Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gcrast kaup-endur VÍSIS eftir 10. hvers miitaðar fá blaðið ókeypis til VÍSIK er ódýrasta blaðið og Jró það fjel- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. mánaðamóta. — Sími 1660. Fimmtudaginn 10. september 1953. Brezkír verkamenn vilja ekk- ert flan í þjóðnýtingarmálum. iViikil náttúruauðæfi ó- notuð ■ mómýrum hér. Hagsniiinir þeirra Itinir sömu og þjóðariuitar. Fjómgra nmræðna vænzí i dag. í Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Brezkum blöðum verður tíðrætt um það í morgun, að sú stefna hafi orðið' ofan á þingi verkalýðsfélagasambandsins í Douglas á eynni Mön, að vilja sambandsstjórnar, að fara sem gætilegast að 'því er varðar kröftxr um þjóðnýtingu. í flestum blaðanna er skrif- að um þetta í þeim dúr, að ábyrgir leiðtogar verklýðssam- takanna hafi komizt að raun um, að hagsmunir þjóðarheild- arinnar og verklýðsins fari sam an, og — eins og eitt blaðið seg- ir — áður en hafizt sé handa um nýjar þjóðnýtingarkröfur, beri að gæta þess, að þær séu fram bornar á réttum tíma, og að athugað hafi verið gaumgæfi lega, hvernig reksturinn geti skilað arði á þjóðnýtingargrund velli. Sambandsstjórnin hafi fundið til ábyrgðar sinnar og ekki viljað flana að neinu. Hitt sé svo annað mál, hvað verða muni uppi á teningnum á þingi brezka verklýðsflokksins, sem bráðlega verður haldinn, en lík- legt sé, að samþykkt á tillögum TUC verði hinum hægfara leið- togum jafnaðarmanna styrkur í baráttunni við hina róttækari forsprakka flokksins. Kommúnismi og kaupgjaldsmál. í dag verður rætt á þinginu um tvö mál, sem búizt er við fjörugum umræðum um — 1) viðskipti milli lýðræðis-þjóð- anna og kommúnistisku land- anna, og 2) um stefnu sam- bandsstjórnar í kaupgjaldsmál- um. Á þinginu í dag munu heyr- ast raddir um, að varlega beri að fara í viðskiptum við lönd- in austan járntjalds, og kröfur munu verða bornar fram af fulltrúum rafvirkja (4500 raf- virkjar í Bretl. eru nú í verk- falli) um, að horfið verði frá núverandi stefnu sambands- stjórnar, að hvetja stöðugt til þess, að viðhöfð sé öll gætni að því er varðar nýjar kaup- hækkunarkröfur. í brezkum blöðum hafa einn- Skotið á brezkan hraðbát við Kína. London (AP). — Herskip kínverskra kömmúnista skaut í gær á einn af hraðbátum Breta í Hongkong. Biðu 6 brezkir sjóliðar barta, en 5 særðust. Þetta gerðist 20 sjómílur suðvestur af Hong- kong. — Brezki tundurspillir- inn Concord flutti líkin og hina særðu menn til Hongkong. VmisÆ í (Bkta eðð eyra. Miklir þurrkar hafa gengið í stórum hluta Texas undanfarna mánuði. Er ekkert lát á þurrkunum sums staðar, en annars staðar brá til úrkomu fyrir skemmstu; og svo mikillar, að 4500 manns Jirðu að flýja heimili sín. ig heyrzt raddir í morgun, þar sem leidd er athygli að því, að það eru stóru verklýðsfélögin, sem hafi riðið baggamuninn við atkvæðagreiðslurnar. Furðu lega möi'g hinni smærri hafi setið hjá við atkvæðagreiðslur og sumar samþykktir hafi ekki meirihluta verkalýðsins að baki sér. Tengdadóttír Áuriofs „á ferð og flugi." Tengdadóttir Auriols Frakk- landsforseta hefur nýlega sett heimsmet í hraðflugi kvenna. Flaug’ frú Jacqueline Auriol þrýstiloftsflugu með 687 mílna hraða á klst., en það er sem næst 1115 km. hraði. Þó var þetta ekki gert í láréttu flugi heldur steypti frúin flugvélinni úr mikilli hæð, og náði þá þess- um hraða, sem er meiri en hraði hljóðsins. Er hún önnur konan, sem flýgur hraðar en hljóðið, því hin fyrsta var nafna henn- ar, frú Cochran hin ameríska. HráefniÓ endist öldum saman, auðvelt að vinna það í stórrekstri. í vor voru tveir ungir konungar krýndir í Arabíu — Hussein konungur Jordaníu (t.v.) og Feisal konungur í Irak, báðir tæplega tvítugir. Myndin er tekin, þegar piltarnir voru staddir í Bethlehem og voru við messu þar í bænum. Söltun haidð áfram um skeii. 3Ieðan beðið er svara Rússa. Söltun Faxaflóasíldar held- i vitaskuld ekkert hægt að segja ur áfram, samkvæmt ákvörðun j um undirtektir þeirra, en þeir nefndar síldarsaltenda, meðan lhafa þó talið sig fúsa til að verið er að kanna möguleika i ræða málið. á aukinni sölu smásíldar til Rússlands. ______ í gær héldu síldarsaltendur fund með sér og ákváðu þá, að söltun skyldi ekki hætt, svo sem boðað hafði verið. íslenzk stjórnarvöld standa í sambandi við hina rússnesku kaupendur, en farið hefur verið fram á aukinn hundraðshluta millisíldar, sem komi upp í Rússlandssamningana, eins og Vísir hefur áður greint frá. Má vænta svars Rússa mjög bráðlega 'um þetta atriði, en Þá er enn óleyst það vanda- mál, að síldai'saltendur telja sig ekki geta keypt millisíldina sama verði og stórsíldina, og verði tap á söltuninni, ef ekki fást einhverjai' verðbætur á síldina. Mun ríkisstjórnin einn- in réynai að leysa það mál. Arsfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var settur í Washington í gær, að viðgtöddum fulltrúum 54 þjóða. Vísi hefur borizt mikil rit-! gerð um íslenzkan mó, eftir Óskar B. Bjarnason, og er rit- gerðin „fjölrit Rannsóknaráðs nr. 3“, en höfundurinn kveðst hafa tekið hana saman fyrir til- mæli Þorbjörns Sigurgeirsson- ar, framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs ríkisins. Höfundurinn hafði áður unn- ið að efnagreiningu á ísenzk- um mósýnishornum fyrir ráð- ið og var því efninu allvel kunn ugur, og við samningu ritgerð- arinnar hafði hann aðgang að öllum gögnum ráðsins varðandi mórannsóknirnar og tæknileg- um upplýsingum um móvinnslu með vélum og mælingum á mó- mýrunum. Allar þessar rann- sóknir og öflun upplýsinga voru gerðar undir stjórn Steinþórs heitins Sigurðssonar þáverandi framkvæmdastjóra ráðsins. Ritgerðin er 100 bls. í mjög Hraðamet Gullfaxa í nótt Gullfaxi setti í nótt hraðamet á leiðinni Reykjavík — Prest- vík. Var hann 3 klst. og 20 mín- útur á leiðinni. Þessi leið er venjulega flogin á 4% klst. Flugstjóri var Anton Alex- son. Gullfaxi var að þessu sinni í aukaferð til Prestvíkur að sækja þangað vörur, sem varð að skilja eftir vegna mikilla farþegaflutninga að undan- förnu. Bæjarhlutakeppni \ bridge. Innan skamms fer fram bæj- arhlutakreppni í bridge hér í Reykjavík og verður sú keppni milli Austur- og Vesturbæjar. Skiptingin milli bæjarhlut- anna verður að þessu sinni með nokkuð öðrum hætti en venju- lega, því hún miðast að þessu sinni við Snorrabraut. Er það gert vegna þess hve byggðin hefur færzt mjög austur á bóg- in nsíðustu árin. Það er Bridgefélag Reykja- víkur sem stendur fyrir þessari keppni og hefur með því vetr- arstarfið. Aðalfundur félagsins var haldinn 9. þ. m. og var Ragnar Jóhannesson kjörinn formaður, Stefán Guðjohnsen ritari og Eiríkur Baldvinsson gjaldkeri. Félagið telur nú um 200 meðlimi. ÁstraBia lækk- ar skatta. London (AP). — Fjárlaga- frumvarp hefur verið íagt fyrir ástralska sambandsþingið. Gert er ráð fyrir lækkun tekjuskatts og söluskatts til þess að greiða fyrir heilbrigðara at- vinnu- og efnahagslífi. Útgjöld til landvarna eru á- ætluð 200 millj. stpd. eins og á núgildandi fjárlögum. stóru broti og hin ítarlegasta. í fyrsta kafla hennar er skýrt frá rannsóknum á íslenzkum mó, en þær annaðist fyrstur Ásgeir heitinn Torfason efna- fræðingur (1905—1916), en svo tóku aðrir við. Kaflaskipting rit gerðarinna rsýnir hvernig á efn inu er tekið: Mælingar á mó- mýrum í grennd við kaupstaði, Yfirlit um mómagn í grennd við kaupstaði, Yfirlit um stærstu mómýrar við Faxaflóa, Myndun mómýranna, Mótekja, Móvinnsla með vélum, Mór sem eldsneyti, Ýmis konar notkun mósalla, Aðrar aðferðir til að kóagúlera mó, Raforkufram- leiðsla með mó, Kolun mós við mismunandi hitastig, Erlendar mórannsóknir 1942—’52, Stat- istiskar (hagfræðilegar) upp- lýsingar um mó og Lokaorð. í fyrsta kaflanum segir, að vafalaust sé mór það verðmæta jarðefni, sem mest er til af á íslandi, að frá talinni möl og sandi eða öðru því efni, sem hagnýtt er sem byggingarefni í einhverri mynd. Mórinn hefur líklega verið notaður frá upp- hafi íslands byggðar, en fyrst eftir seinustu aldamót fai’a menn að hugsa um það hér á landi, að beita verkvísindum og vélum við mótekju. í niðurlagi ritgerðarinnar segir: „Mór er vafalaust það verð- mæta jarðefni, sem mest er til af hér á landi, og auðveldast að vinna í stórrekstri. ... Hér á landi mun móvinnsla með vél- um verða tekin upp íyrr eða síðar, Nóg er til af hráefninu og það mun endast í margar aldir, þótt af því væri tekið í svo stórum stíl, að næmi hundr uðum þúsunda tonna á ári“. Og enn fremur segir þar: „Við erum sem sagt langt á eftir öðrum þjóðum í rannsókn- um á mó, enda hagnýting hans engin hér. — Hagnýting mósins virðist þó nærri sjálfsögð í landi, þar sem engin kolalög eru og engin jarðolía. Á því er engin vafi, að þar sem íslenzki rnórinn er, liggja mikil náttúru auðæfi ónotuð í jörðu“. Vestmannaeyjar... Framh. af bls. 1 í pótsi. Á þann hátt aukast tekj- ur ríkisins að vísu á kostnað Vestmannaeyinga, því að póst- kostnaður bætist við áfengis- verðið. Almenningur óánægður, en 26% sigurglaðir- Eins og áður getur trúðu Vestmannaeyingar því naumast sjálfir, að þessi lokunarhug- mynd yrði látin koma til fram- kvæmda, en hún er samþykkt af aðeins rúmlega einum f jórða Vestmannaeyinga, eða 26%. En nú, þegar menn sjá alvöruna, eru þeir mjög óánægðir og ýms ir, sem sátu heima við atkvæða- greiðsluna naga sig í handar- bökin. Við atkvæðagreiðsluna uni útsölubannið í vetur greiddu aðeins 50,8% atkvæði, og þar af var rúmur helmingur með banninu, eða rúmlega 26% íbúa eyjanna.- ■ • ‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.