Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 2
a VlSIR Laugardaginn 8. ágúst 1953« MinnisblaH í almennings. Laugardagur, 8. ágúst, — 220. dagur ársins. Flóð verður næst í Reykjavik kl. 17.55. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: Post. 17. 1—15. Þessalonika og Aþena. Náeturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. — Sími 1760. Næturlæknir er í Slysavarðstofunni. Sími 5030. Helgidagslæknir á sunnudag er Guðmundúr Eyjólfsson, Míklubraut 20. - Sími 80285. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.50—4.15. UngbarnaVemd Líknar, Templarasundi 3, eí opm þriðjudaga kl. 3.15—4. Á fimmtudögum er opið.kl. 3.15- 4 út ágústmánuð. Kvefuð börn mega aðeins koma á föstudög- um kl. 3.15—4. Rafmágnsskömmtún á morgun, sunnudag, kl. 10.45—12.30, verður í II. hverfi. Útvarpið í kvöld. 20.30 Tónleikar (plötur). — 20.45 Leikrit: „Rauði þráður- inn“ eftir J. J. Bell. Leikstjóri: Jón Aðils. 21.45 Upplestur: Ljóð eftir Örn Arnarson (Sigurður Skúlason magister). 21.15 Ein söngur: Richard Tauber syngur þýzk þjóðlög (plötur). 22.00 Fréttir og veðúrfregnir. 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24.00. Söfnln: ÞjóSminj asafnið er opiS kl. 13.00—16.00 á stmnudögum og ÉL 13.00—15.00 á þriBjudögum mg fimmtudögum. NáttúrugripasafniS er opið ■unnudaga kl. 13.30—15.00 og 6 þriðjudögum og fimmtudögum fclð 11.00—15.00. Lanðsbókasafnið er opið kL 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema Eaugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. HrcAAýáta hk 1979 Lárétt: 2 Manna, 6 úr mjólk, 7 fyrrum, 9 innan, 10 rándýr, 11 spía, 12 skeyti, 14 titill <sk.st.), 15 hamingjusöm, 17 grassvarðar. Lóðrétt: 1 Regnbogi, 2 stafur, 3 máttur, 4 guð, 5 í kirkju, 8 sjór, 9 rándýr, 13 stillt, 15 síld- arbræðslur, 16 innsigli. * Lausn á krossgáfu nr. 1978. Lárétt: 2 Bifar, 6 ýla, 7 al, 9 3>G, 10 ræk, 11 róg, 12 GK, 14 RE, 15 séf, 17 rahdá. Lóðrétt: 1 Bjargar, 2 bý, 3 ill, 4 fa, 5 raggeit, 8 iæk, 9‘Þór, 13 fi. E. D., 15 SN, 16 fa. Heilsufar í bænum hefir ekki tekið miklum breyt- ingum að undanförnu. Þó var nokkru meira um kvefsótt í lok seinasta mánaðar en vikuna þar á undan. Skýrslur bárust frá 18 læknum til skrifstofu borg- arlæknis yfir vikuna 26. júlí til 1. ágúst, en 19 vikuna þar á undan. Samkvæmt seinustu skýrslu voru farsóttatilfelli sem hér segir: Kverkabólga 20 (34). Kvefsótt 56 (40). Iðrakvef 3 (2). Hvotsótt 1 (1). Kvef- lungnabólga 1 (4). Rauðir hundar 1 (0). Kikhósti 8 (4). Hlaupabóla 1 (5). Happdrætti Háskóla íslands. Menn athugi, að dregið verð- ur á mánudag, og því eru síð- ustu forvöð að endurnýja fyrir hádegi í dag, því að umboðs- menn loka kl. 12. Heimilsblaðið Haukur, ágúst-heftið, hefur Vísi bor- izt, læsilegt að vanda og snot- urt að frágangi. Á kápusíðu er falleg mynd af ungri blómarós, sem bersýnilega nýtur sjávarins og sólarinnar. Af innlendu efni ritsins má nefna grein eftir Óskar Magnússon frá Tungu- nesi um nýja handritafundi í Palestínu, Listamannaþátt Hauks (um Eggert Guðmunds- son), smásögu eftir Magnús Jó- hannsson frá Hafnarnesi o. fl., svo sem Vísnabálk. Að venju eru svo þýddar greinar og ann- að efni til fróðleiks og dægra- styttingar. Norðurlandaferð ms. Heklu. Ákveðið hefir verið að m.s. Hekla fari með skemmtiferða- ferðafólk til Norðurlanda seint í þessum mánuði, og fer skipið héðan sunnudaginn 23. ágúst. Áður var ráðgert að Hekla færi til Spánar, en komið hefir í ljós, að fólkið hefir meiri áhuga fyr- ir Norðurlandaför. Skipið mun sigla héðan beint til Bergen, en síðan innan skerja til Oslóar. Þaðan verður svö haldið til Gautaborgar, Kaupmannahafn- ar, Álaborgar og komiS verður við í Þórshöfn í Færeyjum á heimleið. Ferðin stendur yfir til 10. september. Farseðlar verða afgreiddir í Ferðaskrif- stofu ríkisins, og einnig eru veittar þar nánari upplýsingar um tilhögun ferðarinnar, svo og í skrifstofu Skipaútgerðar rík- isins. Messur á morgun. Hafnarfjarðarkirkja: Messað K'L 10 f. K. Kálfatjarnarkirkja: Messað kl. 2 e. h. Síra Garðar Þorsteins- son. Útvarpið á morgun: 8.30—9 Morgunútvarp. 11.00 Méssa í Dómkirkjunni. (Prest- ur: Síra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfs- sön). 12:15 Hádegisútvarp. — 13.00 Útvarp frá Kaupmanna- höfn: Landsleikur í knatt- spyrnu milli íslendinga og Dana. — Sigurður Sigurðssori lýsir síðari hluta seinni hálf- leiks. 13.30 Frá afhjúpun minn- isvarða um Stephan G. Steph- ansson skáld. — Fyrri hluti dagskrár, er hljóðritað var á segulband á Arnarstapa í Skagafirði 19. f. m. 15.15 Mið- • degistónleikar (plötur). 16.15 i Fréttaútvarp til íslendinga er- (lendis. 18.30 Barnatími (Baldut Pálmason). — 19.30 Tóhleikar (plötur). 20.00 Fréttír. 20.20 Frá afhjúpun minnisvárða um Stephan G. Stephansson skáld; síðari hluti dagskrárinnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur) til kl. 23.30. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er í Ham- borg. Dettifoss fór frá Rvk. 5. ágúst til Hull, Hamborgar og Rotterdam. Goðafoss kom til Rvk. 3. ágúst frá Húll. Gullfoss fér frá K.höfn í dag til Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá New York 31. júlí til Rvk. Reykja- foss fór frá Rotterdam á fimmtud. til Antwerpen og Flekkefjord. Selfoss fór frá Nörðfirði á fimmtud. til Bakka- fjárðar, Vopnafjarðar, Þórs- hafna rog Raufarhafnar. Trölla- foss kom til New York 5. ágúst; fer þaðan væntanlega 13. ág. til Rvk. Skip S.Í.S.: Hvassafedd er á Siglufirði. Arnarfell fór frá Haugasundi 6. þ. m. áleiðis til Faxaflóahafna. Jökulfell fór frá Keflavík í gær áleiðis til Ála- borgar, Gautaborgar og Berg- Vesturg. 10 Sími 6434 vWwvWWWWVWWVWWVW^JWWVWVVSflftWWWV^tf^VWi Þó færhúðinfljótlega litblæ sumarsins: Niveo brún! Ef pir viljið verða brún ó skömmum tima þá notið Nivea-ultra-oiiu en. Dísarflle er á Húsavík. Blá- feli kemur væntanl. til Aust- fjaarðahafna á morgun. Ríkisskip: Hekla er væntan- leg til Reykjavíkur árdegis í dag frá Glasgow. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur urri land í hringferð. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld austur um larid til Raufarhafn- ar. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Upplýsingastarfsemí ut- Sendiherra Islands í Stokkhólmi ræðir málið frá sjónarmiði opinbers fuiltrúa. í grein í Vísi þann 4. júlí, sem var að berast hingað, er rætt um það hvort ekki væri hægt að fela sendiráðum á Norðurlöndum „skipulagða kynningu ísl, sjónarmiða á 1 þeim málum, sem okkur varða, ekki aðeins í ákveðhum ráðu- neytum heldur einnig meðal almennings, eins og aðrar þjóðir ■ gera með tilstyrk blaðafulltrúa Iþeirra, sem jafnan eru í hverju sendiráði .... Ef slík kynningarstarfsemi væri skipulögð, myndi áreiðan- lega fækka greinum með al- gerðum missögnum um ísland.“ Svo er að sjá á greininni, sem höfundur telji sjálfsagt að þetta sé ekki gert og er það þó fjarri | lagi. Jafnvel þó blaðafulltrúar starfi ekki við neitt íslenzkt sendiráð, hygg eg að flest séndii’áðin, bæði hér á Norð- urlöndum og anriars staðar, leiðrétti missagnir í blöðunum, og sjálfur hefi eg gert það, bæði í New York og hér í Svíþjóð. Annað mál er það, að lýginni er létt um hláuþ, svo ef hún er nógu afkáraleg er hún kom- in út um allt, áður en hægt er að leiðrétta hana; að leiðrétt- ingar fari fyrir ofan garð og neðan sést á því, að höfundur- inn gengur út frá að sendíráð leiðrétti yfirleitt ekki mis- sagnir. Svo er hitt: Menn eru yfir- leitt mjög vantrúaðir á „opin- berar leiðréttingar“, enda eru þær oft skrifaðar svo þyrkings- lega, að lesendur blaðanna hlaupa yfir þær. Þess vegna þykir að jafnaði betra að vinna eftir öðrum leiðum til að út- breiða þekkingu á landinu eða einstökum •málum. Er þá áð jafnaði talið hentugast að geta sagt frá landinu á skilmerki- li.f. I VttastiQ 3. Allik. pappirtpoúafi legan og skrumlausan hátt, hélzt méð myndum og tölum.1 Þess vegna ritaði eg smábók,1 sem var gefin út með litmynd- 1 um í New York 1945, og hét: Iceland and the Icelanders. Þó hún væri af vanefnum gerð,! því eg háfði mikið að gera og litla hjálp, eins og við flestir [ í utanríkisþjónustunni, hefi eg orðið var við að hún hefir breitt út þekkingu um ísland ótrúlega víða. Meirá að segja hefir efni hennar verið notað víðsvegar um heim, og útdráttur, að méstu úr henni, var birtur í víðlesnasta tímáriti í heimin- um: Readers Digést, sém gefið var út í 12 millj. eintökum. Hefi. eg bréf frá aðalritstjóra þess, sem afsakar það við migt að bókarinnar sé ekki getið í greininni. Síðan eg kóm hingað hefi eg einnig ritað texta að myndabók, sem heitir: ísland, með mynd- um éftir Hans Malmberg og lcom út árið 1951. Hefi eg einn- ig þar haft þá ánægju, að sum blöðin hér hafa tekið upp mik- ið af texta bókarinnar. Auk þess kom út lítil bók, én furðu fróðleg, hér í Svíþjóð, ár- ið 1951, sem hét The Nðrthern Countries. Höfðu utanríkis- ráðuneyti Norðurlandánna 5 ánægjulegt samstarf um þá bók, og mun Bjaxni Guðmundsson, blaðafulltrúi, vera höfundur góðs kafla um ísland, sem þar birtist. Hefir hénni verið dreift út um fjölda landa til afnota fyrir blaðamenn. Þéss rriá éinnig geta, að hér í Svíþjbð starfa tvö félog, sém gefa út tímarit helguð íslaricli: Samfundet Sverige-Island, og Islákíiskal1 bálLskapel Íuit Uppsala, sem gefur út mjög myrularlegt rit: Acta Islandica. Megnið af þessum ritum ná einnig til Finnlands, en þar gef- ur Erik aðalræðismaður Juran- to út fjölritaðar fréttir frá ís- landi öðru hvoru, handa blöð- unum, Eru þær samdar af mag. Maj Lis Holmberg og bæði fróðlegar og skemmtilegar. Birta firinsk blöð ætíð nokkuð úr þeim, eftir því sem rúrri leyfir. Þó að eg hafi hér gérzt svo fjöl orður um starf á þeim sviðum, þar sem eg hefi haft þann heið- ur að vera fulltrúi íslands, er það af því að eg þekki það bezt. í Darimörku starfar sendiherra, sem eg hygg að varla þurfi að verja sig gegn þvl að hann hafi ekki kynnt landið og menningu þess, þar sem er Sigurður Nor- dal, enda er hans starf með þeim hætti, áð hver stórþjóð rnundi telja sér sóma að hafa hann sem fulltrúa sinn. Hefir harin haldið fyrirlestra bæði hér í Stokkhólmi og Uppsölum í vor,en aúk þéss kom út bók hans og Jöns próíessors Helga- sonar um fornbókmenntirnar fyrir nokkrum mánuðum hér í Stokkhólmi. Lítt hefir þeirrar bókar verið getið að verðleik- um á íslandi, það eg hefi séð. Þess sem hér hefir verið get- ið er það sem liggur fyrir prent- ,að eða fjölritað hér í Svíþjóð og Finnlandi, en eg taldi ekki á- stæðu til að fara út fyrir minn verkahring. Ér ég í vafá um hvort nokkur þjóð hefir fengið meira birt um síg og meriningu síria, hér í Svíþjóð, en einmitt ísland, þó ekki muni mikið um okkur í fólkshafi heimsins. Þess er þó að gæta að sendi- ráð, sem vilja leiðrétta ein- hverja firruna, verða að fara mjög með löndum, svo að þau ekki ýfi réttmæta þjöðernistii- finningu. Þegar eg les einhverja vitleysu um ísland þýkir mér venjulega héppilegra að tala við ábyrgðármann blaðs þess, sem birtir greinina og spyrja hann hvaðan hann hafi fregn- ina, og því hann sé að birta svona slúður. Það er ekki aftur tekið áð birta greinina, én venjuléga varar hánn sig næst, þegar hann fær einhverjá fruðufregn frá íslandi. Eg. hygg a,ð blaðafulltrúar flfestrá* ! áérimraðánna vinrii já þennan hátt, enda man ég ekki Framhald á 7, siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.