Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Miðvikudaginn 16. júní 1954 132. tbl. A, 1944—1954. Lýðveldið fsland Endurminiiiiigat* frá lýðveldisséofnitninni. Eins og ýmsum mun enn í fersku minni, var það hið góða hlutskipti mitt að vera við- ^taddur stofnun hins íslenzka lýðveldis að Lögbergi 17. júní 1944, . og önnur hátíðahöld í sambandi við þann einstæða atburð í sögu þjóðar vorrar, sem fulltrúi Vestur-íslendinga. Sækja minningarnar frá þeim söguríku og. atburðaríku vor- dögum fast á huga minn nú, er 10 ára afmæli lýðveldisins stendur fyrir dyrum, enda er það aftur hið eftirsóknarverða hlutskipti mitt að vera kominn heim tfl ættjarðarstranda á þeim tímamótum sem fulltrúi Þjóðræknisfélags íslands í Vesturheimi og þá um leið boð- beri djúpstæðrar ræktunarsemi þeirra og góðhuga til ættjarðar og þjóðar. Eykur það einnig drjúgum á ánægju þeirrar nýju heimsóknar til ættjarðar- stranda, að konan mín, sem fædd er vestan hafs, en eigi að síður kynborin dóttir íslands að ætterni, er með mér í ferðinni. Er það í fyrsta sinn, sem hún lítur ættjörðina augum, en hefir þegar hrifist djúpt af landi og þjóð, menningarbrag og verklegum framförum. Ræt- ist með þessari heimför okkar til „gamla landsins góðra erfða,“ eins og Stephan G. Stephansson orðaði það fallega, áragamall draumur, og er okk- ur hjónunum það ósegjanlegt fagnaðarefni, að sá hjartfólgni draumur okkar varð að veru- leika einmitt á þessu afmælis- ári lýðveldisins. Svo hafa land og þjóð einnig vafið okkur að barmi, að veruleikinn er þegai orðinn fegurri en draumurinn um heimferðina, og vitum við jafnframt, að við eigum enn, góðu heilli, marga bjarta daga og ánægjuríka framundan hér í ríki hinnar „nóttlausu vor- aldar veraldar.“ En á þessum vorhlýju og töfrandi dögum, þegar nótt og dagur fallast í faðm, og í raun- inni er synd að sofa, hafa mér dunið í eyrum þessi erindi úr snilldárkvæði Davíðs Stefáns- sonar „Norrænn dagur“: Veit nokkur annað fegra en næturnar á vorin er náttúran ér vöknuð, .frjáls og' endurborin, og svanir yfir sundum og sói I g'rænum lundítm. Þá hefir nðttin fangið fult af fögrum óskastundum. í fjarska blika jökl&mir og frítt er upp til dala, og frjálsborinn er sonui'inn, sem norðrið hét að ala. Hann elskar allar þjóðir er allra manna bróðir, en höfði sínu hallar að hjarta þínu, móðir. Þetta áttu að vera endur- minningar frá lýðveldisstofn- uninni, en vorfegurð ættjarð- arinnar hefir hrifið svo hug mkm, að eg er kominn út írá efninu og þó í rauninni ekki, því að „Land og þjóð er orðið eitt, annars væri hvorugf neitt“, eins og Jón Magnússón segir réttilega í einu ágæíiá- kvæða sinna. Myndin ógleymanlega um stofnun lýðveldisins að Lög- bergi er einnig, ef svo hvers- dagslega má að orði komast, sett í ramma hins sögufræg- asta, sérstæðasta og um margt hins allra svipmesta staðar á okkar fagra landi, Þingvalla við Öxará, þar sem sjálfir steinarnir tala. Og eðlilega verður mér, þeg- ar eg minnist lýðveldisstofn- unarinnar, ríkust í huga hin stóra stund að Lögbergi, þegar lýst var gildistöku stjórnar- skrár lýðveldisins og lýðveldis- fáninn dreginn á stöng. Hefi eg í ræðu um lýðveldisstofnunina, sem flutt hefir verið víðsvegar í byggðum íslendinga vestan hafs, farið þessum orðum um þá fagnaðar- og feginsstund, er því var lýst yfir að Lögbergi, að stjórnarskrá lýðveldisins íslands væri gengin í gildi: — Eg fæ því eigi með orðum lýst, hvernig sú söguríka yfir- lýsing sló á hjartastrengi mína, og vafalaust hefir öðrum í hópi þúsundanna, sem viðstaddir voru, verið eins innanbrjósts. Ahrifamikið var það einnig, er lýðveldisfáninn var dreginn við hún að Lögbergi, klukkna- hringingin í Þing.vallaldrkju og þögnin og stöð.vun allrar úm- ferðar, sem fylgdi uin.stundar bil. Og áreiðanlegt er það, að þegar þögnin var rofin með því, að hinn inikl: ■mannfjölcli söng þjóðsöngihn „Ö Guð vors lands“, hafa roenn íu.ndiö til þess, að þeir höfðu lifað o- gleymarilega stund í.sögu þjóð- at sinnar — — óskastuncl henn- ar. Lýðveldi hafði verið endur- Miehurd ftin vxröulegu og afar fjölraennu hátíðahöld, er fram fóru í Reykjavík daginn eftir, 18. júní. Þá verða mér að vonum ofar- lega í huga hinar ástúðlegu við tökur, sem ég átti hvarvetna að fagna lýðveldishátíðarsum- arið á ferðum mínum í alla landshluta, og geymast þær minningamyndir mér í þakk- lát-um huga til daganna, enda sólskinsblettir, sem hita um hjartaræturnar, og gott er að verma sig við, því að eldar góð hugans eiga þá íkveikju, sem slokknar ei þó árin líði og vík skilji vini og fjörður írændur- eins og fornkveðið er. Dr. Richard Beck. reist á íslandi og draumur kyn- slóðanna um endurheimt frelsi var orðinn að veruleika. Orð skáldsins, sem sjálfur hafði spunnið meginþátt í þá sigur- vinninga, hurfu mér í hug: „Hugsjónir rætast, þá mun aft- ur morgna“, Nú var dagur um allt loft, hvað sem leið rign- ingunni og þungviðrinu. Sannleikurinn er sá, að and- stætt veðurfarið, sem fæstir munu hafa gefið nokkurn veru- legan gaum, vegna þess, hve þeim var mikill fögnuður í huga, er fyrir löngu í minningu minni horfíð í ljóma hinnai'! langþráðu sigurstundar, sem hver íslendingui' telur sér mikla gæfu að hafa liíað. Yfir öllum hátíðahöldunum 1 sambandi við lýðveldisstofnun ina hvílir hins vegar mikill ljómi í huga mínum. Reykjavík blasir mér við hug arsjónum, fánum og blómum prýdd, í sínum fegursta hátíð- arskrúða dagana þá. Minnis- stæður er mér einnig fundur- inn á Alþingi 16. júní, er sam- þykkt var einum rómi, að und- angenginni hinni einstæðu at- kvæðagreiðslu þjóðarinnar, að stofnun lýðveldisins skyldi fram fara að Lögbergi laust eftir hádegið 17. júní. Hið fagra og áhrifamikla for spil að lýðveldísstofnuninni sjálfri, hátíðahöldin á Austur- velli að morgni þess 17. júní, bef einriig hátt í huga mínurn, er ég horfi yfir réttan áratug um öxl til lýðveldisstofnunar- innar. Gegnir sama máli um Sýningin úr frelsis- og menn- ingarbaráttu íslendinga, sem haldin var í sambandi við lýð- veldishátíðina og efnt var tii beinlínis í því markmiði að1 draga athygli þjóðarinnar sjálfr: ar að sögu hennar og arfleifð,! náði einnig ágætlega tilgangi j sínum. Enginn, sem hafði aug-j un opin, gat gengið svo um sýn j ingarherbergin, að hann sæi \ eigi í skýrara Ijósi heldur en áður, hversu óvenjulega merki- legur og einstæður um margt farinn ferill hinnar íslenzku þjóðar er í raun og veru @g hversu menningar- og fram- sóknarviðleitni hennar löngum við hin kröppustu kjör, er að- dáunarvert fyrirbrigði í menn- ingarsögu heimsins og börnum íslands hvarvetna stöðug eggj- an til frjósamra fremdarverka. Heimförin til ættjarðarinnar ]ýðveldissumarið varð íuér því um allt hin ánægjulegasta, mínningarík og lærdómsrík að sama skapi. Eg fór hcðan „nehn an-heim“ með stórum gleggri yfirsýn yfir sögu hinnar ís- lenzku þjóðar, fasttengdari landi og þjóð, og fasttrúaðri á framtíð íslands og íslendinga og á frjómagn íslenzkra menn- ingarerfða. Og nú hefi eg, ásamt konu. minni, bsrið gæfu til að endur- nýja þau kynni í þessari heim- sókn okkar, sem ég veit, að verður okkur hjónunum eigi síður lærdómsrík og sístreym- andi uppspretta yndis og hug- stæðra minninga, heldur en heimkoman ógleymanlega lýð- veldishátíðarsumarið, þegar: hjartfólginn draumur hinnar ís lenzku þjóðar um endurfengið frelsi rættist á ógleymanlegan hátt. Svo vil eg tjá hug okkar hjóna til ættlandsins og ham- ingjuóskir okkar til ættþjóðar- innar í þessum erindum úr ís- landsminni, er ég flutti nýlega á íslendingadegi að Gimli í Nýja-íslandi í Manitoba: . Minningaland! Þín mynd í v okkar sál mótuð er djúpt að lífsins I hinzta kveldi. I y sonum og dætrum herðir i hugans stál, hjartað þeim vermir björtum sigureldi, Arfur þinn, móðir, orkubrunnur. dáða, andanum flug til draumalands- ins þráða. Frh. á bls. 9. Fyrsti forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, undirritar eið- stafinn á Þingvöllum 17. júní 1944. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.