Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Fimmtudaginn 18. marz 1954 Globemaster-flugvélin, sem lenti hér á Reykiavíkurflugvelli í dimmviðrinu á dögunum tók sig upp af vellinum um hádegis- bilið í fyrradag og flaug til Keflavíkur, en þangað var ferðinni upphaflega heitið, og þar er vélin ennþá. Eins og skýrt hefur verið frá er þetta stærsta flugvél, sem lent hefur á Reykjavíkur- flugvelli, en bæði lending og flugtak gekk mjög vel, og notaði vélin ekki öllu meira af brautinni við flugtakið en t.d. sky- mastervélarnar. Á flugvélinni er 16 manna áhöfn. Hryllileg árás í Israel. fl Gyðingar drepnir í árás á fólksbifreið. — Vopnaður Arabaflokkur að verki. Tel Aviv. (AP). í gær gerðist atburður, sem talið er að muni geta haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar fyr- ir sambúð Israels og Arabaríkj- anna, og er í því sambandi tal- að um aukna hættu á nýrri styrjöld. Atburður þessi gerðist í Ber- siba í suðurhluta Israel. Flokk- ur vopnaðra Araba réðst á fólksflutningabifreið. Óðu Ar- abar vopnaðir handvélbyssum og öðrum vopnum inn í bif- reiðina og drápu 11 manns, þeirra meðal konur og börn, og særðu 3. Árásin á fólksflutningabif- reiðina í gær er með alvarleg- ustu atburðum, sem gerzt hafa í Israel og á landamærum þess í langa tíð. Sharet forsætisráðherra Isra- els og landvarnaráðherrann, fóru á vettvang í dag. — í út- varpi frá Tel Aviv í morgun var sagt, að það hafi verið hern- aðarlega skipulagður flokkur, sem árásina gerði, og væri hér um styrjaldarlegan atburð að ræða. Einnig er sagt frá árekstrum norðar, á landamærunum. Var skipzt á skwtum, en ekki getið um manntjón. 1 gær var víkurbáta Danir slíta viðræðum um handrita- málið. Sú fregn barst hingað i gær í símskeyti til utanríkis- ráðherra, að á fundi utan- ríkisnefndar danska bingsins hafi Hedtoft forsætisráð- herra viðhaft þau ummæli, að ríkisstjórn hans líti svo á vegna afstöðu íslenzku stjórnarinnar, að spurningin um afhendingu hinna ís- lenzku handrita sé ekki lengur á dagskrá. Af bessum orðum hins danska forsætisráðherra er j aðeins hægt að draga þá [ ályktun, að Danir séu ekki lengur til viðtals um afhend- ingu handritanna. Á eftir allt sem á undan er gengið' verður ekki sagt að Dönum farist stórmannlega ’ þessu máli. Um það verður ræic síðar og margt annað sem málið snertir. Er nú næst fyrir hendi fyrir íslendinga að gera grein fyrir sínum málstaö betur en áður hefur verið- gert. Ekki mun norrænni sain- vinnu verða höfuðburður af framkomu Dana í málinu og varla munu opinberar lieim- sóknir gerðar með fullum fögnuði í hjarta. Frá Alþingi Alþingishúslð er of iítið og m þess þarf að stækka. Israelsstjórn hefur kært yfir árásinni til Vopnahlésnefndar- innar í Palestinu og hefur hún sent fulltrúa sína á vettvang í rannsóknarskyni. Þá hefur ver- ið tilkynnt, að Sharet forsætis- ráðherra muni í dag fara á staðinn þar sem árásin var gerð og verður landvarnaráð- herrann í fylgd með honum. Að undanförnu hafa klögu- málin gengið á víxl milli Araba og nágrannaþjóða þeirra, eink- um Sýrlendinga og Jordaníu- manna, út af landamæraárekstr um. Japanir smiðð skip fyrir Rússa. Japönsk skipasmíðastöð hef- ir í kyrrþei gert samninga við Rússa um að smíða fyrir þá 9 skip. Það er Hitachi-skipasmíða- stöðin, sem hefur tekið þetta að sér, og er verðmæti skipanna 2 millj. dollara. Er hér um að ræða 5 dráttarbáta og fimm fiskiskip. Björn Ólafsson flytur þings- ályktunartillögu í sameinuðu þingi um stækkun þinghús- lóðarinnar. Tillngan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að gera á þessu ári ráðstafanir til, að lóð þinghúss- ins verði stækkuð með því, að Alþingi verði látnar í té lóðirn- ar Kirkjustræti 12 og Templ- arasund 2. Jafnframt séu flutt- ar á brott, ekki síðar en í lok þessa árs, þær byggingar, sem nú standa á lóðum þessum. — Heimilar Alþingi jafnframt rík- isstjórninni að verja úr ríkis- sjóði fé, er þarf til að hreinsa og rækta lóðir þessar og tengja þær þinghúsgarðinum.“ Greinargerð fyrir tillögunni er á þessa leið: Lóð sú, er nú fylgir alþing- ishúsinu, er of lítil til frambúð- ar, ef gert er ráð fyrir, að Al- þingi fái einhvern tíma hús- næði, er fullnægi þörfum þess. Alþingishúsið hefur verið í mörg ár of Iítið fyrir starfsemi þingsins, og verður ekki hjá því komizt á næstu árum að bæta úr húsnæðisþörf Alþingis. Ríkissjóður á nú lóðirnar Kirkjustræti 12 og Templara- sund 2, og voru þær á sínum tíma keyptar í því skyni að bæta þeim við þinghúslóðina. Á þessum lóðum standa nú byggingar, sem hægt er að flytja á brott með litlum fyrir- vara. í fjárlögum 1953, 22. gr., var heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að flytja á brott þær byggingar, sem standa á lóð- inni Kirkjustræti 12, og láta Alþingi lóðina í té til stækk- unar á þinghúsgarðinum eða til annarra nota. Þessi heimild var ekki notuð á árinu 1953, en hef- Framh. á 2. síðu. 63. tbl. bezti afladagur KefEa- síðan á stríðsárunum. Uppgripaaffi í snirfH v»r- stöðvuni í gær. Keflvíkingar drógu meiri fisk úr sjó í gær en þeir hafa gert um árabil, eða a. m. k. síð- an á styrjaldarárunum. Þegar Vísir átti tal við frétta- ritara sinn í Keflavík í morg- un, var enn ekki búið að vigta upp úr öllum bátunum, en þó var ljóst, að aflinn er meiri et) um árabil, eins og fyrr segir. Þegar var vitað um tvo báta, sem voru með 27 og 25 lestir, þá ,,Hilmi“ og „Björgvin“, en flestir virtust bátarnir veia með 15—20 lestir hver. í morg- un voru allir Keflavíkurbátar á sjó. Sandgerði. Sandgerðingar voru ekki vel ánægðir með aflabrögðin í morgun. Bátar þeirra voru yf- Vetnissprengja var sprengd í marz- byrjun. Washingtonfregnir herma, að vetnissprengjan, sem prófuð var á Marshalleyjum, hafi ver- ið 6—700 sinnum kraftmeiri en sprengjan, sem var varpað á Hiroshima í heimsstyrjöldinni, og hefði þurft 11—12 millj. kg. af TNT sprengiefni til þess að valda jafn voldugri sprengingu. Þetta er í fyrsta skipti, sem vetnissprengja er sprengd, nema ef Rússar skyldu hafa framkvæmt slíka prófun, en það er nú talið, að þeir geti framleitt slíkar sprengjur. Sprengingin átti sér stað í byrjun mánaðarins. Áhrifanna gætti út fyrir öryggissvæðið, og ryk af völdum sprenging- arinnar féll á fiskibáta í nærri 500 km. fjarlægð, og titrings varð vart allt norður á Sakhal- in. Nokkrir japanskir fiskimenn urðu fyrir geislaverkunum af völdum sprengingarinnar og liggja 5 þungt haldnir í sjúkra- húsi í Tokyo. — Japanskir vís- indamenn rannsaka hvort fisk- ur veiddur á fiskislóðum jap- anskra skipa á Kyrrahafi, hafi orðið fyrir geislaverkunum og sé þar af leiðandi hættulegur til neyzlu. • Spænska stjórnin hefur orð- ið við kröfu brezku stjórn- arinnar um að framselja mann að nafni Hepper, sem liggur undir ákæru um morð í Howe. Flýði hann til Norður-Spánar og var hand tekinn þar, skömmu eftir morðið á telpu, sem var gest ur á lieimili hans. irleitt með 5—10 lestir. Þeir veiða einkum kringum Eldey og úti í svonefndum Kanti, og eru því , töluvert sunnar en Keflvíkingar, sem öfluðu bezt, eins og fyrr segir. Grindavík. Meðalafli Grindavíkurbáta í gær voru 8 lestir. Af línubát- unum var Vonin frá Grenivík hæst með 9Vz lest, en af neta- bátunum Ægir með 13% lest. í dag eru netabátarnir á sjó en ekki línubátarnir. Hafnarfjörður. Afli fer nú mjög vaxandi hjá bátum í Hafnarfirði. Eru flest- ir bátanna komnir á netafisk- irí, og hafa þeir verið að koma inn síðustu daga og eru með frá 35—50 tonn. Sex bátar eru enn á línu og var afli þeirra mjög góður í gær eða um og yfir 20 skippund. í dag er togarinn Austfirð- ingur að landa milli 70 og 80 tonnum af nýjum fiski í Hafn- arfirði, og í gær landaði Júní 222 tonnum og Elliði 156 tonn- um. J Akranes. Bezti afladagur Akranesbáta á vetrinum var í gær. Fengu 17 bátar samtals 224 tonn, eða um 13 tonn á bát að meðaltali. — Hæstur var „Ásmundur“ með 22 tonn en lægsti báturinn var með 8 tonn. Allir Akranesbát- arnir eru enn á línu. Vélbáturinn Bjarni Jóhann- esson bilaði í gær, og var dreg- inn að landi af Sæbjörgu, og er hann því ekki á sjó í dag, en allir aðrir bátar reru. Er „Bjarni Jóhannesson“ aflahæst- ur af Akranesbátunum á ver- tíðinni, hefur fengið 340 tonn í 38 róðrum. Verið getur þó að hann tapi efsta sætinu vegna landlegunnar í dag, því að minnsta kosti fjórir bátar aðr- ir hafa aflað yfir 300 tonn. í gær landaði togarinn „Ak~ urey“«200 tonnum af karfa og þorski. Vestmannaeyjar. Þar var aflinn hins vegar mjög misjafn. Flestir bátanna þar, sem allir stunda netjaveið- ar, voru með 500—700 fiska, en „Gullbot’g“ var enn sem fyrr með góðan afla, eða 2400 fiska, eða um 27—28 lestir upp úr sjó. í nótt var hvasst í Eyjum, en undir morgun reru bátarnii-. Tass fréttastofan rússneska tilkynnti í gærkveldi, að ráð- stjórnin hefði fallist á, að ráð- stefnan í Genf byrjaði 26. apríl, og kínverska alþýðustjórnin hefði sömuleiðis fallist á það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.