Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 4
anmarmaóteoi* amená, Ókyrrðin í Austurlöndum. Síðustu dagana hafa fáir atburðir vakið meiri athygli en þeii-, sem yerið hafa að gerast í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Tveir einvaldsherrar voru settir frá völdum svo að segja á sama sólarhingnum, en annar virðist þó hafa leikið á and- stæðinga sína, því að hann var aftur kominn að stjórn veli lands síns, áður en menn voru almennt búnir að átta sig á þvi, hvað hafði raunverulega verið að gerast, eða hver undirrótin var. Hinn, Shishakly, hershöfðingi, er hafði stjórnina á hend: í Sýrlandi, var hinsvegar hrakinn í útlegð, og virðist ekki eiga afturkvæmt fyrst um sinn, þótt vel geti svo farið, að hann geti snúið á andstæðinga sína síðar, eins og Naguib hinn egypzki gerði. Það er skoðun þeirra, er fylgzt hafa með atburðum í Egypta- landi af mestum áhv^a, að þar sé um fyrst og fremst um baráttu milli tveggja anna að ræða — Naguibs hershöfðingja og Nassers herhöfðingja, sem hefur verið hægri hönd hans, síðan byltingin var gerð og margir hafa álitið, að hafi raunverulega verið hinn „sterki“ maður landsins, sá, sem sagði í raun og veru fyrir verkum. Nasser hafi litið svo á, að nú væri rétt, að hann yrði yfirmaður landsins fyrir opnum tjöldum, og því hafi hann fengið því til leiðar komið', að Naguib Var vikið til hliðar. En þegar til átakanna hafi komið, hafi Naguib reynzt ofjarl Nassers, og því tekið við stjórnartaumunum svo að segja sam- stundis aftur. Þótt lýðræði sé ekki meira í Sýrlandi en ýmsum öðrum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs, hefur þó verið talið, að hinn fallni einvaldur þar, Shishakly, hafi verið vinveittur lýðræðis- þjóðunum vestrænu. Maður þessi hafði jafnan lagt mikla áherzlu á að þjálfa og búa her lands síns sem bezt, og var jafnvel kallaður „Prússinn vig Miðjarðarhafsbotn“ vegna þessa. Getur fall hans leitt til þess, að aðstaða lýðræðisríkjanna gagn- vart Rússum á þessum slóðum verði ekki eins góð og hún hefur verið, en það mun koma á daginn síðar. Rússar reka mikinn áróður meðal Arabaþjóðanna, því að þeir telja, að þar sé að ýmsu leyti góður jarðvegur fyrh- kenn- ingar sínar. Hafa þeir einkum lagt áherzlu á að vingast við þjóðirnar á Arabíu-skaga, og er það til marks um það, að þeir halda uppi flugferðum til lands eins þar, og hafa þó ekki slíkar samgöngur við aðra þjóðir, sem nær eru landi þeirra. Þarf eng- inn að efást um, hver tilgangurinn er með þessu, að bæta að- stöðu sína, ef svo skyldi fara, að þeir teldu sér óhætt og nauð- synlegt að láta sverfa til stáls við hinar frjálsu þjóðir. Það má vel vera, þótt ekki verði neitt um það fullyrt á þessu stigi málsins, að Undirróðurs Rússa gæti að einhverju leyti í þeim umbrotum, sem orðið hafa í Egyptaiandi og Sýr- landi síðustu daga. Virðist ekki fjarri lagi að ætla að svo sé. Ókyrrð sem víðast um heim er eitt af því, sem þeir keppá að af hv.að mestu kappi, því að þar sem ókyrrð og glundroði ríkja, má vænta uppskeru fyrir stefnu þeirra. Hér getur því verið um einn leik þeirra á skákborði heimsstjórnmálanna að ræða, bg munu þá afleiðingarnar væntanlega sjást fljótlega. Báskapur og verðlag. 'lkað er eSlilegt, að landbúnaðafmál sé all-ofarlega á baugi um þessar mundir, er Búnaðarþing situr á rökstólum hér i bæ. Forvígismenn bænda af öllum landshornum sækja fundi þessa, og eru þar rædd þau mál, sem landbúnaðinn varða mest, og s'nerta að meira eða minna leyti alla landsmenn, hvort sem þeir bú'a við sjó eða í sveit. Framfarir hafa orðið miklar á sviði landbúnaðarins sem öörum á undanförnum árum, og má segja, að bylting hafi orðið í þeim efnum að sumu leyti. Vélaöld er gengin í garð í sveitum landsins sem an'nars staðar, vélarnar draga úr erfiðinu við framleiðsluna, og auka afraksturinn. Þrátt fyrir þetta er þó verðlag landbúnaðarafurða hátt, þótt ýmsir í hópi bænda muni telja, að það þurfi að vera hærra, til þess að afkoma bænda sé betri og tryggari. Er þó óvíst, hvort bændur hagriast mjög af hærra verði, því að það dregur úr neyzlu, þegar komið <jí yfir ákveðið mark. Réttari leið virðist vera að reyna að drága úr kostnaði, áthuga m. a. hvort hægt sé að haga véJanotkun á hagkvæmari hátt. Lægra verð. er áreiðanlega nauðyn. ef nokkur von á t. d. að vera að flytja eitthvað út af lahdbúri^ðarafurðum. Oiðastliðinn þriðjudag birtist ^ í „Bergmáli* hér í blaðinu, vinsamlegt bréf frá áhugasöm- um lesanda þeirra mánudags- þanka, ér birtast vikulega hér í þessum pistlum. Bréfritarinn er mjög ánægð- ur með „Bæinn okkar“, að öðru leyti en því, að hann vill breyta fyrirsögn pistlanna í „Borgin okkar“, og vitnar í þvi sam- bandi til æviminninga Knud Ziemsens börgarstjóra, þar sem J talið er að Reykjavík hafi vax- íð úr bæ í borg, svo sem nafn síðara bindis ber með sér. • A ð sjálfsögðu er nokkuð til í því að bærinn okkar sé að fá á sig borgarsnið á ýmsan hátt, og sjálfsagt að halda því á loft. En ekki finnst mér þó ástæða til breytinga á nafn- gift þessan-a pistla þessvegna, enda fer núverandi nafn þeirra, að mínum dómi betur, en breytingartillagan. Hinsvegar gæti sjálfsagt svo farið, að slík breyting kæmi síðar meir til greina, þegar t. d. bæjarráð er orðið borganáð, bæjarstjórn borgarstjórn, bæj- arverkfræðingur borgarverk- fræðingur, og Reykjavíkur- bær Reykjavíkurborg o. s. frv. Að vísu er hér borgarstjóri og borgarritari, en hin virðu- lega nafngift borgarstjóra er allt frá fyrstu tíð, eða frá þvi Páll Einarsson var fyrstur mánna kjörinn borgarstjóri ár- ið 1908 hér í Reykjavík, en á þeim tíma var sú nafngift sennilega ofrausn miðað við stærð bæjarins og fólksfjölda, enda þótt um höfuðborg væri að ræða, en bæjarbúar voru þá um 11000 að tölu. ® jr^akka eg svo þréfritaranum áhuga hans á þessum pistlum mínum, og vona að hann hafi einnig framvegis nokkra ánægju af að fylgjast með þeim, enda þótt bið kunni að verða á nafnbreytingu þeirra. Skil eg vel hvað fyrír honum vakix-', og nánast um smekksatriði að ræða, þótt við séum ennþá á leið „úr bæ í borg“, og engin minriirriáttar- kennd þótt hin vaxandi höfuð- borg sé enn um stund „bærinn’ okkar“, þegar rætt er um þarf-- ir hennar og þróun. "" ' » lrTr því farið ér að ræða þetta mál, vérður lítið rúm í dag fyrir aririað efni hér í pistlun- um. Er því rétt til fróðleiks að hverfa stundarkorn aftur til ái’sins 1907, þegar samþykkt voru lög á Alþingi um breyt- ingu á tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavík. í lögum þeim er mælt fyrir um kosningu borg- arstjóra til 6 ára í senn. Arslaun eru honum ákveðin 4500 krón- ur og 1500 krónur í skrifstofu- kostnað. 15 skyldu bæjarfull- ■ * t ■ '• ' . '■'.••• J trúar vera, en borgarstjóri for- . seti bæjarstjórnar. I janúar- mánuði riæsta ár voru svo i kosnir bæjarfúlltrúar, og. síð- ' an ■ kaús bæjarstjórnin • siriri ! D A G B L A Ð i ] i Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. | j Auglýsingastjóri: Kristján Jónsscn. { Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. ~ mrn- Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). ■ * Lausasala 1 króna. , ■ | Félagsprentsmiðjan h.f. yisiB Mánudaginn 1. marz 1954 wfsxxe. WtmmfgbmTÍÍim komin aftur. fö&ÍHÍjjÚM Sifgyeirsson Sjtn&$$6nvefiji 13 fyrsta borgarstjóra, Pál Ein- arsson, þáverandi sýslumann í Hafnarfirði, síðar hæstaréttar- dómara, svo sem áður er sagt. • þessa nýju bæjarstjórn höf- uðstaðarins voru í fyrsta sinn kosnar konur í stjórn bæj- arins, og ekki ein, heldur fjór- ar. Voru það þær Katrín Magn- ússon, Þórunn Jónassen, Bríet J B j amhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir frá Presthólum. Á kjörtímabili hins fyrsta borgarstjói-a okkar var m. a. gengið frá vatnsveitumálinu og gasstöðvarmálinu. Kennara- skólinn var byggður, Lands- bókasafnshúsið fullgert, íþrótta völlur varð til og byrjað á urhöfn, svo eitthvað sé nefnt af helztu framkvæmdum, sem varða byggingarlega þróuia bæjarins. • 'C’r ekki ofsögum af því sagt, hversu breytingarnar hafa orðið gífurlegar á tæpri hálfri öld, og því ætíð fróðlegt að skyggnast til baka, þegar rætt er um vandamál líðandi stund- ar. Þegar samanburður er gei-ður aðeiris 40 ár aftur í tím- ann, er það vissulega rétt, að við siglum hraðbyri í áttina að borg frá bæ og sveitaþorpi, og höfum kunnað að hagnýta okk- ur öra þróun tækninnar til þess að byggja upp skilyrði fyrir blómlegu menningarlífi í bæn- framkvæmdum við Reykjavík- um okkar. SkósmíðavéSar sem IstiS em notaðar. Einn pússningsrokkur fyrir tvo menn, tveir skurðarhnífar, annar notaður, en hinn nýr, og, má fletta með honum, einn randsaumari, einn gróphnífur og saumavél. Tilbóð óskast í allt í -einu. Tilboð séu merkt: „Skósmíðavélar — séridist. Vísi sem fyrst. Karlmannaskó nýjar gerðir, amerískt snið, ferm- ingaskór drengja, svart boxcalf-lakkleÓur. J Laugavegi 7. Aðalfimdur Pöntunarfélagsins Forða verður haldinn n.k. mið- vikudag 3. marz kl. 8,30 e.h. í Baðstofu iðnaðar- manna, Vonarstræti 1. Ðagskrá: Samkyæmt lögum félagsins. Stjórnln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.