Vísir - 23.06.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Miðvikudaginn 23. júní 1954
137. tbl.
Tafarlausra aðgerða kraf-
ist af öryggisráði St>.
Uppreistarmenn í Guatemala segjast
setja stjórn á laggir.
Frakkar breyta hernaðar'
stefnn sinni i Indókína.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Ríkisstjórnin í Guatemala
hefur krafizt þess, að Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna komi
þegar í stað saman og geri ráð-
stafanir til þess að stöðva
vopnaviðskiptin í Iandinu.
Segir stjórnin, að innrásar-
menn hafi ekki farið að tilmæl-
um ráðsins um, að „gera ekkert,
sem leitt gæti til blóðsút.hell-
inga“, heldur haldið áfram árás
um.
Loftárásir- frá
Nicaragua og Honduras.
Þá er því haldið fram, að
„fjandsamlegar- flugferðir“ séu
stöðugt farnar inn yfir lantíið
frá flugvöllum í Nicaragua og
Honduras og stundum verið
gerðar tilraunir til sprengju-
árása, en ella stundaðar njósn-
ir. -
Honduras v
krefst sannana.
Stjórnin í Ilonduras ' hefur
þegar neitað þessum ásökunum
og hefur krafizt þess, að al-
Batorý kemur í fyrra-
málið með 760 farþega.
Pólska skemmtiferðaskipið
„Batory“ kemur hingað - til
Reykjavíkur kl. 7 í fyrramálið
og stendur við til kvölds. .
„Batory" kemur með 760
skemtiferðamenn og konur,- —
Hingað kemur skipið frá Kaup-
mannahöfn með viðkomu í Pær-
eyjum.
Skipið kemur á ytri höfnina
kl. 7 í fyrramálið en heldur burt
kl. 10 annað kvöld.
Mestur hluti skemmtiferða-
fólksins fer í hringferð til Þing
valla um Sogsfossa og Hvera-
gerði.
ameríska friðarnefndin komi
saman og heimti sannanir fyrir
þessum ákærum. Nefndin kem-
ur saman til fundar í dag og
tekur málið fyrir.
Vopnaviðskipti.
Aðilum ber ekki saman um
árangur af vopnaviðskiptum.
Innrásarmenn segjast hafa tek-
ið 18 bæi og hafa þeir
sett á laggirnar nýja stjórn í
einum þeirra, en ekki til-
kynnt hver hann er.
Stjórnin segir, að innrásar-
mönnum hafi mistekist að rjúfa
samgöngur milli Guatemala-
borgar og hafnarbæja við Kara
biska haf. Þá segist stjórnin
hafa ger.t upptækt skip, sem átti
að færa innrásarmönnum her-
gögn.
Forkðtitr hafinn
að sókn.
Einkskeyti frá A.P.
Hanoi, í morgun.
Undangengin þrjú dægur
hefir stöðugt heyrzt skothríð
hingað dag og nótt, stundum
mjög áköf.
Er á allra vitorði, að stöðugt
er um snörp átök að ræða á út-
jaðri Rauðársléttunnar, þar
sem uppreistarmenn hafa und-
irbúið stórsókn að undanförnu.
Menn ætla, að átök þau, sem
nú eiga sér stað og virðast sí-
vaxandi, séu forleikurinn að
hinni yfirvofandi sókn.
Sundkeppnin :
6878 hafa synf
200 m. í Rvík.
Undanfarna daga hefur þátt-
taka í norrænu sundkeppninni
verið heldur dræm, og beíur
má, ef duga skal.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk í Sundhöllinni í morg
un, höfðu þá synt þar samtals
4278 manns 200 metrana, en í
Sundlaugunum höfðu um 2600
manns synt hina tilskildu veg-
arlengd. Samtals hafa því 6878
Reykvíkingar þreytt sundið, og
er það of lítil þátttaka, að því
er kunnugir telja.
Ástæða er því til að brýna
fyrir fólki að draga ekki von úr
viti að taka þátt í keppninni,
sem við höfum fullan hug á að
vinna og halda þar með virð-
ingarsæti því, sem við settumst
í með sigrinum um árið.
Samið við farmenn í nðtt.
Aðalbreyting er viðurkenning 4ra
frídaga á mánuði.
Ekkert verður af verkfalli
því, er boðað hafði veiið hjá yf-
irmönnum á kaupskipaflotan-
um, þar eð samningar voru
undirritaðir milli deiluaðila kl.
1 í nótt.
Vísir átti tal við Torfa Hjart
arson, sáttasemjara ríkisins, í
morgun, en hann hafði setið á
fundum með aðilum undanfarin
sólarhring, eða rúmlega það.
Farmannasamband íslands
kom í máli þessu fram fyrir
hönd félaga stýfiniánna, vél-
stjóra og loftskeytamanna, en
liins vegar vora skipáfélögin.
Aðalbreytingin á fyrri samn-
ingum várð sú, áð nú fá yfír-
menn á kaupskipunum viður-
kennt, að þeir eigf fjóra frí-
daga á mánuði hverium, líkt qg
hásetar hafa. Þá voru sett á-
kvæði í samningana um eftir-
vinnu í vissum tilfellum. Eng-
in breyting var gerð á grunn-
kaupi yfirmanna.
Sýnist því hafa fengizt skjót
og farsæl lausn á deii.i þessari.
Málalok þessi hafa m. a. það
í för með sér, að m.s. Gullfoss,
sem átti að leggja úr höfn.tveím
tíögum á undan áætlun, eða á
moigun, tii þess að komast hjá
stöðvun, fer nú til Kaupmánria
hafnar samkvæmt áætlun á
ll’augardag.
Astralski hlaupagarpurinn
Landy hefur sett tvö ný
heimsmet, hlaupið eina
enska mílu á 3 mín. 58 sek..
og 1500 metra á 3 mín. 41.8
sek.
Sá heitir Rená Cogny, sem
stjórnar vörnum Frakka á ós-
hólmasvæði Rauðár í Indókína.
Sést hann hér á myndinni, þeg-
ar hann tók á móti „englinum
í Dién Bien Phú“, hjúkrunar-
konunni Genevieve de Gallard-
Tefraube.
Lögreglan elti bílþjóf.
Hafði málað yfir skrásetning-
armerki bílsins.
I nótt tókst lögreglunni að
hafa uppi á bílþjóf, sem nokk-
uru áður hafði stolið varnar-
liðsjeppa með einkennisstöfun-
um VL 11.
Kært var yfir bílstuldinum
til lögreglunnar og í nótt er
lögreglumenn voru í eftirlits-
ferð vestur í bæ, sáu þeir jeppa
bíl á ferð, sem virtist líkur þeim
bíl, sem stolið hafði verið. —
Veittu lögreglumennirnir jepp-
anum éftirför unz hann stanz-
aði og kom þá í ljós að þetta var
hin stolna bifreið. Hafði skrá-
setningarmerkið verið brengl-
að og síðan málað yfir það til
þes að dylja hið rétta númer.
Ökuþórinn, sem ók bílnum, var
tekinn fastur og er mál þetta
nú í rannsókn.
Varpaði sér til sunds.
Seint í nótt, eða um fimm-
leytið, fleygði maður sér í höfn
ina af skipi, sem hér var statt
Strax er í sjóinn kom greip
maðurinn sundtökin og stefndi
í áttina til hafs. Kunningi sund-
garpsins, sem einnig var stadd-
ur á skipinu fleygði sér á eftir
honum í sjóinn, náði honum á
sundinu og kom með hann til
lands. Bar lögregluna að í sama
mund sem mennirnir voru að
komast á þurrt. Var farið með
sundflóttamanninn á lögreglu-
stöðina, þar sem hann var vaf-
inn inn í teppi og hlúð að hon-
um uriz honum hlýnaði. Þá var
farið með hann heim til hans.
Árekstrar.
í gær lenti hjólreiðamanni
saman við bifreið á Lækjar-
torgi. Hjólreiðarmaðurinn féll
við og meiddist lítilsháttar á
{ hendi. ■. ■.*;t;
M.-France talar
við Chou En-lai.
Einkaskeyti frá AP.
París í morgun.
Mendes-France, forsætisráð-
herra Frakklands, er lagður af
stað til Bern í Svisslaridi.
Ræðir hanri þar við Chou En-
lai forsætis- og utanríkisráð-
herra Pekingstjórnarinnar um
Indókína.
I Frá Bern hyggst Mendes-
France fara til Nýju Dehli í
Indlandi til viðræðna við Nehru
forsætisráðherra.
Þessar ferðir Mendes-France
vekja hina mestuathygli. Næst-
um allirfrönsku ráðherrarnir
voru viðstaddir burtför hans og
talar það sínu máli.
Síldveiöarnar.
Mlkil þátt-
taka í ár.
Líkur eru fyrir mikilli þátt-
töku í síldveiðum í ár. Berast
umsóknir um síldvéiðileyfi
mjög ört þessa dagana.
Nú líður óðum að því, að síld
veiðitíminn hefjist, og er mikill
undirbúningur undir síldveið-
arnar. Benda allar líkur til, að
þátttakan verði mun meiri en í
fyrra, ef til vill miklum mun
meiri.
Umsóknir um síldveiðileyfi
berast nú nærri á klukkustundu
hverri til atvinnumálaráðuneyt
isins og verður þeim veitt við'
Hafa eyðilagt
„de Lattre-línuna.46
Aðaláhersla lögð
a Iiraðíara sveiíir.
Einkaskeyti frá AP. —.
Hanoi í gær.
Franska herstjórriin hér hef-
I7t tilkynnt, að loftsóknin gegn:
hwírtöðvum kommúnista hér
um slóðir verði hert til muna
á næstunni.
Veit herstjórnin franska urrr
rúmlega 100 stöðvar kommún-
ista, sem hörð hríð verður gerð:
að, til þess að tefja undirbún-
ing sóknar til Hanoi. Kommún-
istar hafa mánuðum saman ver—
ið að breyta sakleysislegum;
þorpum í virki með neðanjarð—
argöngum og sterkum víggirð-
ingum. j
„Við erum hættir að reyná að
fara vel að mönnum,“ sagðil
franskur foringi í gær. „Nú lát-«
um við hart mæta hörðu á þess
um slóðum.“ >
Frönskum flugsveitum hef—
ur tekizt að gereyða tveim sterlc.
um virkjum uppreistarmannai
með loftárásum, og hefur því
verið ákveðið að halda þeim á—
fram næstu vikurnar, og eyða!
hverri bækistöðinni af annari^
Þar sem íbúarnir eru látni
ir vera um kyrrt í þorpun-i
um, þótt þeim sé breytt í.
virki, er prentuðum aðvör-i
unum alltaf varpað niður áíF
ur, til þess að þeir geti forð-i
að sér undan sprengjunum.
„De Lattre línan“
eyðilögð. !
Loftárásir þessar tákna al-»
gera stefnubreytingu frönskií
herstjórnarinnar. — Þegar dö
Lattre de Tassigny hershöfð-i
ingi stjórnaði í Indókína, léfc
hann reisa fyrir fjórum árumi
og gera þétta röð virkja um-
hverfis óshólmasvæðið og bar
„lína“ þessi nafn hans. Nú hef-
ur hún verið yfirgefin að miklu
leyti og vii-kin sprengd í loft
upp.
Framvegis verður stefnan sú
að koma á fót hraðfara sveitum.
með nýtízku vopnabúnaði, sem.
geta farið skjótlega til hvers
þess staðar, þar sem hættan er
mest hverju sinni. Flutningar
liðs frá suðurhluta landsins,
svo og undanhald úr þeim fram
varðastöðvum, sem voru í
mestri hættu, hefur gert það
að verkum, að Frakkar hafa nú
tiltölulega sterkari aðstöðu um
hverfis Hanoi en fyrir orustuna
um Dien Bien Phu.
Ekkert hefur þó enn Verið
hægt að gera til að bæta upp
tap þeirra 15.000 manna, sem
féllu í þeirri orustu, en það var
blómi hersins í Indókína. Lið
er á leiðinni, en það tekur þrjár
vikur að flytja það frá höfnum
við Miðjarðarhaf.
taka áfram, þótt frestur sé út
runninn. Tölur um veitt síld-
veiðileyfi eru ekki enn fyrir
hendi.