Vísir - 30.05.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1953, Blaðsíða 1
> cmpw w 1 W H 43. árg. Laugardaginn 30. maí 1953. 119. tbl. Rokfisketí í skak- Ortofs. . Ferðaskrifstofan Orlof hefur á briðju viku efnt tii daglegra skakferða út á fiskimiðin í Flóanum. Farkosturinn er v.b. Guð- inundur Þorlákur, 100 tonna skip og eitt hið stærsta í öllum vélbátaflotanum. Það er og vel útbúið í hvívetna. Veiðiferðir Orlofs með Guð- mundi Þorláki hófust 10. maí s.l. og hefur yfirleitt veiðzt á- gætlega flesta dagana, en þó misjafnt nokkuð. Farið er dag- lega kl. 6 að' morgni og komið aftur kl. 8 að kvöldi. Skipið kaupir afla þeirra þátttakenda, er þess óska, og hefur það keypt mest fyrir.300—400 af einum einstaklingi. Sýnir þetta ljós- i íega, að unnt er að afla vel og vinna fyrir fargjaldi og fæði, þótt ekki væri meira. Annars kostar fargjaldið 100 krónur á mann, en í því er innifalin veið- arfæri fyrir þá, er þess óska og enn fremur beita. Mat þurfa þátttakendur að hafa með sér, en kaffi fá þeir ókeypis. Mikil þátttaka hefur verið í ferðunum og verður þeim hald- ið áfram fyrst um sinn. Kínverjar hefja sókn norðan Seoul. Aftaka Rosenberg- hjónanna tilkynnt. Einkaskeyti frá AP. — New York í gærkvöldi. Tilkynnt hefur verið í Was- Mngton, að aftaka Rósenberg- hjónanna, sem voru dæmd til íífláts, fyrir að láta Rússum í té kjamorkuleyndarmál, fari fram í vikunni, sem hefst 14. næsta mánaðar. Þau verða tekin af lífi í raf- magnsstólnum í Sing-Sing fang elsi í New York. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað öllum kröfum um að taka málið fyrir á nýjan leik og náðunarbeiðnum hefur ekki verið sinnt. Seoul (AP). — 13.000 kín- verskir hermenn hafa endur- hér nýjað sókn á varðstöðvar Tyrkja og Bandaríkjamanna fyrir norð an Seoul. í nótt var barizt í návígi á þessum slóðum í 6 klst. Brezkt herlið hratt árásmn konnnún- ista, en Tyrkir og Bandank’a- menn urðu að láta nokkuð und- an síga. Suður-Kóreustjórn hefur sent Sameinuðu þjóðunum greinav- gerð um afstöðu sína til sein- ustu tillagnanna um vopnahlc. Krýningansndir- biíningi iokið. London (AP). — Þúsundir manna voru í gær viðstaddir lokaæfinguna undir krýningar- skrúðgönguna 2. júni. Hertogafrúin af Norfolk tók að sér hlutverk drottningarinn- ar. í göngunni tóku þátt um 2000 manna, margt af því í einkenn- is- og skrautklæðum. — Þús- undir manna hylltu varðsveit frá Pakistan, sem í dag gegndi varðstörfum við Buckingham- höll. Fólk byrjaði að safnast saman við Buckinghamhöll löngu fyrir birtingu í gærmorgun til þess að horfa á skrúðgönguna. Fullkomin eldisstöB fyrir lax og sil- ung í þann veginn ai taka tilstarfa. Nýir laxastigar Kjarnorkusprengju skotið úr fallbyssu í fyrsta sinn. Það ungur nemur.. r London (AP). — Karl prins er eltki bóndi — enn — en þó mun hann taka þátt í landbún- aðarsýningu í sambandi við krýninguna. Hefur verið tilkynnt í hans nafni, að sendir muni á sýn- inguna nokkrir nautgripir af Devon-kyni, sem hann hefur fengið að gjöf frá afabróður sínum, hertoganum af Windsor. Fátækir lávarðar við krýn- inguna í „hversdagsfötunum Hafa ckki efni á að skrýða§t. London (AP). — Nokkur hluti brezkra aðalsmanna mmi verða viðstaddur krýningu Elisabetar drottningar í „hvers- dagsfötunum“ sínum. Auður aðalsins er nú mun minni en áður (eins og getið var nýlega í Vísi) og hefur þetta leitt til þess, að margir meðlimir lávarðadeildarinnar hafa sótt um leyfi drottningar til að koma „eins og þeir standa", þar sem þeir hafi ekki efni á að afla sér dýrra flíka fyrir þetta eina tækifæri. Er þar m. a. um lávarða að ræða, sem aðlaðir hafa verið síðustu áratugi, en tilheyra ekki erfða- aðlinum. Þó er það svo um hann einníg, að þar verða menn að ganga nærri sér, til þess að geta komið í þeim klæðum, sem sjálfsögð þykja. Lávarðar þessir hafa lagt til, að þeir verði ekki látnir sitja meðal þeirra aðalsmanna, sem verða í sínu bezta skarti, þar sem þeir muni þá stinga svo í stúf við þá, að það' muni draga úr hátíðleika myndarinnar, er þar mun 'blasa við mönnum. Mikil kórónukaup. Frá Paris berast þær fregnir, að krýningin hafi hleypt af stokkunum nýrri tízku þar í borg. Konur kaupa meira af allskonar höfuðdjásnum en áð- ur, og sækjast einkum eftir litl- um kórónum til að festa í hár- ið. Er verðið hátt, því að allt Myndin er tekin í Nevada-sand auðninni, er hleypt var af fyrstu kjarnorku-fallbyssunni fyrir nokkrum dögum. Eins og þegar kjarnorkusprengjur sprir.ga, myndaðist gorkúlu-lagað ský og War það í 11 km. fjarlægð, er myndin var tekin. Fallbyssu- kúlan sprakk nákvæmlega þar yfir, sem henni var ætlað að springa. Fallbyssan vegur 85 lestir og hefur 280 mm. hlaup- vídd. —1 Fállbyssukúlan mun hafa haft hálft sprengjumagn sprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima í Japan 1945, en það jafngilti 20.000 smálestum af TNT—sprengiefni. Á spreng- ingaxstaðnum í Nevada var komið fyrir eimreiðum, járn- brautarvögnum, margs konar hergögnum o. fl., til þess að komast að raun um, hvernig slík tæki yrðu útlítandi eftir sprenginguna. -— í heilan tug ára var unnið að margvíslegum rannsóknum og tilraunum, áð- ur því marki yrði náð, sem nú hefur náðst, að því er varða'r fi-amleiðslu kjarnorkuvopna. Netaveiði hafin v Hvítá í Rorgarfirði. Ferjukoti í gærkvöldi. Neíaveiði í Hvítá í Borgar- firði hófst 20. þ. m., eins og að venia. em dauft hefur verið yf- ir veiðinni fram til þessa. Fyrir hvítasunnu hafði aðeins einn lax veiðzt í netalagnir frá Ferjukoti, en sæmileg veiði var þó fyrri hluti þessarar viku. En síðan á fimmtudag hafa verið ílóð í Hvítá og því lítið veiðzt. Samt er byrjunin heldur betri en í fyrra því þá kom fyrsti virðist keypt, sem fáanlegt er. I laxinn á land 29. maí. Setja hámarks- verð á konuefni. Paris (AP). — Harla ó- venjuleg róðstefna var ný- lega haldin í bæ einum í Vestur-Afríku-nýlendu Frakka. Sóttu hana höfð- ingjar allra svertingjakyn- þátta nýlendunnar, til 'þess að ákveða hámarksverð á gjafvaxta meyjum, svo og öðrum konuefnim. — Fram- vegis eiga lireinar meyjar, ungar, að kosta 7500 franka, og konur, er hafa verið gift- ar áður, 3000 franka. Á- gjarnir foreldrar voru farnir að krefjast allt að 20,000 franka. Barn finnst í skurði. í gærkvöldi var Iögreglunni tilkynnt að barn hefði fund- izt í skurði við Klambratún. Var þarna um tveggja ára barn að ræða. Móðir þess kom á staðinn, sömuleiðis var læknir kvaddur þangað. Nuddaði lækn irinn barnið og tók það þá að hressast. Var það talið úr hættu i gærkvöldi. gerðir. §tangaveiðitíniiuii lie£st á mánudag- iiin kemur. Á ’þessu vori tekur fullkomin eldisstöð fyrir lax til starfa við Elliðaárnar. Eldisstöðin kemur til með að bæta mjög úr aðkallandi og bi'ýnni þörf, sem orðin var fyrir slíka stofnun og þar sem hægt var að ala upp seiði fyrir laxárnar. Unnið hefur verið að undirbúningi stöðvarinnar um margra mánaða skeið og er hún. nú því nær fullgerð og tekur til starfa á næstunni. Laxveiðitímabilið að byrja. í tilefni af því að nú er lax- veiðitímabilið nýbyrjað hefur Vísir leitað til veiðimálastjóra, Þórs Guðjónssonar og beðið hann að segja blaðinu frá því helzta sem nú er á döfinni eða frásagnarvert í sambandi við lax- og silungsrækt og veiði. Að því er veiðimálastjóri tjáði Vísi hófst netjaveiði á laxi í Borgarfirði 20. þ. m. Veiðin var fremUr lítil fyrir helgina, en hefur glæðzt síðan. Stangaveiðin hefst 1. júní. Ekki er þó mikillar laxveiði að vænta yfirleitt í ánum framan. af mánuðinum. Merkingar í Úlfarsó. Merkingar á laxi og silungi voru s. 1. ár meiri en nokkru sinni áður. í Úlfarsá einni voru merkt 582 laxaseiði og 41 sjó- birtingsseiði með uggaklipping- um (á hægri kviðugga og veiði- ugga). Áður hafa mest verið merkt rúmlega 400 laxaseiði £ Úlfarsá á einu ári. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir að sem. næst 2% þessara seiða endur- heimtist aftur í sumar. Merkingar á hoplaxi. Hoplax (þ. e. niðurgöngulax) var merktur á 3 stöðum s. 1- haust. í Elliðaánum voru merktir 211 laxar, í Borgar- fjarðarám 54 laxar og í Litlu- og Stóru-Laxá í Hreppum og Soginu voru 32 laxar merktir. Haustið 1951 voru 155 laxar merktir í Elliðaánum og komir. 14 þeirra^iar aftur fram og 1 í Úlfarsá s. 1. sumar. Auk þess veiddist einn lax í Elliðaánum, sem hafði verið merktur þar haustið 1950. Murtumerkingar. Murta hefur verið merkt í Þingvallavatni 3 undanfarin haust. í haust er leið voru merktar þar um 150 murtur í Mjóanesi og árið áður voru merktar 208 murtur á tveim stöðum við austanvert vatnið. Af þeim komu þrjár þeirra aftur fram í veiðunum í fyrra- Fiamh. á. 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.