Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 16.06.1954, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Svéinn Tryggvason, framkvæmdastjóri: Miðvikudaginn 18. júní 1954 Landbúnaðurinn á lyðveldisárunum. Ekkert einstakt atriði gefur þjóð eins sterkan rétt til sjálf- stæðis og það, á hvern hátt hún snýr sér að úrlausn verkefna híns daglega lífs. Þjóð sem annað hvort finnur sér engin verkefni eða er ekki þeim vanda vaxinn að leysa úr verk- efnunum á þann hátt að til iramfara horfi, þegnunum tii íarsældar, á naumast skilið að heita sjálfstæð þjóð. Þá dugai henni ekki forn, söguleg arf- ieifð né fagurt og gjöfult land. Saga íslenzku þjóðarinnar og .sjálfstæðis hennar er jafnframt saga atvinnuveganna og þá fyrst og fremst landbúnaðarins. Þar verður skini og skúrum ekki skipt á milli. Þegar saga þjóðarinnar varð risminnst á hið sama við um sögu land- búnaðarins. Það er þá auðvitað •eðlilegt að framfarirnar og við- leitnin í átt til framfara, í mál- um landbúnaðarins, verði einna mestar með vaxandi sjálf- stæðiskennd þjóðarinnar og auknu sjálfsforræði. Þegar við nú þessa dagana höldum upp á tíu ára afmæíi Jýðveldis vors er ekki óeðlilegt ■að við lítum aftur í tímann og gerum okkur ljóst, hver sá þroski er sem þetta 10 ára gamla barn hefur náð. Og eí landbúnaðurinn getur taiist mælikvarði á lífskjör og þroska-braut þessa barns, þá þurfum við ekki að óttast um framtíðina. Því ég býst við, að þrátt fyrir allt og allt, hafi aldrei verið meira lífsfjör ne framfaravilji í íslenzkum sveit- um en einmitt nú. Að þessu langar mig til að leiða nokkur rök, svo orð mín verði ekki taldir staðlausir stafir. Lög sem Alþingi íslendinga semur getur jafnan talist speg- ilmynd af þeim framkvæmdum og breytingum er verða 1 land- inu á hverjum tima. Á þessurn 10 árum hafa ýms lög verið sett sem valdið hafa stórbreyt- ingum á sviði landbúnaðarins. Skulu hér nokkur nefnd, tekm af handahófi: Lögin um Jarð- ræktar- og húsagerðarsam- þykktir í sveitum voru sam- þykkt 1945. Lög þessi gera búnaðarsamböndum mögulegt að sjá um ræktunarfram- kvæmdir sem bændur gætu naumast eða ekki ráðið við af eigin ramleik. Nú eru starfandi 66 ræktunarsambönd er hafa um 40 skurðgröfur og fjölda stærri dráttarvéla í þjónustu sinni. Óhætt mun að fullyrða að þann mikla ræktunaráhuga er nú ríkir í sveitum landsins má rekja til setningu þessara laga, eða að hún hefur, að minnsta Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. kosti ýtt mjög undir möguleik- ana á því að koma í rækt lands- stærðum sem áður virtust óvið- ráðanleg. Þá ber að nefna lögin um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum, er tóku gildi 1946. Með þeim lögum var sköpuð aðstaða til þess að hið opinbera, nýbýlastjórn, annist landútvegun og fram- kvæmdi ræktunarundirbúning til aukningu byggðarinnar þar sem um samfelda og mikil ræktunarskilyrði er að ræða og búskaparskilyrði teljast góð. Til þessara framkvæmda leggur ríkissjóður 2,5 milijónir króna árlega í 10 ár. Hefur þessi árin verið unnið ötullega að byggingu nýbýla undir for- ystu hins dugmikla landnáms- stjóra Pálma Einarssonar. Sjálfsköttun bænda. Árið 1945 vr'-u samþykkt lög um Búnaðarmálasjóo, sem gera ráð fyrir að innheimta verði gjald af öllum helztu sölu- vörum landbúnaðarins, er renni í sérstakan sjóð sem kallast Búnaðarmálasjóður. Upphæð gjaldsins.er ¥2%; af verði þvl sem bændur fá fyrir vörurnar. Á sínuni tíma risu harðar deilur um lög þessi og hafa ákvæði þeirra tekið ýmsum breytingum, en höfuðverkefnl sjóðsins er, og hefur ávallt ver- ið, að standa undir félagsmála- starfsemi landbúnaðarins. Sem sendur er sjóðnum skipt milli Stéttarsambands bænda og búnaðarsambandanna. Er hér um einskonar sjálfsköttun að ræða þar sem bændur borga sérstakan skatt til að halda uppi eigin félagsmálastarfsemi. í sambandi við þetta mætti minnast á lögin um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins er sett voru 1947. Með þeim lög- um var hinu nýstofnaða Stétt- arsambandi veittur mikill og dýrmætur réttur í hinum þýo- ingarmestu málum landbúnað- árins sem eru verðlags- og af- urðasölumálin. Þá voru sett lög um Áburð- arverksmiðjuna árið 1949. Sú verksmiðja er nú tekin til starfa, sem kunnugt er og við hana eru tengdar glæstar vonir íslenzkra ræktunarmanna. Raflýsing og kornrækt. Á síðasta vetri voru sett lög um raflýsingu í sveitum. Þau færa sveitafólkið nær hinum gamla draum þess um bjartara og betra líf. Jafnframt skapar raflýsingin möguleika til margskonar iðnaðar og gerir kleift um notkun ýmiskonar áhalda til léttis og þæginda bæði úti og inni. Á síðasta þingi voru einnig samin lög um auknar korn- ræktunartilraunir. Með þeim er hugsað að fá úr því skorið hvort kornrækt getur ekki orð- ið almennari á íslandi. Þessi sýnishorn verða látin nægja til þess að sýna hversu mikill lífsþróttur er í fram- sókninni á sviði landbúnaðar- ins. Lagasetningar þær sem nú hafa verið nefndar stefna allar í átt til meiri ræktunarfram- kvæmda, til meiri félagsþroska og til þess að landið okkur verði betra og gjöfulla en áður. í þessari upptalningu hefi ég sleppt mörgum lagasetningum og breytingum á eldri lögum, 66 ræktunarsambönd staríandi. C . 8» Nýkomið árval aí Sumarfataefnum Pipar & salt í mörgum litum. Ullargaberdine, dökkblátt. Fjölmargar flein gerðir af fataefnum Eingöngu úrvalsefni Nýtízku snið * © © • • • O O O O O O Mea Mpwnemm og * e Engin augiýsisig er |afn eftirsóknarverð og MWi S frá -o -• ■0 -• HRJEIÐAH ./WI VVO V klæðskeri. Laugaveg 11, II. bæð, sími 6928. ."1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.