Vísir - 03.12.1953, Síða 7
Fimmttídaginn 3. desember 1953.
VlSIR
^^VV^^VAJVVVWWWWWWS^WWiVWWWWWWWWW'
C. B. Kciland.
Engill eða
glæfrakvendi ?
Zi
þakkarorð á móti. Þar sem hún stóð í felum bak við gluggatjöld-
in í stofunni, sá hún Frangois Pioche koma akandi heint í einka-
vagni sínum, og hún fann til öfundar yfir því, hversu glæsilegu
lífi hann lifði. Hún sagði við sjálfa sig, að hún skyldi með tím-
anúm haga lifi sínu á sama hátt.
4. kafli.
Þegar leið að hádegi á mánudag, skipaði Anneke Hepsibu
að dulbúast á ný og halda til fundar við Jason Means lögfræð-
ing. Ungi maðurinn var ekki störfum hlaðinn fyrir aðra við-
skiptamenn, svo að hann veitti henni þegar áheym. Hepsiba
settist þunglamalega í eina stólinn, sem lögfræðingurinn hafði
fyrir þá, sem leituðu ráða hjá honum, og kom tafarlaust að
efninu.
„Jæja?“ spurði hún og var þungi í röddinni.
„Eg hefi haft tal af herra Harpending,“ svaraði Means. „Eg
verð að segja, að hann var harla fýldur, svo að ekki sér meira
sagt.“
„Hann hefir fullan rétt til þess að vera það,“ sagði Hep-
siba og dró ekki dul á óþolinmæði sína. „En eg hefi alis engan
áhuga fyrh' því að heyra um geðillsku hans.“
„Hann rauk upp og rausaði eitthvað,“ hélt Means áfram.
,;Svo fór hann að spyrja um yður. Honum vii-tist leika mikill
hugur á að vita, hvers vegna þér hefðuð allt í einu fengið auga-
stað á þessari fasteign. Hann vildi fá að vita, hvar þér ættuð
heima. Hann gerði meira að segja kröfu til þess að fá að tala
sjálfur við yður.“
„Hverju svöruðuð þér því?“
Means brosti. „Eg gat ekki veitt honum neinar upplýsingar,
því að eg vissi ekkert,“ svaraði hann. „Eg sagði honum, að
þér kysuð að gera viðskipti yðar fyrh- tilstilli mitt, pg munduð
þér hvergi nærri þessu koma sjálf. Hann ætlaði alveg að springa
af reiði. Þá kom hann loks méð gagntilboð."
„Hverju nam það?“
„Tuttugu og fimm þúsundum dollara. Harni sagði, að yður
nægði áð græða fimm þúsund dollara á einum degi, þótt ekki
væru dagláunin yðar enn hærri.“
„Og hverju svöruðuð þér?“
„Eg svaraði honum, að mér hefði verið falið að krefjast
upphæðarinnar íillrar. Eg rökræddi þetta ekki við hann. Hann
hækkaði tilboð sitt um fimm þúsund að auki, en eg hafnaði
því einnig. smám saman tókst mér að þoka honum upp í þrjá-
tíu og sjö þíisund og fimm hundruð, en er svo hátt var komið,
neitaði hann að bjóða meira.“
„Samþykkið það,“ sagði Hepsiba þurrlega. „Faxið til hans
og gangið frá þessu smáræði. Eg bíð hér á meðan.“
Means tók hatt sinn og fór leiðar simiar til skrifstofu Har-
pendings. Hepsiba tók fram prjóna sína.
Eftir drvkklanga stimd kom Means aftur með fimm þúsund
dollara ávísun til .þess að gera viðskiptin bindandi, og hafði í
höndum afsal, sém Hephzibah átti áð skrifa imdir.
„Það er hægt að ganga írá þessu í snatri,“ mælti hann, „þar
sem hér er aðeins um framsal á kaupsamningi að ræða. Þér
þurfið aðeins að skrifa undir þetta hér í votta viðurvist. Það,
sem ■ Harpening á eftir að greiða yður, verður afhent, þegar
eg fæ honum afsal þetta."
Hephzibah lét ekki standa á því að skrifa undir skjalið, og
síðan fekk Means tvo óviðkomandi menn til að votta undir-
skriftina. Þá hnykkti kerlingin tii höfðinu.
„Farið eftir afganginum af peningunum,“ skipaði hún.
Means fór orðalaust áftur til Harpendings og kom fljótlega
aftur með það sem eftir var af andvirði framsalsins — seytján
og hálft þúsund dollara hagnað — ávísun, sem gefin var út til
H. Wattles. Hepsiba skrifaði aftan á ávísanirnár.
„Þér leggið þetta fé í banka á mínu nafni,“ sagði hún við
lögfræðinginn. „Hversu mikið skulda eg yður svo?“
Means hleypti brúnum og velti því fyrir sér, hversu mikils
mundi óhætt að krefjast af þessum einkennilega viðskiptavini.
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það mundi borga sig bezt,
að fara hægt í sakimar í byrjun.
:‘,;Hundrað dollara,," svaraði hann.
Hepsiba næstum sveiaði. „Ef einhver hlutur er' eftirsókn-
arverður, þá er sjálfsagt að greiða vel fyrir hann,“ sagði hún,
og fór þar eftir fyrirmælum Anneke, sem hafði sagt, að hún
yrði áð vera örlát við þá, sem þjónuðu henni vel: „Við verðum
að greiða þessum unga lögfræðingi vel fyrir störf hans. Þá
verur hann líka reiðubúinn til þess að starfa meira fyrir okkur
síðar.“
„Eg greiði ýður fimm hundnlð doliara fyrir þetta,“ mælti Hep-
siba þá. „Eg læt engan starfa fyrir mig, án þess að greiða hon-
um sannvirði vinnu sinnar.“
Að svo mæltu tók hún prjóna shia og strunsaði út úr skrif-
stofunni. Hún var hörð á svip, er hún stikaði heim á leið með
slæðuna fyrir andlitinu. Anneke sá til hennar, er hún nálgáðist
húsið, og kom til móts við hana í útidyrunum.
„Jæja, hvernig gekk?“ spurði hún.
„Þú vissir svo sem, hvernig fara átti að þvL,“ svaraði Heph-
ziba. „Peningarnir þínir verða lagðir í bankann. Þeir verða
lagðir í Hibemia-bankann — ekki hjá Ralston.“ Hún blés fyrir-
litlega. „Eg get eiginlega ekki sagt, að eg sé áiiægð með þetta.
Það hefur gengið alltof auðveldlga. Þú ferð að halda, að þér séu
allir vegir færir. Það hefði getað verið gott fyrir þig, ef þér
hefði ekki tekizt svona vel í upphafi. Nú heldur þú, að enginn
standi þér á sporði.“
Anneke lét það eins og vind um eyrun þjóta, þótt Heþhzibah
segði þetta. Hún var glöð eins og barn, sem hefur verið gefið
fallegt leikfang. „Nú mun eg þora að glíma við þá,“ mælti hún.
„Nú get eg líka lagt nokkuð.í áhættu. Eg get hætt þeim pen-
| ingum, sem eg hefi greitt,“ Hún þagnaði og hleypti brúnum.
f „En eg ætla þó ekki að tefla í neina tvísýnu enn. Eg ætla ekki
' að hætta á það, að upp komást um það, hver stendur að baki
t-þessu. Eg aetla að vera gætin — gætin og slóttug.“
„Mér lízt svo á lögfræðinginn, sem þú valdir,“ sagði Heplizi-
bah, „að þér sé óhætt að treysta honum. Þó eldci nema að vissu
marki. Hann veit, hvað að honum snýr. En þó er hann víst dá-
lítil kveif. Hann langar ekki til að baka sér óvildir manna eins
og Harpendings og Ralstons. Ef þeir reyndu báðir að fá hann til
Á kvöldvökunni.
Móðirin kom að máli við
kennslukonu sonarins til þess
að grennslast um það hvernig
honum gengi námið. „Þetta
gengur vel ennþá,“ sagði
kennslukonan. „Hann er fljót-
úr að læra. En hann eyðir
nokkuð miklum tíma í glens
við telpurnar. Eg er að reyna að
finna eitthvert ráð ‘til þess að
venja hann af því.“ „Ójá,“ sagði
móðirin áhyggjufull. „Og þeg-
ar ' þér hafið fundið ráðxð, þá
blessaðar segið þér mér frá því.
Eg er nefnilega í sömu vand-
ræðum með föður drengsins.“
•
■Vinkona Margueritu Viby,
dönsku leikkonunnar, kom einu
sinni til hennar í búningsher-
bergi hennar eftir leiksýningu.
„Hvei-nig fer þú að því að
vera alltaf svona grönn, Mar-
guerite?" spurði vinkonan.
„Það er svo sem auðvelt,“
sagði léikkonán. „Allur galdur-
inn .er sá að eg hreyfi höfuðið
nokkrum sinnum á dag.“
„Við hvað áttu með því?“
„Það ei- bara það, að eg hristi
höfuðið í hvert sinn, sem mér
er boðinn matur í viðbót,“
' •
Einstein á nýlega áð hafa
sagt: „Frægustu menn i heimi
eru Chaplin og eg. Allúr heim-
urinn þekkir Chaplin af því að
allir skilja hann. Og.allur heim-
■urinn þekkir mig af því að eng-
inn skilui'; mig.“
i
Lantpar - Lantpa-
skermar
Munið hið fjolbreytta
úrval af útlendu
lömounum og skermum.
Skermabúðin
Eaugavegi 15. Sími 82635.
ílWViA/WV,JWVVWiJWVVWWWWVVVWWVrjV^V^^WV,V%,VV% "
114
Þú ert brjálaður. Bækistöðv- Það er verið að gera gys að
ar Tvíbui'ajarðamjósnaranna í okkur. Þetta er ósmekklegt
þixxghúsi okkax’? Það nær engri grín. — Við skulum íá okkur
á't’t.* '■Ua- Tækih okkar skfÖkvá vist á rólégu táugasjúkdÖma-
ekkj, Gany.
hæli. — Þetta ,er ljóta ástandið.
Hvað gengux- á hénxa? Nú,
svo þið hafið verið aö reyna
sjónvarpssima Tvíb,xá*ájárðar-
innar. — Ertu viss um, ’að'þettá
sé ekki eins konar fyndni,
Vana?
Nú megum við víst búast við
því á hverri mínútu, að íundizt
:hafi litlxr meixn, sénv ékki qru
ixema 30 cm. á hæð, uppi á háa-
lofti í forsetabxistaðnum.
Cíhu Mhhí Va?...*
Visir greindi frá hátíðahold-
um þeim, sem fram fóru hér í
bæ hiixn 1. .desember .1923, á
þessa leið:
Dagur stúdenta
var hátíðlegur haldinn hér i
bænum á laixgarda.ginn. Stú-
dentar géngu fylktu liði til
Austux’vallar laust fyrir 2, og
ennfremur Skátar (eða Vær-
ingjar), Var þar fjöldi fólks
fyrir. Próf. Gúðm. Finnboga-
son flutti ágæta ræðu af svöl-
um Alþingishússins, og var
gerður að henni goður rómur,
en Lúðrasveitin lék á undair
og eftir. — Samkoma, sem'
haldin var i Nýja Bíó kl. 5, var
einhver hin veglegasta, sem'
liér hefir verið haldin. Bræð-
urnir Þórarinn og Eggert Guð-
mundssynir léku Ó, guð vors
lands, en en söngflokkúr! stú-
denta söng nokkur lög eftir
prófessor Sveinbjörn Svein-
björnsson og undir hans stjórn.
Var iistamönnunum tekið með
miklurn virktum. Þeir Sxmon
Þói'oarson og Óskar Norðmaxm
sungu, tvísöjxgva og itókst égæt-
lega að vanda. Fánar skáld
Benediktsson flutti langt og
snjallt kvæði, og var þakkað
það méð miklu Iófataki og
fjórföldu lxúri’áhróþi. Prófess-
or Sig 'Norddl :flutti ;fæÖu og
andmælti harðlega þeii'ri ráða-
gerð að leggja niður heimspeki-
deild Háskólans. Mun honum
varla hafa sagzt öðm.sinni bet-
ur. Var í'æðu hans tekið mæta
vei. Ráðgert var að eixdur.íaka
| þessa ágætu skemmtun í gær,
en það ífórst fyrir vegna rvaik-
inda tveggja skemmtendanna.
En bráðlega vefður hún endur-
tekin' 1 , U í;,ddS