Vísir - 12.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 12.09.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir VÍSXB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- ammmom cxnp rswwi 10. hvers mánaðar fá blaðið ékeypis tll breyttasta, — Hringið í sírna 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. W M ÐAm *» áskrifendur. Laugardaginn 12. september 1953. Sýfilis að hverfa hér á landi. Lekandasjúklingar skipta hinsvegar hundruð um og virðist heldur fjölga. Viðlal við llannes Guðinuiidsson lækni. mennirnir ekki nema brot af þeim fjölda sem árlega ferðast milli landa. Merkileg tíðindi liafa gerzt liér á landi á sviði kynsjúk- dóma því að horfur eru á að syphilis hverfi úr landinu á næstu árum. í viðtali sem Vísir átti við Hannes Guðmundsson lækni, skýrði hann frá því að á styrjaldarárunum hafi syphilis verið allútbreiddur hér á landi og t. d. árið 1942 voru skráð- ir rösklega 140 nýir sjúklingar, sem læknishjálpar höfðu leitað. En síðan hefur tala syphilis- •sjúklinga farið stöðugt lækk- andi, og svo mjög að síðustu tvö árin hefur hans varla órð- ið vart. Á síðasta ári vár t. d. aðeins skráður einn einásti ný- smitaður sjúklingur, sem smit- azt hafði erlendis. Eru mjög góðar horfur á að þessi sjúkdómur hverfi með öllu úr landinu, og er það ekki hvað sízt að þakka mikilli penicillinnotkun, þar eð smit- hætta af syphilis hverfur að mestu eða öllu við notkún lyfs- ins. Fullyrða má að einnig hjá öðrum Evrópuþjóðum hefur verulega drégið úr syphilis- smiti og liggja til þéss sömu ástæður og hjá okkur. Lekanda- tilfellum fjölgar. Hannes Guðmundsson sagði að öðru máli gegndi með lek- anda. Að vísu hafi lekandatil- fellum fækkað hjá okkur fyrstu árin eftir stríðið, en núna kvaðst hann ekki sjá betur en að þeim fjölgaði töluvert að nýju, a. m. k. væri sín reynsla sú. Og Hannes er sá læknirinn, sem er kunnastur þessum málum hér á landi. Kvað hann lekanda- sjúklinga skipta hundruðum á ári, en nákvæmar skýrslur hafa enn ekki birzt yfir tvö síðustu árin. Ekki taldi læknirinn að verulegrar hættu gætti þó í þessum efnum af varnarlið- inu, því flestar smitanirnar mætti rekja til fslendinga sjálfra, ýmist sín á milli eða í sambandi við utanfarir þeirra. Áður fyrr voru mikil brögð að því að sjómenn sýktust af kynsjúkdómum í sig'lingum og þá ekki hvað sízt til enskra hafnarborga, sem reynzt hefðu all varasamar í þéssum efnum. En síðustu árin hefur orðið mikil breyting á þessu, þannig að það eru síður en svo sjómenn einir sem bera veikina inn í landið, heldur engu síður aðrir ferðamenn, enda eru sjó- Nauðsynlegt að Ieita læknis strax. Hannes Guðmundsson taldi að mjög mætti draga úr lek- andasmitun hér á landi, ef fólk leitaði læknis í tíma og á því sviði stæðu karlar miklu fram- ar konum, enda verða þeir ein- kennanna varir þegar í stað, en konur stundum lítið eða ekki svo vikum eða jafnvel mánuð- um skiptir. Hefur þess líka gætt nokkuð að konur drægju að lerta læknishjálpar og fyrir bragðið valdið meiri eða minni smitun, samfara aukinni hættu fyrir þær sjálfar, því öft geta slæmir og illkynjaðir fylgi- kvijlar sig'lt í kjölfar lekand- ans ef læknishjálpar er ekki leitað í tæka tíð. Það er þvi allra hluta vegna mjög nauð- synlegt að allir lekandasjúkling ar leiti læknishjálpar þegar í stað og við fyrsta grun um smitun. Einföld lækning. Nú ber þess líka að geta, að kynsjúkdómalælí.ning er orðin mjög einföld og auðveld og sársaukalaus með öllu. Sjúk- dómarnir eru nú orðið læknað- ir á lækningastofum og sjúk- lingarnir þurfa ekki að leggjast inn á sjúkrahús, nema með ör- fáum undantekningum ef lækning hefir verið vanrækt og sjúklingarnir hafa fengið al- varlega fylgikvilla. Þegar Heilsuverndarstöðin nýja kemst upp og tekur til starfa, flytjast þessar lækning- ar að öllu leyti þangað. Þar verður sérstök húðdeild sem m. a. hefur kynsjúkdómalækning- ar með höndum. En auk hennar starfar að sjálfsögðu Húð- og kynsjúkdómadeild Landspít- alans áfram eins og að undan- förnu. Ekkí endurtekning í Þýzkalandi. London. (A.P.). — Stórblað- Times sag'ði í ristjórnargrein í gær, að ástæðulaust væri að ala nokkurn beyg vegna kosn- ingasigurs Adenauers. Ýmis blöð óttuðust að sigur hans boðaði, að farið yrði inn á sömu braut og í tíð keisarans og síðar Hitlers. Times telur öryggi í því, að kjósendurnir, sem ekki fengust til að kjósa, er lýðveldið var stofnað, kusu nú — og kusu Adenauer og flokk hans, eftir að hafa fengið traust á honum — en hvorki kömmúnista né naz- ista, og að þessir flokkar töpuðu jafnvel miklu af fyrra fylgi sínu. Hitler tókst að vísu að hrifsa völdin, segir.Times, en það var af því, að lýðræðisflokkarnir voni veikir. Merk orðabókaútgáfa Isa- foldarprentsmiðju h.f. Gek'ai* út 20-30 bæknr í haust. ísafoldarprentsmiðja h.f. hef- ir í takinu 20—30 bækur sem að öllu forfallalausu munu koma út í haust. Eins og kunnugt er hefur ísafoldarprentsmiðja lagt að undanförnu kapp á útgáiu vandaðra og ítarlegra orða- bóka, hefur m. a. gefið út ensk- íslenzka orðabók, sem Sigurður Bogason samdi og sá um aðra útgáfu á orðabók Jóns Ófeig's- sonar, hvort um sig bækur um 800 bls. að stærð. Stevenson er fá- anlegur aftur. N. York <AP). — Adlai Stevenson hefur látið svo um mælt, að hann sé fús til að vera í framboði fyrir. demó- krata við næsta forsetakjör. Að minnsta kosti ev hann slaðráðinn í að hættá ekki 'af- skiptum af stjórnmálum, en hann gerir ráð fyrir, að ýmsir fleiri hafi hug á að verða for- setaefni, er þar að kemur, svo að hann álítur, að hann sé ekki ,,'í mikilli hættu“ að þessu leyti. Reknetaafli glæðist nyrðra. Reknetaafli er að glæðast á Húnaflóa. í gær komu 10 bátar með síld til Skagastrandar, þar af 3 með um 100 tunnur, þeir Hagbarð- ur, Vonin og Bjarnarey. Tyrkir gera eða endur- bæta 23 flugvelli. Sumir eiga að geta tekið stærstu farþegaflugvélar. „Koptinn“ á aö bera 26 menn. f Bandaríkjunum er hafin smíði á heimsins stærsta „kopta“. Hann á að nota til liðflutn- inga og geta flutt 26 menn í einu. — „Koptar“, sem Bretar og Frakkar hafa fengið frá Bandaríkjunum, hafa reynzt ,vel á Malakkaskaga og í Indó- kína. Istanbul (AP). — í engu landi á norðurhveli jarðaí' munu eins margir flugvellir í smíðum nú og í Tyrklandi. Er alls verið að gera þar 22 flugvelli, en hinn fyrsti — sá 23. — sem er hjá Istanbul hefur verið tekin í notkun og er hann stærstur. Að vísu voru fyrir hendi flugvellir á sumum þeim stöðum, þar sem flugvallargerð fer nú fram, en þeir voru flestir svo gamlir og litlir, að einungis litlar og hæg- fara flugvélar gátu notað þá óbreytta. Alls verða fjórir flug'vellir svo stórir og. búnir svo full- komnum tækjum, að þar geta lent stærstu flug'vélar, sem nú e-ru notaðar til farþegaflugs í héiminum. Tyrkir gera sér vonir um, að þeir geti koziiizt í alþjóðaleið fyrir flugsam- göngur, ef þeir eiga nægilega fuilkomna flugvelli. en til þessa hefur oll flugumferð til Asíu- landa farið framhjá landinu. Hefðu Tyrkir af því miklar tekjur í nauðsynlegum, er- lendurn gjaldevri, ef flugvél- arnar færu norðar en nú er gert, en. flestar fara um Eg- yptaland eða Sýrland við aust- anvert Miðjarðarhaf. Þar sem Tvrkir eru í Atlants- hafsbandalaginu, fá þeir alls- konar hergögn frá Bandaríkj- imum, og hafa meðal annars tengið nýtízku orustuflugvélar, sem búnar eru þrýstihxeýflurn, en \ægna þunga sins og flug- hraða verðá þær að hafa mjög langar flugbrautir. Eiu hinir nýju flugvellir því einnig nauð- synlegir þeirra vegna. Kirkjudagur og úti- guðsþjónusta OháÓa fríkirkjusafnaðarifls. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn héldur árlegan kirkju- og merkjasöliidag sLnn á morgun. Hefur safnaðarfólk gert ým- islegt til þess, að dagurinn megi takast sem bezt. Kl. 2 síðdegis á morgun verður útiguðsþjón- usta á kirkjulóð safnaðarins, sem er á mótum Stakkahlíðar og Háteigsvegar, en þar pré- dikar prestur safnaðarins, síra Emil Björnsson. í Góðtemplarahúsinu vérður selt kaffi og heimabakaðar kökur, og hafa safnaðarkonur séð fyrir öllum undirbúningi í þeim efnum. Um kvöldið verð- ur skemmtun í kvikmyndasal Austurbæjarskólans, en merki verða seld á götunum. Eins og kunnugt er, er þegar hafinn undirbúningur að kirkju smíð Óháða fríkirkjusafnaðar- ins, uppdráttur fullgerður, en fjárfestingarleyfi ekki fengið fyrir verkinu. Vona forráða- menn safnaðarins, að leyfið fá- ist, en í bili er unnið að fjár- söfnun, en tekjur kirkjudags- ins renna að nokkru í kirkju- sjóðinn. TUC vill ekki verzla við kom- múnista. London. (A.P.). — Þing brezku verkalýðsfélaganna (T.U.C.) felldi í gær meS helm- ings atkvæðamun tillögu um hömlula^ viðskipti við lönd kommúnista. Þeir, sem töluðu fyrir tillög- unni héldu því fram, að ef t. d. matvælakaup væru aukin í Sovét-Rússlandi, leiddi af því. að alþýða manna í Bretlandi fengi ódýrari braúð. Af hálfu andstæðinga tillögunnar varð Haywood fyrir svörum og sagði hann, að þetta væru rök, sem ekki fengju staðizt, því að stað- reynd væri að korn, keypt í Kanada og Bandax'íkjunum, væri ódýrara ,en, það rússneska. Blaðið Times vék nokkuð að kröfunum um aukin við- skipti við löndiix í Austur- Evrópu. í gær, og kemur þar ekki fram, að vert sé að binda miklar vonir við þau viðskipti, ekki sízt vegna þess, að við- skipti hafi aldrei sitt fulla gildi, eins og Times orðar það, ef þau séu ótrygg. í haust kemur svo þriðja stórverkið af þessu tagi á mark- aðinn, en það er íslenzk-frönsk orðabók eftir Gerard Boots prest að Landakoti, en hann hefur áður samið fransk-ís- lenzka orðabók, sem er nokkru minni. Á næsta ári kemur fjórða stóra orðabókin út á vegum ísa foldarprentsmiðju h.f. Það er dönsk-íslenzk orðabók, sem Ágúst Sigurðsson magister hef ur unnið að ásamt fleirum á undanförnum árum. Er orðabók þessi fyllri og ítarlegri en þær dansk-íslenzkar orðabækur, sem hafa verið í notkun að undanförnu. Á ísafoldarprentsmiðja þakk ir skildar fyrir útgáfu sína á þessu sviði, því með þessum bókum er bætt úr bi'ýnni og aðkallandi nauðsyn. Auk fransk-íslenzku orðabók arinnar eru fjölmargar aðrar bækur, ýmislegs efnis, væntan- legar frá ísafoldarprentsmiðju í haust. í viðtali við Vísi nefndi forstjórinn aðeins fáar beirra, en m. a. nýja og endurbætta út- gáfu á Mat og drykk f rk. Helgu Sigurðardóttur, sem er vænt- anleg á markaðinn upp úr mán- aðamótunum næstu. Fjórða og síðasta bindið af ritsafni Grön- dals kemur út í haust. í því verður m. a. sjálfsævisaga hans, Dægradvöl, en auk þess verða í bindinu ýmis bréf, ritgerðir og fleira efni, sem ekki hefur verið prentað áðui'. Gils Guð- mundsson alþm. sér um útgáf- una. Á döfinni er ný Nonnabók, „Ævintýri úr eyjum“ í þýðingu Freysteins Gunnarssonar, stórt verk og myndskreytt. Þetta er sjöunda bókin í Nonnaflokk- inum, og verður þetta 6. bindið í röðinni. • Rétt er að geta þess að ný bók kemur út eftir Guðrúnu á Lundi og er það framhald af „Tengdadótturinni", sem kom út í fyrra. Loks gat forstjórinn um tvær ferðabækur, sem væntanlegar eru á markaðinn innan skamms. Önnur er ferðabók frá Grikk- landi og nærliggjandi eyjum eftir Sigui'ð A. Magnússon. —< Las höfundurinn nokkra kafla úr bókinni í útvarpið í fyrra við góðan orðstír. Hin bókin „Úr vesturvegi", er ferðasaga tií Ameríku eftir Þórodd Guð- mundsson á Sandi. Leiksýningar keljasf í næstu viku. „Koss í kaupbæti“, hinn vin- sæli gamanleikur, sem Þjóð- leikhúsið sýndi í vor, verður tekinn til sýningar að nýju næstkomandi miðvikudag. Leiki'itið var sýnt 12 sinnum í vor við ágæta aðsókn og hin- ar beztu viðtökur, en var tekið af sýningai'skrá vegna óper- unnar, eins og' menn muna. Leikstjóri er Haraldur Bjöi'ns- son, en aðalhlutverkin fara þau með Herdís Þorvalasdóttir, Haraldur Bjömsson og Arndís Björnsdóttir, en auk þess vekja unglingarnir Ólafur Mixa og Valur Gústafsson mikla athygli í vandasömum hlutverkum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.