Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 6
6 Ví SIK Miðvikudaginn 16. júní 1954 Þróuit íslenzkra flugmála s.l. tíu ár. Einangrun, myrkur og kuldi hafa löngum staðið íslenzku þjóðinni fyrir þrifum. Sá, sem eyðir ævi sinni í afdalakoti fjarri alfaraleið, hittir sjaldan annað fólk en næstu nágranna og berst eins og þeir þrotlausri baráttu við óblíð náttúruöfl og afleiðingar lélegrar lands- stjórnar, þarf að vera afreks- maður ef hann á að skila næstu kynslóð arfleið, sem sé betra að haf-a en missa. Sem betur fer hafa slíkir afreks- menn alltaf verið uppi hér á ' landi síðan land byggðist og nú er svo komið, að enginn ■ þegn þessa lands þarf að vera ‘einangraður né búa við myrkur og kulda. Þjóðin hefur á fáum ' áratugum rézt úr kútnum og getur nú kinnroðalaust boriö sig saman við hvaða menning- arþjóð aðra sem er, á flestum þeim sviðum, sem verulegu 1 máli skipta. Það var ekki nema eðlilegt ’ að þjóð sem allt fram á þessa öld bjó í vegalausu landi og ’ varð þráfaldlega að *°fla a tæpasta vað á f r'u:.. sínum, í'eyndi að vinna sem allra 1 stærstan sigur yfir einangrun- : inni. Þessi sigur er nú orðinn ■ glæsilegri en jafnvel þá allra bjartsýnustu hefði dreymt um þegar sjálfstæði þjóðarinnar var endurheimt 1. des. 1918. Já, jafnvel meiri en velflestir myndu hafa viljað telja líklegt fyrir 10 árum þegar lýðveldi var stofnað hér á landi. Fiug fjarlægðír. Á þeim árum sem -liðin eru síðan hefur skipakostur lands- manna aukizt um þrjá fimmtu hluti og hefur sú aukníng kemið strandferðunum að miltlu gagni. Er nú ólíkt að- gengilegra að komast ferða sinna með ströndum fram en áður var. Þá er nú vegakerfi svo fullkomið og bílar svo al- , gengir að vandræðalaust er að ( fara ferða sinna með þeim j landsfjórðunga á milli a. m. k. * að sumarlagi. — Síðast en ekki j sízt hafa flugferðirnar bókstai- lega útrýmt fjarlægðahugtök- ) um ferðamanna miðað yið þaö sem áður var. f því sambandi er nóg að geta þess að fyrir 5Q, árum var algengt að nota hálí an mánuð til ferðar úr nyrztu héruðum Þingeyjarsýslu og til Keykjavíkur. Nú tekur þessi sama ferð aðeins á annan klukkutíma. Við sem heyrum flugvéla- hljóðið oft á dag gerum okkur ef til vill ekki ljósa grein fyrii því hversu mikið þjóðin á þeim mönnum að þakka sem af dugnaðd og ósérplægni hófu flugsamgöngur hér af litlum efnum en mikilli bjartsýni. Við myndum ekki gera okkur það fullkomlega Ijóst nema ef allar flugvélar hyrfu á brott svo sem viku tíma. Við slíka breyt- ingu, sem raunar er aðeins hægt að hugsa sér, myndu heildarafköst þjóðarinnar stór- minnka sökum þess að óhæfi- lega lengur tími færi í það fyrir fullvinnandi menn að ferðast milli landshluta. Við skulum nú, okkur til fróðleiks og skemmtunar, athuga hversu ör þróun flug- málanna hefur verið s.l. 10 ár. Eitt fkgfélag. Flugfélag íslands var eina starfandi flugfélagið 17. júm 1944. Það hafði árið áður þ. e. 1943, flutt 2073 farþega innan- lands og 1700 kíló af vörum. Flugvélakosturinn var þá 2 flugvélar, sem rúmuðu samtals 12 farþega. í fyrra var orðin á þessu meiri en lítil breyting. Fluttii voru 1953 42,076 farþegar og 915.000 kíló af vörum. Flug- vélarnar voru þá orðnar 6 i notkun og síðan hefur ein bæzt við þannig að vélar Flugfélag's- ins geta nú flutt 206 farþega í einu. Til gamans má geta þess að 10 fyrstu dagana í þessum mám^5i fluttu flugvélar Flug- félags íslands 2337 farþega eða 264 farþegum meira en ailt árið 1943. Vöruflutningar með einni ferð Gullfaxa til útlanda eru oft álíka miklir og vöiu- flutningar ársins 1943. Áætlað- ar ferðir Flugfélags íslands innanlar.ds eru til 53 staða a viku. Tíðastar eru ferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og Reykjavíkur og Vest- mannaevja tvisvar á dag og alla virka daga til ísafjarðar. Innan skamms verða íerðirnar til Akureyrar þrisvar á dag og ætti það auk þeirra þæginda sem þær veita landsmönnum að verða nokkurt aðdráttarafi fyrir erlenda ferðamenn sem sjá vilja íslands úr lcfti þegar vel viðrar. Auk innanlandsferðanna heldur Flugfélagið uppi fóst- um ferðum milli Reykjavíkur og London, Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og Reykja- víkur—Osló og Kaupmanna- hafnar. Þá hefur félagið við góðan orðstír annast Græn- landsflug, aðallega fyrir Dani. Þegar Islendingar voru að baksa við að fá Dani til þess að styrkja póstflutningaskip til ís- lands, sem kom aðeins einu sinni á ári, frá 1778, hafði vafa- laust þótt spámannleg'a mælt, ef einhver hefði sagt fyrir, að áður en 200 ár yrðu liðin myndi íslenzkt flugfélag taka æðstv menn dönsku þjóðarinnar heima hjá þeim í Kaupmanna- höfn, fljúga með þá til Reykja- víkur og veita þeim beina þar, en síðan skila þeim til nyrzta liluta Ðanaveldis — Grænlands. Jaínaldrí lýðveldisins. Loftleiðir voru stofnaðar sama árið og lýðveldið. Þetta félag hefur á þeim tíma sem liðin er síðan flutt 100.000 far- þega en Flugfélag íslands 250.000 frá stofnun sinni. — Samsvarar það því, að 2% ís- lendingur hafi flogið með öðru hvoru flugfélaginu á þessum árum. Fyrstu átta árin önnuðust Loftleiðis bæði innanlandsflug og millilandaflug. Árið 1952 hætti félagið við innanlands- flugið en hefur síðan lagt aðal- áherzluna á millilandaflugið. Eins og stendur hefur félagið tvær Skymastervélar í förum milli Ameríku og Evrópu og ei ílogið þrisvar í viku hvora leio alls 39.000 kílómetra. Starfsemi Loftleiða miðai einkum að því að íslendingar g'eti í ríkara mæli en hingað til 1 annast farþegaflutning fyrir aðrar þjóðir. Má segja að meö þeirri starfsemi sem bæði fé- lögin hafa unnið, sé reynt að gera íslendinga að því í lofti, sem Norðmenn hafa verið á sjó, nefnilega farmönnum sem annast flutninga fyrir aðrar þjóðir en afla á þann hátt miltils gjaldeyris. Eins og nú st.anda sakir virðist þessi starfsemi . ganga mjög að óskum. Samkeppnin e'r að vísu hörð, bæði hvað snertir þægindi í flugvélunum og þo einkum lipra afgreiðslu hja flugþernúm og afgreiðslufólki á flugvöllum. Á þessu hefur st.undum orðið misbrestur hér • n»: ber að taka hart á slíku, þvi ekkert er verri landkynning lítilli þjóð en vafasöm fram- koma þeirra, sem telja sig þess umkomna að selja öðrum þjóð- um þjónustu. En sem betur fer 1 mun hitt vera algengara að af- 1 greiðslan sé góð og farþegar fara ánægðir úr íslenzkum flugvélum. Eins og menn vita njóta ís- lenzku flugfélögin ekki opin- bers sterks eins og algengt er erlendis. Hafa þau eigi að síður skilað arði og stöðugt getað | Frh. á bls. 11. Gullfaxi, sú millilandaflugvél, sem lengst hefur hjonað íslenzkum samgöngum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.