar öðru. -— Frakkar hafa hrundið nýrri árás Vieth-Min manna suðaust- ur af Laos. ?— Norður í Laos hafa Frakkar tekið herstöð, sem þeir mistu í innrás upp- reistarmanna þar fyrir nokkru. Ekki er kunnugt um afdrif setuliðsins þar. Ref hefir mjög f jölgað síðustu árin. Mcnn i'u' hverjum lireppi kislliiðír „til rupna." Eftir hálfan mánuð verður hafin sókn til útrýmingar ref- iim í öllum hreppum Gull- bringu- og Kjósarsýslu, en þeim hefur fjölgað svo gífmiega í seinni tíð, að knýjandi nauðsyn ér að grípa til rót-tæ'kra útrým- ingarráðstafana. Vísir hefir spurt Tryggva bónda Eínarsson í Miðdal um þessi mál. Höfðu þeir rætt þau sín , á milli, hann og oddviti Mosfellssveitarhrepps, er síð- an hreyfði því á sýslunefndar- fundi, að allir hrepparnir sam- einuðust um allsherjar herferð gegn rebba og öllu hans skyldu- liði. Fékk þetta hinar beztu undirtektir, því áð ekki stóð á því, að hinir óánægðu létu til sin heyra, enda álíta menn voða á ferðum, ef ekkert verður að gert. Þegar nýja féð kom s. 1. var ljóst, að hverju mundi stefna, en þess var vel gætt, svo að óvíða mun rebbi hafa valdið tjóni. Sauðburður er nú hafinn, því að hleypt var til í fyrra lagi, en ekki hefir frétzt, að dýrbitur hafi gert usla i fé, enda góðar gætur hafðar á því, Flestir láta bera í húsi eða heima á túnum, og er þetta hægt vegna þess, að enn er féð fátt. — Fjölgun á refum hefur verið alveg gífurleg, og það er algengt, að bílstjórar sjái til þeirra á vegum eða í námunda við þá. Nýlega voru tveir piltar að veiða í Hlíðarvatni, er refur labbaði í mestu makindum nið- ur að vatninu skammt frá þeim. Svo spakir eru þeir sumir orðnir og er þó eðli þeirra, að vera varir um sig. Sóknin verður tvíþætt. Sókninni mun verða hagað þannig, að skipaðir verða flokk- ar og fyrirliði fyrir hverjum, og sem fyrr var sagt á nú eng- inn hreppur að sleppa, eins og oftast áður. Því aðeins getur líka sóknin náð tilgangi, að hvarvetna verði leitað grenja. Yfirumsjón er í höndum sýslu- manns, en ekki kvaðst Tryggvi í Miðdal vita hvort yfirstjórn sóknarinnar yrði í höndum sér- staks manns, eða flokkaforingja, sem svo hefðu náið , samstarf sín í milli. Fyrri þátturinn hefst 26. þ. m. og á grenjaleitinni að vera lokið 10. júní, en þá hefst eftirleitin. framh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.