Vísir - 02.04.1954, Page 4

Vísir - 02.04.1954, Page 4
VISIB Föstudaginn 2. apríl 1954. D A G B L A D Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoa. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. VÍÐS JÁ1 VISIS: „Amerísktir áróiur". TT'ins og vænta mátti hljóp það ónotalega fyrir hjartað á Þjóðvilja-piltunum, þegar sagt var frá því hér í blaðinu á dögunum, að loftbelgur með áróðursflugritum gegn einræðis- klíkunni í Kreml hefði borist vestur yfir járntjald. „Föður- landsást" kommúnista er jafnan viðkvæm og vörn þeirra fyrir hina rússnesku trú stjórnast meir af tilfinningum en vitsmun- um. Þess vegna eru þeir þess ávallt albúnir, að ganga í berhögg við heilbrigða skynsemi, neita staðreyndum og hagræða sann- leikanum eftir því sem bezt hentar hinum rússneska málstað hverju sinni. í samræmi við þetta hefur sú ,,lína“ verið gefin af þeim, sem fyrir þá hugsa, að hvenær sem einhverjar fregnir berist að austan um óánægju rússneskra borgara með ríkjandi þjóðskipulag, þá skuli það heita „amerískur áróður“. Þegar Waltin ritaði bókina „Out of the night“, sem í ís- lenzkri þýðingu heitir „Úr álögum“, var sá boðskapur látinn út ganga, að maður þessi hefði aldrei verið til, og bókin væri uppspuni eftir amerískt áróðursskáld. Þegar Kravchenko gaf út hina stórmerku sjálfsævisögu. sína „Ég kaus frelsið“, sem mun vera einhver allra sannasta og hlutlausasta lýsing á harðstjórninni í „sæluríki kommúnismans“, sem til er, voru málgögn Rússa hvarvetna látin hamra á því, að þessi maður væri ekki til — Bandaríkjamenn hefðu skáldað þetta allt. En um leið og reynt hefur verið að telja fólki trú um þessa fjar- stæðu, hafa Rússar látið njósnara sína leita að manninum til þess að koma honum fyrir kattarnef! Jafnskjótt og hann flýði og hætti störfum í rússnesku verzlunarnefndinni og tók að rita bókina bjó hann „við stöðugar ofsóknir og lífshættu, varð að fara frá borg til borgar, skipta iðulega um gistihús og bú- staði“, ganga undir gerfinöfnum og látast vera af ýmsum þjóð- ernum, til þess að blekkja morðvargana, sem alltaf voru á hælum hans. Bók Kravchenkos hefur haft þau áhrif, að milljónir manna víðsvegar um heim hafa gerst virkir þátttakendur í baráttunni gegn því böli, sem hið kommúnistiska einræði hefur leitt yfir fjölda þjóða. Hún hefur aukið skilning fólks á þeim ógnum, sem milljónir saklausra manna og kvenna verða að þola í fangabúðum og þrælanýlendum harðstjórnarinnar í Kreml. Og það er vonlaust verk fyrir málpípur Rússa að reyna að blekkja vitiborið fólk með því, að þetta sé amerískur áróður, því frá sjálfum höfuðstöðvunum í Moskvu hafa þrásinnis komið fregnir, bæði í útvarpi og blöðum, sem sanna það, að höfundar framannefndra bóka fara með rétt mál. Vilja ekki Þjóðvilja- piltarnir taka saman fyrir lesendur sína, hvað margir ráð- herrar, miðstjórnarforsetar, hershöfðingjar, marskálkar og aðrir hátt settir embættismenn hafa veið teknir af lífi sem landráðamenn og svikarar í Rússlandi síðan kommúnistar komu þar til valda? Og hvað hafa margir verið náðaðir, sem fengist hafa við „meinlaust gaman“, eins og grjótkastið á Al- þingishúsið hérna um árið heitir á máli Þjóðviljans? Allir, sem ekki eru blindaðir, eða vísvitandi ofurseldir, hinu austræna ógnarvaldi, munu eiga auðvelt með að trúa þvi að þjóð, sem við sííkt harðræði hefur búið um áratugi, muni ekki vera allskostar ánægð með hlutskipti sitt og sé jafnvel farin að hugsa um að hrinda af sér okinu. Og að foringjar þeirra samtaka, sem til uppreistar kynnu að hugsa, noti flugrit til þess að koma boðum sínum til fólksins, er síður en svo ótrúleg saga, þótt umboðsmenn Rússa við Þjóðviljann telji að þeir, sem slíku trúa, séu með delerium tremens. Það er gömul saga, að þeir, sem sjálfir eru bilaðir á vitsmunum, þykjast vera alheilbrigðir, en halda að allir aðrir séu geggjaðir. Sú saga hefur nú einnig borizt að austan, að áskrifendum rússneskrar alfræðaorðabókar hafi fyrir nokkru verið sendar 10 eða 20 prentaðar blaðsíður um Beringshafið, í sama broti og bókin, með fyrirmælum um að skera úr henni jafnmargar síður, sem fjalla um hinn aftekna fyrrverandi dánu- mann, Bería, og líma þennan fróðleik inn í staðinn. Hans1! áður blessaða nafn og allt sem á hann minnir skal nú afmást úr vitund þjóðarinnar, því það kom allt í einu upp úr dúrnum við dauða föður Stalíns, að Bería var svikari. En af því að framtíðin má ekki vita það, að þessi svikari hafi fæðst á hinni helgu grund kommúnismans, þá verður nafn hans að afmást og gleymast, og ef einhverjir vestrænir aulabárðar „með delerium tremens* skyldu fara að tala um þennan mann sem Rússa, er vitanlega ekki til viS því nema eitt sjálfsagt svar — að hann hafi aldrei verið annað en amerískur áróður! ýcjck - Harðar depiur i Japan um !ög, sem bairna kermiírum þátttöku í stjornmálastaffsemL Japan er eitt þeirra landa, þar sem kommúnistar hafa ekkert tækifæri látið ónotað íil þess að koma sínum mönnum að í ýmsum stofnunum — og ekki sízt skólum landsins. Stjórn landsins gerir sér ljósa hættuna, sem af þessu stafar, og hefur gripið til róttækra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir, að þeim haldist þetta uppi. Lagði stjórnin tvö lagafrum- vörp fyfir þingið í þessu skyni og samkvæmt þeim eru fram- vegis þung viðurlög við því, ef kennarar og starfsmenn upp- eldis- og menntastofnana taka þátt í stjórnmálastarfsemi. Lög- in mættu harðri mótspyrnu, á þeim gi’undvelli, að með þeim! væri brotið í bága við ákvæði um menntunax-frelsi í stjórn- arskránni sem kom til sögunn- ar eftir seinni heimsstyrjöldina. Flokkar þeir, sem standa að stjói’n Shigeru Yoshida greiddu '; atkvæði með frumvörpunum (256), en kommúnistar og jafn- j aðarmenn gegn (137). Yfir 70 þingmenn greiddu ekki at-j kvæði. Frumvörpin voru. af- greidd til efri deildar. Refsiákvæðin. Samkvæmt ákvæðum frum- varpsins er hægt að dæma hvern þann kennai’a, sem í kennslustund eða utan vinnur í þágu pólitísks málefnis, í eins árs fangelsi og 30.000 yena sekt (svarar til 84 dollara), en það mun vera um tveggja mánaða meðalkaup japansks kennai’a. — Sömu ákvæði gilda um þá meðlimi skólafélaga o. s. frv., sem reyna að hafa áhrif á aðra nemendur til þess að taka af- stöðu með eða móíi stjómmála- flokkunum. neðri deild þingsins, bæði á nefndafundum og er þau voru tekin fyrir á þingfundi og olli það einkum deilum, að sumum þótti fulllangt gengið, eins og fi’umvörpin komu frá stjórn- inni. Sættu harði'i mótspyrnu blaða- og ekki eing'öngu rót- tæku blaðanna, heldur blað- anna í Tokio yfii’leitt. Blaðið Ashai sagði, að engin lög síðan Japan fékk sjálfstæði sitt aftui’, legðu slikar þömlur á nienn í öðrum stéttum, sem nú á kennai’astéttina, og bætti því við, að stjórnin myndi aldrei geta fengið þjóðina -til þess að samþykkja gei’ðir sínar í þessu máli. 500.000 kennarar eru í kennarasambandinu og þeir áforma að halda áfi’am mótmælafundum og segjast vera staðráðnir í að knýja stjórnina til undanhalds í mál- inu. Sex Sierfylki. Tilkynnt var í Tokio fyrir nokkrum dögum, að komið yrði á fót landvarnaliði, sem í væi’u sex hei-fylki, búin bandarísk- um vopnum af nýjustu gei’ð. Viðurværi Islend- inga betra en flestra þjóða annarra. Þjóðaragi nauðsyn. Talið er að hér sé um að ræða hluta stórrar áætlunar ríkisstjórnarinnar til þess að hei’ða eftirlit og koma á r.uuð- synlegum aga með þjóðinni, eftir upplausnina sem kom í kjölfar styrjaldarinnar, um leið og þjóðin endurvopnast með aðstoð Bandaríkjanna. En það er sagt vera ekki sízt vegna kommúnistahættunnar, sem japanska stjórnin telur nauð- synlegt að endurvígbúnaður sé hafinn. Kennarasambandið á bandi kommúnista. Með ákvæðunum varðandi i félög nemenda og kennara mun vera sér?taklega átt við. jap- angka kennarasambar.dið, sem er talið vera rnjög undir kom- múnjstískum áhrifum. Kenn- arasambandið.Kefir jafnvtl not- að skólafrídaga til þess að æsa nemendUr upp gegn stjórninni. Stundum höfðu kennararnir þann hátt á, að kenna á sunnu- dögum, en gera mánudaginn að frídegi, til þess að halda „ínót-! mælafundi“. j Harðar umræður. Lögin voru mjög umdeild íl Hagskýrslur sanieinuðu þjóð- anna liafa birt niðurstöður • rannsókna í 40 löndum á mat- ai’æði manna. Þar sést t. d. hve margar hita- einixxgar hinar ýmsu þjóðir fá í daglegri fæðu sinni. í eftirfar- andi töflu er þjóðunum i-aðað niður eftir hitaeiningafjölda, sem íbúarnir hafa aðgang að daglega: 3000 Jiitaciningar eða rneira. Þjóðir eftirtalinna landa hafa í daglegi’i fæðu sinni 3000 hita- einingar eða meira: írland, Nýja Sjáland, Finnland, Ástr- alía, ísland, Danmörk, Ai’gent- ína, Sviss, Bandaríkin, Svíþjóð, Uruguay, Noregur og Kanada. 2800—2799 lixitaeiningar: Bretland, Belgía, Luxembui:g og Holland. 2400—2599 hitaeiningar: Tyi’kland, ísrael, Cyprus, Griddland, Ítalía og Portúgal. 2000—2199 þitaeiningar: Ceylon, Japan, Indó-Kína og Pakistan. Minna en 2000 hitaeiningar hafa bjóðir Burma og Indlands. í öllum 16 löndum Evrópu fyrir utan Frakkland, ísland og Svíþjóð, hei'ir kjötneyzla minnkað til muna síðan fyrir heimsstyrjöidina. Sumstaðar hefir kjötneyzlan minnkað furðulega mikið, en þar hefir þá mjólkurneyzlan aukizt . að miklum mun. Stórskctalið uppreistar- manna Jhefur haldið uppi ákafri skothríð á Dienbienfu. Varnarlið Frakka svarar í sömu mynt og hefur náð stöðvum, er 'það niissti í gær. Umi’æða úm kjarnofku- sprengjur verífur í neðri málstofu brezka þingsinss á mánudag. jr Uthiutun styrkja til skálda og lista- manna. Útlilutað hefir verið styrkj- um til skálda, rrthöfunda og listamanna. 15.000 kr. hlutu: Ásgrímur Jónsson, Davíð Stefánsson, Guðm. G. Hagalín, Halldór K. Laxness, Jakob Thoi’arensen, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Kristmann Guð- mundsson, Tómas Guðmunds- son, Þórbergur Þói’ðai’son. 9000 kr. hlutu: Ásmundur Sveinsson, Elinborg Lámsdótt- ir, Finnur Jónsson, Guðm. Böð- varsson, Guðm. Daníelsson, Guðm. Einarsson frá Miðdal, Gunnlaugur Blöndal, Gunn- laugur Scheving, Jóhannes úr Kötlum, Jón Björnsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Magnús Ás- geirsson, Ólafur Jóh. Sigui’ðs- son, Ríkarður Jónsson, Sigur- jón Jónsson, Sigurjón Ólafsson, Stéinn Steinarr, Sveinn Þórar- insson, Þorsteinn Jónsson. 5400 kr. hlutu: Eggert Guð- mundsson, Friðrik Á. Brekkan, Guðm. Frímann, Guðmundur Ingi, Heiðrekur Guðmundsson, Jakobína Johnson, Jóhann Briem, Jón Leifs, Jón Nordal, Karl Ó. Runólfsson, Páll ís- ólfsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Þórðarson, Snorri Arinbjarnar, Snorri Hjartarson, Stefán Jóns- son, Svavar Guðnason, Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, Þor- valdur Skúlason, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, 3600 kr. hlutu: Árni Björns- son, Árni Kirstjánsson, Björn Ólafsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Elías Mar, Eyþór Stefáns- son, Guðrún Árnadóttir frá Lundi. Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal), Hallgrímur Helgason, Helgi Pálsson, Hösk- uldur Bjöx-nsson, Jakob Jóns- son, Jón úr Vör, Jón Þórarins- son, Jórunn Viðar, Kristjan Einarsson frá Djúpalæk, Krist- inn Pétui’sson, Magnús Á. Árnason, Ólafur Túbals, Rögn- valdur Sigurjónsson, Sigurður Helgason, Tryggvi Sveinbjörns- son, Þórarinn Jónsson, Þor- steinn Valdimarsson, Ævar Kvaran. 3000 kr. hlutu: Agnar Þórð- arson, Ármann Kr. Einarsson, Björn Blöndal, Emilía Jón- asdóttir, Friðfinnur Guðjóns- son, Gísli Ólafsson, Gretar Fells, Guðrún Indriðadóttir, Gunnar Gunnai’sson yngri, Gunnfnður Jónsdóttir, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, Halldór Helgason, Helgi Valtýsson, Hjörleifur Sig- urðsson, Jónas Jakobsson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Ólöf Pálsdóttir, Sig- urður Róbertsson, Steingevður Guðmundsdóttir, Veturliði Gunnarsson, Vilhjálmur frá Skáholti, Þóroddur Guð- mundsson, Þorsteinn Jónsson frá Úlfsstöðum. f úthlutunarnefndinni áttu. sæti: Þor^teinn Þoi;steinsson sýslumaður, formaður, Þorkell Jóhannesson prófessor, ritari, Kiyp! gull og sllfsif

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.