Vísir - 22.03.1954, Side 8

Vísir - 22.03.1954, Side 8
VlSIR er ódýrasta blaSið og bó bað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1S60 ®g gerist áskrifendur. WISI Þeir sem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tií mánaðamóta. — SLmi 1680. Mánudagiim 22. marz 1954. Skíðamól iteykjavíkur * r Armann átti báða Reykjavíkur- meistarana í svigi. — en það voru þau Stefán Kristjáns- son og Arnheiður Ámadóttir. Skíðamót Reykjavíkur hófst í gær með svigkeppni karla, kvenna og drengja í ölluni flokkum. Keppnin £ór fram í Hamragili vi ðKolviðarhóI og var bæði veður og færð góð. Keppendur í mótinu voru samtals um 40 og urðu þau Stefán Kristjánsson og Arnheið ur Árnadóttir Reykjavíkur- meistarar, en þau eru bæði Ár- menningar. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: A-flokkur karla. 1. Stefán Kristjánss. Á. 95.8 sek. 2. Guðni Sigfússon Í.R. 97.3 — 3. Eysteinn Þórðars. Í.R. 98.1 — 4. Ásgeir Eyjólfsson Áf 101.6 — ■ í þriggja manna sveitakeppni sigraði sveit Í.R. á 311.0 s.ek. Næst varð sveit Ármanns á 314.3 sek og þriðja í röðinni sveit K.R. á 380.8 sek. B-flokkur karla. lJPétur Antonsson Val 93.2 sek. 2. Matthías Sveinsson Á. 96.0 — 3, Jakob Albertss. Í.R. 101.5 — C-flokkur karla. 1. Kolbeinn Ólafss. Á. 86.2 sek. 2. Haraldur Árnas. Í.R. 94.5 — 3. Óttar Viðar Á. 99.5 — Kvennaflokkur. 1. Arnheiður Árnad. Á. 64.9 sek. 2Jngibjörg Árnad. Á. 72.3 — 3. Hjörd. Sigurðard. ÍR. 88.6 — Drengjaflokkur. 1. Svanb. Þórðars. Í.R. 46.4 sek. 2. Þorb. Eysteinsson Í.R. 52.5 —- 3. Leif Gíslason K.R. 58.7 — Mótið heldur væntanlega á- fram um næstu helgi og verður þá kepþt í stórsvigi svo fremi sem snjór og veður leyfa. Sú keppni fer að öllu forfallalausu fram í Jósefsdal. Þetta er Gísli Magnússon píanóleikari, sem heldur hljóm- leika r. morgun og miðvikudag í Austurbæjarbíó. Danslagakeppni SliT: jt /Utavísa hestamannsins" og ,Ó, Stína " komust í úrslit í undankeppni. Um þessa helgi fór fram fyrri „Fornólf" hluti í undankeppni um beztu gömlu og nýju danslögin, sem SKT efnir til. Eins og Vísir sagði frá á sín- um tíma, bárust alls 135 lög til keppninnar, en þar af komu 34 til greina. Nú hafa 17 þeirra verið leikin, en hinn helmingur inn verður leikinn í GT-húsinu um næstu helgi. Af lögum við gömlu dansana þóttu þessi fjögur bezt í undan- keppninni: „Á Hveravöllum“, eftir „Huldu“. Göngulag“, eftir „813“. „Ómar vorsins“, eftir GÚN6AR Lítill afi á Sifðurnesjum, enda ekki róið suns staðar. Afli Suðurnesjabáta var lítill um helgina, enda ekki róið sums staðar. Línubátar, sem gerðir eru út frá Keflavík, reru ekki í gasr, né heldur í fyrradag. Afli netja báta var lítilfjörlegur, að því er fréttamaður Vísis tjáði blað- inu í morgun, meðalaflinn 2—4 lestir. f dag voru allir bátar á sjó, enda gott sjóveður, norðan kaldi. M.s. Dísarfell lestaði fiski Eldor við Hjólb arðann. Um hádegið á laugardaginn var slökkviliSlj kvatí að Hjól- fearðanum á Ilvsrfisgötu. Hafði þar kvi’mað í ónýtum hjólbörðum og BJru gúmmíi úti á bak við húdT, en skemmdir urðu engar. Ráðstjórnin íúrrneska hefur sent 3 mótmrlr.rrðsending- undangengna 3 daga til rík- isstjórna N.Æ.-ríkja, varð- andi erlcndar h rrstöðvar í löndum b:::rrr., b. e. Hol- lands, GriLLirnds .cg Tyrk- lands. ”**!'! mjöl í gær og í nótt, en Detti- foss er nú að lesta freðfisk. Sandgerðisbátar reru ekki í gær, því að ekki er róið á sunnu dögum á vertíðinni eftir 15. marz. Þeir reru heldur ekki á laugardag. í dag eru allir bátar þaðan á sjó. Hins vegar voru Grindavík- urbátar á sjó í gær. Af línu- bátum vár Vonin frá Grenivík hæst með IIV2 lest, en afli var yfirleitt jafn, um 10 lestir á línubát. Netjabátar öfluðu illa, en meðalafli mun hafa verið tæpar 3 lestir á bát, en þar af fór eitthvað í fiskimjölsvinnslu, fiskurinn gamall í netunum. Vestmannaeyjafréttaritari Vísis kvaðst hafa heldur léleg- ar fréttir að segja í morgun. Sumir bátar voru að vísu með dágóðan afla, en mest var þetta þriggja nátta fiskur í netunum, og þar af leiðandi slæmur fisk- ur, sem ugglaust fer í fiski- mjölsverksmiðju. Hæst mun Gullborg hafa verið, en hún fékk um 2500 fiska. í dag eru allir bátar á sjó, nema fjórir, sem eru í landi meðan verið er að greiða úr netjaflækjum og dyttað að veiðaríærum. og „Ástavísa hesta- mannsins“, eftir „Fák“. Af nýju danslögunum þóttu þessi bezt: „Kom þú til mín“, eftir „Förumann“. „Brúnaljósin brúnu“, eftir „Morgun". „Dóra litla“, eftir „38“, og „Ó Stína“, eftir „Plútó“. í dómnefnd keppninnar eru þeir Carl Billich, Þorvaldur Steingrímsson og Bjarni Böð- varsson. Lögreglufréttir: Um miðjan dag á föstudag, kom lögreglan tveimur ungum drengjum til hjálpar, sem voru ósjálfbjarga í Tjörninni. Höfðu drengirnir dottið í Tjörnina, en þegar þeir ætluðu að bjarga sér til lands sátu þeir fastir í leðju og gátu sig hvergi hreyft. Kom lögreglan drengj- unum til hjálpar og flutti þá í land. Þekkti liöfuðklútinn sinn. Á föstudagskvöld kom ame- rísk kona á lögreglustöðina og skýrði frá því að sér hefði horfið fyrir þremur mánuðum mjög sérlcennilegur höfuðklút- ur. En þá um kvöldið þegar hún var á ferð í miðbænum þekkti 1 hún klútinn á höfði stúlku sem þar var á ferð. Lögreglumenn fóru ásamt hinni erlendu konu að leita klútsins, en ekki er I Vísi kunnugt hvern árangur hún bar. Ársþingi iðnreke lauk í gær. Síðasti fundur ársþings iðn- rekenda var haldinn í gær. — Voru þá rædd tollamál, láns- fjármál, útfluíningsmál o fl. Meðíylgjandi tillögur voru m. a. samþykktar á þinginu: Utanríkisviðskipti. Ársþing iðnrekenda 1954 skor ar á ríkisstjórnina að hlutasí til um, að fulltrúi frá F.Í.I. verði ávallt í nefndum þeim, sem kosnar verða á hverjum tírr.a til að semja um viðskipti við erlend ríki. Iðnaðarskýrslur. Ársþingið lýsir þakklæti til Hagstofu íslands fyrir söfnun og útgáfu á skýrslum um ís- lenzka iðnaðarframleiðslu. Er þess fastlega vænzt að áfram- hald verði á reglulegri útgáfu skýrslnanna a. m. k. á þr'ggja ára fresti. Jafnframt vill ársþingið vekja. athygli á þeim mikla fróðleik um þróun íslenzks iðnaðar, sem í skýrslum þessum felst og hvet ur ráðamenn þjóðarinnar til að kynna sér, hversu ríkan þátt iðnaðurinn á nú í íslenzku at- hafnalífi. Iðnaðarbankinn. Ársþingið fagnar því, hve rekstur Iðnaðarbankans hefur gengið að óskum. Jafnframt átelur ársþingið harðlega þann seinagang, sem orðið hefur á 15 millj. króna ríkisláninu til stofnunarinnar og telur knýjandi nauðsyn til þess að framkvæmd verði á- kvörðun síðasta Alþingis, þar sem ríkisstjórninni var veitt heimild til lántöku vegna bar.k- ans. Gegnir furðu að síðan Alþingi veitti þessa heimild, sem ekki fæst notuð, hefur verið rætt uni að samþykkja vegna einkaíyr- irtækja ábyrgðir, margfaldar að upphæð við hina fyrirhuguðu lántöku vegna Iðnaðarbankans. Útflutningur iðnaðarvara. Ársþingið telur, að það hljóti að vera höfuðstefna þjóðarinn- ar í atvinnumálum, að fram- leiðsla hennar til útflutnings verði sem mest fullunnar iðnað- arvörur og neyzluvörur, sem vinni sér markað erlendis und- ir íslenzkum vörumerkjum. Beint samband við neytandann. er sá traustasti grundvöllur und ir öruggan markað, sem á verð- ur kosið. Ein hagstæðasta leið- in að slíku marki er sú kynn- ingarstarfsemi, er fer fram á vörusýningum víða um heim. Með þátttöku í sýningu í Brússel er hér brotin ný braut, sem ber að fagna og vænta góðs árangurs af. Nokkrar fleiri ályktanir voru gerðar og verður þeirra síðar getið. Að loknum þingstörfum þakk aði formaður Iðnrekendafélags ins, Kristján Jóh. Kristjánsson, þingfulltrúum fyrir störf þeirra á þinginu, lýsti ánægju sinni yf- ir auknum skilningi stjórnvalda á málefnum iðnaðarins, flutti kveðju og árnaðaróskir frá for- seta íslands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni og sagði þinginu slitið.. íimm ölvaiir bílstjórar leada í árekstrum um helgina - en sá sjöttl Senti i áflogum. Úrslitin Harðar og Gunn- geirs í Nú dregur til úrslita í bridge- keppni Bridgefélagsins og er að eins ein umferð eftir, sem spil- uð verður í kvöld. Verður úrslitasennan á milli sveita Harðar og Gunngeirs, sem nú eru orðnar sýnu efstar og sveit Harðar þó einu stigi hærri. Núna um helgina voru sex ölvaðir bifreiðasjórar hand- teknir, sem allir jhöfðu lent í meir eða minna harkalegum á- rekstrum, nema einn, en sá hafði lent í áflogum. -V; ' ; ! ■ t Fyrsti áreksturinn var á laugardagskvöldið á ellefta tím- anum. Var lögreglunni tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á rafmagnsstaur við Bústaðaveg og áreksturinn það harður að raflínur slitnuðu af staurnum en bíllinn sat þess í stað fastur þangað til kranabíll var fenginn til þess að losa hann. t Var bíllinn mikið skemmdur. Við athugun kom í ljós, að ökuþórinn var undir áhrifum gfengis. Seinna þessa sömu nótt hand- tók lögreglan tvo aðra bifreið- arstjóra, sem báðir höfðu lent í árekstrum, en hvorugur á- rekstranna var þó harður og | ekki verulegar skemmdir á j farartækjunum. Um sexlevtið í gær hafði ölv- ! aður maður komið a’:andi að ■ húsi einu hér í bænum, lé+ ó- friðlega og lenti þar í 'handa- I lögmáli við húsverja. Var lög- reglan fengin til þess að skakka leikinn og handtók hún hinn öldrukkna bifreiðarstjóra. í nótt varð mjög harkalegur árekstur milli tveggja bifreiða sunnarlega á Suðurgötu og lentu þar saman sendiferðabíll og jeppi. Báðar . bifreiðamar skemmdust svo mjög að þær mega heita ónýtar eftir því sem sjónarvottar töldu. Kona sem var farþegi í annarri bifreið- inni slasaðist og varð að flytja hana til læknis til aðgerðar. Sjötta ölvunartilfellið við akstur var einnig í nótt, er ölv- aður bifreiðarstjóri ók á ljósa- staur, en hraðaði sér að svo búnu burt. Hafin var leit að manninum og fannst hann eftir nokkra stund. Hann játaði að hafa verið ölvaður. Sir Ralph Stevenson sendi- herra Breta í Kairo hefur tvívegis síðan á laugardag rætt við utanríkisráðherra Egyptalands um árásirnar á brezka hermenn á Suezeiði, en þær hafa verið tíðar að uudanförnu. S.I. föstudag ræddi Sir Ralph við Naguib forseta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.