Vísir - 20.08.1953, Blaðsíða 1
43, árg.
Fimmtudaginn 20, ágúst 1953
187. tbl.
- Teneranfregnir í morgun segja ali
nieð kyrrem kjörum í iandinu.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Alvarleg tíðindi.gerðust í ír-
an í gær, er stjórn dr. Múham-
eðs Mossadeks var velt úr
valdastóli í blóðugri byltingu,
sem fylgismenn keisarans stóðu
að.
- Fregnir af þessum atburðum
eru erm nokkuð óljósar, en v.it-
að er, að keisarasinnar hafa nú
flestar borgir landsins á sínu
valdi, en talið er, að Mossadek
hafi komizt undan,..'— að
minnsta kosti hefur hann ekki
fundizt. Hins vegar hlaut Fa-
temi utanríkisráðherra Mossa-
deks grimmileg örlög, er múg-
urinn reif hann í sundur á aðal-
torgi Teherans.
Vill láta þyrma
Mossadek.-
Þykir sýnt, að keisarinn, sem
staddur var á ítalíu, er atburð-
ir þessir gerðust, sé í vitorði
með uppreisnarmönnum, enda
hefur hann sent leiðtoga upp-
reisnarmanna, Zahedi hershöfð-
ingja, sem nú hefur tekið við
stjórnartaumunum,, skeyti, þar
sem hann skorar á hann að
þyrma lífi Mossadeks, ef hann
skyldi verða handtekinn.
Fregnir frá Teheran í morg-
un hermdu, að allt væri nú með
kyrrum kjörum í landinu. Hins
vegar gilda herlög í landinu, og
er mönnum bannað að vera , á
ferli úti við frá kl. 8 að kveldi
til 5 að morgni. Zahedi hefir
látið útvarpa áskorun til almenn
ings um að taka upp störí sín
eins og ekkert hafi í skorizt, en
stjórnin muni nú beita sér fyr-
ir því af alefli að bæta kjör al-
mennings í landinu.
Allir ráðherrar Mossadeks
hafa verið handteknir og margt
annarra fylgismanna hans, áð
afstöðnum miklum götubar-
dögum.
Að undirl'agi
Bandaríkjanna.
Fréttir frá Moskvu út af at-
burðum þessum bera það með
sér, að ráðamenn í Kreml telja,
að bylting þessi hafi verið gerð
að undirlagi Bandaríkjamanna,
og óttast margir, a.ð ílússar
kunni að nota þessa stoðhæf-
ingu sem átyllu til þess a'ð sker-
ast í leikinn.
Zahedi, hinn nýi forsætir,ráð-
herra írans, hefur látið svo um
mælt, að . yf irgnæf andi meiri-
hluti þjóðarinnar fylgi sér og
keisaranum að málum.
Fregnir um byltinguna í íran
hef ur vakið feikna áthygli
hvarvetna í heiminum, og bíða
menn þess með óþreyju og ugg,
sem næst kann að gerast vegna
þessara atburða.
Zahedi hershöfðingi og for-
sætisráðherra hefur sent frans-
keisara, sem staddur er í Róm,
skeyti, þar sem hann er beðinn
að hverfa aftur heim og taka
við æðstu stjórn landsins. Hef-
ur keisarinn svarað þessari
beiðni og hyggst hann snúa
heim eins fljótt og auðið er og
fara frá Róm til Bagdad en það-
an til Teheran.
ussar reyna
tolsspreigÍM,
Pravda tilkynntr
um þetta,
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Moskvublaðið „Pravda" skýr
ir frá því, að vetnissprengja
hafi verið sprengd í Kússlandi í
tilraunaskyni.
Ekki skýrir blaðið frá því,
hvar eða hvenær þessi atburð-
ur hafi gerzt, en menn minnast
þess, að fyrir skemmstu lýsti
Malenkov, forsætisráðherra
Rússa, yfir því í ræðu, að
Bandaríkin væru ekki ein um
að geta framleitt vetnis-
sprengju.
I tilkynningu frá kjarnorku-
j nefnd Bandarikjanna um þetta
er skýrt frá því, að sprenging
þessi hafi orðið fyrir viku eða
svo.
í fréttum frá Moskva um
þetta segir, að vetnissprengja
þessi hafi verið margfalt afl-
meiri en stæi~stu kjarnorku-
sprengjur, sem sprengdar hafa
verið til þessa.
Á mynd bessari sést (til hægri) Leonid Nikitich Ronzhin major, sem flýði, fyrstur rússneskra
foringja, til Vestur-Þýzkalands eftir dauða Stalins. Hann fullyrðir, að Rússar eigi ekki í íórurre
sínum vetnissprengju, en án efa „formúluna" til þess að búa hana til. Til vinstri á myndinnl
er Cecil von Rospach, starfsma'ður við bandariska sendiráðið í Frankfurt, en þar er myndin tekin.
Mósiur ú ttawf&rh&fn;
ÁbyrgBarlaus unglingalýður gerír
aðsug ao bröggum sildarstúlkna.
Nýlega hétu kommúnistar á
225 þús. vefnaðarverkamenn í
Bombay að gera verkfall. Boð-
inu hlýddu vim 10.000 menn.
22 þiss. amer-
¦íslclr félluw
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Bandaríkjastjórn hefur látið
birta skýrslu um manntjón
Bandaríkjaimanna í Kóreustyrj
öMinni.
Samkvæmt henni misstu
Bandaríkjamenn samtals 142
þúsund menn fallna, særða,
fanga og týnda. Um 22 þúsund
manns féllu.
Leit haldið áfram, þótt
stúdentarnir sé taldir af.
Öræiajök.Btlsferdir ern
mjög hœttuEegar.
Enn hefur ekki tekizt að
finna brezku stúdentana, sem
týndust á Vatnajökli, og eru
þeir nú taldir af, en leitinni
verður þó haldið áfram í dag.
Hefur verið símað út til há-
skóla þeirra, Nottingham Uni-
versity, að menn verði að vera
við hinu versta búnir, að því er
stúdentana snertir, þar sem þeir
hafi ekki fundizt. Er það og skoð
un sumra þeirra, er flogið hafa
yfir jökulinn, að þeir hefðu sést
þar í fyrfadag, ef þeir hefðu
verið þar einhvers staðar á ferSj
því að svo gott hafi skyggnið
verið og skilyrði til að leita.
Flugu flugvélarnar hvað eft-
ir annað upp og niður yfir jökl-
inum og.rneðfram brúninni, 'en
hvergi urðu þær mannaferða
varaf, að undanskildum leið-
angri þeim, sem tók þétt í leit-
inni á fæti, og gekk að sögn alla
leið upp á hátind Hvannadals-
hnúks, en sá þar ekkert, serh
gat hjálpað við leitina.
Eins og þegar er sagt, verður
leitinni haldið áf ram í dag, enda
þótt menn sé nú orðnir úrkula
vónar um, að hún beri árangur.
Vanir fjallamenn segja, að ekki
nægi, að tveir menn sé í vað á
Öræfajökli, því að hrapi annar
í sprungu, hljóti hann að draga
hinn með sér. Ekki sé öruggt að.
ferðast þar, nema menn sé fjór-
ir S hóp og bundnir saman.
Eins og gefur aS skilja hefur
Frh. a 8. síðu.
Hm*ðir og gluggár eru brotnir, alls-
kyns hindrunum koniid fyrir á vegum.
Lögre^Ian varft að beita kvlfuni
íil að snondra æsinganiönnum.
Hálfgerð skeggöld og skalmöld hefur ríkt á Raufarhöfn
undanfarna daga, en þar hefur verið landlega síðan á fostudag,
engin veiði, en ábyrgðarlausir unglingar af skipunum, hvað-
anæva að af landinu, hafa framið ýmis spellvirki.
Vísir átti tal við Raufarhöfn, um 60—100 unglingar aðsúg að
í morgun og fékk þá heldur ó-1 einum bragga síldarstúlkna,
fagra lýsingu af atburðum síð- jbrutu hurðir og glugga en hlóðu
ustu daga, en hámarki virðast ýmsu drasli fyrir útgöngudyr.
rósturnar hafa náð í nótt. Höfðu þeir mikinn hávaða í
Á Raufarhöfn eru tveir lög-. frammi og kölluðu ókvæðisorð
regluþjónar við löggæzlu og.til stúlknanna.
eftirlit, en auk þess hafa þeir|* Heimildarmaður Vísis tekur
haf t sér til aðstoðar tollvörð, það skýrt f ram, að enginn heið
þar á staðnum, hinn röskasta arlegur sjómaður sjáist í þess-
um hópi, heldur er hér um að
ræða ábyrgðarlausan unglinga-
lýð, sem ráðinn hefur verið á
bátana vegna manneklu. Mið-
aldra sjómenn.-og þeir sem alla
Frámh. á 7. síðu.
mann. í nótt þurftu lögreglu-
þjónarnir að fjarlægja tvo
drukkna menn úr einum
bragga síldarstúlknanna. Dreif
þá að unglingalýður úti fyrir,
sem hóf grjót- og sandkast á
lögreglumennina.' Unglingar
þessir, sem voru ódrukknir,
unnu ýmis spellvirki, brutu m.
a. tvær fullar síldartunnur,
komu upp torfærum og ýmisleg
um hindrunum á vegum, sem
þeir gerðu úr' járnplötum,
grindum og kössum, en á ein-
um stað höfðu þeir náð í 10
metra . langan rekadrumb og
lagt J lír veginn.
2000 kr. komiiar í
Grikkfandssöfiiunina.
Rauða krossi íslands hafa nú
borizt rúmar 2000 krónur í
Grikklandssöfnunina, en söfn-
unin hófst í fyrradag.
Það eru tilmæli Rauða kross-
ins, að fyrirtæki og starfshópar,
sem vinna vilja fyrir söfnunina,
taki sem fyrst söfnunarlista, því
að eftir því sem söfnunin geng-
Míklar róstur
uni helgina.
Annars urðu miklar róstur
um helgina, eínkanlega á að- . ur greiðar, kemur hún fyrr að'
faranótt stmnudags. Þá gerðu no.tum hjá hinu bágstadda fólkk,