Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 8
VtSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Híringið í síma 1660 «g gerist óskrifendur. WI Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS dtir 10. hvers mónaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — S.'mi 1660. Fimmtudaginn 18. marz 1954 Furðu góð frammistaða blaðamanna í skotkeppni. Anægjuleg stund á æfingu á Skotfeiagi ieykjavíkisr. Stjórn Skotfélags Reykja- víkur bauð í gærkveldi blaða- mönnum og fréttamanni fra Útvarpinu að vera viðstaddur skotæfingu að Hálogalandi. skothús, sem er í smíðum hér í bænum. Formaður Skotfélags Reykjavíkur er Erlendur Vil- hjálmsson, deildarstjóri hjá . Tryggingastofnun ríkisins, en Vísir hefur áður greint nokk- hann er jafnframt einn örugg- uð frá starfsemi Skotfélagsins, asti skotmaður félagsins. sém stendur með miklum Til gamans fór fram keppni blóma. Var fróðlegt mjög að rnilli blaðamanna, sem skutu í kynnast æfingum skotmanna mark fimm skotum á 22,5 metra og reglum þeim og öryggisráð- færi. Enginn þeirra hafði áður stöfunum, sem hafa verður um ihönd í sambandi við íþrótt þessa. Skotið var í mark af rifflum af „Kalíber 22 (hlaup- vídd) af 25 yards (um 22,5 m.) færi, ýmist liggjandi eða stand- andi. Bak við skotskífuna er svonefnd kúlugildra, eða stál skotið riffli. —■ Frammistaða blaðamanna þótti eftir atvikum furðu góð, en fréttamaður Visis bar sigur af hólmi, fékk 44 stig af 50 mögulegum. Hæfði tvisvar í miðdepil skífunna. (10 stig), en annars hlaut hann 9, 8 og 7 stig. Varð enginn við- kassi með afsleppum hliðum til. staddur eins hissa yfir iirslit- t»etta er mynd af René Cotv. hinum nýkjörna forseta Frakk- t-ands þess að taka við kúlunum. Enn- fremur eru á bak við skífurnar ' þykkt tréþil og loks steinvegg- ur, ef einhver skyldi ekki hæfd . skífuna, en það mun óþekkt fyrirbrigði hjá æfðum skot- xnönnum, eins og nærri má geta. í Skotfélaginu eru um 1500 rnanns, og eru æfingar nú tvisvar í viku að Hálogalandi, -en í vor mun félagið flytja starfsemi sína upp í land það, sem það hefur til umræðu við -Grafarholt. Þangað verður flutt Helander biskup heldur hálfum launum sínum. • Helander, sænski biskupinn, rsem nýlega hlaut dóm í níð- bréfamálinu svonefnda, fær að halda nær hálfum biskupslaun- um sínum, meðan hann fær ekki að sinna embættisstörfum •sínum. Kirkjuráð (domkapitel) Strangnás-biskupsdæmis, á- kvað á fundi sínum hinn 16. fyrra mánaðar, að Helander biskup fái að halda h. u. b. hálf- um launum sínum, en það þýð- ir, að laun biskups verða um . sinn 1382 sænskar krónur á mánuði í stað 2960 króna. Samkvæmt sænskri reglu- gerð um laun klerka getur ' kirkjuráð ákveðið, ef svo ber undir, að prestur (biskup) fái að halda nokkrum hluta launa sinna meðan hann er útilcikað- ur frá starfi af einhverjum or- — sökum. Kemur þá til álita ó- megð prestsins eða aðrar heim- ilis- og fjárhagsástæður. Eins og kunnugt er hlaut Helander biskup dóm í óvenju- ' legu níðbréfamáli, er vakti mikla athygli um öll Norður- lönd, en hann áfrýjaði því til Hæstaréttar Svíar. unum og sigurvegarinn sjálf- ur. Næstur varð fulltrúi Út- varpsins, 41 stig, þá Morgun- blaðið, 33 stig, en Alþýðublaðið varð að láta sér nægja 13 stig. Varð Alþýðublaðið (Helgi Sæmundss.) karlmannlega við ósigrinum, enda mun honum auðveldara að skjóta mönnum skelk í bringu en að skjóta í mark. Væntanlega mikil þátttaka í lands- flokkaglímunni. Þann 2. apríl n.k. fer lands- flokkaglíman fram að Háloga- landi og verður keppt í fjórum flokkum, og verður þátttaka væntanlega góð, að miunsta kosti í sumum flokkunum. í 1. flokki keppa þeir, sem eru yfir 80 kg., í 2. fl. menn frá 72—80 kg. og í 3. fl. menn undir 72 kg. og lolcs er keppt í unglingaflokki. Þátttökutilkynningar í glím- unni eiga að sendast UMFR fyrir 25. marz n.k. Tvö frumvörp, sem almenningur bíður með óþreyju. Tvö frumvörp liggja nú fyrir þinginu, sem vekja al- menna athygli og mikið er rætt um: SKATTALÖGIN. Stjórnin hefur lofað endurskoðun skattalaganna á þessu þingi. Er lengi búið að vinna að undirbúningi þessa máls. Gert er ráð fyrir að frum- varpið verði lagt fyrir þing- ið í byrjun næstu viku. Marg ir telja vafasamt að öll skatta lögin verði endurskoðuð á þessu þingi. ÁFEN GISLÖGIN. Frum- varpið liggur nú fyrir neðri deild með þeim breytingum sem gerðar voru á því í efri deild. Enginn veit hvaða til- lögur allslierjarnefnd neðri deildar gerir í málinu en tal- ið er að nefndarálit muni koma fram fyrir næstu helgi, líklega á föstudag. Ýmsir á- líta að neðri deild muni vera bindindissinnaðri en efri deild. Vafasamt er þó talið hvernig áfenga ölinu reiði af. Burt með benzínsölu- stöðvar úr miðbænum. Ábyrgir sðilar bffifa iagi fii að þær verði f j&riægðar bið bráðffisfa. Olíuframleiisla Rússa vaxamE. í frétt frá Tassfréttastofunni um þetta segir, að teknir hafi verið í notkun vélknúnir olíu- borar af nýrri gerð og nýjar vélar, sem ætlaðar eru til þess að soga upp olíu, sem finnst undir sjávarbotni. Einar Kristjánsson treystír vinsældir sínar í Danmörku. Honum er ákaft fagnað í gamanóperunni Albert Herring eftir Britten. Nýlega fluttu söngvarar frá Kgl. leikhúsinu ; Kaupmanna- höfn óperuna „Albert Herring1 eftir Benjamin Britten ! Óðins- véum og víðar. Meðal þeirra var Einar Krist- jánsson óperusöngvari, sem syngur aðajhlutverkið, „mömmudrenginn" Albert Herring í þessari skemmtilegu gaman-óperu Brittens. Dönsk blöð, sem Vísi hafa borizt, bera það með sér, að Einar hefur hlotið forkunnar góðar viðtökur, og er, honum mjög hrósað fyrir frammistöð- una. Segir m. a. í einu blaðanna: „Einar Kristjánsson getur sungið og leikið Albert Herring á hvaða leiksviði sem er í heim- inum. Hann hefur alla þá eigin leika til að bera, sem hetju Benjamins Brittens eru áskap- aðir, hinn bjarta og yndislega tenór, hið barnalega og ljúfa bros, sem sætta mann við upp- skafningsháttinn og ,synda- fallið", sem gerir hann að karl- manni. Þegar kynslóð okkar lítur yfir farinn veg, mun hún brosa að endurminningum sín- um og segja: Munið þið Einar ICristjánsson í hlutverki Alberts Hérrings?" Um óperuna sjálfa segir blaðið, að hún sé snilldariega sett á svið og sé bráðfyndin og mikill sigur fyrir söngflokk Kgi. leikhússins, sem glatt hafi til- heyrendur með ágætum söng sínum. Bæði umferðarmálanefnd og byggingarnefnd Reykjavíkur- bæjar hafa lagt til að allar benzínsölustöðvar verði fjar- lægðar úr miðbænum hið bráð- asta. Þetta kom upphaflega til kasta umferðarmálanefndar þegar leitað var álits hennar og umsagnar út af beiðni Nafta h.f. fyrir stækkun á söluskýli, sem félagið hefir við Kalkofns- veg. Bæjarráð bað um álit um- j férðarmálanefndar út af þessari málaleitan, og á fundi nefndar- innar þann 16. íyrra mánaðar samþykkti hún að leggja á móti erindinu, þar sem hún kvaðst vilja vinna að því, að allar benzínstöðvar hyrfu úr mið- Þann 11. þ. m. fjallaði bygg- ingarnefnd einnig um málaleit- an Nafta h.f. og afgreiddi mál- ið á sömu lund og umferðar- málanefnd hafði áður gert. Á fundi umferðarmálanefnd- ar þann 16. febr. sl. var enn- fremur samþykkt að beina Hluti af tekjum sjó- manna verði skattfrjáls. í október s.l. samþykkti stjórn L.f.Ú. tillögu um að Ý3 hluti af tekjum skipverja á fiski skipum teljist áhættuþóknun og verði dreginn frá tekjunum við álagningu tekjuskatts og útsvars. Tillagan var send milliþinga nefnd í skattamálum. Einnig mælti L.Í.Ú með því að tekið verði tillit til þess mikla kostn- aðar, sem fiskimenn hafa við hlífðarföt og að persónufrá- dráttur þeirra sé hækkaður sem því nemur. Nú hafa L.I.Ú. borizt áskoranir frá 1200 sjó- mönnum á 110 fiskiskipum, þar sem skorað er á milliþinga- nefnd í skattamálum, ríkis- stjórn og alþingi að taka þess- ar tillögur L.Í.Ú. til greina við væntanlega afgreiðslu skatta- og útsvarsálaganna. Hefur L.í. Ú. sent alþingi þessar áskoran- ir og ítrekað fyrri tillögur um þetta efni, og bent á hversu nauðsynleg þessi réttarbót sé til handa sjómönnunum, og einnig með tilliti til þess að laða menn fremur til starfa á fiski- skipaflotanum. þeim tilmælum til bæjarverk- fræðings, að hann láti gera endurbætur á gatnamótum Kalkofnsvegar og Sölvhólsgötu, vegna þess hve þar sé mikilla lagfæringa þörf. Loks samþykkti nefndin, vegna brýnnar þarfar, að ein- um verkfræðingi í þjónustu bæjarverkfræðings, verði fal- ið sem aðalstarf, að vinna að endurbótum í umferðarmálum. Tekiim fyrir smygl. í gær var amerískur maður handtekinn hér í bænum vegna smygls. Fundust hjá honum tvær flöskur af smygluðu áfengi og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann myndi hafa smygl að meiru. Áfengið var gert upptækt. Um hádegisbilið í gær voru drengir teknir, sem höfðu stol- ið báti og farið á honum út á höfnina. Það sást til ferða þeirra og var þeim skipað að skila bátnum þangað, sem þeir höfðu tekið hann. Datt út um glugga. í gær datt barn á 2. aldurs- ári út um glugga á húsinu nr. 9 við Óðinsgötu. Féll það af annarri hæð og var það allhátt fall. Fótbrotnaði barnið og var það flutt á Landsspítalann. Ók utan i bifreið. í gær síðdegis var kært yfir því til lögreglunnar að ekið hefði verið utan í bifreið hér í bænum, sem stóð mannlaus á götu, en síðan hafi ekillinn haldið burt án þess að skipta sér frekar af árekstrinum. Lögreglan hóf þegar leit að sökudólginum, en á meðan hún var að leita hans, gaf hann sig fram við lögregluna. Kvaðst hann hafa orðið að yfirgefa á- rekstrarstaðinn í skyndi vegna þess að hann þurfti að sinna á- ríðandi erindum og var að flýta sér. Stórpingið hefur samþykkt frumvarp stjórnarinnar um að lengja herskyldutímann. Lange utanríkisráðherra Noregs er í heimsókn í Lon- don. Ekkjur — og þó ekki 14 ára. London (AP). — Indverjar liafa gefið út skýrslu um síð- asta manntal, er fram fór í árs- lok 1952. Þar kemur það m. a, fram, að fjöldi ekkna og fráskildra ,,kvenna“ undir 14 ára aldri er samtals um 130.000. Yngstu skildu „konurnar“ voru fimm ára. Sálfræðingar stofna félag. Stofnað hefur verið félag sálfræðinga hér í bænum. Stofnfundur þess var haldinn s.l. mánudag og voru stofnend- ur aðeins 9 talsins, allir bú- settir hér í Reykjavík Markmið þessa félags er að stuðla að aukinni hagnýtingu sálfræðilegrar þekkingar og bættri aðstöðu til rannsókna í þágu uppeldis- og kennslu- mála, atvinnulífs og geðvernd- ar. -— Félagið heitir „Félag ís- lenzkra sálfræðinga“ og stjórn þess skipa þeir dr. Broddi Jóhannesson, dr. Matthías Jón- asson og prófessor Símon Jóhann Ágústsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.