Vísir - 22.07.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 22.07.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. júií 1953; VÍSfB Er unnt að útrýma atvinnuleysi hér í bænum? Ur sfiýrslu íit vitt si u nvá Iti - n rí'ntlttr Mrujkjjd v í k « r. Vísi hefir borizt skýrsla At-( í skýrslunni eru birt svar- vhmumálanefndar Reykjavíkur bréfin og niðurstöðurnar sam- til Atviimunefndar ríkisins andregnar. 1953. Tildrög þess, að gerðar voru athuganir þær, sem um ræðir í skýrslu þessari, voru í stuttu máli, að Atvinnumálanefnd rík- isins óskaði eftir að bæjar- stjórn skipaði nefnd til sam- starfs við atvinnumálanefndina til „þess að rannsaka og gera tillögur um á hvern hátt megi með mestum árangri vimia gegn eða útrýma því árstíða- bundna atvinnuleysi, sem or- sakast af því, hve aðalatvinnu- vegii* landsmanna eru háðir árstíðum“. — Samþykkti bæj- srráð að fela Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurbæjar verk- efni það, sem í bréfi Atvinnu- málanefndar ríkisins greinir, en það var sent borgarstjóra 29. ágúst 1952. Var svo málið tekið fyrir af stjórn Ráðningarskrif- stofunnar eftir að Bæjarráð hafði um það fjallað, sem fyrr var greint. — í fyrrnefndu bréfi Atvinnumálanefndar rík- isins var auk þess sem að fram- an greinir komizt svo að orði: „Verkenfi nefndar þessarar verður, í fáum orðum sagt, að framkvæma athugun á því, hvort atvinna og atvinnuskil- yrði á staðnum eru næg handa því fólki, sem þar er búsett, og hvað sé vænlegast að gera til atvinnuaukningar til þess, að svo megi verða.“ GrundvöIIur starfsiiefndarinnar. Með bréfum borgarstjórans til Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar og' atvinnumálanefnd- ar rikisins var lagður grund- völlur fyrir starfi Atvinnu- málanefndar Reykjavíkurbæj- ar. Á fundi stjórnar R. R. 18. okt. 1952 var samþ. að „fela framkvstj. Ráðningarstofunnar að hafa samband við helztu at- vinnufyrirtæki bæjarins, svo og stéttarfélögin og að afla. upp- lýsinga um atvinnuhorfur og atvinnuástand“. í skýrslunni er næst greint frá niðurstöðum atvinnuleysis- skráninga og atvinnuleysi i Rvk. í lok hvers mánaðar frá árinu 1947. Ennfremur er yfirlit um fjölda verkamanna og' vöru- bifreiðastjóra, sem starfað hafa á sl. ári og 1. ársfj. á þessu, hjá hinum ýmsu stofnunum Reykjavíkurbæjar, og að þess- um athugunum loknum var ýmsum félögum atvinnuveit- enda og launþega skrifað og óskað upplýsinga og mælst til. að bent væri á einhverjar leið- ir til þess að fyrirbyggja' hið árstíðabundna atvinnuleysi af öðrum ástæðum, hver í sinni grein. Til þess að fá fram hið jákvæða í svörum þeim. sem bárust, voru svarbréfin flokk- uð, en til „frekari skýringar hefir iðnaðurinn, sem einna á- kveðnasta þýðingu virðist hafa varðandi það rannsóknarefni. pem hér liggur fvrir, verið gre.indur niður'Mí: i!/ iðnað. 2. Iðju. 1. Verkamannavinmia. Nefndinni bárust 20 bréf frá einstökum vinnuveitendum og atvinnufyrirtækjum, en því miður ekki frá Dagsbrún þrátt fyrir „margítrekaðar óskir þar' að lútandi. „Hjá þessum aðilum Ivinna fæst 500, flest 1300 i manns, og orsakast sveiflurnar 1 einkum af mismunandi mikilli vinnu við skipaafgreiðslu. Ó-! beint kemur fram til úrbóta: Að hægt væri að stuðla að því, að timburfarmar kæmu að vetr- i inum, þegar minnst er að gera j hjá verkamönnum og iðnaðar- : mönnum. 2. Að hægt væri að | skapa sem stöðugasta vinnu í ' sambandi við rekstur og af- greiðslu togaranna, að þeir legðu sem oftast upp afla sinn hér. — Ábendingar eru eink- um þessar: 1. Aukin verði vinnsla síldar til reykingar, niðursuðu og frystingar. 2. Aðstaða til inni- vinnu verði bætt, þar sem svo hagar til, að hægt sé að vinna að hirðingu véla og tækja að vetrinum. 3. Að aukið verði geymslupláss og rekstursfé við- komandi fyrirtækja, svo að hægt sé að framleiða og safna birgðum fyrir veturinn. 4. Að verð á fiski verði hækkað yfir haustmánuðina eða frá 1. okt. til 15. jan. 2. Byggingariðnaðurinn. M. a. er bent á til úrbóta: Að fjárfestingarleyfum sé út- hlutað á hentugri tíma en ver- ið he£jr og með fullu tilliti til atvinnu byggingariðnaðrmanna, en það hefir mjög viljað á skorta að undanförnu. Að gefnar verði innkaupa- heimildir fyrir meira vöru- magni í einu en nú er gert. Áð húsbyggingum verði hag- að þannig, að steypuvinnan hefjist almennt með vorinu og húsin. orðin fokheld og útimúr- húðun lokið, er líður að vetri. Að aukin verði allverulega fjárfesting til nýbygginga og aukið lánsfé til byggingafram- kvæmda. Að komið sé í veg fyrir efn- isskort í sambandi við bygging- arframkvæmdir. Að húsamiðir og aðrir bygg- ingamenn fái fjárfestingarleyfi til íbúðarhúsabygginga í at- vinnuskyni, svo að þeim séu ekki allar bjargir bannaðar, þegar atvinna bregst annars staðar. Að Rafmagnsveita Reykja- víkur og Rafmagnséftirlit ríkis- ins framkvæmi skoðanir og eft- irlit með gömlum lögnum þann- ig, að viðgerðir og viðhald þeirra yrði framkvæmt að eins miklu leyti og unnt væri á tímabilinu desember til marz. Að stöðvuð sé hin sívaxandi dýrtið. sem lamar allt atvinnu- líf þjóðarinnar. 3. Handiðnaður, 'anriar eri byggingáiðnaður. Ábendingar: Þær ábendingar, sem eink- um koma fram í oíanskráðum ívitnunum eru þessar: Að stöðvaður verði hinn hóf- lausi innflutningur iðnaðar- varnings og greiðsla fyrir iðn- aðarþjónustu erlendis, sem átt hefir sér stað á þeim iðnaðar- vörum, sem hægt er að fram- leiða í landinu. Að séð veröi um, að nægjan- legt efni til að vinna úr sé jafn- an í landinu. Að iðnarmenn íái að flytja i inn efni til að vinna úr, án á- lagningar bátagjaldeyris. Að aukið verði rekstursfé fyrir iðnaðinn almennt. Að öll flokkun á íslenzkum skipum, og þá helzt togurum, fari fram hér á landi. Að allar viðgerðir, þar með taldar sætjónsviðgerðir, séu látnar fara fram hér á landi, ef mögulegt er. Að allir þeir hlutir og vélar, úr járni og öðrum málmum, sem hægt er að smíða hér á landi, verði ekki keyptir er- lendis frá. Að jafnan sé hafður einn bátur í smíðum á hverri skipa- smíðastöð, sem unnið væri að- allega við, þegar önnur vinna á skipasmíðastöðvunum dregst saman. Að allir bátar, sem smíða þarf fyrir íslendinga, séu smíð- aðir hér á landi af íslenzkum skipasmiðum. Að opinber og hálfopínber fyrirtæki, sem og aðrir viðkom- andi aðilar, láti „gera upp“ bíla sína og vélar yfir vetrarmánuð- ina, frekar en að draga það til annatíma verkstæðanna. Að fluttar séu inn bílgrind- ur á hverju ári, eftir þörfum í hvert sinn. Að fjölgun í iðngreinum sé takmörkuð við atvinnuþörf í hverri iðngrein. Að komið verði upp full- komnum gistihúsum i landinu. Að veitingamenn verði leyst- ir undan veitingaskattinum. Að lækkaðir séu skattar og útsvör. 4. Verksmiðjuiðnaður. M. a. ei' á 'þetta bent til úr- lausnar: Að söluskattur á innlendum iðnaðcU"VÖrum sé eigi hærri en á innfluttum, eins og nú er. Að bætt verði úr húsnæðis- þörf iðnaðarins með því að veita honum byggingalóðir, þegar þess gerist þöi'f. Að gengisskráningin sé ná- lægt því rétta, t. d. nálægt jafn- vægisgengi. Að minnkaður sé innflutn- ingur fullunninna iðnaðarvara. Að iðnaðarfyrirtækin fái nægjanlegt rekstursfé. Að iðnaðarfyrirtækin geti gert sem hagkvæmust kaup á hráefnum, innflutningur þeirra verði frjáls, og frílistinn og „bátalistinn" séu að öðru leyti miðaðir við hagsmuni iðnaðar- ins, þannig, að ekki séu tillits- laust fluttar inn iðnaðarvörur, sem hægt er að framleiða í landinu. Að tollalöggjöfin sé tekin til endurskoðunar og tollskránni breytt til hagsbóta fyrir iðnað- inn. Að sett verði reglugerð um strangt gæðamat á framleiðsl- unni. Að haft vesði eftirlit með verðlaginu. 5. Bifreiðarekstur. HreyfiII svaraði ekki, en Þróttur lagði til: ! Að botnvörpungarnir stundi Pappírspokageröín h.f. [ Vitastlg 3. ABsJfc. pappírtpo* ‘ 1 f°bT'kr°Æ. ' öxn al POLANÐ ^r-'Berlin rsöw£Tv~ I.Fj Bzs£aoF>.i»jgjjedersdorf J #|. Ö fjTJb-'-'n c •.* A'O ödcr- JJr.S SECTOR * Spandau. Ju. s. v'. EAgT • -i* ’ 4 GERMANY Oder- Spree Caoal Kustrin <S Frankfurt o MILES 15 tý- Rierstenbepg_^f^_ W.'ý Flýðu 320 km. leið til V.-Berlín- ar, sem var í 15 km. fjarlægi. í vor flýðu sex Austur- Þjóðverjar yfir til Vestur- Berlínar — á skipi. Fram að þessu hafa flótta- menn komizt yfir mörkin milli austurs og vesturs í bifreiðum, gangandi, jafnvel fljúgandi, en þetta var í fyrsta sinn, sem slup hafði verið notað til slíks. Fljótabáturinn, Deutschland, er eign tveggja bræðra, Hans og Gerhard Winklers, sem hafa notað hann til þess að flytja skemmtiferðafólk á sumrum eftir fljótum og skurð- um í nágrenni Berlínar. Þegar þeir fengu veður af því( að þýzka stjórnin ætlaði að gera bátinn upptækan, tíndu þeir til eigur sínar og fluttu um borð ásamt fjölskyldum sínum. Þótt ferðjn hæfist aðeins- 15 km. frá V.-Berlín, urðu bræð- urriir, að sigla um 320 km. til þess að ná markinu, án þess að vekja grunsemdir. Ferðin hófst á Spreefljóti og síðan var siglt til Fúrstenberg, suðaustur af Berlin. Þá var fljótaskipinu siglt eftir ánni Oder til Hohen- zollern og Gross-Schiffahrts- weg-skipaksurðanna, sem eru tengdir við ána Havel, sem rennur inn á brezka uiiiráða- svæðið úr norðri. Þegar flóttamennirnir nálg- uðust mörk V.-Berlínar eftir Havel-ánni, skipaði austur- þýzka lögreglan skipinu að beygja inn í nýgrafinn skipa- skurð, sem liggur fram hjá borginni. í stað þess að hlýða skipuninni var skipið sett á fulla ferð og það slapp í gegn með fáein skotgöt. Enginn slas- aðist þó, því að skipið var lagt að innan með stálplötum, svo að kúlurnar náðu ekki að gera neinum mein. Kortið hér að ofan sýnir leiðina, sem farin var á flóttan- um, en myndin að neðan er af skipinu og málmplötu, og sér á henni merki eftir skothríð kommúnista. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.