Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 10. september 1353. TlSXB « Hne^kMi í 35 arseilles eftir E3MIJLE ZOEA vvvwuw.//wvwwww^vwuviAMn/wwwwnnAnjwvv að vera miskunsamur. Eg bið yðui' að minnast þess að þér hafið í rauninni dæmt mig líka. Reynið að draga ofurlítið ur kvölum mínum. Dómarinn tók í höndina á henni. Hann svaraði, mildur eins og faðir: — Vesalings barnið mitt! Eg skil þetta allt. Hlutverk mitt í þessum leik hefur ekki verið geðþekkt. Og í dag hryggir það mig að geta ekki sagt við yður: — Hræðist ekki neitt. Eg skal fella niður»gapastokks-refsinguna. Þér skuluð ekki verða bund- in við staurinn með þeim sakfellda. — En þá verður þessi hræðilega athöfn látin fara fram bráð- um, sagði presturinn vondaufur. — Hafið þér ekki einu sinni vald til að fresta þessum hörmulega sjónleik? Dómarinn stóð upp. — Dómsmálaráðherrann getur veitt frest eftir tilmælum frá saksóknara hins opinbera, sagði hann hvatlega. — Er ykkur nokkur hjálp að því að við fáum frest þangað til í desemberlok? Ef þið haldið það, þykir mér vænt um að sýna ykkur að mig vantar ekki viljann. — Æ, já, svaraði Blanche fljótt. — Frestið þessum hræðilega degi eins lengi og þér getið! Hver veit nema eg verði orðin sterkari þá. Chastanier ábóti, sem vissi um áform Maríusar, taldi að eftir að loforð dómarans var fengið mundi réttast að draga sig í hlé sem fyrst. Hann tók í sama strenginn og Blanche og þakkaði dómaranum fyrir tilboðið. — Jæja, þá er þetta afráðið, sagði dómarinn. Hann fylgdi þeim til dyra. — Eg skal fara þess á leit að rétturinn komi ekki saman í fjóra mánuði, og eg er viss um að tilmæli mín verða tekin til greina. Og líði yður nú vel, ungfrú — þangað tií. Von ið! Hver veit nema forsjónin bæti yður upp þjáníngar yðar. Ábótinn og Bianche fóru út. Þegar Fine sá þau hjálp hún til þeirra. — Jæja? spurði hún með öndina í hálsinum. — Eins og eg hef þegar sagt yður, svaraði ábótinn, — getur dómarinn ekki afstýrt því að refsingunni verði fullnægt. Blómastúikan fölnaði. — En, flýtti hann sér að bæta við. — Hann hefur' lofað að gangast í að refsingu verði frestað eins lengi og frekast er hægt. Þér hafið fjögurra mánaða frest til að vinna að því að fanginn losaður úr prísundinni. Maríus var kominn þarna rétt að þeim, nauðugur, viljugur. Gatan var þögul og auð í miðdegishitanum. Hálfvisin strá stóðu upp á milli götusteinanna, og einmana hundur læddist með róf- una milli lappanna og leitaði sér að forsælu undir húsveggjunum. Maríus hafði heyrt það sem ábótinn sagði. Hann hljóp til hans, tók í höndina á honum og hristi hana í ákafa. — Ó, faðir, sagði hann sjálfandi. — Þér gefið mér bæði von og trúna aftur. Síðan í gær hef eg efast um Guð! Hvernig á eg að þakka yður. Hvernig á eg nokkurntíma að geta borgað yður skuldina, sem eg stend í við yður? Þér hafið gefið mér ósigran- lega djörfung, og nú er eg sannfærður um að mér tekst að frelsa bróður minn. Blanche varð niðurlút þegar hún sá Maríus. Brennandi roði litaði kinnar hennar. Hún stóð þarna feimin og vandræðaleg. Það bakaði henni nýjar þjáningar að bróðir Philippes skyldi vera viðstaddur þarna. Hann vissi að hún hafði svarið rnein- særi, og að hún og frændi hennar höfðu viljandi hrundið Phil- ippe út í ógæfuna. Þegar Maríus hafði jafnað sig svo að hann gat stjórnað gleði sinni nokkurn veginn, fór hann að iðrast eftir að hann hafði farið til þeirra Hann sá hvernig hún kvaldist og kenndi í brjósti um hana. — Bróðir minn er nú samt.sraánarlega sekur, sagði hann loks- ins við hana. — En — fyrirgefið honum, eins og eg hef fyrir- fið yður! Hann gat ekki fundið nein önnur orð. Hanr. langaði til að tala Við hana um barnið, spyrja um hvernig mundi vérða séð fyrir því, krefjast þess af henni fyrir hönd Phiiipes. En hann sá að henni leið svo illa að það var ómannúðlegt að auka þjáningar hennar. Það var engum vafa bundið að Fine hafði iesið liugsanir hans. Meðan þeir ábótinn og hann gengu á undan, notaði hún tæki- færið til að hvísla að Blanche — Gleymið ekkí að eg hefi boðið yður að ganga barninu yðar í móður stað. Eg hataði yður áður. Nú elska eg yður. Eg hefi séð að þér eigið djarít hjarta, þrátt fyrir allt. Gefið mér bend- ingu hvenser sem yðyr liggur ó. og þá skal eg koma og hjálpa yður. Eg skal vera árvökur or passasöm, F.g vil ekki að bless- að.þarnið þurfi að.líða. fýrir flónskú' foreidfa sinná. Blanche gat ekkert sagí, hún iók bara. í hönd blómastúlk- unnar og þrýsti hana. Það var eina svarið hennar. Þung tár runnu niður kinnar hennar. i Ungfrú de Cazalis og ábótinn héldu tafarlaust til Marseilles aftur. Fine og Maríus flýttu sér í fangelsið. Þau sögðu Reverté- gat að þau hefðu fengið fjögra mánaða frest, og hann sór þeim að hann skyldi halda orð sín, hvenær sem þau krefðust þess. Þau langaði til að sjá Philippe áður en þau færu frá Aix og segja honum hvernig komið væri og biðja hann um að vera hughraustan. Klukkan ellefu um kvöldið fylgdi Revertégat þeim inn í klefann. Philippe, sem var farinn að venjast fanga- vistinni, virtist alls ekki vera daufur í dálkinn. — Svo framarlega sem þú getur foi’ðað mér frá þeirri sneypu að standa í gapastokki skal eg sætta mig við allt, sagði hann. — Eg vil heldur mölva á mér hausinn hérna við vegginn en að láta hlekkja mig við háðungarstaurinn. Fine og Maríus fóru til Marseilles daginn eftir með póstvagn- inum. Nú stóð til að halda bardaganum áfram á breiðara grund- velli. Þau ætluðu að kafa í djúp mannlegrar samvizku og reyna að fletta ofan af öllum þeim göllum og meinsemdum sem hrjá stórborg esm er á valdi nýtízku atvinnulífs. XX. STJÓRNMÁL OG RÉTTLÆTI. Meðan þessu fór fram hafði ýmiskonár stjórnmálaflóka dreg- ið saman í Marseilles. Flokkur frjálslyndra hafði aukizt mjög upp á síðkastið og var farinn að verða sér meðvitandi um mátt sinn og megin. Frjálslyndir kjoséiidUr voru mjög óánægðir með að hafa de Cazalis sem fulltrúa kjördæmisins, og þeim gramd- ist dramb hans og yfirlæti. Auk þess höfðu menn stórreiðst honum fyrir hinar miskunnarlausu ofsóknir gegn Philippe, sem þeir töldu vera einn af leiðtogum sínum. Og reiði þeirra varð ekki minni er þeim skildist að með því að koma Philippe í tukthúsið hafði hann í raun réttri náð sér niðri á flokknum og hefnt sín fyrir að frjálslyndir höfðu verið í makki við lýð- veldisflokkinn. Nú voru nýjar kosningar fyrir dyrum og minni hlutinn lýsti yfir því fullum fetum, að ekki kærni til mála að endurkjósa de Cazalis, sem þegar hafði boðið sig fram. Kosningahríðin virtist ætla að verða óvenjulega skæð og illvíg. Meðhaldsmenn Philippes Cayol höfðu samvinnu við alþýðuna og tókst að hafa stórfenglega kröfugöngu gegn de Cazalis. Og rangsleitnin sem Philippe hafði verið beittur varð sannast að segja mikilvægt atriði í kosningaróðrinum. Þannig var málum komið þegar ríkisstjórnin, sem hafði tekið að ókyrrast er hún heyrði fregnirnar frá Marseilles, kvaddi de Cazalis til Parísar til skrafs og ráðagerða um. þessar ískyggi legu horfur. Maríus og Fine komu aftur til MarseiUes um. það leyti sem ólgan var mest. Maríusi var hvarvetna tekið með mestu hrifn- ingu af frjálslyndum mönnum. Hann var orðinn mikilsháttar maður allt í einu. Þeir umkringau hann á götunum, hrópuðu fagnandi til hans og fylgdu honúm eftir. Það voru einkum ung- ar alþýðukonur sem fögnuðu honum og veifuðu til hans vasa- klútunum hvar sem hann fór. Fine var stolt yfir lýðhyllinni, sem Máríus naut. Hún van- rækti ekki að blása í glæðurnar hvar sem hún kom því við. Hún útmálaði íyrir vinkonum sínum hvílíkt göfugmenni Mar- íus væri. Hvernig hann legði allt í sölurnar fyrir málstað bróð- ur síns, — þessa bróður sem hafði orðið harðstjórn höfðingj- anna að bráð. Maríus hafði ekki ennþá stigið neitt skref til að koma í fram- kvæmd málinu sem honum fannst mestu skipta —- að útvega Á kvöMvökunni, Fyrsta starfs- íþrótfamót hér- lendis haidiö á sunmidag. Það verður haldið í Hveragerði. Á sunnudaginn verður háð í Hveragerði fyrsta sjálfstæða starfsfþróttamótið hérlendis, en þess konar keppni'gerist æ út- breiddari á Norðurlöndum, £ Bandarikjunum og víðar. Það er UMF Ölfusinga, sem. gengst fyrir keppninni, en Stefán Ólafur Jónsson kennari, sem hefur kynnt sér slik mót á. Norðurlöndum, skýrði frétta- mönnum nánar frá tilhögun og fyrirkomulagi í gær. Hefst mótið kl. 10 f. h., en þá eiga karlmenn að dæma um sauðfé, hross og nautgripi, eftir vissum reglum. Samtímis munu: stúlkur keppa í línstroki í kvennaskólanum á Hverabökk- um, og leggja á borð fyrir fjóra og í þríþraut svonefndri, sem fólgin er í því, að lteppandinn á að strjúka skyrtu, festa í töl- ur og gera hnappagat og loks smyrja sex brauðsneiðar. Eftir hádegi setur Þórður Snæbjörnsson, form. UMF Ö. samkomuna, en Þorsteinn Sig- úrðsson á Vatnsleysu, form. Bun.fél. íslands flytur ávarp. Þá verður ræða. Síðan verður keppni í starfshlaupi, en þá er hlaupin 1—2 km. vegarlengd, en á leiðinni unnin ýmis dagleg störf, t. d. negldur saman kassi, ákveðin þyngd einhvers hlutar, flutt skilaboð eða svarað spum- ingu. Þá er traktoraakstur á sérstakri braut, og verður kerra aftan í traktorunum. Síðan verður verðlaunaafhending, en dansað um kvöldið. Vitað er, að þátttaka verður mjög mikil, en starfsíþrótta- keppni virðist ætla að ná mikl- um vinsældum hérlendis, ekki síður en annars staðar, enda sýnist þetta keppniform nyt- samlegt. „Og þér réðust í að bi-jótast inn rétt við lögreglustöðina?“ spurði dómarinn. „Já,“ svaraði ákærði, „mér fannst það yrði þá ekki svo löng leið, sem fara þyrfti með mig.“ " © Stjórnmálamaðurinn Rose- berry lávarður var orðlagður fyrir rólyndi. Eitt sinn var hann á ferð með skipi til Hong-Kong og hafði farið síðla að hátta. Rétt þegar hanr. er að leggjast út af er barlð ofsalega á klefa- hurðina. „Kom inn,“ sagði lávarður- inn. Þarna var þá þjónn kominn og sagði: „Þetta er hræðilegt,“ sagði maðurinn. „Skipið er orðið lekt og við erum að sökkva.“ „Líklega þó ekki á stund- inni,“ sagði lávarðurinn. „Hversu lengi getum við haldist ofansjávar?“ „Líklega til sex eða sjö í fyrraihálið.“ „Jæja, þá væri það ágætt ef þér vilduð vekja mig klukkan 5M;.“ Cmu Mmi Vat:.. Járnkarl hrapar. Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: „í fyrradag vildi það slys til, að járnkarl féil ofan af þaki á húsi Natans & Olsens og kom í höfuð kvenmanni, sem var þar á gangi, og meiddist hún tals- vert, en þó minna en við hefði mátt búast ....“ Dýrtíð. Sem dæmi um dýrtíðina 1918, er þess getið í Vísi, að maður einn hafi látið smíða fyrir sig lykil, og hafi það kostað 25 aura fyrir nokkrum árum, en nú hafi það kostað 5 krónur, og sagði smiðurinn þó að það hefði eiginlega þurft að kosta 6 krón- ur. Hænuungi í óskiíum. Og hér er að lokum ein til- kynning: „Hænuungi í óskil- um í Skólastræti.“ STULKÆ óskar eftir vinnu 2—3 tíma á dag. Flest kemur til greina. Tilboð auðkennnt: „Auka- vinna — 360“ sendist Vísi. Vogabúar Muni'ð, ef þér þnrfið «8 að suglýsa, að tekið er á mótí tsióaugiýsingum f Vísl { VerziunArsMii J. Sifsurðssimar, LanghottsTegi 174 Smáauglýsingar Vísii eru ódýrastar Of öjótvirkastar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.