Vísir


Vísir - 10.09.1953, Qupperneq 2

Vísir - 10.09.1953, Qupperneq 2
I VlSIR Fimmtudaginn 10. september 1953. WWflftWWWAVyWWUW IViinnisblað almennings. Fimmtudagur, 10. september, — 253. dagur ársins. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 19.35. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: I. Tím. 2. 1—7. Sem oss var trúað fyrir. Næturlæknir er í Slysavarnastofunni. — Sími 5030. NæturvörSur er í Reykjavíkur Apóteki. — Sími 1760. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er frá kl. 20.50—6.00. Slökkvistöðin hefir síma 1100. Lögregluvarðstofan hefir síma 1166. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.20 ís- lenzk tónlist (plötur). — 20.40 Þýtt og endursagt. (Hersteinn Pálsson ritstjóri). — 21.05 Tón- leikar (plötur). — 21.20 Frá útlöndum. (Jón Magnússon fréttastjóri). — 21.35 Symfón- iskir tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Framhald symfónisku tónleikanna til kl. 22.50. Gengisskráning. (Söluverð) Kr. 1 bandarískur dollar .. 16.32 1 kanadískur dollar .. 16.53 100 r.mark V.-Þýzkal. 388.60 1 enskt pund........... 45.70 100 danskar kr. ...... 236.30 100 norskar kr......... 228.50 100 sænskar kr..........315.50 100 fixmsk mörk........ 7.09 100 belg. frankar .... 32.67 1000 famskir frankar .. 46.63 100 svissn. frankar .... 373.70 100 gyllini............ 429.90 1000 lírur.............. 26.12 Gullgildi krónunnar: 100 gulíkr. = 738,95 pappírs- krónur. ÞjéSminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13,00—15.00 á þriðjudögum ©g fimmtudögum. MWWVU HroMgátanr.2001 BÆJAR VWWV1^^ ^réttir WWW%M^ÍWWÍIW uvuvvwuwuv UVUÍrt/VWUVW UVVUVUWUWVWVUWWUVWWWUWWWUWVVWUWWV Kaffisamsæti verður Friðrik Ólafssyni, skákmeistara Norðurlanda, haldið í Tjarnarcafé, uppi, í kvöld kl. 8.30. Öllum, sem heiðra vilja hinn ágæta skák- mann, er heimil þátttaka. Lárétt: 1 Lítill, 3 smásteinar, 5 félag, 6 drykkur, 7 ben, 8 dæmi, 10 tóbak, 12 tímabilá, 14 forföður, 15 skelfing, 17 bú- peningur, 18 misfellur. Lóðrétt: 1 T. d. í Ölfusi, 2 lít- ill, 3 kremja, 4 röltir, 6 úr auga, 9 hestur, 11 hættuleg ó, 13 beita, 16 þegar. Lausn á krossgátu nr. 2906: Lárétt: 1 sig, 3 röm, 5 TS, 6 Ra, 7 löt, 8 Ra, 10 gast, 12 Ask, 14 róa, 15 nón, 17 ár, 18 karfar. Lóðrétt: 1 stóra, 2 IS, 3 ratar, 4 mestar, 6 rög, 9 asna, 11 sóar, J': kór, 16 nf. íþróttafélagið Þór á Akureyri varð Norður- landameistari í knattspyrnu, en mótinu lauk sl. mánudag á Ak- ureyri. Þór fekk 5 stig, Knatt- spyrnufélag Akureyrar 4, Knattspyrnufélag Siglufjarðar 3, en Ungmennasamband Eyja- fjarðar ekkert stig, enda ekki tekið þátt í slíku móti áður. Grikklandssöfnunin. Skrifstofu Rauða Kross ís- lands í Reykjavík hafa borizt samtals 28.500 kr. til Grikk- landssöfnunarinnar og í gær bárust henni 4.590 kr. frá Vest- mannaeyjadeildinni. — Söfn- uninni lýkur þriðjudaginn 15. þessa mánaðar. Grænmeti hefir sjaldan verið eins ó- dýrt og þessa dagana í mat- vörubúðum bæjarins. T. d. kost- ar hvítkál ekki nema kr. 1.40 kílóið, og hefir lækkað um helming. Ástæða er til að vekja athygli almennings á þessu, en auk þess er annað grænmeti einnig mjög ódýrt, og því hag- kvæmt húsmæðrum að nota sér þetta. Frystihúsið Herðubreið biður viðskiptavini sína, sem eiga matvæli í geymslu hjá fyrirtækinu, að vitja þeirra ekki síðar en nk. þriðjudag, vegna flutninga. Hvar eru skipin? Eimsltip: Brúarfoss er í Rvk.; kom hingað 9. sept. frá Ant- werpen. Dettifoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærkvöld til Keflavíkur, Akraness og Rvk. Goðafoss fór frá Hamborg í fyrradag til Hull og Rvk. Gull- foss var væntanlegur til Rvk. í dag. Lagarfoss átti að fara frá New York í gær til Rvk. Reykjafoss er í Lysekil. Sel- foss fór frá Hull í fyrradag til Rvk. Tröilafoss fór frá Rvk. 1. sept. til New York. Ríkisskip: Hekla fer frá Þórs- höfn í Færeyjum um hádegi í dag á leið til Rvk. Esja fer frá Rvk. kl. 20 í kvöld austur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Hornafirði í gær á norð- urleið. Skjaldbreið er á Breiða- firði. Þyrill átti að fara frá Hvalfirði í gærkvöld vestur og norður, Skaftfellingur fer frá Rvk. á morgun til Vestm.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassafelf losar sement á Akureyri. Arnarfell lestar timbur í Hamina. Jökul- fell losar frosinn fisk í Lenin- grad. Dísarfell fór.frá Hauga- sundi 8. þ. m. áleiðis lil Faxa- flóahafna. Bláfell lestar timb- ur í Kotka. H.f. Jöklar: Vatnajökull los- ar tunnur á Breiðafjarðarhöfn- um. Drangajökull er á leið til Boulogne.. Nýr forstjóri skipaútgerðariimar. Guðjón Teitsson, sem verið hefur skrifstofustjóri Skipaút- gerðar ríkisins um mörg' ár, hef ur nú verið skipaður forstjóri hennaf í stað Pálma heitins Lóftssönar. —' Þá hefur Ingvi Ingve>'S6pi! .jhagfræðingur verið skipaður skrifstofustjóri skipa- Kvenfélag óháða fríkirkjusafnaðarins. Kirkjudagur safnaðarins er á sunnudaginn kemur og hafa fé- lagskonur þá kaffisölu í Góð- templarahúsinu eins og undan- farin ár. Æskilegt væri að sem flestar konur bökuðu með kaff- inu og eru þær vinsamlega beðn ar að koma kaffibrauðinu niður í Góðtemplarahús kl. 10 á sunnu dagsmorguninn. Kvöldskóli K.F.U.M. Öðlizt gagnlega og fjölbreytta fræðslu samhliða atvinnu ykk- ar. — Innritun nemenda fer fram daglega í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Málverkasýning Jóns E. Guðmundssonar í Lista- mannaskálanum hefur verið á- gætlega sótt síðustu dagana. Sex myndir hafa selzt. Sýn- ingunni lýkur á sunnudags- kvöldið. 21. vika sumars byrjar í dag, 10. september. — Réttir byrja. Slökkviliðið var í gær kvatt inn í Múla- kamp, en kvaðningin var á misskilningi byggð, og ekki um neinn eld þar að ræða. Dæimt í fangeisi fyrir að hagnast á iausiæti annara. Nýlega var upp kveðinn dómur í sakadónú Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Arndísi Þórðardótíur, Kár.ar- götu 50, en hún var sakfelld fyrir að hafa hagnast á lauslæti annarra. Var kona þessi dæmi í 3ja mánaða íangelsi, óskilorðs- bundið og svipt kosningarrétti og kjörgengi. Barnaverndar- nefnd hafði á s. 1. hausti kært yfir þvi, að herhergi í húsinu nr. 50 við Ránárgötu hefði ver- ið leigð hermönnum og. stúlk- um til skamms tíma í senn, og væri því gild ástæða til að ætla, að húsráðandi hefði tekj- ur af þessu háttalagi. Talið er sannað, að ákærða hafi leigt út tvö herbergi í hús- inu, íslenzkum mönnum og er- lendum, til einnar nætur í senn. Annað herbergið leigði hún fyriy 30 kr. nóttina fyrir manninn, en oft voru gestirnir tveir, og oft stúlkur í fylgd með þeim. Hitt herbergið var leigt fyrir 85—100 kr. nóttina. Stúlkur báru það fyrir í’étti, að sumar þeirra hefðu dvalið næturlangt i herbergjum þess- um með gestunum og átt mök við þá. Hins vegar neitaði á- kærða að vita neitt um, að laúslæti ætti sér stað í her- bergjum þessum. Dómari leit þó svo á, að ákærðu hlyti að hafa verið kunnugt um það, sem þarna. gerðist, og hlaut hún því fyrirgreindan dóm, enda brýtur framferði hennar í bág við 206. gr. hegingarlag- anna, en auk þess er ólögmætt að halda ekki skrá yfir leigj- endur herbergjanna. TBYG r gjB Vesturg. 1ð Uf Simi 6434 WWWU%nAVWWWWWUVWWWWljWWUVWWUVWV.,W Vinsamlegast athugið: Símanúmer okkar er nú 8 2 7 9 Ö (þrjár línur) Átta — íuttugu og sjö — mutíu. Jf. Ótafáóon <J Bemköft fuwtfwuvwiwwwwuwvvwwwwwwwvwyvwuw Eg þakka hjartanlega öllum þeim, sem vottuðu mér vináttu og heiðruðu mig á fimmtugsafmæíi mínu. Með vinarkveðju. Jeas Guðbjörnsson. Hermannsikona í vanda. 18 ára og áíti tvo menn. Meðal bandarískra stríðs- fanga, sem kommúnistar skil- uðu í ágústlok, var piltur að nafni Ralph Meier. Barst honum fregn um það, er hann var frjálst aftur, en kona hans hefði gifzt aftur, en henni hafði verið sagt, að hann hefði verið drepinn í fangabúð- um kommúnista. Þau voru gefin saman í nóv- ember 1950, skÖmmu áður en hann fór til Kóreu, en hann var tekinn höndum á gamlársdag 1951. — Hinn 3. marz sl. giftist konan aftur Herald nokkrum Kapsch, sem krafðist ógildingar á hjónabandinu, er hann frétti, að Méier væri á lífí. Kapsch. sagði, að hann hefði helzt kosið, að ekki þyrfti að slíta hjú- skapnum, en „mér hefir verið sagt, að þetta verði gert“. — Frú Meier, sem er 18 ára, sagði um vandamál þetta: „Eg veit ekki hvernig þetta fer og varla hvernig eg vil, að það fari.“ Hún kvaðst ekki hafa nein áform á prjónunum um, að hitta Meier. KjjáifíS' Mjög ódýrir síðdegis- og samkvæmiskjólar fyrirliggjandi. ^Jtatljör^ JCaaber Þórsgötu 19. Mossadegh safnaði mifdum skuidum. N. York (AP). — Aðstoð sú, sem Bandaríkin hafa ákveðið að veita íran, verður sennilega aðeins byrjunin. Sendiherra írans í Washing- ton hefur skýrt frá því, að rík- isskuldir hefðu aukizt um rúm- lega 200 milljónir dollara á valdatíma Mossadeghs, sem var rúm tvö ár, en þar við bættist tap á öðru eins í olíutekjum. Seðlaútgáfan jókst um helm- ing, meðan Mossadeg’n stjórn- aði. Hjartkær eigmmaðnr mkn, faSir okkar, tengdafaðir og afi Ilcrgur Thorberg Þorbergsson, véístjóri, verður jarðsunginn frá Fríldrkjunni, fösiudag- inn 11. þ. m. kl. 1.45 e.h. Blóm eru afbeðin, en beir sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlega beðnir að láta líknar- stofnanir njóta þess. Fyrír bönd aðstandenda. Sumarllna Eiríksdéttir. Hjartkær eiginmaður minn, Stefán Sandholt, bakarameistarí, verður jarðsunginn frá Dóndkirkjunni á morgun (föstpdag) kS. 2.15 eftir hádegl Blám afbeðin. Afchöfjppi í kirkjunni verður ó.tyarpað. .Fyrir hö.nd yandasnanna í ! í I * í t'Úi Jéiíiiý landhoR,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.