Vísir - 01.07.1953, Page 7

Vísir - 01.07.1953, Page 7
Miðvikudaginn .1. júlí 1953. YlSÍB -f '• @@ • b^iui • 20 lP n: En Frank var kominn allt í einu, ýtti fram stól og tengda- föður sínum niður í hann. „Þú ættir að setjast,“ sagði hann með áherzlu á fyrstu or- unum. Frank hafði miðað allt við, að ná í peninga Rudolfs — og nú var sem allir kæmu aftan að honum. En Joe spratt upp með furðulegri orku og' snarleik, og var nú auðséð, að eitthvað átti hann eftir af sinni gömlu snerpu. „Eg læt þig ekki leika á mig,“ hvæsti harrn og svo sneri hann sér að Önnu: „Eg læt engan leika. á mig.“ „Pabbi,“ sagði hún, í veikum mótmæla og meðaumkunartón, „af hverju ferðu ekki að hátta?“ „Þú — þú ætlar að skipa mér fyrir,“ hló hann hátt, hrana- lega — hrottalegar en nokkurt högg í bert andlitið gat verið. Hún gekk til hans. Augnaráð hennar var biðjandi. Það skipti engu um áform Franks og þeirra —- það var úr sögunni með bréfspjaldinu sem hún sendi Danny, en Frank, Stella og Stanley að vísu vissu ekkert um enn. En Rudolf var svo viðfeldinn pilt- ur og góður drengur, að því er virtist, að það yrði að hlífa hon- um við að opinhera allt þetta svikatafl. Vissulega hafði faðir hans búizt yið allt anna.ri móttöku fyrir honum á heimili æsku- vinar. „í hamingju bænum, pabbi — farðu ekki að æsa þig upp,“ bað hún, „Farðu þangað, sem þú varst,“ sagði hann drafandi röddu, rauðeygður og þrútinn. Svo var sem augu hans leituðu og loks sá hann Rudolf: „Þú ert sonur Ottós — hún er sú, sem þú verður að vara þig á — hún er — —“ í örvæntingu sinni greip Anna í hann. Hún fyrirvarð sjálfa sig, en hún fyrirvarð sig einnig fyrir hann. „Snertu mig ekki. Þú — þú ert ekki þess virði —“ Hann sveiflaði handleggnum eins og hann vildi sópa henni af jörðunni. „Pabbi,“ sagði Anna aftur, en nú hrökklaðist hún frá honum. — Það var Frank, sem kom í veg fyrir, að hann slægi hana og sveiflaði honum í hálfhring, en Joe, lostinn skelfingu, hrökkl- aðist aftur um eitt skref eða tvö — en svo greiddi Frank honum högg mikið, og hann skall á arinhilluna og hneig niður meðvit- undarlaus. Eldrauð af smán og harmi æddi Anna til dyra, tók kápu sína, og var ekki komin nema í aðra ermina, er hún rauk út úr hús- inu. í angist sinni hafði hún á tilfinningunni, að Rudolf horfði á eftir henni, en hún gat ekki fengið af sér að ííta um öxl. Hún gat vel gert sér í hugarlund hvað hann mundi hugsa. En það seinasta sem hún heyrði var rosahlátur Franks, sem reyndi að breiða yfir allt með því að segja: „Já, það verður ekki ofsögum af því sagt, að hann er skringi- legur, gamli Joe. Komdu Stanley — við verðum að koma hon- um í rúmið.“ Hún þekkti hvern stein í hverri götu þessa bæjar — en hvert hún fór vissi hún ekki — hún gekk, bara gekk, eins og í leiðslu — og ef haustvindurinn var svalur og hún skalf, þá var það ekki þess vegna. En þegar dimmt var orðið nam hún staðar þar fyrir utan, sem uppi var skilti, sem hún allt í einu mundi eftir: Putolski. Þar var bjórstofa, krá, sem frú Putolski rak. Og pabbi hafði stranglega bannað þeim öllum að koma þar. Og þó var þetta kannske eins og barnaheimili samanborið við Örkina. Náungi eins og Danny mundi geispa, ef hann kæmi þar og hypja sig burt. Það þurfti náunga eins og pabba gamla til þess að stimpla þennan stað lausungarstað. Hún hagræddi á sér hárinu, bar lit að vörum sér og púðraði sig, og dáðist næstum að sér fyrir hugrekkið, að fara þarna inn. Hvernig sem á því stóð eimdi enn eftir af ýmsu frá æskudögunum. En það var blátt áfram heimilislegt er inn kom, hlýtt, nota- legt — einhver spilaði á harmoniku — eitthvað sem minnti á lag við þjóðvjsu, sem Otto og pabbi kannske höfðu sungið á leið- inni yfir hafið í gamla daga. Þarna var fátt manna i stúkunum meðfram veggjunum og menn sátu þar ósköp rólegir og dreyptu á bjórnum sínum eða neyttu matar. Hún þekkti ekki nokkurn mann. —; Hún gekk að skenkiborðinu og settist á einn háa stól- inn sem þar var. Þeir voru þægilegri en stólarnir í Örkinni. Þarna var skenkjari — en gamla frú Pulotzki, hvít fyrir hærum, var honurn til aðstoðar, og þótt hún þekkti hinn nýja viðskipta- vin, sem sezt hafði við borðið, sást það ekki í svip hennar, en hún mundi vel eftir dóttur Theresu Lucasta og spurði hann hvernig föður hennar liði — og er Anna yppti öxlum, skildist henni hvernig ástatt mundi vera. Hún var að blanda drykk í þrjú glös og sagði um leið við Önnu: „Mamma þín getur ekkert gert, til þess að pabbi þinn taki stalíkaskiptum. Karlmérin eru aliir eins — ekkért á ]?á að treýsta. Taktu til dæmis minn — hann er járnbrautarmaður — og eg sé hann aldrei nema „milli lesta“.“ Anna brosti dapurlega. „Eg. sé mina vjni milli sjófprða.“, „Sjómenn — þeir eru verri en jafnvel járnbrautarmenn — ætli eg þekki þá! Leita í hvað'a höfn sem er í stormi.“ Og svo strunzaði hún út í horn með bakkann með glösunum á. Skyldi eitthvað þessu líkt hafa vakað fyrir Danny þegar hann skrifaði henni — hvað sem var — betra en ekkert — þegar stormur var — eins með hana, ef ekki var annars betra völ? Mundi hvaða önnur stúlka, jafnsnotur og hún, fullnægja þrá hans? Þótti honum vænt um hana sjálfa — eða mundu blómin anga eins vel og litli bærinn hafa sama aðdráttaraíl, ef einhver önnur hvíldi við hlið hans? Hún starði niður í glasið fyrir framan sig, en það var eins og hún hefði enga lyst á því,. væri of þreytt til þess að reyna að lyfta því að vörum sínum. Hversu heimskulegt það var af henni að vera að spyrja svona — bera upp spurningar sem hún sjálf yrði að svara, en gat ekki svaráð. Hvað sein um allt var þá var það Danny einn, sem vildi hana — leið hafði opnast til þess að komast að heiman — þangað hefði hún aldrei átt að fara aftur. „Er þér sama, þótt eg setjist hjá þér?“ Hún hafði ekki heyrt hann koma — ekki orðið þess vör, að dyrnar opnuðust og lokuðust, en þarna var hann og studdi ann- ari hendi á gljáandi skenkiborðið, brosti til hennar, eins og þegar hann ávarpaði hana hjá Meriwether — og henni hafði geðjast að brosi hans. „Hvað er að?“ spurði hún kuldalega. „Fékstu ekkert heima?“ „Eg beið ekki eftir kvöldverðinum.“ Vitanlega hafði hann farið. Það var svo sem auðvitað og það var sem enn kvæði í eyrum hennar ómurinn af orðum föður hennar. „Seztu,“ sagði hún hljómlausri röddu. „Þökk,“ sagði hann og settist við hlið hennar. „Framkoma föður þíns kom mér óvsent,“ sagði harrn vinsam- lega. Hann vissi, að ekki var annað fært en minnast á þetta. „Eg skil það — hann þurfti að skeyta skapi sínu á mér.“ „Það hlýtur að vera erfið sambúð við hann.“ „Eg hefi verið svo lengi að heiman — ekkert haft af því að segja.“ „Hvernig líkaði þér í New York?“ spurði hann og horfði framan í hana. Anna greip þéttar um glasið, — það var löng stund liðin síðan er hún fór að heiman. Þau hefðu getað sagt honum margt. „Hvað sögðu þau?“ „Kata sagði, að þú hefðir átt þar heima,“ sagði hann. „Var það gaman?“ Það var allt undir því komið, hvað menn kölluðu gaman, en hún hugsaði um einveruna og stóru brúna yfir fljótið. „Ó-já,“ sagði hún beisklega. „Segðu mér, Anna, þú ert ekki gift?“ „Sérðu nokkurn hring á hendi minni?“ Hún lyfti hendi sinni. „Þú hefðir getað verið ein af þeim, sem fylgja skilnaðar- tízkunni.“ „Það er víst ekkert við mig, sem minnir á tízkukonu,“ sagði hún dauflega. Á kvöldvöknnni Ferðir. (Fram af 8. síðu) ' bæjarklaustur — Dyrhólaey —* Reykjavík. 6. Auk þess verður efnt til handfæraveiða með m.b. Geysi, 34 lestir. Skipstjóri verður Bjarni Ándrésson. Lagt af stað kl 15,00. 7. Miðnætursólarflug. liogið verður norður yfir heimskauts- baug á laugard., ef veður leyfir. Lagt af stað um kl. 10,00 e.h. og komið aftur um kl. 1 eftir, miðnætti. 8. Næsta orlofsferð til út- landa verður til London. Siglt verður með m.s. Heklu til Glas- gow. Síðan ekið með bifreið til S.-Englands. Ekið norður með austurströndinni til Scarbor- ough, sem er frægur baðstaður. Síðan haldið áfram til Edin- borgar og þaðan til Glasgow. Þaðan siglt heim. Ferðir sem þessar hafa verið farnar und- anfarin sumur og átt- miklum vinsældum að fagna. Páll Arason fér laugardaginn 4. júlí í hringferð um ísland, er tekur J5 daga. Verður ekið norður Kjöl og síðan um Norðurland, þaðan haldið inn í Odáðahraun til Herðubreiðarheiða og Öskju, en síðan farið sem leið liggur austur um land og suður i Hornaf jörð, Suðursveit og Ör- æfi og flogið þaðan til Reykja- víkur. Önnur ferð verður gagn- stæð hinni og hefst hún 15. júlí héðan. Uppl. um ferðir þessar verða gefnar á Ferða- skrifstofu ríkisins. Þýzki stærðfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Karl Fri- edrich Gauss var aðeins sjö ára gamall, er í ljós kom, hví- líkum hæfileikum hann var gæddur og. hvað í honum bjó. Það var árið 1785 að reikn- ingskennarinn hans í barnaskól anum í Branuschweig skrifaði dæmi á töfluna, þar sem hann lagði fyrir nemendurna að leggja saman tölurnar frá 1 og upp í 100. Þetta var nokkuð langt dæmi, kennarinn tók sér bók í hönd og hallaði sér út af í stólnum, öruggur um, að nú hefði hann gott næði drykk- langa stund á meðan nemend- urnir væru að brjóta heilann um dæ.mið og leggja dálkana saman. En kennarinn varð ekki lítið undrandi, þegar hinn sjö ára gamli sveinn, Karl Fredrich Gauss, rétti svo til strax upp hendina og kvaðst vera búinn með dæmið. Kennarinn hristi höfuðið vantrúarfullur og bað nemanda sinn að skrifa útkom- una á töfluna. Gauss litli gerði það og' talan var sú rétta. Kennarinn varð orðlaus af undrun og vildi fá að vita hvern ’íg Gaúss héfði farið að þessu’, og hann kom með skýringuna: Hann hafði byrjað á því að leggja saman fyrstu og síðustu töluna 100 og' I og síðan koll af kolli 99 og 2, 98 og 3, 97 og 4 og þar fram eftir götunum og útkoman varð sú, að hann fékk 101 úr hverri samstæðu. Var þá ekki annað en marg- falda 101 með 50 og heildarmð- urstaðan varð sú eioa rétta lausn: 5050. &f u áimi i Eftirfarandi mátti m. a. lesa í bæjarfréttum Vísis um þetta leyti fyrir 35 árum: Úrslitín féííu niður. Af vangá hafði Gullbringu- og Kjósarsýsla faílið niðúr í upptalningu Vísis af kosninga- úrslitunum, og fara bau úrslit hér á eftir: Ólafur Thors, Sjálfst. 1978 Gugim. í. Guðmundssop, A. 1183 F. R. Valdimarsson, Sós. 972 Þórður Björnsson, F. 431 Ragnar Halidórsson, Þ. 325 Egill Bjarnason, L. 137 Auðir og ógildir 74. 5099 kusu af 5718 á kjör- skrá. — Kosningarnar 1949: Ólafur Thors, Sj. 1860. Guðm. í. Guðmundsson A. 976. Finnb. R. Valdimarsson. 700 og Stein- grímur Þórisson, F. 395. Fálkinn l hafði farið fram hjá Vest- mannaeyjum í gær kl. 8—9. Hefur hann hreppt afskaplegt óveður á leiðinni hingað, því að afspyrnurok og illviðri gerði hér í nótt. En hingað kom skip- ið um kl. 11 f. h. og var lagztur að hafnarbakkanum ki 11%. Sáust nefndarmennirnir allir uppi á skipinu meðan 'það var að leggja að.«Margt manna úr bænum var á bakkanum, þing- menn nokkrir og ráðherrarnir allir. Stigu ráðherrarnir og for- setar þin^sins þegar á 'skips- fjöl og heilsuðu ’kom'uinöhnuin, Magnús Ólafsson tók mynd af þeim Öllum saman. Bergmál... Frh. ai 4. síðu. maður úr Þjóðyarnardeild lcomm- únista kænii í staðinn. Gunnar M. Magnúss? Gunnar M, Mag.núss þjóðarleið- togi hlaut ekki þá viðurkenningu, sem hann telur sig eiga skilið, og enn brosa menn, þá minnzt er á leiðtogann og andspyrnu hans, Hann var, eins og kunnugt er, í „baráttusæti" kommúnista, en skorti aðeins nokkur þúsund á að ná kosningu. Sýnist eftir at- vikum eðlilegt að Gunnari M. Magnúss sé eklci Ideypt inn á löggjafarsamkomu þjöðarmnar, heldur liasli sér völl einhers stað- ar annars staðar, þar sem hann getur iðlcað andspyrnu sína óg aðrar æfingar i friði, án þess að tefja menn frá ajyarlegrj storf- urn. — Ths. • Spakmæli dagsins: Skuldvís maður á ráð. á hvers manns pyngju. ;

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.