Vísir - 06.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1953, Blaðsíða 4
VÍSIB Fimmtudaginn 6, ágúst 1&53. a 1 ;j DAGBLAÐ ^j j Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Yj ¦ Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. , Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólf sstræti 3. Síatar 1660 (fimm iínur). , Lausasala 1 króna. Félagsprentsrniðjan h.f. Nu eru þeír í vanda. Það var ekki nema við því að búast, að kommúnistar mundu komast í talsverðan vanda, er það kom. á daginn ekki alls fyrir löngu, að ísland hefði alls ekki verið „innlimað í Mars- hallkerfið" eins kyrfilega og þeir hafa löngum haldið fram. ís- land reyndist ekki fært í sterkari fjötra í þeim ægilegu sam- tökum en svo, að því tókst svo að segja á svipstundu að losa sig úr þeim og gera allmikinn viðskiptasamning við Rússa, sem báðir aðilar munu eftir ástæðum geta vel við unað. Ver Þjóðviljinn í gær allri forustugrein sinni og miklum hjuta forsíðunnar, til þess að sanna það sem bezt, að viðskiptastefna utanríkisráðherra hafi beðið algert skipbrot með samningunum, er gerðir hafa verið við Rússa. Engum blöjSum er um það að fletta, að kommúnistar hefðu fagnað því mjög, ef ísland hefði alls ekki sinnt því tilboði Rússa á síðasta vori að gera við þá viðskiptasamninga eða til- raun til þess að koma á samningum. Það hefði líka mátt notazt við það, ef slitnað hefði upp úr samningunum í Moskvu eftir nokkurt þóf. Þetta hefði hvort tveggja verið mikið vatn á myllu kommúnista, er hefðu þá fengið enn eina „sönnun" þess, að íslendingar hvorki ildu — vegna mannvonzku stjóimarinn- ar — né mættu — ve0na fyrirmæla frá Wall Street — eiga viðskipti við Rússa. Á undanförnum árum hefur Þjóðviljinn verið óþreytandi við að lýsa því fyrir lesendurri sínum, hvílíkt ógnarvald væri saman komið við götu eina í New York, Wall Street, þar sem nokkrir menn hefðu skrifstofur sínar og stofnanir, og þaðan væri nær öllum heimi raunverulega stjórnað. Verður vart kast- að tölu á dálkana, sem Þjóðyiljinn hefur birt um þetta efni, og af þeim hefur mátt skilja, að fúlmennsku þeirra Wall Street-manna væru engin takmörk sett. Þeir beittu alla menn óheyrilegum bolabrögðum, og fengju íslendingar ekki sízt að finna smjörþefinn af drengskap þessarra manna, en alls staðar kæmu þeir illu til leiðar, og væri enginn maður í heiminum óhultur fyrir þeim, en smáþjóðirnar auðvitað sízt. Og svo kemur það skyndilega í Ijós, að ísland getur gert viðskiptasamning, víðtækan viðskiptasamning, við höfuðfjanda þeirra Wall Street-manna, Rússa! Hið mikla vald húsbændanna í New York og Washington er þá ekki meira en það, að íslend- ingar, sem eru „fáir, fátækir, smáir", svifta af sér okinu á auga- bragði og gerast svo sjálfstæðir, að þeir taka sig til og gera bara það, sem þeim sýnist. Það er munur að vera íslendihgur, þegar svona er hægt að fara að. Það er þess vegna ekki aði furða, þótt kommúnistar sé nú í nokkrum vanda. Þarna háfa þeir rembzt eins og rjúpan viö staurinn, árum saman, við að sýna fram á, að þeir, sem váíru einu sinni kómnar í klærnar á Wall Street-mönnum, hefðu v.erið „innlimaðir í Marshall-kerfið", gætu hyórki, hreýft hönd né-fót. Og hú er komin óræk sönnun fyrir því, að þeir hafa farið með eintómt fleipur um þetta mál um fimm ára skeið eða síðan viðskiptunum var hætt, af því að Rússum þótti verð afurða okkar óhagstætt á sínuni tíma. Það er gersamlega tilgangslaust fyrir kommúnista að halda því fram eftir þetta, að íslendingar hvorki vilji né megi verzla við Rússa. En þeim er vitanlega frjálst og heimilt að halda áfram að gera sig að viðundrum með slíkum fjarstæðum, ef þeir eru nauðbeygðir til. Boðið var ekki þegið. TCMns og mönnum er kunnugt, ganga. kommúnistar n,ú með -*-^ einhverskonar samfylkingarkláða, og grípa hvert tæki- fær'i sem.gefst til þess að bjóða mönnum að hagnýta sér „góðan vilja" þeirra til, þess að. taka höndum saman við þá og starfa fyrir þjóðina. Fyrstir til þess að fá slíkt boð voru „þjóðlegir" menn og „íslenzkir", en það var fyrir kosningar, en nú fyrir skemmstu færðu kommúnistar sig niður um stig ogbuðu Al- þýðuflokknum upp á skipsrúm með sömu kjörum. Þeirri spurningu var varpað fram hér í blaðinu, hvort Al- þýðuflokkurinn mundi svo heillum horfinn, að hann léti teyma sig.til slíks samstarfs, þótt ætla, megi, að einhverjir innan þess flokks væru fáanlegir til þess. Alþýðublaðið hefur hinsvegar ekki nefnt þetta samstarfsboð — og af eðlilegum ástæðum síð- ustu dagana — fyrr en í dag, og er kommúmstum svarað óbeint á þessa leið: .?!Einn .verkal^ðsflokkur.,— sterk og öruggheild — en lýð- ræðinu verður sá ,flokkur.. a'ð vera trúr, því að höfuðtakmark hans er þroskun fólksins. Allir, nema fylgjendur einræðisins, eru velkomriír til starfa undir merki Alþýðuflokksins". Stórstúkuþing gerði margar á- lyktanir gegn áfengisneyílu. Vill dótuiíi-siciirö' iiiii 6 mánaða freslim á lokun áfengisbúða. Stórstúkuþingið, sem haldið var í Reykjavík 26.—28. júlí afgreiddi ýms mál og þar á meðal: 1. Lýsti ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun dómsmálaráð- herra, að afturkalla heimild til vínveitinga, sem um getur í 11. og 17. gr. áfengislaganna, og telur að sú ráðstöfun hafi sýnt góðan árangur. 2. Lýsti ánægju shmi yfir því, að vínveitingaleyfið var tekið af Hótel Borg, og bendir á hvej ólíku friðsamara sé nú á kvöld- in við Austurvöll en áður var, | þegar ölvuð ungmenni ráfuðu þar fram og aftur fyrir og eftir miðnætti og telur að Austur- völlur eigi fremur að vera sam- komustaður algáðra íslendinga i hátíðaskapi á hátíðasttmdum, j heldur en róstusvæði ölóðra manna. 3. Lýsti ánægju sinni yfir frá- j vísun síðasta Alþingis á á- fengislagafrumvarpinu. i 4. Lýsti ánægju sinni yfir úr-: slitum atkvæðagrei'ðslnanna í Vestmannayejum, á ísafirði og á Akureyri, um lokun áfengis- útsalanna á þessum stöðum, og telur að úrslitin sýni að ábyrgir kjósendur óski að vera lausir við áfengið. 5. Lýsti sig andvíga innflutn- ingi, bruggun og sölu áfengs öls, og hverskonar rýmkun á veitingum og sölu áfengis. Skoraði á alla lögreglustjóra og aðra löggæzlumenn, að gera allt sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir að lög og reglur um sölu og meðferð áfengis séu brotnar. * 6. Bendir á þá miklu hættu, sem stafar af áfengi frá Kefla- víkurflugvelli, skorar á alla landsmenn að vera vel á verði og sýna fulla árvekni og krefst þess að ríkisstjórnin setji strangar reglur — og sjái um að þeim sé framfylgt — gegn allri misriotkun á því áfengi og öli, sem er toll- og skattlaust flutt inn til flugvallarins. 7. Skorar á menntamálaráð- herra að fyglja fast fram fyrir- mælum í bréfum hans frá 16. sept. 1950, um strangt eftirlit í skólum landsins, með því að á- fengi sé þar ekki haft um hönd. 8. Lagði fyrir framkvæmda- nefnd sína að gera nauðsynleg- ar ráðstafnir til þess að dóms- úrskurður fáist um ákvæði í f járlögum ríkisins fyrir 1953 um sex mánaða frestun á lokun á- fengisútsölu þar sem hún hefur verið samþykkt. 9. Skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta fjarlægja tafarlaust alla áberandi ölvaða einstaklinga af umráðasvæði bæjarins, t. d. Arnarhólstúni og víðar, sbr. skýlaus ákvæði í VI. kafla gildandi áfengislaga, þar sem drykkjuskapur á almanna- færi er bannaður. 10. Beinir tilmælum til Út- varpsráðs, að það leyfi ekki Framhald á 7. siðu. Mmyt er skriíjð Hann varð vérn frá öðr- um hnetti að Mwál En ísHeíus til ísð ^ÍEfisaa veálBsiáS. Það hefur verið heldur hljótt um „fljúgandi diska" 05 verur frá öðrum hnöttum undanfarna mánuði. Fyrir um það bil hálfum mánuði voru þó íbúarnir í Bandaríkjunurn, og þá fyrst og fremst í Georgiu-fylki, minntir á það, að bæði fyrirbærin eru sögð til. Það birtist nefnilega í blöðum þar, að maður nokkur, er hefði verið á ferð í bíl sínum skammt frá bænum Austell, hefði ekið yfir mannveru frá öðrum hnetti og orðið henni að bana. Hafði maður þessi líkið af förumanni heim með sér og stakk í kæliskáp matmóður sinnar, er þótti það hin mesta ósvinna, en þorði þó ekki að mótmæla. En blaðamenn allir, er til þess höfðu tíma frá öðr- um störfum, og fréttamenn út- varps- og sjónvarpsstöðva þustu á -vettvahg í stórhópum. Þeir höfðu upp á ökumanni, og hann gaf þeim lýsingu á gestinum frá öðrum hnetti: Nakinn, hárlaus, karlkyns, 53 sentimetrar á hæð, .4 pund á þyngdi og.! þvíi, snjíðnn. I stéín^ dauður — líklega af höfuð- kúpubroti. Og ökumaðurinn sagði söguna af slysinu hvað eftir annað, án þess að verða nokkru siími tvísaga. Hann hafði ekið bifreið sinni eftir veginum, er hann sá framundan einhverjar smáverur, er urðu bersýnilega skelkaðar, þegar þær sáu bílinn, og þustu í átt- ina til einhverrar ljómandi þústar. Þar hurfu veriarnár all- ar —¦ nema sú,' er tekið hafði verið yfir. Vísindamenn heimtuðu að fá að sjá „hinn látna", og var|menni. ekkert til fyrirstöðu, en þá kom það strax á daginn, að hér var um apa að ræða — munk- apa, sem menn nefna vestra í. daglegu tali. Og af því að ekíll.'} bifreiðarinriar var rakán.— svo;í og annar förunautur hans -—¦ létu vísindamennirnir þess getið að apaskrokkurinn hefði I verið rakaður af sérstakri prýði og ætti sá, er það hefði gert, hrós skilið. Þetta stóðst rakárinn ekki, og sagði alla söguna.' Hann hafði veðjað um það við kunningja sinn 10 dollurum, að hann Hú'gur margra snýst um síld-' ina og síldveiðarnar þessa dag- ana, enda mjög eðlilegt, þar sem vitað er, að þúsundir manna eiga alla afkomu sína undir því að 'hún veiðist. Aflatregða hefur verið fyrir norðan undan.farið, sem aðallega virðist stafa áf slæmu veiðiveðri, en síldin er kenjótt og erfitt er að eiga vi'ð hana. Hún lætur ekki sjá sig á yfirborðinu, nema i góðu veðri og þegar hvessir geta bátarnir lítið athafnað sig. Mál og tunnur. Það var annars ekki beinlín- is um síldveiðarnar, sem ég ætl- aði að ræða í dag, þótt það komi þeim við. Fyrirspurn hefur bor- "'izt frá lesanda, þar sem þess er óskað að gefin sé skýring á því við hvað átt er, er sagt sé að bát- ur hafi aflað svo og svo mörg mál og tunnur. Fyrirspurnin er i bréfsfornii og hljóðar á þessa leið: „Mál og tunnur. í útvarpi og blöðum er þess oftlega getið í síldarfréttuhum, að eitthvert á- kveðið skip hafi fengið t. d. 100 „mál og tunnur". Þetta er siálf- sagt gott og greinilegt fyrir sjó- menn og ýmsa fleiri, en mörgunj er það óljóst. Sama magn. Hvað þýðir 100 mál og tunnur'? Er það sama sem 100 mál og 100 tunnur? Eitt mál sildar er ekki jafnt einni tunnu síldar, þess vegna finnst mér fyrrnefnt orða- lag fremur ógreinilegt, þótt svo væri, að verðmæti máls og tunnu væri eitthvað viðlika mikið. — Hvað þýðir 100 mál og lúriríur síldar?" Þannig lýkur bréfinu. Það var gott að fá þetta bréf, því ég veit að mörgum hefur farið, eins og bréfritaranum að vita ógjörla íivað átt væri við með þessu or'ðalagi. En í eina tunnu af saltaðri síld fer álika mikið magn fersksildar og í síldarmál, þ. e. 135 kg. Svo það getur vel staðist, þegar rætt er um veiði skipa úti á miðum. • Rýrnar u'm fjórðung. Fersksíldin rýrnar um nær , f jórðung við söltunina í tunnur í landi, Aítur á móti er svo stund- um talað um aflann þannig, að skipið sé með t. d. 100 tunnur síldar uppmældar og er þá átt við 100 kg. í tunnu. Aftur á móti er verðmismunur mikill á salt- aðri síld og þeirri, sem fer í bræðslu. Fyrir sáltsildina fást 157 krónur, en síldarmálið í bræðslu er greitt með ca. 60 krón um. Það munar þvi miklu fyrir skipin að áflinn, sem þau koma með sé saltaður, en fari ekki i bræðslu. — kr. Spakmæli dagsins: Sá sem finnur að hann er smámenni getur orðið stór- Gáía dagsin^ Nr. 481. Eitt er með skipi enn nú fundið, víst mun það upphaf til vatna stórra, engu síður að ofan né neðan; stundum verður úr því stórf júk mikið. Svar við gátu nr. 480: Langband. gkyldi geta fengið mynd af sér honum síðan í hel. — Þá var íítblöðin ¦ innam viási tihna.- Hann 1 :ekki annað eftir en að* tilkynria' I keypti síðan aþa fyri'f 50 doll- „slysið". En rakarinn vanri ara, rakaði hann allan og kom veðmálið!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.