Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1954, Blaðsíða 4
4 VISIB Fimmtudaginn 18, marz 1954 á-íllíi DAGBLAÐ ;U. , í | Ritstjóri: Hersteinn Pálsson, j I Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. i Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala I króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Glæsifeg kosningaurslit. Igær bárust á öldum ljósvakans út um allan heim úrslit í kosningum þeim, sem fram fóru til Æðsta ráðs Sovét- ríkjanna s. 1. sunnudag. Hér heima hlýddu menn með andagt á þessar fréttir, enda virðist kjörsókn í Rússlandi vera með meiri glæsibrag en hér tíðkast, eða í nokkru öðru landi, sem við höfum öruggar fregnir af. Æðsta ráð Sovétríkjanna mun vera eins konar „þing“, og þar sem þingkosningar þykja jafnan nokkur tíðindi, var og að vænta að Rússar fjölmenntu á kjörstað. Það gerðu þeir líka með þeim ódæmum, að hvorki meira eða minna en 99,98% — níutíu og níu komma níutíu og átta prósent — neyttu atkvæðis- , réttar síns, og þarf af kusu 99% frambjóðendurna, sem allir voru úr Kommúnistaflokki Rússlands, eða þá menn, sem yfir- völdin í Kreml telja cjiætt að sitja hið óvenjulega og furðulega þing austur í Moskvu. Fyrr má nú vera stjórnmálaáhuginn, hugsa margir í hinum ,,kapitalistísku“ Vesturlöndum. Þarna hafa þeir Malenkov, Molotov, Bulganin og hvað þeir heita, unnið afrek, sem meiia að segja Göbbels heitinn aldrei gat látið sig dreyma um. 90% eða jafnvel 95% voru ekki óalgengar tölur, þegar áróðurs- meistarar nazista þurftu að láta „þjóðarviljann“ koma í ljós, en slíkt óskaplegt aðstreymi að kjörstað, sem Ukrainumenn, Kazakstanbúar og hinir ýmsu þjóðflokkar Síberíu buðu upp á um síðustu helgi, töldu Göbbels og félagar hans ekki innan ramma veruleikans. Auðvitað brosa menn hér á íslandi að þess konar sjónar- spili. Þessi „kosningaþátttaka er vitaskuld út í hött, enda þótt Jóhannesi úr Kötlum og öðrum austurförum þyki hún ákaflega sennileg og beri vott um sérlegan stjórnmálaþroska fólks þess, sem byggir hið víðáttumikla ríki Malenkovs. Fréttamenn, sem kunnugir eru háttum austur í Rússlandi, telja, að kosning þessi geti tæpast komið neinum á óvart. Að minnsta kosti gat það aldrei leikið á tveim tungum, hverjir yrðu fulltrúar á hinu nýja þingi, því að ekki var nema um einn lista að ræða. Hér í hinum vestræna heimi geta kosningar oft orðið tví- sýnar, og oft svo harðsóttar, að menn vaka alla nottina til þess að fylgjast með úrslitunum. Hér er ýmissa kosta völ, og mönnum stendur alls ekki á sama um, hverjir sitji á Alþingi, eða Stórþinginu norska, svo að dæmi séu nefnd. Hins vegar er það ekki trúlegt, að hinir óbreyttu borgarar hins víðlenda ríkis kommúnismans verði vansvefta af að hlýða á kosningaúrslit, sem fyrirfram eru gefin. Þó getur vel verið, að almenningvr þar í landi fyigist af geysilegum áhuga með atkvæðatalningu, — það er svo margt skrítið i kýrhausnum. Á sínum tíma létu rússnesk stjórnarvöld fram fara „þjóðar- atkvæðagreiðslu“ í Eystrasaltslöndunum um það, hvort þau vildu „hoppa þegjandi-og- hljóðlaust inn í sósíalismann", eins og Halldór Kiljan Laxness orðaði þetta við arináð tækifæri. Úrslit þeirrar „atkvæðagreiðslu" sönnuðu, svo ekki varð um villzt, að yfirgnæfandi meirihluti, 90 eða 95% kjósenda, óskuðu þess eindregið að. láta innlima sig í sælu þá, sem Rússar eru aðnjótandi í heimalandi sínu. Illkvittnir menn í vesturhluta Evrópu leyfðu sér að efast um, að allt væri með feldu u.n atkvæðagreiðslu þessa, en þessar raddir efasemdanna hljóta nú að' þagna, eftir al5 kunngerð hafa verið úrslitin til hinna nýafstöðnu þingkosninga í Rússlandi. Slíkur er áhugi manna á stjórnmálasviðinu í föðurlandi sósíalismanns, og punktum og basta. En um leið og við brosum að þessum fréttum, skulum við vera þéss minnug, að það er þetta fyrirkomulag, — einn listl við kosningar og 99,98% þátttaka, — sem þeir Brynjólfur Bjarnascn og Einar Olgeirsson telja, að okkur henti bezt. AÖ þessu vinna þeir baki brptnu og neyta til þess alli-a ráða. Þetta er „lýðræðí“ það, sem þeir berjast fyrir, bæði í Þjóð- viljanum og hinum ýmsu gerfisamtökum, hreyfingum og öðrum dulargerfum, sem þeir beita til þess að villa mönnum sýn. Þetta eru þeir lærdómar sem við getum dregið af „kosningum“ í Rússlandi, — um leið og við hlæjum. 1 ...... ★★ , Hvað cr NÍTT kíHkm^4aheimmm t Svíar færa út kvíarnai* á sviði kvikmyndagerðar. Framleiðslan mikrl í ár, eg tafiin sambærileg viÖ það bezta annars staöar. Bergmáli hefur borizt eftirfar- andi bréf: „Bergmál hefur nýlega verið að ræða um hreinsun gangstétta, og þar sem ælla má að inálið sé ekki að fullu útrætt, treysti ég þvi, að það þoli einn smápislil lil viðbótar. Kvikmyndagerð í Svíþjóð "”dur með miklum blóma um þessar mundir, framleiðslan mikil og gæðin talin sambæri- leg við það bezta, sem unnið er á því sviði í öðrum löndum. Sænsk kvikmyndagerð stend- ur á gömlum merg, eins og mörgum er kunnugt, og flestir kannast við nafnið Victor Sjö- ström í því sambandi. Þá er það og kunnara en frá þurfi að segja, hve Svíar hafa lagt til marga liðtæka leikara á þessu sviði, svo og Lars Hanson hér áður fyrr, Gösta Ekman, að ó- „Barrabas“ á kvikmynd. Myndin „Marianne“ hefur valdið miklum deilum. Hún segir frá skólastúlku, sem fer að heiman og býr með sadist- ískum ljósmyndara. Egil Holm- sen er leikstjóri, en Margit Carlquist, leikkona við Kon- unglega leikhúsið í Stokkhólmi, leikur skólastúlkuna, en Isa Quensel móður hennar. Þá hefur allmikið verið gert að því að gera kvikmyndir eft- ir frægum, sænskum skáld- verkum, svo sem „Barraþas", Nú vill Shelley Winters skilja. Það vakti nokkra athygli fyrir skömmu, að Shelley Wint- ers, leikkona í Hollywood til- kynnti, að nú vildi hún skilja við mann sinn, ítalann Vittorio Gassmann. Sjálf segir Shelley Winters, að Gassmann sé „ískaldur sjálfshyggjumaður“, en hitt þykir mörgum sennilegra, að hann mun hafa orðið ástfang- inn af ítölsku leikkonunni Önnu Maríu Ferrero, en þau léku saman í Hamlet nýverið. Shelley Winters heldur því og fram, að Gassmann hafi kvænzt sér auglýsingaskyni, og er það heldur ekki ósennilegt. gleymdum Gretu Garbo og eftir Par Lagerkvist, og eftir Ingri Bergman, svo að nokkur verkum Harry Martinsons og nöfn séu nefnd. Sigrid Siwertz, sem er með- Meðal kvikmynda þeirra, limur sænsku akademiunnar. sem sænsk félög hafa gert í ár, ber „Ævintýrið mikla“ hátt, en þá mynd tók félagið Sandrew- Bauman Film. Leikstjórinn í þeirri mynd heitir Arne Sucks- dorff, en hann er frægur fyrir snjallar, stuttar kvikmyndir, en ein þeirra hlaut verðlaun á kvikmyndasýningu í Cannes í fyrra. Þetta er fyrsta ,,langa“ kvikmyndin, sem hann stjórn- ar, en hún er eins konar lof- söngur til sænskrar náttúru- fegurðar. Meginviðfangsefni myndarinnar er ævintýrið mikla, lífið sjálft, og hún segir frá lífinu í litl.um, sænskum taóndabæ og baráttu dýranna í skógunum mildu. Þar bregður Sucksdorff upp myndum af sólargeislum, sem smjúga gegn- um grænt skógarlimið, grönnum bjárkarstofnum og hinni mildu, hvítu móðu yfir vatninu. I Poppe í 1 aðalhluverki. j Af öðrum toga spunnin er myndin „Trúðurinn“, sem j einnig er tekin af Sandrew- |Bauman Film, en hún segir sögu fjölleikaflokks. Leikstjóri | er Ingmar Bergman, en aðal- / hlutverkin hafa þau á hendi Ake Grönberg, Monika Tretow, Harriet. Andersson og Hasse Ekman. Þá má nefna gamanmyndina „Dansi, dansi, dúkkan mín“ frá Svensk Filminustri. Nils Poppe, sem er reykvískum bíó- gestum að góðu kunnur, leikur þar bai'nakennara, sem hefur mikinn áhuga á að leysa glæpa- mál, en hlýtur litlar þakkir j lögreglunnar fyrir. Martin Söderhjelm hefur stjórnað kvikmyndatökunni. Sama félag hefur einnig lát- ið taka myndina „Frumsýn- irig“, sem fjallar um létt skemmtiatriði á leiksviði Stokkhólms og víðar. Handrit að myndinni gérði Hferbert Grevenius, kunnur, sænskur rithöfundur.. Leikstjóri er Hásse; Ekman. Aðalhlutverkin eru í höndum Maj-Britt Nils- son, Per Oscarsson og Sven- Eric Gamble. Þetta er ekki Marilyo Monroe, heldur leikkona" að nafni Mamie van Doren. Hún þykir líkjast hinni frægu Marilyn, en þessi stúlka vekur jafnframt á sér athygli fyrir að segja um Marilyn, að hún sé „sauðmeinlaus“, hvað sem það á annars að þýða. Hitt er annað mál, að þeir eru fjölda margir, sem telja þessa stúlku sízt ó- viðkunr.anlegri að' sjá. Bærinn hjálpi til. Auðvitað á það að veva skylda ibúa húsanna — eiganda eða leigjenda eftir atvikum, að gera hreint fyrir sínum dyrum, og virðist eðilegast að telja það til óhjákvæmilegra heimilisstarfa, hvort heídur er að moka snjó af gangstéttum, eða sópa rusl af þeim eða öðrum stöðum í kring- um húsið. Hins vegar væri það vel til fallið, að bærinn létti und- ir þennan snjómokstur borgar- anna þegar mikill snjór hefur fallið, með því að láta litla snjó- ýtu, sem sérstaklega væri til þess gerð, fara eftir gangstéttum fjöl- farinna umferðargatna, eða svo víða, sem unnt væri, og ryðja að- almagni snjóbyngjanna út af gangstéttunum, svo að auðveld- ara verði um fullnaðar hreinsun. Aukið á erfiðleikana. En þvert á móti þessári fyrir- greiðslu, hafa þótt nokkur brögð að því, að þeim sem stjórna snjó- mokstursvélum bæjarins, sem rvðja göturnar fyrir bilaumferð- ina.hætti oft til að ryðja snjó til beggja handa upp á gangstéttirn- ar, og jafnvel fast að húsveggj- um þar sem engar gangstéttir eru, og hef ég heyrt kvartanir um þetta frá síðasta snjómokstri — hinum eina á vetrinum, sem nokkrum óþægindum hefur vald- ið. Aðeins athugaleysi. Eg tel líklegt að þessi ágengni við borgarana, stafi venjulegast frernur af vangá en kæruleysi eða ásetningi, og ættu stjórnendur moksturstækjanna að vera vel á verði í þessu efni, því að líklegt má telja, að það dragi úr áhuga manna að hreinsa í kringum liús sin, hvort heldur er snjór eða' annað, ef þeim er gert erfitt fyrir um það á einhvern hátt, og al- gerlega að þarflausu. Bílar á gangstéttum. Annað er það, sem getur gert mönnum erfitt fyrir um hreinheli kringum lms sín, en það er sá ■ livimleiði ósiður allmargra bíla- | j eigenda, eða bilstjóra, að leggja bílum sínum upp, á gangstéttir lijá húsiim, þar sem þeir eiga ekkert eríndi, og jafnvel alveg upp að húsveggjum og kjallara- gluggum, þar sem engar gang- stéttir eru, og taka sér þar oft fast „stæði“ um lengri tíma með- áii þeir sinna einliverjum störf- um í nágrenninu, í stað þess að taka á sig; nolckra metra göngiii með því að fara með bíl sinn á eitthvert Jiinna skipnlögðu bil- stæða. 3 Veður í Indókína hefur batn að og Frakkar hert flugvéla- árásír. Aðallega er um stór- skotaliðsársir af beggja hálfu að ræða sem stendur. Hreinn ósiður. Þessir menn virðast ekki gera ser grein fyrir þvi, — og bregð- ast jafnvel illa við ef að er fund- ið —, að með þessum átroðningi valda þeir fólki oft ýmiskonar leiðindunr og óþægindum, svo sem t. d. að birgja fyrir birtu og utsýni hjá þeim, sem í kjöllur- um búa — eða vinna. Hindra hreinsun gangstétta og þrengja að. umferðinni um þær. Og loks Iiindra þeir bíleigendur, sem í liúsinu kunna að búa, frá að komast að með bila sína, áð sinu eigin heimili, þar sem þeir þó ættu að hafa nokkur forréttindi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.