Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 4
VfSIB WÍSIJR D&G8LAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pélsson. . Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (finun iinui). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Mörg verkefni fratmmdan. Enn hefur ekkert gerzt, sem bendir til þess, að almenn- ingur megi vænta þess, að ný stjórn verði mynduð næstu daga. Stjórnarflokkarnir hafa að vísu haft samband sín á milli, eins og skýrt hefur verið frá í blöðunum, en viðræður þeirra eru ekki komnar á það stig, að séð verði fyrir endann á þeim eða árangurinn, er af þeim kann að verða. Getur það tafið nokkuð, að Framsóknarflokkurinn vill enn athuga mögu- leikana á myndun stjórnar með Alþýðuflokknum, en til þess að slíkt geti átt sér stað, verður sá flokkur að endurskoða af- stöðu sína til þjóðmálanna. Verkefnin eru hinsvegar mörg, sem hin nýja stjórn verður að leysa úr, og þeim fer vitanlega fjölgandi með degi hverjum. Má þar til nefna, er snertir hvað mest allan almenning í land- inu, að innan skamms mun verða farið að ákveða verðlag land- búnaðarafurða, svo sem gert er á hverju liausti, og hafa verður hemil á því, ef verðhækkun telst nauðsyn, að henni sé stillt í hóf og vel það. Annars mundi kaupskrúfan komast af stað enn einu sinni. Þetta er aðeins ein ástæðnanna fyrir því, að hraða verður myndun ábyrgrar stjórnar. Það fer heldur e' 1 » milli mála, að það veldur töfum myndún stjórnar, að Framsóivnarflokkurinn hefur ekki viljað hverfa frá þeirri skoðun sinni, er henn setti fram í fyrsta bréfi sínu til Sjálfstæðisflokksins, þegar sá flokkur hafði hafið bréfaskipti um möguleika á framhaldi stjórnarsamvinnu, að tala bæri einnig við Alþýðuflokkinn. Enginn gengur þess dulinn, að það gæti tekið nokkurn tima fyrir Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn að koma sér saman um stefnuskrá, en það hlýt- ur að taka helmingi eða enn lengri tíma fyrir þrjá flokka að komast að samkomulagi, ekki sízt er sá flokkur bætist við, sem hefur tekið ákveðna afstöðu gegn helztu málum síðustu stjórn- ar, en stefna hinnar næstu hlýtur að byggjast að verulegu leyti á þeim grundvelli, sem hún hefur lagt í ýmsum efnum. Sakir þess, að Framsóknarflokkurinn vill ekki breyta af- stöðu sinni að því er snertir viðræður við Alþýðuflokkinn, og við það skapast að nokkru leyti nýtt viðhorf í stjórnmálunum hefur verið ákveðið að kalla saman flokksráð Sjálfstæðisflokks- Iþróttamót á Ferjukotsbökkum. (Jmf. Islendingur vann mótið. íþróttamót U.M.S. Borgar- fjarðar fór fram á Ferjukots- bökkum 25.—26. júlí 1953. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 190 m. hlaup. 1. Garðar Jóhannesson (Akra- nesi) 11,0 sek. — 2. Ingvar Ing- ólfsson (íslending) 11,3 sek. — 3. Sveinn Þórðars. (Reykdæla) 11.4 sek. 400 m. hlaup. 1. Karl Hjaltalín (Vísir) 57,8 sek. — 2. Sveinbjörn Bein- teinsson (V.) 58,0 sek. — 3. Einar Kr. Jónsson (ísl.) 58,3 sek. 1500 m. hlaup 1. Einar Kr. Jónsson (ísl.) 4:57,4 mín. — 2. Þórhallur Þór- arinsson (ísl.) 4:59,0 mín. — 3. Eyjólfur Sigurjónsson (R) 5:02,2 mín. 3000 m. hlaup. 1. Einar Kr. Jónsson (ísl.) 10:23,4 mín. — 2. Sveinbjörn Beinteinsson (V.) 10:30,4 mín. 3. Erlingur Jóhannesson (Brú- in) 10:35,2 mín. 4x100 m. hlaup. 1. Akurnesingar og fl. 47,0 sek. — 2. B-sveit íslendings 48.5 sek. — 3. B-sveit Reyk- dæla 49.9 sek. Langstökk. 1. Ásgeir Guðmundsson (Isl.) 6,44 m. — 2. Jón Blöndal (R.) 6,35 m. — 3. Sveinn Þórðarson (R.) 5,88 m. Kvennagreinar: 80 m. hlaup. 1. Guðrún Sigurðard. (V.) 11,4 sek. — 2. Ólöf Sigursteins- dóttir (R.) 11,7 sek. 3. Sigrún Sigurðardóttir (V.) 11,8 sek. Langstökk. 1. Margrét Sigvaldadóttir (fsl.) 4,16 m. —2. Sólveig Stef- ánsdóttir (ísl.) 4,11 m. Hástökk. 1. Edda Magnúsdóttir (R.) 1.25 m. — 2. Margrét Sigvalda- dóttir (ísl.) 1,20 m. — 3. Sigrún Þórisdóttir (R.) 1,15 m. Kúluvarp. 1. Edda Magnúsdóttir (R.) 8.26 m. — 2. Guðný Halldórsd. (Dagrenning) 7,65 m. — 3. Mar grét Sigvaldad. (ísl.) 7,53 m. Kringlukast. 1. Edda Magnúsdóttir (R.) 20,96 m. — 2. Margrét Sigvalda dóttir (ísl.) 20,17 m. — 3. Sig- rún Þórisdóttir (R.) 17,67 m. J U.M.F. íslendingur vann mót ið með 71 stigi og næst varð U.M.F. Reykdæla með 59 stig.1 ....------ Vogabúar Muuið, ef þér þurfið aS j nð auglýsa, að tekið er á mótl amáauglýsinguna f Vísi í * Verzlun Arna J. Sigurðssonar, Langhoksvegi 174 Smáauglýsingar Vísis ero ódýrastar og fljótvirkastar. ins, sem stefnt hefur verið til fundar á mánudag. Á þessu stigi málsins verður vitanlega ekkert um það sagt, hverja af- stöðu flokksráðið tekur til viðræðna við Alþýðuflokkinn, en víst er, að margir Sjálfstæðismenn eru eindregnir andstæðingar þess, að hann sé tekinn með í stjórnina, því að hann hefur ævin- lega verið flokka mest viðriðinn hverskyns hrossakaup og verzlun, sem eru að ýmsu leyti hættulegasta fyrirbæri í stjórn- málum, sem hægt er að hugsa sér. Aðalatriðið, sem hlýtur að ráða afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni, er það, hvort menn telja, að giftusamlegra hafi tekizt á síðasta kjörtímabili, og hvort það sé ómaksins vert, að reynt sé að halda óbreyttri stefnu. Þátttaka Alþýðuflokksins mundi sennilega tákna stefnubreytingu, sem væri engum til góðs, því verður þó ekki trúað að óreyndu, að stjórnarstefna verði látin fara eftir vilja og duttlungum eins minnsta flokks- ins, er hefur þar að auki verið þekktur fyrir það til skamms tíma, að vilja ekkert nýtt reyna, er öll gömul ráð hafa samt reynzt haldlaus. Hamingjudskir fyrir 8 árum. Tyjóðviljinn segir frá því í gær, að Mark Clark hershöfðingi hafi krafizt þess, að kjarnorkuvopnum verði beitt, ef Kóreu- stríðíð brjótist út á nýjan leik — norðanmenn grípi til vopna á nýjan leik. Oft hefur verið um það talað, að ýmsir menn, einkum Banda- ríkjámenn, sé þeiffar skoðunar, að beita beri kjarnorkuvopnum,1 ef yfirgangur og ofbeldi kommúnista keyri svo úr hófi, að engin vopn önnur geti stöðvað sókn þeirra til heimsdrottnunar. j Munu þó flestir vera þeirrar skoðunar, að flestar ógnir væru bærilegar, ef engin hætta væri á kjarnorkustyrjöld. En af því að kommúnistar hafa verið manna ákafastir að fordæma kjarnorkuvopn í orði, enda þótt þeir hafi aldrei feng-j izt til þess að gera samkomulag um að banna þau i verki, er fróðlegt að rifja það upp, sem gerðist fyrir réttum átta árum. Þá var varpað kjarnorkusprengjum á japanskar borgir, og þóttu það mikil tíðindi, eins og gefur að skilja. En sérstaklega mun Stalín hafa þótt þetta góð tíðindi, því að ella hefði hannj vant sént Bandaríkjamönnum heillaskeyti vegna árásai'innar. { En þá var sprengingin líka í þéirra þágú, og því horfði málið öðru vísi við. | Margt er skritió Nylon-sokkar höfðu áhrif á gang stríðsins. I*eir vorii ætlaðii* Ii’öiiskum koniim Það kann að virðast skrítið, en satt er það samt, að nokkur pör nylonsokka höfðu mikil á- hrif á gang styrjaldarinnar. En áður en frá því verður sagt, má geta þess, að sú var tiðin, að það þótti tákn for- réttindastéttarinnar að ganga í silkisokkum. Þá var silki ekki á hvérs manns leggjum, éf svo má að orði kveða, en á þriðja og fjórða tug þessarar aldar urðu silkisokkar almennings éign. En segja má, átð ffá 1939 hafi allt gengið „á afturfótun- um“ að því ér þessa flík snert- ir. ' • Samband sokkaframleiðend : í Bandaríkjunum, sem hefur miðstöð sína í New York, hefur skýrt frá þvi, að árið 1952 — þegar sala á hverskyns varn- ingi var í hámarki — hafði aðeins selzt 61,491 tylft silki- sokka í öllu landinu. Sala ny- lonsokka komst hinsvegar upp í 51,714,444 tylftir — það er að segja’ eins ogrhver Bandaríkja- maðúr j karlaf dg 'kónu r(É 'ölluhi, aldri hef ðu keýpt 4 pör á árinu. Og bómullarsokkum vegn aði ekki betur en bræðrum sín- um úr silki, því að sala þeirra nam rúmlega 152 þús. tylftum. En nú kemur stríðssagan, og { hún fjallar um 2-300 tylftir af | beztu nylonsokkum, sem völ i var á. Mark Clark hershöfðingi, er átti að halda á laun til N.-j Afríku, fékk hei’málai’áðuneyt- < ið’til þess að gera — leynilega — pöntun á sokkum þessum haustið 1942. Sokkana varð að afhenda í október, snemma. í'órseti sambands ■ sokkafram- leiðenda var látinn vinna eið að því, að hann skyldi ekkért! segja um pöntun þessa, og fékk aðeins að vita, að sokkarnir væru mikilvægir vegna baráttui þjóðarinnar Honum tókst með i herkjubrögðum að safna næg- um sokkabii’gðum — því að þá voru nylonsokkar eiginlega ekki til sölu — afhenti þá eigin hendi í flugstöð, og fáum stundum síðar voru þeir komn- ir af sfað áleiðis austur um haf í sprengjufhxgvlél. > . u 1 - Clai’k notaði sokkana til þess Laúgardaginn 8: ágúst 1953. Um allt er skrafað, og eklsert má út af bregða, eins og gcrist og gengur. Húsmóðir hringdi til mín í gær og spurði mig, hvort eg' gæti gefið nokkrar upplýsing- ar um hvers vcgna ekki væri hægt að fá nýjan fisk hér i bæ, um þessar mundir. Eg hafði ékki svar á takteinum, þótt ég þætt- ist vita, hvar hundur lægi graf- inn, en lofaði að atliuga málið. Minna framboð en eftirspurn. Ástæðan reyndist vera sú, er eg átti tal af helztu fiskmiðslöð bæjarins, að minna bei’st að af fiski þessa daga en áður. Það eru nú helzt smátrillur, sem róðra stunda liéðan og fisksalarnir kaupa sinn fisk af, en þær róa ekki nema í góðu veðri, en und- anfarið hefur verið heldur stirt gæftaveður fyrir smábáta. Allir stærri bátar eru annað hvort við síldveiðar nyrðra cða stunda rek- netaveiðar, svo að ekki cr um þá að ræða. Það cr heldur ekkert smáræði, sem réykvískar hús- mæður þurfa samtals daglega í pottinn. Fiskneyzla bæjarbúa er 12—15 tonn á dag, eftir áætlitn kunnugs manns. Þó er til fiskur. Bærinn er þó alls ekki fisklaus, því að lijá fisksölum fæst ágætur frosinn fiskur, saltfiskur og allt af eitthvað af nýju. Það cr þvi ástæðulaust að kvarta, þótt ekki fáist nýr fiskur i soðið í nokkra daga. Annars er það svo, að flest reykvísk heimili hafa fisk á borð- um 4—6 daga vikunnar, og er því eðlilegt, að húsmæður séu i vandræðum, el' lítið fæst af þeirri matvöru. Fiskurinn er bæði holl- ur og ódýr, og flestir verða að gæta auranna — lialda spart á. Hvalkjöt í dósum. Fyrir nokkrum dögum skoðaði ég nýja niðursuðuverksmiðjú, þar sem einungis er soðið niður hval- kjöt. Virtist mér verksmiðjan öll með fullkomnu sniði og fram- leiðslan vcra hin ágætasta á að líta. Niðursuðuverksmiðja þessi sýðui’ niður gullascli og kjötbúð- irig og hefur ýmislegt annað á prjónunum. Þóttu mér það góð tíðindi, að farið væri að sjóða niður hvalkjöt, enda er það bæði næringarríkt og ódýrara en ann- að kjöt. Eg get heldur ekki annað sagt, en að mér hafi þótt fram- leiðslan ágæt, er ég bragðaði á innilialdi nokkurra dósa, scm framkvæmdastjórinn lét opna i tilefni af lieimsókn minni. Sér- staklega leist mér vel á keröld mikil, sein ég sá í einu herbergi, en þar var verið að súrsa hvaJ, sem siðan verður seldur í smáum og stórum tunnum. Það verður ekki ónýtt að geta fengið sér lit- jð „kvartél“ fyri.r yeturinn. —,kr. Gáta dagsins. Eitt er með skipi og örðugum vegi, einnig kindurn önd, sem draga. Eg lief heyrt, að unnustu hendur mundu það finna, ef mót færi að lagi. Svar við gátu nr. 482: Vindurinn. að vinna franskar konur og franska embættismenn til fylg- is við bandamenn, áður en gengið var á land í N,-Afriku i ♦ írnóvémber. Og þeir gerðu: sitt gagn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.