Vísir - 14.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1953, Blaðsíða 4
TlSZH *rww>r; ^ f '•****■1 a* DAGBLAB S Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (íimm iinur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Frakkland á barmi byltlngar ? Fyrr á öldum var Tyrkland nefnt „sjúki maðurinn“ í Evrópu“, en nú er það nafn stundum gefið Frakklandi, því að þar hefur ókyrrð verið meiri í stjórnmálum um langt skeið en í flestum löndum álfunnar öðrum. Fram að heimsstyjöldinni fyrri munu Frakkar hafa verið einhver efnaðasta þjóð álfunnar, ekki einungis vegna nýlendna sinna, en nýlenduveldi hefur komið fótum undir fjárhag margra þjóða, heldur og vegna þess að þjóðin var sparsöm ög dUgleg. En á heimsstyrjaldarárunum 1914—18 urðu Frakkar að færa miklar fórnir, og eftir styrjöld- ina fór hagur þeirra mjög versnandi, en af því leiddi ókyrrð í stjórnmálum landsins, auk þess sem allskonar hneyksli urðu tíð, er juku á erfiðleikana við að koma lagi á búskapinn. Urðu ýmsar stjórnir því mjög skammlííar. Frakkar voru meðal sigurvegaranna í fyrri heimsstyjöldinni, og þeir voru einnig í þeim hópi eftir síðari heimsstyjöldina, en sama hefur orðið upp á teningnum í bæði skiptin. Þó hefur ástandið verið sýnu verra nú eftir 1945 — svo að segja má, að alger glundroði hafi ríkt á stundum í frönskum stjórnmálum. Hver stjórnin hefvir erið mynduð af annari, en aðeins ein þeirra mun hafa átt lengri lífdaga en ár, og hefur slíkt talizt til tíðinda. Skömm seta hefur verið að heita má „daglegt brauð“, en eins og gefur að skilja getur aldrei vel farið, þegar þannig hefur gengi, og koma áhrifin æ betur í ljós. Þaft er margt, sem veldur því jafnvægisleysi, sem ríkt hefur í stjórnmálum og eínahagsmálum Frakklands. Smáflokkar eru þar margir, en enginn flokkur nærri því að hafa meirihluta á þingi. Þess vegna kemur ekki annað til greina en að mynda samsteypustjórnir, sem kostar samningá, og ekki má út af bregða, þegar stjórn hefur setzt að völdum, til þess að sam- starfsflokkur eða flokkar snúist ekki gegn henni og hún sé þar með fallin. Annað er það, að kommúnistar eru fjölmennari og sterkari í Frakklandi en víðar annars staðar, og þeir eru andvígir hverri stjórn, og til þess að auka áherzluna á andstöðu sinni hafa þeir öflugt verkalýðssamband, sem þeir geta beitt í verkföllum, hvenær sem þurfa þykir. En þótt oft hafi verið ókyrrt í Frakklandi og mikið um verk- föll, hefur þó alveg keyrt um þverbak síðustu dagana, svo að ekki er fjarri lagi að nefna allsherjarverkfall, því að menn í öilum helztu atvinnugreinum hafa lagt niður vinnu, og athafna- 3íf landsins að mestu lamað. Er verkföllunum beint gegn stjórn- inni og ráðstöfunum þeim, sem hún hyggst gera, til þess að reyna að koma fjárhag ríkisins í sæmilegt horf, því að meifa er ekki hægt að gera ó skammri stundu. Eins og sakir standa, þegar þetta er ritað, virðíst ekki nema um tvo kosti að velja fyrir stjórn Laniels. Annars vegar er að lyppast niður og hætta við öll sín áform, og virðast þá allar stjórnir dauðadæmdar, er vilja reyna eitthvað í sömu átt á næstu mánuðum og árum. Gæti þá svo farið, að til ríkisgjald- þrots kæmi um síðir. Hitt er, að stjórnin ákveði að beita valdi sínu, þar sem hún hefur umboð þingsins, til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir, og leitist við að bæla verkföllin niður. Slíkt mundi sennilega leiða til bardaga og byltingartilraunar, en! spurningin er, hvort ekki er um vopnlausa byltingartilraun að ræða eins og er, sem getur snúizt upp í vígaferli, ef stjórnin! sýnir veikleikamerki, og kommúnistar telja tímann hentugan til að láta til skarar skríða, Hörmungarnar í Grikklandi. TVTáttúruhamfarir miklar hafa geisað í Gríkklandi að úridan- Norðurlandaför m.$. Heklu verður vafalausl ánægjuleg. IVIær fullskipað i 19 daga skemmtiferð um Moreg, Svtþjóð, Danmörk og Færeyjar. Þaft þykir nú sýnt, aft m.s.'margt að sjá. M. a. verður farið Hekla verði fullskipuð farþeg- j í skemmtigarð borgarinnar,; um, þegar hún leggur af stað héftan 23. þ. m. í 19 daga skemmtiferð til Noregs, Sví- þjóftar og Danmerkur. Vísir hefur áður greint frá því, að allar horfur eru á, að farþegar verði a. m. k. 120, en Liseberg, sem er einn kunnasti sinnar tegundar á Norðurlönd- um. Síðan verður haldið til Hafn- ar, en þar er eitthvað fyrir aila, eins og alkunna er. M. a. mun verða farið í ökuferð um Sjá- við þá tölu.er miðað. Raunar er land. skoðaðar hallir í Hilleröd ekki að furða, að ferðir sem|°g Helsingör. Þá verður vitan- þessar séu eftirsóttar, ,því að. lega farið í dýragarðinn og Ti- ferðalagið virðist vera vel voli- skoðað Thorvaldsenssafn- skipulagt og lagt kapp á að Kristjánsborgarhöll o. fl. skoða fagra og eftirminnilega Danmörku verður farið til staði. í Þórshafnar í Færeyjum, en þar Ferðaáætlun Heklu að þessu! verður höfð stutt viðdvöl á mið sinni er í stórum dráttum á vikudag 9. n. m„ en hingað þessa leið: Lagt verður af stað héðan á hádegi sunnudaginn 23. þ. m., og komið til Bergen á miðnætti á þriðjudag. Bergen er fallegur bær og merkilegur um marga hluti. Þar verður m. a. skoðaður Troldhaugen, heirn ili Edvards Griegs, ennfremur farið upp á Flöyen á togbraut, en það er snarbratt fjall sem rís upp af borginni miðri. Það- an er dýrleg útsýn yfir Vog- inn (höfnina) og eyjar og sker þar fyrir utan. Þá verður ekið í bifreiðum til Harðangurs- fjarðar, sem rómaður er fyrir fegurð, en þar verður farið um borð í Heklu, en síðan siglt inn- an skerja um Haugasund til Oslóar, og komið þangað laug- ardaginn 29. þ. m. Þar verða skoðaðir ýmsir merkisstaðir, svo sem ráðhúsið mikla, sem rís niðri við sjóinn, garður Vige lands myndhöggvara, Holmen- kollen, víkingaskipin á Bygdöy o. fl. Frá Osló verður farið til Gautaborgar, en þar er einnig verður komið fimmtudaginn 10. n. m. kl. 11 að kveldi. Engin veruleg rýmun eftirvinnu. Sú regla hefur nú verið tekin upp hjá varnarliðinu á Kcfla- víkurflugvelli, aft ekki skuli unnin eftirvinna, nema þörf krefji. Vísir aflaði sér nokkuvra upp lýsinga um þetta mál í gær, með því. að það snertir nokkur hundruð íslendinga, sem at- vinnu hafa hjá varnarliðinu. Blaðinu var tjáð, að tiJ þessa hafi verið miðað viö, að 18 stundir væru í hverri vinnu- viku. Af því er nokkur hluti eftirvinna. Talsmenn varnav- liðsins hafa látið svo um mælt, að í framkvæmd mum hin nýja reglugerð ekki haíi i för með sér verulega rýrnun eftirvinnu. Qu Margt er shritið Blátt auga boðið til sölu. JErSitt að fiiiua biigdiiHlissaniaii klæðske^a á fi]«Siiib«a*s|. 11 förnu eða öllu heldur á þéttbýlum eyjum fyrir ýe§.turstfönd •landsins. Er vitað, að tjón hefur orðið gífúrlega mikið, en þó mun langt þar til oll kurl koma til 'grafar því að seýja má, a5 eyjarnar sé slitnar úr öllum tengslum við umheiminn, en ham- farirnar svo míklar, að erfitt hefur verið að koma við skipurn, til þess að koma mönnum til hjálpar. Jafnskjótt og fréttist um hörmungarnar til meginlanls Grikklands og annara landa, var brugðið víð til hjálpar, og þeim mun fara fjölgandi, er munu leggja eitthvað af mörkum, annað hvort krafta sína eða hluta af eigum, til þess að verða hinum nauðstöddu að liði. Alþjóða Rauði krossinn mun vafalaust skera upp herör í öllum löndum, sem hann starfar í og hvetja þær til þess að bregðast ekki nú frekár en fyrrum. Verður þá vafalaust leitað til íslendinga eins og annara, og við eigum að bregðast vel og skjótt við, þegár kaílíð k&mur-: Þáð éíVí 'sá»Þ ræmi við það, sem við höfum gert áfiur, þegar eins hefur staðið á úti í löndum. Hver vill kaupa heilbrigt blátt auga fyrir rúmlega 160.000 krónur? Kona nokkur í Texas í Banda ríkjunum er fús til að selja ann að hvort auga sitt fyrir ofan- greinda fjárhæð — í dollurum — en peningana ætlar hún að nota til þess að greiða fargjald fyrir sig og fjölskyldu sína norð ur til Alaská. Hún gerir sér von um það,. að ef þeim takist að komast þangað, muni þeim lán- ast 'að finria olíu þg koma fótum undir fjárhag sinn. Vegna þess hefur konan birt á ýmsum stöðum auglýsingu, sem h.ljóðar svo: Vil selja annaft áuga mitt fyrir 10.000 doílara. Lyst- hafendur sendi nöfn sín til pósthússins í Knox City (pósthólf 28), Texas. Hún bifti auglýsinguna með- al annars í brezka blaðinu Sun- day Express og lét bréf fylgja með, þar sem hún. sagði: „Maö- urinn .mirin ei* duglegurf viðoag sjá fyrir okkur — góður maður. En við höfum átt erfitt upp- j dráttar. Hann vill ekki, að ég geri þetta, en ég' vil að fjöl- skylda mín geti notið öryggis. Maðurinn vinnur við olíu- lindir, og það er hægt að finna olíu í Alaska. Fyrir peningana kæmumst við þangað.“ Fáir bindindismenn. Og svo er hér önnur einkenni leg saga — frá Edinborg. Borg- arstjórinn hefur í fjögur ár ver- : ið að leita að bin.dindissömum klæðskera þar í borg eða hér- | aðinu, Midlothian. Þannig er mál með vexti, að árið 1892 dó I maður einn í borginni og lét m. J a. eftir sig 6000 sterlingspund. | Hann mælti svo fyrir, að vöxt- unum af þeim skyldi skipt jafnt milli tólf bindindissamra klæð- skera eða ekkna þeirra. Árið í 1949 tók borgarstjórinn að sér að koma fénu til verðugra, en þrátt fyrir fjögurra ára leit hef ur aðeins tekizt að íinna einn mann, er bragðar aldrei áfengi, í þessari stéit. Hann* fær: 12 sterlingspund á ári. Föstudaginn 14.,ágúst 1953 Skemmdarfýsnin, sem súniir menn eru haldnir, er næsta und- arlegt fyrirbrigði, og er oft og tíðum algerlega ómögulegt venju- legu fólki að gera sér í hugar- lund, livað geti vakað fyrir þeim mönnum, sem lialdnir eru þeim illa anda að geta ekki séð i friði dauða hluti, cr ekki virðast geta gert neitt mein, né vera til trafala. Blómakerin fallegu, sem sett voru upp á norðurbakka Tjarnarinnar hafa einkum orðið fyrir barðinu á þessu illþýði, og nú er svo komið, að aðeins tvö ker eru eftir af sjö. Árásir um helgar. Þessar árásir á kerin eiga sér stað venjulega um helgar, og þeg- ar mönnum hefur verið gengið um Vonarstræti á sunnudags- morgnum, hefur blasað við þeim eyðileggingin, sem næturhrafn- arnir hafa orsakað. Fyrir þjóð- hátíðardaginn 17. júni var kom- ið víða fyrir kerjum með blóm- um og þylcir alls staðar af þeim mikil prýði, að minnsta kosti líta þeir svo á, sem yndi hafa af þvi að hafa umhverfið fag- urt. Seinustu þrjár lielgarnar hafa þó verið hvað verstar, en mn verzlunarmannahelgina tók þó út yfir allt. Þó var öllum kerunuin sjö velt i Tjörnina, en áður höi'ðu flest blóm í þeim verið slitin upp og eyðilögð. Þyrfti næturvö^rð. Mér dettur til hugar, hvort ekki væri ástæða til að sérstakur, tög- regluvörður væri liafður í grennd við Tjörnina um nætur, sem vekti meðal annars yfir kernnum. Sá lögreglumaður gæti líka liaft eft- irlit með stóru svæði, því með því að ganga um Vonarstræti gæti hann fylgzt með allri um- ferð um tvær götur aðrar, Tjarn- argötu og Fríkirkjuveg. Það er nær óþolandi að skemmdarvörg- um, sem þarna eru að verki, haldist þessi ösvinna Uppi bóta- íaust. Það þarf auðvitað eltki að því að spyrja, að óþokkar þessir eru drtikknir, þvi varla er ætl- andi að ódrukkinn maður leggist svona lágt. „Vökumenn". I>að heyrast oft raddir um það, að kvikmyndaltúsin hér i bæn- um sýni aldrei nema æsimyndir eða eitthvert léttmeti, eins og það er nefnt. Það kann að vera að sumú leyti rétt, en eg hef það eftir forstjóra kvikmyndaliúss hér, að það virðist stundum vera þýðingarlitið að bjóða almenn- ingi lieimsfrægar vérðlaunamynd ir, sem efnislega ltafa einhvern ttoðskap að flytja, þvi kvikmynda húsgéstir kunni ekki að meta þær, og slikar myndir séu sýndar fyr- ir liálftótnjim húsum kvöld eftir ltvöld. Mér dettur þetta til hug- ar, þegar : eg sé að farið er að sýna aftur i Nýja Bíó þýzku kvikmyndina Nachtwaelie eða Völuimenn, eins og hún 'er nefnd ltér. Þégar kvikmynd þessi, sem er aíbragðs góð, bæfti livað leik og efni snertir, var sýnd áður. í kvikmyndahúsjhii, ,;gekk“ lum að- Gáta dagsins Nr.488. ............ Hvert var iþað hús haglega smíðað, en síyttu hefir enga, stóft þó í mörg ár?< < Þess var rjáfur id‘ reist fyrst hið efrá, en undirgrind skorðuft eftir á, seinna. Svíith við gátú nr. 487: Sleggja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.