Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 01.03.1954, Blaðsíða 8
VfSIR er ódýrasta blaðið og i>ó bað fjðl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur, WKSXk Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers máaaðar fá blaðið ókeypis ti! mánaðamóta. — Sí'ími 1660. Mánudaginn 1. marz 1954 Egyptar fagna því, að Naguíb tók aftur við völdum. Súdanbúar virðast og hlynntir honum. Eftir að ljóst varð hve al- mennra vinsælda Naguib hers- hefðingi naut áfram meðal e- gypzku þjóðarinnar og að nokk- ur hluti hersins var þess al- búinn að styðja hann áfram varð meiri hluti Byltingarráðs- ins að falla frá fyrri áformum. Naguib var aftur settur inn í embætti sitt sem forseti lands- ins. Nærri 9 klukkustunda fund- ur var haldinn í Byltingarráð- inu í fyrradag og var að lok- um samþykkt, að farið skýldi á fund Naguibs, sem enn var í stofufangelsi á heimili sínu í úthverfi borgarinnar. Var þar gengið frá samkomulaginu í höfuðatriðum. Fjöldi manns kom á vettvang og gekk Na- guib fram á svalir húss síns og ávarpaði mannfjöldann, en um götur borgarinnar fóru menn í fylkingum og kölluðu hástöf- um: Lengi lifi Naguib! í gær ávarpaði Naguib mik- inn mannfjölda, sem safnast hafði saman fyrir framan for- setahöllina. Kvað hann það hafa orðið að samkomulagi milli sín og Byltingarráðsins,- að kvatt yrði saman stjórn- lagasamkunda, til þess að ganga frá stjórnarskrá landsins á traustum grundvelli, en síðar færu fram þingkosningar. ffandknattleikur Vaftur vann IÍ.R0 Handknattleiksmeistaramót íslands hélt áfram ígærkveldi og voru þá leiknir tveirleikir. Fyrri leikurinn var milli K.R. og Vals og lyktaði Val í vil með 21 marki gegn 18. Var þetta jafn leikur og góður frá upp- hafi til eiida. Fyrri hálf leik lauk K.R. í vil, 11:10 og yfirleitt skiptust félögin á tun forystuna þar til síðustu mínúturnar að Val tókst að bæta markafjölda sinn og ná forystunni. í seinni leiknum sigraði Vík- ingur Í.R. með 20 mörkum gegn 16, en þar hafði Víkingur ör- ugga forystu allan leikinn út. Næstu Jeikir verða á mið- vikudagskvöldið kemur. Þá keppa f.B.H. og Sóley og síðar - Fram og Valur. Stjórnarfundur var haldinn í gær og kom Naguib á fundinn og leiddust þeir Naguib og Nas- ser, er þeir komu af fundinum. Tilkynnt var, að Naguib myndi fara í dag til Khartoum, eins og áður var ákveðið og vera við- staddur setningu súdanska þingsins. Uppþot í Kairo. Til nokkurra uppþota kom í Kairo í gær, einkanlega í grennd við brú eina yfir Níl. Komu stúdentar þar fjölmargir og hrópuðu ýmist „Lifi Naguib“ eða niður með Byltingarráðið" og greip lögreglan til skot- vopna og skaut haglaskotum, en gætti þess að miða lágt. — Tólf stúdentar særðust á fót- leggjum, en enginn alvarlega. Naguib vinsæll í Sudan. I Khartoum í Sudan söfnuð- ust menn saman í gær og hylltu Naguib. Fregnir bárust og um, að súdönsku landamæraher- sveitirnar, en í þeim eru 15.000 manns, hefðu lýst yfir, að þær væru vinveittar Naguib og myndu ekki hlýðnast neinum fyrirskipunum, sem brytu í bág við yfirlýsingu þeiri’a. Síðari fregnir. Sameig'inleg yfirlýsing var birt í útvarpinu í Kairo í morg- un frá forseta Egyptalands, Byltingarráði og ríkisstjórn, þess efnis, að haldin yrðu öll loforð, sem þjóðinni hafa verið gefin. — Naguib og Salem, sem tekinn hefur verið í sátt, lögðu af stað til Khartoum í morg- un. — Háskólunum í Kairo og Alexandria hefur verið lokað um stundarsakir. Brldge Sveit Hilmars enn efst. Eftir fimm umferðir í meist- arakeppninni í bridge er sveit Hilmars Olafssonar enn efst og í 5. umferð, sem spiluð var í gær, vann hún svéit Ragnars J óh annessonar. Önnur úrslit urðu þau að Hörður vann Ólaf Einarsson, Enar Baldvin vann Hermann, Ásbjörn vann Gunngeir, Stef- án vann Einar Guðjohnsen og Róbert vann Ólaf Þorsteinsson. Stig sveitanna eru þannig að loknum þessum fimm uinferð- um að sveit Hilmars ‘hefur 10 stig, en síðan koma 4 sveitir með 7 stig hver, en það eru sveitir þeirra Gunngeirs, Harð- ar, Einars Baldvins og Ás- bjarnar. Sjötta umferð verður spiluð í kvöld. Var orðinn kaldur af útilegu. Þrír unglingar finnast sofandi í bíl á Hverfisgötu. Skák Ingi R. efstur. Níunda umferð í Skákþing- inu var tefld í gær. Benóný vann Ágúst, Stein- grímur vann Gilfer, Ingvar vann Þóri, Ingi vann Margeir en hinar skákirnar fóru í bið. Er Ingi R. Jóhannsson nú einn efstur með 6Y2 vinning og biðskák, næstur var Benóný Benediktsson með 6 vinninga og biðskák og þriðji Ingvar Ás- mundsson með 5Yz vinning. Biðskákir verða tefldar i kvöld, en 10. umferðá mið- 1 vikudagskvöld. ' Keppni í .1. flokki Skákþings ins er nú lokið og þar varð Jón Víglundsson efstur með 6 vinninga. 2. varð Jón Guð- mundsson, 5 v., 3. Dónald Ás- mundsson, 4 Yz v. og 4. Sigur- þór Lárusson með 4 vinninga. í 2. flokkskeppninni eru 9 umferðir búnar og þar er Lár- us Hjálmarsson efstur með 6% vinning. 2ja ára starf Raf- tækjatrygginga, í dag eru liðin tvö ár síðan Raftækjatryggingar h.f. tóku íil starfa. Fyrirtækið tryggir stöðugt viðhald raftækja og má heita, að engin takmörk séu fyrir bót- um þeim, sem fyrirtækið greið- ir. Margir hafa látið tryggja raftæki sín hjá fyrirtækinu, og sparað með því stórfé. í þessu sambandi má geta þess, að fyr- irtækið útvegar varahluti, sem ■oft mega heita ófáanlegir og lætur óábyrga fagmenn annast viðgerðirnar. Spáir kreppu. í brezka þinginu verða um- ræður í þessari viku um land- varnir og horfur í iðnaði. Deakin, framkvstj. Sambands brezkra flutningaverkamanna, hefur spáð kreppu á hausti komanda og nýjum þingkosn- ingum. Fennir í Englandi. Aftur hefur brugðið til fann- komu á Bretlandseyjum. Kringum London voru allir vegir snævi huldir í morgun og samgönguerfiðleikar í úthverf- unum. í Skotlandi hafa 3 þjóð- vegir teppst. í fyrrinótt fannst meðvit- undarlaus maður á götu hjá Vélsmiðjunni Jötni og var hann orðinn mjög kaldur þegar lög- reglan kom að honum. Maðurinn var í fyrstu flutt- ur á lögregluvarðstofuna og læknir kvaddur til þess að at- huga hann. Að ráði læknisins var maðurinn fluttur í Lands- spítalann til hjúkrunar. í gærmorgun urðu vegfar- endur, sem áttu leið um Hverf- isgötu, þess varir, að í bíl sem stóð á götunni var liggjandi fólk, sem engin hreyfing sást á. Var lögreglunni gert aðvart og þegar hún kom á staðinn kom í ljós að þarna var um tvo pilta og eina stúlku að ræða, sem lagzt höfðu til svefns. Lögregl- un flutti þau í lögreglustöðina. Annríki í fyrrinótt. Lögreglan hafði óvenju mik- ið að gera í fyrrinótt, einkum bar mikið á því að hún væri kvödd til ýmissa dans- og sam- komuhúsa hér í bænum. Hvergi dró þó til meiriháttar tíðinda. Einn maður var tekinn ölvað- ur við ákstur um nóttina. Brotizt inn í geymsluhús. Á laugardaginn var lögregl- unni gert aðvart úr Bústaða- hverfi Um að drengir hefðu farið þar inn í geymsluskúr, ér heildverzlun ein hér í bænum hefur til umráða. Lögreglan handsamaði nokkra drengjanna, en ekki var talið að þeir hefðu haft nein verðmæti á brott með Sér. Eldsvoði. Um miðjan dag á laugardag- inn kviknaði í út frá kolaofni x Hlíðargerði 18. Þar var mikill eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang en því tókst fljótlega að kæfa hann. Skemmdir urðu töluverðar. Rétt á eftir var Slökkviliðið kvatt að sænska flutningaskip- inu S.s. Hanön, sem liggur hér í höfninni. Þar hafði eldur kviknað í sóti, en skemmdir hlutuzt engar af. Musica sacra í Fríkirkjunm. í kvöld verða helgitóiileikar (Musica sacra) haldnir í Frí- kirkjunni. Vel hefur verið til þessara tónleika vandað sem hinna fyrri. Sigurður ísólfsson leikur orgelverk eftir Bach, Mendels- sohn og César Franck. Síra Þor steinn Björnsson syngur fjögur lög eftir þá Friðrik Bjarnason, Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Jónsson og Pál ísólfsson. Frí- kirkjukórinn syngur þrjú lög eftir ísólf Pálsson, Sigurð Helga son og Sigfús Einarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 9, og er aðgangur ókeypis. 3 togarar koma með góðan afla. Afli á togara er nú mikið að glæðast. Þrír togarar komu til Reykja- víkur í morgun; Marz, Ingólf- ur Arnarson og Geir, allir með góðan afla. Giskað er á að Geir sé með um eða yfir 240 smálestir, en hinir með nokkru minni afla. Geir var með um það bil helming karfa, en hitt var þorskur, sem veiddist út af Jökuldjúpinu. Starfsmenn bæjaríns keppa í bridge. Annað kvöld hefst hin árlega sveitakeppni Starfsmannafé- lags Reykjavíkurbæjar í bridge. Aðþessu sinni taka 7 sveitir þátt í keppninni, sem fer fram í Grófinni 1. — 2 sveitir frá slökkviliðinu, 2 frá rafmagns- veitunni, 2 frá bæjarskrifstof- unuin og 1 frá skrifstofu bæj- arverkfræðings. Keppnin hefst annað kvöld kl. 8. Hvergerðingar sýna FjalSa-iyvind. Leikfélag Hveragerðis sýnir sjónleikinn Fjalla-Eyvind, eft- ir Jóhann Sigurjónsson, í Iðnó í kvöld kl. 8. Félagið hefir sýnt þetta leik- rit 16 siimum víðsvegar um Það er bolludagurinn í dag — mikill annadagur hjá bökurum bæjarins, og kl. 7 var Ijós- suðvesturland við ágæta að- myndari Vísis staddur í Björnsbakaríi, þar sem unnið var af kappi. Og viðskiptamenn létu sókn og frábærar viðtökur heldur ekki á sér standa. Bera myndirnar þetta með sér, en til fróðleiks má geta þess, að ' hvarvetna. Leikstjóri er Har- á síðasta bolludag seldi Björnsbakarí 330,000 bollur. — Rúsínubollur var farið að gera hér um j aldur Björnsson, en formaður aldamótin, um líkt leyti og vínarbrauð héldu einreið sína, og rjómaboUur komu til sögunnar Leikfélags Hveragerðis er eftir heimsstvrjöldina fyrri. Ljósm.: P. Thomsen. Magnea Jóhary' ' ’• Keflavík — Framh. af 1. síðu. vænginn, sem gat brotnað af þá og þegar. Auk þeirra skemmda, sem þegar er getið, má gera ráð fyr- ir, að bolurinn hafi eitthvað liðazt eða undizt, en jafnvel þótt svo hafi ekki til tekizt, hefur flugvélin orðið fyrir miklum skemmdum. Sigurður Jónsson, forstjóri Loftferðaeftirlits ríkisins, hóf þegar athuganir á flugvélinni og öllum aðstæðum í gær, og í gærkveldi kom önnur BOAC- flugvél, sem hélt áfram með farþegana vestur um haf, og með henni var sérfræðingur frá félaginu, sem á að kanna. or sakir slyssins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.