Vísir - 06.11.1953, Síða 7

Vísir - 06.11.1953, Síða 7
Föstudaginn 6. nóvember 1953. VlSIR C. B. Keliand. Engill eða glæfrakvendi ? WVW^^WWVW1.VJV.V.WJW/AWWAWW/W.VJV. við, og lýst var í dægursögunum, sem blöðin gylltu sem skáld- skap hins nýja tíma? Eða var hún kona framgjörn, sem vissi hvað hún vildi, og var staðráðin í að beita þeim meðulum, sem tiltækileg voru, til þess að ná markinu — og innan vissra tak- marka þó? Eða var hún rétt og slétt ævintýrakona? Hvar voru mörkin. Á hvaða stigi, ef lagt var út á slíka braut, mundi svo komið, að réttmætt þætti að hrópa: Ævintýrakona!“ Anneke hratt þessum hugsunum frá sér, af því að hún'sá, að allt hugarslangur um þetta mundi verða til truflunar, og ef til vill gera hana hikandi. Bezt að horfa fram — halda sitt strik. „Hið fyrsta, sem við verðum að gera á mánudaginn, Hepsie, er að fara í bankann og leggja inn peningana mína. Eg ætla mér ekki að láta það duga, að ganga að gjaldkeraglugganum og segja erindi mitt, heldur ætla eg að biðja um viðtal við bankastjórann, William Chapman Ralston, en hann er ein af máttarstoðum Californíubankans.“ „Þú getur ekki vænzt þess, að hann geti sinnt þér,“ sagði Hephzibah. * 1 jf En Anneke kinkaði kolli örugglega. „Ó-jú — herra Ralston mun veita mér viðtal. Hann verður einskonar „fleygur“, sem eg ætla að nota til þess að kljúfa þá múra, sem eg ekki kemst í gegnum ella. Eg mun telja honum trú um, að eg sé efnalega sjálfstæð kona. Mér er það mikið gleði- efni, að faðir minn var elju- og sparsemdarmaður, því að Hepsie, ung stúlka getur ekki haft neitt meðmælabréf, sem jafnast á við það, að hafa tuttugu þúsund dollara handbæra. Það blátt áfram kemur manni í virðingarstöðu, svo að aðeins vantar herzlumuninn, að allar dyr standi opnar — ef vel er á öllu haldið.“ „Og hvað gerum við svo?“ „Ekkert. Við höldum áfram að vera umsveipaðar hjúpi hins dularfulla. í skrifstofu banka er aðeins ræðst við i trúnaði — eða svo mun ráð fyrir gert. En það mun kvisast, að eg sé efna- lega sjálfstæð. Við látum sem ekkert sé, höfum okkur ekkert í frammi. Það er vænlegra til árangurs, að láta leita sig uppi, heldur en að trana sér fram.“ Glettnissvipur kom allt í einu í augu hennar. „En á laugardaginn kemur fáum við okkur aftur skemmti- göngu. Hepsie, viltu skreppa út og ná í fréttablöðin." Iíephzibah reigði sig og gekk bíspert út úr herberginu, og eftir hálfa klukkustund kom hún aftur með eintök af Alta California, Chronicle og Call. Anneke sökkti sér þegar niður í að lesa fréttirnar. Hún las þær ekki eins og flest fólk les fréttir — það var eins og hún væri að læra, eða leita að því, sem þyrfti sérstakrar athugunar við. Sumt, sem hún las, festi hún sér í minni, og ýms nöfn, einkum fjármálamanna, rakst hún á, sem hún mundi ekki gleyma. Hún las allar fréttir, sem vörðuðu fjárníál, og þó lagði hún mesta áherzlu á að lesa þá dálka, þar sem sagt var frá félags- og samkvæmislífi. Þetta allt saman var þáttur í því að undirbún sig og þjálfa til ákveðins ætlunar- verks. Að. miðdegisverði loknum hélt hún áfram að lesa blöðin. Og húr. las alllangt fram eftir kvöldiriu, en að lestri loknum kall- aði hún á Hephzibah, er var henni til aðstoðar, meðan hún af- klæddist. Og svo hallaði hún sér út af. Hún slökkti ljósið og lá lengi vakandi og hugsaði um það, sem gerst hafði um daginn. Svo sofnaði hún, svaf draum- laust, vel ánægð með fyrsta daginn. Og í svefninum lék bros um hinar fögru varir hennar. ANNEKE VILLARD fór sér hægt, er hún var að snyrta sig og klæða morguninn eftir. Kjóllinn hennar var perlugrár — ef til vill aðeins dekkri, og glófar voru í sama lit, og litli hatt- uxúnn hennar var blátt áfram, en einkar snotur. Það vakti fyrir Anneke, að kleeðnaður hennar yrði til stuðnings því, ásamt lát- -lausri og örúggri framkomu, að menn teldu hina. dularfullu, ungu konu smekkvísa, blátt áfram, og gædda heilbrigðri skyn- semi. Lokaði leiguvagninn — því að hún hélt ekki sýningu á sér í dag, — var kominn að dyrunum á slaginu 10, og með Hephzibah á hælunum trítlaði hún niður steintröppurnar, og settist í vagninn, og svo var ekið til byggingar hins mikla Kali- forniubanka. Anneke hafði lagt vandlega niður fyrir sér hvernig hún skyldi haga sér við þetta fyrsta, mikilvæga tækifæri, sem hún ætlaði sér að skapa, áætlunum sínum til framdráttar. Hún ætl- aði að korna fram af mikilli háttvísi, vera hlédræg en þó sem hún hefði viðskiptareynslu nokkra, — og kannske skaðaði ekki að vera dálítið barnaleg í aðra röndina, svo að hinn mikli banka- stjóri fengi samúð með henni vegna reynsluleysi hennar og hrifist af fegurð hennar og æsku. Þegar vagninn nam staðar fyrir framan bankann steig Heph- zibah fyrst úr honum og aðstoðaði Anneke, er hún steig á gang- stéttina. Og svo gekk Anneke á undan inn i bankann. Anneke vatt sér að bankaþjóni og mælti: „Góðan dag, viljið þér vera svo vinsamlegur að tilkynna herra Ralston, að ungfrú Anneke Villard óski eftir áheyrn.“ Bankaþjónninn, sem var ungur maður, rak upp stór augu, starði, stamaði, varð eldrauður upp í hársrætur. Anneke brosti. „Viljið þér taka fram, að eg sé komin í viðskiptaerindum.“ Bankaþjónninn jafnaði sig dálítið eftir skyndiáhrif þau, sem fegurð hennar hafði haft á hann. „Eg skal athuga, hvort herra Ralston er viðlátinn,“ sagði hann og gekk að skrifstofudyrum herra Ralstons. Hann barði var- lega að dyrum. Er honum hafði verið boðið að ganga inn flýtti hann sér að loka dyrunum á eftir sér. „Nú, hvað er það, Wilkins?" „Ungfrú Anneke Villard óskar eftir að fá að tala við yður. Um — um viðskipti!“ „Og hver er ungfrú Villard?“ „Eg veit það ekki, herra. Fylgdarkona kom með henni. Hún er — hún — ungfrú Viliard meina eg — er mjög fögur.“ „Eg verð þá líklega að tala við hana,“ sagði Ralston bros- andi. „Fyrir alla muni — vísið henni inn, Wilkins." • Bankaþjónninn gelck til kvennana, sem biðu. „Herra Ralston bíður eftir yður, ungfrú Villard.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Anneke og brosti aftur. Þjónninn og Hephzibah gengu með honum að dyrunum, þjónninn opn- aði þær og sagði: „Ungfrú Anneke Villard, herra.“ Ralston bankastjóri reis úr sæti sínu og virti hana fyrir sér. „Gerið svo vel að fá yður sæti, ungfrú Villard. Hvernig get eg þóknast yðu.r?“ Hún gekk til sætis og var sér þess mæta vel meðvitandi, að hann veitti henni vaxandi athygli. Hephzibah stóð, sem vera bar, að baki húsmóður sinni. „Eg óska eftir að leggja fé á ýöxtu í banka yðar, herra Ral- ston,“ sagði Amieke. „Gleður mig,“ sagði hann og brosti góðlátlega. „Og hversu mikið fé er um að ræða?“ „Hephzibah,11 sagði Anneke. Og fylgdarkonan opnaði pappahylki og tók úr því skjal nokkurt og rétti bankastjóranum. Hann leit snöggvast á það - BftlDGE - A Á, 8, 7, 6 ¥ Á, G, 3 ♦ 8, 7, 6 * 8, 4, 2. Útspil tigulkóngur og síðan át og drottning A 5 V K, D, 10, 6, 5, 4, 2 ♦ 5, 4 * Á, D, 9 ' Sagnir fóru þannig, að vestur sagði tígul, norður pass, austur pass, en suður 3 hjörtu og bætti þá norður einu við. Sögnin var 4 hjörtu. Hvernig á suður að spila? Cinu Áimi Meðal b’æjarfrétta Vísis I nóvemberbyrjun 1918 vorq þessar: Dýrtíðin magnast jafnt og þétt með hverjum mánuðinum. Sam- kvæmt skýrslu um smásölu- verð á helztu nauðsynjavörum hér í bænum, sem birt er í ný- komnum Hagtíðindum er með- al verðhækkun á þeim vörum nú orðin 260% frá því í ófrið- arbyrjun, en 16% síðasta árs- fjórðung. Matvörur hafa hækk- að í verði um 217% síðan í ófriðarbyi'jun. Nýtt ættarnafn. Börn Jóns Þverærings bók— haldara, Jón, Auður, María, Sigríður og Þórný, hafa í sumar fengið staðfestingu Stjórnar- ráðsins á ættarnafninu Víðis. —- Kenna þau sig við skógi vaxinn, hólma, er Víðir heitir í Laxá i S.-Þingeyjarsýslu, en hann er í landareign Þverár, þaðán sem þau eru ættuð. KADPHOLUN er miðstöð verðbréfaskipt- annú. —Simi 1710. Gjsli Einarsson héraðsdómslögmaður Laugavegi 20B. Sími 82631. MARGT A SAMA STAÐ> 4- LAUGAVEG 10 — SIMl 336/ nm - TARZAINI - N36 Nemc.iie, vai- nú haMin. í:,í jáiæöis-. . :,'!;.og!:hIjóp í áttina til ljónsins og, nghur. An’.v n til þesslað sjá c; eia- Tárzan. Ta .:a;i vék sér til hliðar um, lok Tarzíins.'og Læði -.sínu stök’i hún ieið ©g Belthar tók undir sig stökkið, íit iir vagniinum en d< 3 ralr upp grimmdaríegt öskur. .Nenione rak ,nú upp hyerf Ne.mone vöktu athytgli ljónsins ó|. hvatningarópið- af öðru til ljónsins. áður en Tarzgn gat hafzt að stökk Ljónið bjóst nú tii - 3 ráðast á það- á Nemone og drap haija sam- Tarzan í annað sinn. En ópin í stundis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.