Vísir - 01.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 01.07.1953, Blaðsíða 8
i. Þelr ten garast kaupendur VÍSIS eftir !•. hvera mánaSar £á blaolS ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. & WISIH VÍSIK er ódýrasta blaðið og þó þaS £}»!- breyttasta. — Hringið í síma 1680 og geriit áskrifendur. 1 Miðvikudagirin 1. júlí 1953. Ferðir um næsfu helgi. MJr: mörffu ew aö v&lja.m &g wnarat ha*gt e&3 ®fa- Um næstu helgi verður efnt Ttil eftirtálinna ferða héðan úr bænum: Ferðafélag íslands efnir til þriggja lx/2 dags ferða um helgina. Lagt verður af stað í þær allar kl. 2 e.h. á laugardag og komið aftur á . sunnnudagskvöld. ¦Ein þessara ferða verður í Xandmannalaugar, en þangað efnir félagið til ferða um hverja lielgi í sumar. Þeir sem óska geta dvalið þar milli ferða og komið um næstu helgi á eftir. Önnur ferðin verður í Þjórs- árdal og verður gist í tjöldum. Þriðja ferðin er upp á Heklu. Verður ekið á laugardagskvöld austur að Heklurótum, gist ]J>ar í tjöldum en gengið á sunnudag á fjallið. Farfuglar . f ara austur að Hagavatni á laugardag. Á sunnudag verður gengið á Langjökul eða Jarl- hettur eftir atvikum, en komið heim um kvöldið. Þann 11. júlí hefst hálfs- mánaðar sumarleyf isferð til Norður- og Austurlandsms og um svipað leyti hjólferð um Austurland. Verður farið á skipi til Hornafjarðar, hjólað um Austfirði og Frjótsdalshérað og væntanlega flogið til baka. Orlof og Guðmundur Jónasson efna til fjögurra ferða um helgina. Þær eru: 1. Öræfaferð. Lagt verður af stað kl. 2.00 á laugardaginh ög ekið á 1. degi að Kerlingaíjöll- um. Á öðrum degi verður geng- ið á Snækoll og ekið til Hvera- valla, en á 3. degi verður geng- ið í Þjófadal, á Rauðkoll o. fl. Á þriðjudag verður ekið að Hvit- áryatni og gengið á Bláfell og komið heim um kvöldið. 2. Ferð að Hreðavatni. Lagt verður af stað kl. 2.00 á laug- ardag og ekið að Hreðavatni. Síðan verður ekið heim um Uxahryggi á sunnudagskvöld. 3. Ferð í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 2.00 á laugar- daginn og ekið heimleiðis á sunnudaginn. '4. Ferð í Þjórsárdal. Lágt verður af stáð kl. 2.00 á laugar- dag og ekið að Stöng og Ásóifs- . stöðum. Sunnudaginn verður gengið í Gjána eða inn að Háa- fossi. Síðan ekið heim. Hin fjölbreytta áætlun sun - arsins er nú um það bil að koma 14 MIG-vélar skotnar niður. Tokyo (AP). — 14 MIG flugvélar voru skotnar niður fyrir kommúnistum í gær yfir Norður-Kóreu. TJtvarp kommúnista í Pyon- yang sakar Mark Clark um tvískinnungshátt og segir aug- ljóst, að hann hafi vitað, að Syngman hafi ætlað að sleppá. föngunum. út og verður hennar getið nán- ar síðar. Ferðaskrifstofa ríkisxns efnir til eftirtalinna ferða: 1. 1 dags ferð: Gullfoss — Geysir — Brúarhlöð kl. 9 ár- degis. Væntanlega komið he.m um Hreppa eða Þingvelli. 2. Eftirmiðdagsferð í Hval- fjörð á laugard. og sunnud., ef hvalur er inni. Á leiðinni komið við á Reykjalundi og nýju Á- burðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. 3. Hringferð: Krísuvík — Strandakirkja — Sogsfossar — Þingvellir. Lagt af stað á sunnud. kl. 13,30. 4. Þórsmörk. (2ja daga ferð). Áætlunarferð farin um næstu helgi. Lagt af stað á laugardag Konuna á myndinni. kusu blaðámenn í New York nýlega „Miss Ballyhoo", sem útleggst „ungfrú brauk og braml". — Heitir hún Irmgard Paul, er 21 árs og fædd í Þýzkalandi. eftir hádegi og komið aftur á sunnudagskvöld. 5. Kirkjubæjarklaustur. (3ja daga ferð). Lagt af stað á laug- ardag kl. 14.00. Á laugardag verður ekið frá Reykjavík — Seljalandsfoss — Skógafoss — Víki — Klaustur. Sunnudagur: Skoðaður Systrastapi og aðrir merkir staðir. Ekið í Fljóts- hverfi. Mánudagur: Kirkju- Framh. á 7. síðu íþröttakeppni KR og Kef Ivíkinga. Síðastliðinn laugardag var háð hér í bænum stigamót í frjálsum íbróttum á milli Knattspyrnufélags Reykjavík- ur og Keflvíkinga. Mótið er háð í tvennu lagi og fer seinni hlutinn fram í næstu viku. Keppa tveir menn frá hvoru félagi í hverri grein og standa leikar eftir fyrri daginn þannig að K.R. hlaut 38 stig, en Keflvíkingar 36 stig. Mótið fór fram á íþróttasvæði K.R. við Kaplaskjólsveg. Árangur í einstökum grein- um varð sem hér segir: 100 m. hlaup vann Ásmundur Bjarna- son K.R. á 11,1 sek. 1500 m. hlaup Svavar Markússon R.R. 4:20,8 mín. Kringlukast Þor- steinn Löve K. 44,98 m. — Sleggjukast Þórður Sigurðsson K.R. 44,74 ríi.. Lángstökk Garð- ar Arason K. 6,45 m. Hástökk Jóhann Benedikísson K. 1,70 m. og 4X100 m. boðhlaup sveit K.R. á 46,2 sek. FRIEDRICH KANDLER, foringi á leikvelli^ hægri bak- vörður, reyndum lándsliðs- maður. Síldarlegf nyrðra. Ekki eru nema tvö skip byrjuð síldveiði frá Siglufirði, eh þau hafa hæði orðið vör og telja síldarlegt úti fyir. I fyxrakvöld kom Særintil Sigluf jarðar með 142 . tunnur síldar, sem hún fékk í hring- nót. Hún fór strax út aftur og koni í gær með rúmiega 200 tunnur, sem hún veiddi grynn- ra. í gær kom Bjarr.i mað 100 tunnur síldar. Óljósar fregnir bárust um að v.b. Ágúst Þórarinsson, sem yar að' koma að sunnan . og var á leið austur með Norðurlandi í gær hafi orðið sildar var,. en hann var ekki kominn til hafn- ar í margun.. Síldin, sem landað hef ur ver- ið á Siglufirði, veitidist 35—40 sjómílur undan Sauðanesvita. Þar voru í gær þrju finnsk síldveiðiskip og sáu Sæi'únar- menn að Finnarnir voru að salta á þilfari. Rauðáta er mjög :nikil í síldinni, sem þykir góðsviti..— Fitumagn síldarinnar sem land- að hefur verið á Sigiufirði, hefur verið rannsakaö og reyndist. allt upp í 14^. , . í morgun ¦hafa'engar'sildár- fréttir borizt. Eldur kom í morgun . upp í húsi Nörregaards við : austan- verðu Siglufjörð. Nörregaard býr einn í húsi og var að.yíir- gefa það og beið éftir áætlun- arbíl, er hann varð elds v*ar í húsi sínu. Slökkyilið kprn á vettvang og kæfði eldinn. Ein- hverjar skemmdir.urðu. Fékk ágætan lúðuafla. V.b. Orn Arnarson koin til Hafnarfjarðar á laugar- dagskvöld með ágætan lúðu afla, um 10 smálestir, Örn Arnarson, sem ér 65 smál. bátur, fékk aflann djúpt út af Reykjanesi. 102 hvalir komnir að landi. Alls hafa nú veiíst 102 hval- ir af bátum h.f. Hvals í Hval- firði. Undanfarið þefur dimmviðri frekar hamlað. veiðum, en þó hefur aflazt betur en um svipað leyti í fyrra. Megnið af hvai- kjötinu er fryst á Akranesi og verður flutt til Englands. HERBERT GROHS, miðframherji, lék á síðustu Ólympíuleikum (Helsingfors 1952). Austurrskisnienti keppa við KR. Austurrísku knattspyrnu- mennirnir keppa í kvöld við KR, sem hefur fengið nokkra menn úr öðrum f élögum til þess að treysta lið sitt. Að þessu sinni mun Syeinn Helgason, hinn trausti fram- vörður úr Val, leika með KR, en auk hans tveir knattspyrnu- menn af Akranesi, þeir Halldór Sigurbjörnsson og Pétur Ge- orgsson. Á úndan þessum leik ætla drengir úr Austurbæ að keppa við jafnaldra sína úr Vesturbæ. Goðaborg... Framh. af bls. 1 gryfjunum 14. maí s.l. byss- urnar og var lögreglunni strax gert aðvart um fundinn. • Fyrri hluta júnímánaðar fékk rannsóknarlögreglan grun á hverir valdir myndu vera að' innbrotinu ' og stuldínum, . tók piltana fasta og játuðu þeir á sig verknaðinn. Við rannsókn málsins upplýstíst einnig um nokkra aðra þjófnaði, sem þeir höfðu gert sig seka um. En þess skal getið, að hvorugur pilt- anna héfur verið dómfelldur áður. Bíður mál þeirra nú dóms. í hinum horfna peningaskáp voru um 7000 krónur í pening- um, auk skjala og annarra verð mæta, og m. a. var í skápnum mjög dýrmætur einbaugur.-.— Úrin, sem piltarnir stálu, hafa flest komið til skila aftur. IJtsölu ÁVR á Akureyri verður lokaB. Akureyringar samþykktu að láta loka útsölu Áfengisverzl- unar ríkisins þar á staðnum. I gær voru talin atkvæði, en atkvæðagreiðslan fár fram jafn hliða Alþingiskosningunum. — 1730 vildu láta loka vínbúðinni, en 1274 voru á móti því. 332 tóku ekki af stöðu til málsins og skiluðu auðu, en ógildir seðlar voru 33. Alls greiddu atkvæði 3369. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir, &ð vínbúðinni verði lokað á Akureyri ef tir sex mán- uði, nema Alþingi ákveði aðra lausn -á þessum' málum. 2 minkar drepnir við Elliðaár. Lögreglan skaut tvo minka- í Elliðaárhólmanum í gaer- kveldi. Verkamaður, er var a'ð grafa fyrir rafveitukapli sem á að leggja frá Rafveitunni í smá- íbúðahverfið, varð var við tvo minka i urð í Elliðaárhóiman- um, og gerði hann lögreglunni aðvart. Lárus Salómonsson fór á staðinn í gærkveldi og skaut þar tvo minka með skamm- byssu. : _____ KEA greðir 190 þús. í útsvar. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun.¦¦¦. Samkvæmt skattskránni, sem út kom í gær> hefur í ár verið jafnað niður um 8.5 núllj. króna á samtals um 3600 gjaldendur. Af fyrirtækjum hér í bænum eru þessi hæst:KEA 189.430/ Útg.fél. Akureyinga 122.260, Amaro hi., 43.790, Kaffi- brennsla Akureyrár 45.240, SÍS á Akureyri 36.290, Vélsmiðjan Atli h.f. 36.300 og Bygginga- vöruverzlun Tómasar Björns- sonar 22.810. Af einstaklingum eru þessir hæstir: Kristján Kristjánsson 25.480, Gunnar Auðunsson skip stj. 24.200, Helgi Skúlason augnl. 22.000, Sverrir Ragnars 21.970, Valgarður Stefánsson stórkaupm. 19.720, Tómas Stein grímsson stórkaupm. 19.440 og Jakob Frímannsson 19.720. 10 sýning? á Topaz á Akureyri. Alls 17 sýs'eiiigai* norðanlands. Akureyringar kunna sýnilega vel að meta franska gamah- leikinn Topaz, bví að liann hefur nú verið sýndur tín sinh- um þar nyrðra við húsfylli og hinar beztu undirtektir. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá, er léikflokkur frá Þjóðleikhúsinu nú á fer& norð- anlands og sýnir Topaz. Hefur leikritið nú verið flutt 17 sinn- um, á Akureyri (10 s.), Sauð- árkróki, Dalvík, .Húsavík og Siglufirði. Þá hafa Ölafsfirð- ingar sótt það fast að fá leik- flokkinn þangað, og vérðu'r sýning þar á morgun. ' Síðan mun leikflokkurinn halda til Blönduóssog þaðan til Vestfjarða og flytja Topaz á ísafirðd, Önundarfirði, Dýr'á- firði, Patreksfirði og Bolunga- vík. La Traviata var flutt í Þjóðleikhúsinu í síðasta sini1 í gær, og eru sýningar þá orðnar alls 26, en undirtektir hafa verið eindæma góðar, eins og alkunna er. Hjördís Schymberg óperu- söngkona söng fyrir skemmstu fyrir vistmenn að Reykjalundi. Var hún sérstaklega hrifin af húsakynnum þai- og fyrirkomu- lagi öllu. Hún hefur nú ákveðið að hafa eina sjálfstæða söng- 'skemmtun hér áður en hún fer, líklega á fimmtudag eða föstu- dag í Þjóðleikhúsinu. Ágóðinn á allur að renna til starfsemi Reykjalundar. Nú er leikár Þjóðleikhússins á enda, og verður hlé til hausts. Þó verða ballett-sýningar í ágúst, eins og getið hefur verið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.