Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 2
 VISIR Miðvikudaginn 16. júní 195-t ' A - - •* • ’ • .. ... .. . Björn Olafsson fv. ráðherra: Verzlunin fyrsta áratug lý&veldisins. Verzlunin vex ag verður frjálsari. Þegar lýðveldið var stofnaðoftast í för með frelsinu. Svo 1944 hafði verzlun íslendinga hrist af sér alla íhlutun og áhrif útlendinga, er öldum saman höfðu ráðið- yfir verzl- unarviðskiptum landsmannna. Segja má, að íslendingar hafi tekið verzlunina að öllu leyti í sínar hendur eftir 1918, enda hefst þá þróunarskeið í verzl- uninni, sem hóf hana á tveim áratugum á svið alþjóðlegra viðskipta. Við stofnun lýðveldisins var verzlunin því ekki með neinum nýlendusvip eða viðvanings- brag. íslenzkir innflytjendur ráku heimsverzlun, keyptu og seldu á þeim mörkuðum, þar sem hagkvæmust víðskipti búðu. ísl. kaupsýslumenn höfðu Öðlast þjálfuh og menntun i starfi sínu og stóðu ekki í því að baki starfsbræðrum sínum í Öðrum löndum. Þeir höfðu varzlunarsambönd um allan heim og keyptu þar sem verð- lagið var hagstæðast. Yerzlunarstéttín yar viSbóin. Var því ekki við að búast, að nokkur bylting yrði hér i verzlunarháttum um leið og þjóðin gerðist frjáls og 1>- sti yfir stofnun lýðveldis sins. — Aðdragandi þessarra merki- legu þáttaskipta í sögu lands- ins, var svo langur, að verzlun- in fékk tíma til að þróast við breytileg skilyrði og vaxandi sjálfstæðd þjóðarinnar. Þegar svo kom að úrslitastundinni, og þjóðin átti að sjá sjálfri sér farborða í öllum greinum, var verzlunarstétt landsins undir það búin, að inna af hendi sitt hlutverk á þann hátt, er sjálf- stæðri þjóð var nauðsynlegt tii vegs og framfara. En bjartsýni og framtak er reyrtdist það hér. Fyrsti ára- tugur lýðveldisins mótast af sjálfstrauSti, starfsgleði og framtaki landsmanna. Á þessu stutta tímabili hefur verið svo mikil vöxtur og gróandi i þjóðlífinu, að varla verður jafnað við nokkurt annað tíma- bil í sögu landsíns. Viðskipti landsmanna á þessum árum bera hinn sama svip. Þau háfa vaxið. Þau hafa eflst. Þau háfa leitað á nýjar slóðir. Og vel- megun fylgir í kjölfari heíl- brigðra og hagkvæmra við- skipta. Helmingi meiri innílutningur. Árið sem lýðveldið var stofn- að var innflutningurinn 247 milljónir króna en níu árum síðar 1953, var innflutningur- inn kominn upp í 1100 milljónir króna. Að vísu var gengi krónunnar lækkað mjög veru- lega á þessu tímabili, en þótt tekið sé fullt tillit til þess, er samt innflutningur síðustu þriggja ára helmingi hærri að meðaltali en innflutningurinn 1944. Þetta sýnir vöxtinn í við- Björn Ólafsson, er var viðskiptamálaráðherra, skiptunum og er á sinn hátt mælikvarði á hið öra athafna- lif og hinar stórstígu fram- kvæmdir þessara ára. Þjóðin naut á þessu tímabili mjög rausnarlegrar áðstoðar Bandá- ríkjanna, eins og margar Ev- rópuþjóðir, og er skylt að minnast þess með þakklæti. Sú aðstoð átti sinn þátt í ýmsu sem her var framkvæmt á þessifei árum. En hagstæð þróun viðskipta landsins út á við, er háð ýms- um greinum í starfsemi þjóð- ' félagsins. Verzlun getur ekki j blómgast hér án siglingá. — < Kaupskipastóll landsmanna j hefur verið endurnýjaður og • aukinn síðan lýðveldið var stofnað. Innlendur kaupskipa- stóll í siglingum milli íslands og, annara landa var að stærð 4263 rúmlestir 1944, en í okt. 1952 er hann orðinn 25033 rúmlestir og eru þá flest skipin ný, eðá byggð eftir 1944. Eim- skipafélag íslands hefur nú i siglingum 10 skip, 24480 rúm- lestir. Sámband ísl. samvinhu- félaga hefur nú 6 skip, 10,900 rúmlestir. Með þessum aukná skiþstóli geta landsmenn í vaxandi inæli annast flutninga sína sjálfir og er það mikill gjáldeyrissparnaðuiv íslenzk skip annast nú flutning á af- urðum landsmanna til Vestur-, Austur- og ,Suður-Evrópu, til fsrael, Brazilíu og Bandáríkj- anna og flytja vörur frá þess- um löndum til baka. Skipastóllinn er undirstaða heilbrigðra og hagkvæmra við- skipta landsmanna við aðrar þjóðir. Hinn nýi skipstóll mun reynast öflug stoð til fjöl- breyttra og hagsælla verzlun- arhátta í framtíðinni. 0? vörtiskommtim. Þégar þjóðin fékk fuilt freisi 1944, ríkti margskonar ófrelsi í verzluninni. Hér höfðu verið innflutnings og gjaldeyrishöft óslitið síðan 1931. Þessu skipu- lagi var haldið við á stríðsár- unum og aukið með vöru- skömmtun og verðlagseftirliti. Lagðist þetta skipulag eins og mara á margskonar starfrækslu og framkvæmdir í landinu. Á. fyrstu árunum eftir stríðið keyrði úr hófi skriffinnskan og óþægindin af þessu fyrirkomu- lági. Var því mjög aðkallanui að léysá verzlúniná og alian almenning í landinu úr þessum viðjum. Sex árum eftir stofnun lýð- veldisins var háfizt handa um að leysa þjóðina undan oki haftanna. Fyrst var vöru- skömmtunin íögð niður í áföng- um. Síðan var mikilí hluti inn- flutnirigsins gefinn frjáls og jafnframt var verðlagséftirlitið- að méstu afnumið. Vaxandi vöruframboð Var látið skapa heilbrígt verðlag, enda leið ekki á löngu þangað til bið- Frh. á bls. 11. * Ein af undirstöðum sjálfstæðrar verzlunar er eigin skipastóll. Glæsilegasta skip íslenzka áns er m.s. Gullfoss.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.