Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Mámidagiim 1. marz 1954 49. tbl. Fylkir strandaði við Eitgey. Aðfaranótt sunnudags strand <en náðist á flot aftur kl. 11.30 aði togarinn Fylkir við Engey, f. h. í gær. Fylkir lagði héðan úr höfn á miðnætti á laugardag og ætlaði á veiðar. Síðar gerist það, að skipið strandar austast á Engey og var þá háflæði. — Skipið komst á flot aftur, eins og fyrr segir, með aðstoð bv. Péturs Halldórssonar. Fylkir reyndist ekki lekur, en verður tekinn upp í slipp í dag til at- hugunar. Sjópróf vegna óhapps þessa verða í dag. Skozkt skip laskast. í morgun kl. 8 kom hingað skozki línuveiðarinn „Loch Laggan“, sem orðið hafði fyrir áfalli í hafi. Hafði stjórnpallur skipsins laskazt mjög, þakið tekið af og allir gluggar brotnað. Sem bet- tu- fór varð ekki manntjón. Veð ur var ekki slæmt, er hnútur reið yfir skipið með fyrrgreind um afleiðingum. Gert verður við skipið hér. Samgöngur fara batnandi. Hellisheiði varð aftur fær síðdegis í gær, enda hafði ver- ið hafizt handa um það, er veð- ur batnaði, að setja öll tiltæki- leg verkfæri í að onna hana. Mjólkurbílar að austan komu hingað til bæjarins um Hellis- heiði kl. 4. — Minna verk var að ryðja burt snjónum en ætl- að var. Þingvallaleiðin er ófær. Hef- . ur safnast mikill snjór í Al- mannagjá. Samkv. uppl. frá Ferða- : skrifstofunni eru samgöngu vonir til þess, að áætlunarbíl- arnir geti farið norður í fyrra- málið, og eins vestur í Dali. Lá vtð stórslysi á KeflavtktirfftugveBBi: Brezkri flugvél meö 52 manns innanborös hlekktist á í lendingu og stórskemmdist. Þannig staðnæmdist brezka flugvélin á Keflavíkurvelli » fyrri- nótt. Nefhjólin vantar og annað hjólið hægra megin, en auk þess varð ýmislegt annað tjón á véíinni. P. Thomsen tók myndirnar. 2 íslandsmet í sundi sett í gær. Spennandi keppni á Ægismótinu í kvöld. Tvö Islandsmet í sundi voru sett í Sundhöil Reykjavikur í gær. Metin voru bæði sett í undan- rásum að Sundmóti Ægis, sem fer fram í Sundhöllinni í kvöld. Annað þessara meta setti Helgi Sigurðsson (Æ) í 300 m. skriðsundi. Synti hann vegar- lengdina á 4:43.3 mín., en gamla metið átti Ari Guðmundsson (Æ) á 3:47.5 mín. Hitt var dreiigjamet, sem Sig urður Sigurðsson (íþróttabanda lag Akraness) setti í 50 m. bringusundi á 37.1 sek. Fyrra metið átti Ólafur Guðmundsson (Á) á 37.4 sek. Keppt v.erður í 9 sundgrein- um á Ægismótinu í kvöld, þar S>rjú af sex íendingarhjóium brotnuóu undan, annar vængurinn brotnaói m. m. I m 4000 L afi benzíni runnu niðiir á vÖlllnn. I fyrrmótt munaði minnstu, að stórkostlegt slys yrði á Keflavíkurflugvelli, er flugvél frá brezka flugfélaginu 30AC — British Overseas Airways Corporation — sem var með 42 farþega og 10 manna áhöfn innan borðs, hlekktist á í lendingu og stórskemmdist. Gerðist þetta laust eftir miðnætti, eða nánar tiltekið 19 mínútum fj-rir eitt um nóttina, er flugvélin settist á lengstu flugbraut vallarins og kom svo harkalega niður, að nef- hjólin, — sem eru tvö hlið við lilið — brotnuðu alveg undan henni, og auk þess ytra hjólið hægra megin. af í 5 karlagreinum, en þær eru: 500 m skriðsund, 100 m. flugsund, 200 m. bringusund, 100 m. baksund og 4x50 m. flug sund. Þá verður keppt í 50 m. bringusundi og 50 m. skriðsundi drengja o. fl. 25 menn voru drepnir í óeirium í Demaskus í gær. Fylgjendur Shishaklys áttu upptökin. í gær kom til blóðugra bar- daga í Damaskus, en herliði frá Aleppo, þar sem hinn nýi for- seti hefur haft bækistöð að undanförnu, tókst að skakka leikinn. 25 menn féllu eða særð ust í viðureigninni. Að því er draga má af óljós- um fregnum um þessa atburði voru það fylgismenn hins land- flótta forseta, sem áttu upp- tökin, og nutu þeir stuðnings herflokka. Skriðdrekasveitir frá Aleppo fóru um götumar í alla nótt og herlið var á verði. eldi í Damaskus að undan- förnu. — Áður hafði íregnast, ! að togstreitunni um forsetaem- bættið milli forseta fulltrúa- ! deildarinnar og Hasmed el Att- asi fyrrverandi forseta, hefði i lokið með því að þingforsetinn j dró sig í hlé. Hasmed var sagð- ur hafa unnið að því allan dag- inn í gær í Aleppo að mynda nýja stjórn. Shishakly forseti, sem flýði til Beyrut, eftir að hann hafði sagt af sér, er nú kominn til Saudi-Arabíu, en til þess lands leita pólitískir flóttamenn Harvey í stð- asta sinit. í kvöld eru síðustu forvöð að sjá Lárus Pálsson í hinu skemmtilega hlutverki Elwood P. Dowds í Harvey. Eins og Vísir hefur áður sagt frá, er Lárus á förum til Sví- þjóðar, en kvikmyndun Sölku Völku fer að hefjast í Stokk- hólmi. Lárus leikur hlutverk Beinteins í Króknum. Harvey hefur verið sýndur 16 sinnum. Þá má geta þess, að barnaleik ritið „Ferðin til Tunglsins“ hef- ur nú verið sýnt 20 sinnum, á- vallt við húsfylli, og munu um 13.000 manns hafa séð það. •— „Æðikollurinn" hefur verið sýndur 10 sinnum, einnig við ágæta aðsókn. Allmörg hús hafa eyðilagst af I Arabalöndunum tíðast. Úrslií getraimanna á morgufi. tjrslit í verðlaunagetraun Vísis verða birt á morgnn. Fyrir helgina lauk getraun VísiSj sem að þessu sinni fjall- aði um leikrit og leikara. Get- raun þessi mun hafa þótt all- frá - erfið, en þátttaka varð engu að síður sæmileg. Sagði einn áhafnarinnar við tíðindamann Vísis, sem fór til Keflavíkur laust eftir hádeg- ið í gæí, að flugvélin hefði komið illa niður og kastazt hátt á loft, en síðan skollið niður aftur og runnið langar Ieiðir á aðeins þrem jhjólum af sex, unz hún nam staðar um það bil á miðri flugbrautinni, sem er 3000 metrar á lengd. Erfitt er að segja, hvað bil- að hefur í fyrstu og orsakað slysið. Þó var það sumra álit, sem í vélinni voru, að hjólbarð- inn á ytra hjólinu hægra meg- in hefði sprungið, og vélin þá misst jafnvægið. Síðan mun hún svo stingast áfram, er hún kemur niður aftur, og brotnar þá nefhjólin undan, en eftir var stállegur, sem var 1—2 fet á lengd. Rann vélin á hon- um og hafði auk þess mikla slagsíðu til stjórnborða, og komu skrúfuspaðar beggja stjórnborðshreyflanna við völl- inn með þeim afleiðingum að þeir bognuðu og aflöguðust eins og pappi. Jafnframt bilað' hægri vængurinn, brotnaði vi innri hreyfilinn,-þótt hann féll ekki af. Flugvélin hallaðist sv< mikið fram og á stjórnborða að skrúfuspaðar á innri hreyfl- inum bakborðsmegin bognuð: einnig af að rekast á flugbraut- ina. Benzín streymdi niður. Má það kallast mesta mild að ekki skyldi koma upp eldu í flugvéliimi, því að leki kon að benzíngeymum, og er gisk- að á að um 4000 lítrar af benz- íni hafi lekið niður á völlinn. Hefði lítill nesti nægt til að kveikja bál í vélinni, og er óvíst, hvort nokkur hefði bjargazt, ef það hefði gerzt, áður en hún stöðvaðist. Farþegar voru allir bundnir í sætum sianm, eins og venja er við lendingm og flugtak, og varð þeim ekki meint af þessu, enda þótt þeim. brygði talsvert við, svo að ekki sé meira. sagt. Þeir sýndu hina mestu stillingu, og er flugvélin hafði stöðvazt, gengu þeir út í skipulegri röð. En er þeir voru komnir út úr vélinni, saknaði ein- hver þeirra smáhlutar, og ætlaði að svipast um eftir honum við vélina. Þar var að sjálfsögðu myrkur, og ætlaði maðurinn þá í hugs- unarleysi að kveikja á síg- arettukveikjara sínum, til þess að leitin gengi betur. Til allrar hamingju var þó komið í veg fyrir þetta. Slökkviliðsbílar vallarins komu samstundis á vettvang, og dældu þeir froðu yfir ben- zín-pollana á vellinum, og auk þess voru slökkviliðsmenn og lögregla á verði við vélina í allan gærdag, því að eldhætta var auðvitað enn, og auk þess hættulegt að ganga undir hægri Framh. á 8. síðu. '.. 1%...... „ Stykkið fremst á myndinni er eitt af mörgum, sefti flug- vélin „skildi eftir“ á hinni hrikalegu ferð sinni um völl- inn. Er bctta hluti af nefhjóla- útbúnaðinum, en flugvélin er 506—1000 m. fjarlægð. Eitt hjólanna fannst 100 m. fyrir utan flugbrautina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.