Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. júní 1954 VÍSIR 9 sem allt stefnir að sama marki. ZÞegar litið er yfir þessi 10 ár ••er margt einstakra atburða sem Iremur í hugann. Árið 1945 yar Stéttarsamband bænda stofnaö og enda þótt vel skipulagðui Æélagsskapur, Búnaðarfélag ís- lands, hafi starfað að fram- f aramálum landbúnaðarins í 117 ár, verður því samt ekki -móti mælt að félag eins o| Stéttarsambandið, sem starfar óháð ríkisvaldinu, færir ibændastéttina í heild til meiri þroska sem stétt. Og svo mikla víðsýni hafa stjórnar- völdin sýnt að þau hafa fært þessum óháða félagsskap á- hrifavald yfir þýðingarmiklum málum, sem bændasamtök annara þjóða hafa hvergi feng- ið, þrátt fyrir mikla og langa baráttu. En það er mikils um vert íyrir bændastéttinga að hún kunni að fara með þetta vald sitt og beiti því ekki af hlé- 'drægni og óbilgirni og ég vonast til að aðrar'stéttir taki það ekki illa upp fyrir mér þo ég segið að engri stétt annan ■er frekar trúandi fyrir slíku -valdi. Landbúnaðarsýmng 1947 og 1957. Árið 1951 hélt Búnaðarþing upp á 50 ára afmæli sitt, svo gömul er hún þá orðin þessi .gagnmerka stofnun. Á afmæl- inu var ákveðið að Búnaðar- þing skyldi haldið árlega, hér eftir, í staðinn fyrir. annað hvert ár. Er þetta ekki líka tal- andi tákn um meiri hraða í framkvæmdum og um viljann til að fylgjast með tímanum og láa framkvæmdir ekki bíða? Árið 1947 var haldin hér i Reykjavík landbúnaðarsýning .sém vakti almenna aðdáun og uridrun. Eg held að rétt sé að viðhafa orðið undrun í þessu sambandi, því ég er sannfærð- ur um það að fjöldi manna er sá þessa sýningu hafi undrast þann lífsþrótt sem geislaði út úr sýningu þessari. Sýningin var einn samfeldur óður um sókn þá sem síðustu áratugina hefur verið hafin til framfara á sviði landbúnaðarins og nú samþykkti Búnaðarþing í vetur að efna til annarar sýningar árið 1957. Það mætti segja mer að þá yrði aftur komið að mörgum að óvörum. í júlí-mánuði 1933 voru fluttar til landsins 20 kindur af karakúlkyni., Tilgangurinn með þessum innflutningi var að auka arðsemi sauðfjárrækt- arinnar, með því að framleiða verðmæt unglambaskinn með einblöndun karakúlfjárins við íslenzkt fé. Þegar þessi tilraun var gerð var tilgangurinn auð- vitað í átt til framfara. En það vill oft svo fara fyrir þeim er stendur í miklum og margvís- legum framkvæmdum, að sumt af þeim mistekst. Þannig fór hér, því hið innflutta fé var sjúkt og sýkti hið innlenda fé okkar svo að víða horfði til landauðnar af þeim sökum. — Fjárskipti koma til sögu. Það verður samt að segja að risið var gegn vandanum af einurð og festu. Saga sauðfjár- veikivarnanna er of löng til að segja hana hér. Stundum vai þessi barátta hörð og tvísyn, en á síðustu 10 árum hefur rof- að til, að segja má að unnin hafi verið sigur á þessum vá- gesi. Árið 1941 voru samþykkt á Alþingi lög um varnargirð- ingar og fjárskipti en fyrstu stórfeldu fjárskiptin fóru fram haustið 1944. Var þá slátrað öllu fé i 1 hreppum Þingeyjar- sýslu um 9 þúsund fjár, auk lamba og flutt inn á svæðið um 7 þúsund lömb úr N.-Þingeyj- arsýslu austan Jökulsár. Síðan hefur á hverju hausti verið slátrað þúsundum fjár. Heil héruð gerð fjárlaus og flutt inn heilbrigt fé frá Vestfjörðum og víðar. Nú er þessum niður- skurði lokið. Mun láta nærri að um 300 þúsund fjár, veturg. og eldra hafi þannig verið slátrað, en um 200 þús. heil- brigð lömb verið flutt inn á hin sýktu svæði í staðinn. Þegar þessu öllu verður lok- ið má búast við að kostn- aður álluf háfi komist í um 100 milljónir króna. Sauðfjársjúkdómarnir hafa haft gífurleg áhrif á þróun landbúnaðarins siðustu 20 ár- in. Fjártalan sem var um 700 þúsurid þegar sjúkdómarnir bárust til laridsins komst niður fyrir 400 þúsund 1952 og þó verða afleiðingarnar ekki bara metnar til fjár. Það trúleysi a framtíð sveitanna sem bar á um tíma í sumum landshlutum verður að skrifa á kostnað sjúkdómanna og það verðui ekki til fjár metið. Fserra íólk — meiri afköst. Öll sú véltækni og ræktun sem á síðustu árum hefur hald- ið innreið sína í landKúnaði«n, hefu’’ orsakað það að þrátt fyr- Uppskerustörf á Bessastöðum með nýtízku vélum Bændaskólinn að Hvanneyri. ir sí minnkandi hlutfallstölu þeirra er landbúnað stunda, hefur verið unnt að auka fram- leiðsluna svo að þjóðin hefur verið sjálfbjarga um matvæli. 1940 er talið að um 30% af íbúum landsins hafi stundað: landbúnað, en 1950 aðeins um 20%. Þetta táknar það að þeim, er landbúnað stunda, hefur fækkað um 9000 á þessum 10 árum, en á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað úr 121 þúsundi í 144 þúsund eða um 23 þúsund manns. Þegar frá er skilin sú truflun sem orðið hefur á kjötframleiðslu þjóðarinnar vegna sauðfjársjúkdómanna, hefur framleiðslan aukist stór- lega. Heyfengurinn hefur nærri tvöfaldast frá því um 1940. — Þetta hefur getað orðið vegna þess að nú er betur borið á en áður, jörðin gefur meiri upp- skeru af sömu flatareiningu, — 1940 voru fluttar til landsinsum 370 lestir köfnunarefnisáburðar en 1952 um 2400 lestir, og svo einnig vegna þess að hið rækt- aða land hefur stækkað. Ár- lega hefur bætzt við ræktaða landið milli 2 og 3 þúsund ha. Nú er það að verða sjaldgæfaii sjón með hverju ári sem líður að sjá bændur slá með orfi og ljá kargaþýfðar og illa sprottn- ar mýrar. í heilum sýslum eins og Árnessýslu hefur nýræktin verið svo mikil hin síðári ár, að samsvarað hefur 1 ha. a hvert býli árlega. Mjólk og mjólkurafurðir. 1940 er talið að mjólkur- framleiðslan á öllu landinu hafi verið tæpar 60 milljónir lítra. en 1953 er talið að hún hafi verið um 75 milljónir. Jafn- framt þessu hafa orðið stór- feldar breytingar á nýtingu mjólkurinnar. Síðan 1944 nafa verið stofnsett 3 ný mjólkur- samlög og þau sem fyrir voru hafa öll endurnýjað og bætt vélakost sinn og byggt ný hús fyrir starfsemina eða endur- bætt svo mjög eldiá hús að þau eru sem ný. Á árunum 1945— 1948 var flutt inn í landið ali mikið af smjöri, þurrmjólk og ostefni, en á árunum 1952 og 1953 safnaðist upp smjör i landinu. Framleitt var þá meira en eftir var spurt. Og nu framleiðum við sjálfir þurr- mjólk til drýginda á innfluttu bráuðkorni og til notkunar i hverskonar iðnaði. Ostaefni höfum við ekki bara framleitt tjl eigin .þarfa (er notað tii límgéroar og : í - málningú), heldur höfum við flutt það . úr landi í tugtonna tali. Síðan hluta ársins 1953 og það sem af er þessu ári hefur svo aftur gengið á smjörbirgðirnar bæði vegna aukinnar mjólkur- og rjómaneyzlu og svo einmg vegna mikillar aukningar i sjálfri smjörneyzlunni. Þá hefur lítillega veriö fluttur úr landi ostur, sem hefur líkað svo vel ytra að er- lend blöð hafa vakið máls á því. Þá er það vitað að íslenzka dilkakjötið þykir gæðamatur á borði útlendinga og nýlegar umsagnir erlendra fræ&imanna um það efni gefa miklar vonir um sölumöguleika strax og við verðum aflögufærir. Allt þetta sýnir að framsókn landbúnaðarins stefnir ekki einungis í áttina að meiri fram- leiðslu heldur erum við líka menn til þess að gera þá fram- leiðslu svo úr garði að hún se útgengileg vara meðal annara þjóða. % :> "W Hættan af verSþensIunni. - Aðeins einn skuggi hvílír samt á framtíðarútflutningi landbúnaðarins og það er hin margumtalaða verðþensla hér innanlands. En mér hefur skil- ist að þann skugga bæri ekki bara á landbúnaðinn. Þar- séu aðrir atvinnuvegir einnig að lenda í forsælunni. Sú saga er sögð, að þegar hinn víðkunni íslenzki land- könnuður, Vilhjálmur Stefáns- son, kom hingað til lands síðast, hafi hann verið spurður hvar hann sæi mestar framfarir með þjóðinni. Hann svaraði þá sam- stundis: ,,í landbúnaðinum“. Eg hefi átt þess nokkurn kosc að ferðast hér um með erlend- um búfræðimönnum hin síðan ár, og hefi ekki getað komist hjá því að heýra þá tala saman um öll þessi hvítmáluðu bændabýli með rauðum og grænum þökum. Þeir hafa þá væntanlega haft í huga sögurn- ar um torfbæina er þeir hafa séð á myndum héðan eða lesio um í gömlum ferðaminningum. Það hefur verið sagt að glöggt sé gestsaugað. Við höfum stundurri fundið áá því að sveitabýlin væru ekki máluð og ekki nægilega, snyrtileg. Við slíkum aðfinnslum er að sjálf- sögðu ekkert að segja, þær eru holl óg lifandi gagnrýni, en skyldi það vera að hinn. víð- frægi íslenzki landkönnuður og erlendu ferðamenn séu opnari fyrir þeim framkvsemdum er hér hafa orðið hina síðustu áratugi? Hversu gífuiiegt stökk er ekki frá því er við brennd- um áburðinum í hlóðum lág- reistra torbæja og til þess að kveikja rafmagnseldavél í traustu og velbyggöu steinhúsi. Eða nýting áburðarins. Eg er ekki gamall maður, en ég varrn þó við það á mínum fyrstu ár- um í sveit að mylja taðið undir fótum niður í svörðinn. Þessu munu börnin mín naumasfc ,trúa, þegar þau fá aldur til að aka með áburðardreifarann aftan í dráttarvél. Þá eru breytingarnar ekki litlar á heyskaparaðferðunum og svona mætti halda áfram í hið óend- anlega. 1 Sú þjóð, sem á tíu ára afmæli fulls sjálfstæðis, getur litið til paka á allar þær framfarir sem orðið hafa pg gert sér Ijóst að öll hennar viðleitni og ilit hennar strit fyrir hinu dag- lega lífi horfir til framfara, þarf ekki að efast um rétt sinn til fulls sjálfstæðis. Og fram- vegis, eins og hingað til, fflun sjálfstæðiskennd þjóðarinnar og framsókn landbúnaðarins til betri lífskjara og fullkomnari búmenningar haídast í hendiir og svo mun sennilega einnig fara um aðra atvinnuvegi. Sveinn Tryggvason. ^ Færeyingum Síkar visth á togurunum. Færeyingum virðast líka vinnubrögðin á íslenzkum tog- urum. Nýlega átti blaðið „14. sept- ember“ í Þórshöfn viðtal við nokkra Færeyinga, sem stund- að höfðu veiðar á íslenzkum togurum, meðal annars Aust- firðingi, sem þeir telja mikið skip og gott. M. a. sögðu þeir að skipið hefði fengið á 2 mánuð- um 320 lestir af saltfiski og 380 lestir af ísfiski. Auk þess væri svo lýsið og mjölið, því að verk- smiðja væri þar um borð. Hins vegar kvarta sjómennirnir yfir erfiðleikum á því að fá fé sitt yfirfært, eri þeir telja gjaldeyr- isyfirvöldin eiga sök á þeim, seinagangi. J Sprengjum náð upp úr Spree. Einkaskeyti frá AP. —* Berlín í gær. Lögreglan hefur tilkynnt, að iiafizjt verði handa um að ná upp sprengjum og skotfærum, sem varpað var í Spree-á a£ bandámönnum, eftir töku borg arinnar. Hér er um að ræða einhverja ; mestu framkvæmd þessarar teg undar, sem sögur fara af, því að sátatals rnun *þetta vera -20 —50 þúsund lestir af sprengj- um af öllu tagi. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.