Vísir - 23.06.1954, Blaðsíða 4
VtSIR
Miðvikudaginn 23. júní 1954
WlSKXl
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
títgefándi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iínur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
ÞjónamB prestar á landinu eru
nú t10, en embættin 116.
*
Ur skýrslu biskups á prestastefnunni.
Viðskiptin við Rússa.
■íslendingar munu á næstunni ganga í annað skipti frá við-
skiptasamningum við Rússa á skömmum tíma, og er það
mikið magn af vörum, sem skipzt verður á samkvæmt þeim
samningi sem nú er á döfinni, eins og þeim fyrri, sem gerð'ur
var í fyrra. Mun verðmæti þeirra afurða, sem við seljum til
Rússlands samkvæmt þessum nýja samningi, nema milli 200
og 300 milljóna króna, en á móti fáum við ýmsar nauðsynja-
vörur m. a. allar þarfir okkar á sviði brennsluolía og sements.
Kommú9Fs«|ar hér á landi telja sér það til tekna, að hafin
hafa verið «jft,kipti við Rússa, og hafa löngum haldið því fram
gegn betri vxtund, að íslendingar hafi ekki mátt verzla í austur-
veg vegna fjandskapar stjórnarvaldanna, auk þess sem Banda-
xíkin hafi átt sinn þátt í því, að við notfærðum okkur ekki
hagstæða markaði aiv+an jarntjalds. Vita þó allir, að íslend-
ingar reyndu hvað eí.ir annað að koma á viðskiptum við Rússa,
en það tókst ekki, af því að Rússar höfðu ekki áhuga fynr
þeim viðskiptum. En þegar fulltrúar þeirra tilkynntu á s.l.
ári, að þeir væru reiðubúnir til viðskipta, þá stóð ekki á ís-
lendingum, og komust viðskiptin á, er brott voru fallnar mót-
hárur Rússa.
Kommúnistar hér á landi gera sér miklar vonir um það, að
almenningur muni láta viðskiptin við Rússa hafa einhver áhrif
á stjórnmálaskoðanir sínar, það er að segja að sannfæring
íslenzkrar alþýðu muni.,fljóta með í þessum viðskiptum, af
því að þau. sé svo dæmalaust' hagstæð.’ Það er áð vísú rétt, að
viðskipti þessi eru að mörgu leyti hagstæð, en þó mun sann-
leikurinn vera sá, að það sé ekki ýkjahátt verð, sem við fáum
fyrir afurðir okkar, þegar gerður er samanburður á útsölu-
verði þeirra í Rússlandi, þegar almeningi þar gefst kostur
á að kaupa þær. Er því milliliðgagróðinn ekki lítill og hamast
kommúnistar víst ekki gegn honum, enda þótt við ættum að
geta fengið meira, ef úr honum væri dregið.
Rússar hafa þörf fyrir að eiga viðskipti við margar þjóðir,
og gilda um þá sömu reglur í því efni og önnur þjóðfélög,
jafnvel þótt ekki sé um „auðvaldsríki“ að ræða. Og þörf þeirra
er þeim mun meiri, sem framleiðsluhættir þeirra munu engan
veginn vera eins fullkomnir og kommúnistar um allan heim
vilja vera láta í blindri auðsveipni sinni. Hefur þetta m. a.
komið berlega fram í því, hve Rússar auka kaup sín hjá öðrum
þjóðum, sem vilja verzla við þá.
Á sínum tíma munu Rússar hafa borið því við, er þeir vildu
ekki eiga viðskipti við íslendinga, að þeir hegðuðu sér ems og
kaupmenn, sem gera þar kaup, sem þau eru hagfelldust. Eins
ér um okkur íslendinga, að við verzlum þar sem okkur þykir
hagkvæmast. Við seljum Rússum afurðir okkar, ef þeir vilja
gefa sómasamlegt verð fyrir þær, og við kaupum hjá þeim á
móti, ef þeir geta boðið sæmilegar vörur við viðunandi verði.
Þar er ekki um stjórnmál að ræða, einungis hagsýni, sem hlýtur
að vera látin sitja í fyrirrúmi, vestan tjalds sem austan, og
íslendingum mun ekki þykja ástæða til að láta neinn kaupbæti
fylgja því, sem þeir hafa á boðstólum. Það er vel boðlegt
án slíks. i
Á prestastefnu íslands, sem
nú stendur yfir hér í bæ, gerði
biskupinn, herra Asmun.dur
Guðmundsson, • greiii fyrir
störfum kirkjunnar og hag á
liðnu synodusári.
M. a. minntist hann þess, að
fimm prestar hefðu látizt á ár~
inu, þeir Halldór Jónsson f.
prestur á Reynivöllum, Krist-
inn Daníelsson, f. prófastur að
Útskálum, Óli Ketilsson, f.
prestur í Ögurþingum, Hálfdán
Helgason, prófastur á Mosfelli
og Þorvaldur Jakobsson, f.
prestur í Sauðlauksdál. Fimm
prestar fengu lausn frá Prests-
skap á árinu. Hiris vegar bætt-
ust í hópinn 7 prestar, og voru
sex þeirra vígðir í fyrradag,
eins og getið hefir verið. — Ó-
veitt prestaköll eru: Hofteigs-
prestakall í N.-Múlaprófasts-
dæmi, Hofsprestakall í Öræf-
um, Skálholtsprestakall, Þing-
vallaprestakall, Staðarhóls-
þing í Dalaprófastsdæmi, Brjáns
lækjarprestakall í Barðastrand-
arprófastsdæmi, Sauðlauksdals-
prestakall, Hrafnseyrarpresta-
kall í V.-ísafjarðarprófasts-
dæmi, Staðarprestakall í
Grunnavík í N.-ísafjarðarpró-
fastsdæmi og Grímseyjar-
prestakall. Tala þjónandi presta
er nú 110, en embættin eru 116
að lögum.
14 milftj. kr iðgjötd
Almennra trygginp.
Aðalfundur Almennrá Trygg'
inga h.f. var haldinn 18. þ. m.1
Samkvæmt ársreikningi fé-
lagsins námu iðgjöld allra
deilda nálega 14 milljón krón-
um og hafa aukizt um 1,3 millj.
á árinu. Útborguð tjón á árinu
voru 8,2 millj. krónur. Vara-
sjóður félagsins nemur nú 4,6
imillj. krónum. Tekjuafgangur
varð kr. 152.000.00.
Samþykk’t var á aðalfundin-
um að geí'a ’kr. 10.000.00 til
| Landgræðslusjoðs og kr. 10.000
Itil Dvalarheimilis aldraðra sjó-
' manna.
I Stjórn félags/.ns skipa nú:
I Carl Olsen, Gunnar Einarsson,
Jónas Hvannberg, Kristján Sig
1 geirsson og Gunnar Hall. For-
stjóri félagsins er Baldvin Ein-
arsson.
Á árinu voru vígðar Norð
tungukirkja óg bænhús að Gröf
á Höfðaströnd, ennfremur
Oddakirkja eftir meiri háttar
viðgerð. — Kirkjukórar eru nú
alls á landinu 175, og voru 9
stofnaðir á árinu. Prestsseturs-
hús voru byggð á Reynivöllum,
í Árnesi, Sauðlauksdal og á
Kálfafellsstað. Kjörið var í
kirkjuráð hinnar íslenzku þjóð-
kirkju, af hálfu presta þeir sr.
Þorgrímur V. Sigurðsson á
Staðarstað og sr. Jón Þorvarð-
arson í Rvík, en af héraðsfund-
um þeir Gísli Sveinsson f. sendi
herra og Gizur Bergsteinsson
hæstaréttardómari. Biskup er
sjálfkjörinn forseti ráðsins. í
Skálholtsnefnd hafa þessir
menn verið skipaðir: Hilmar
Stefánsson, bankastjóri, Magn-
ús Már Lárusson prófessor og
Sveinbjörn Högnason prófastur.
Aföragis knattspyrntH
mynd í Gamla Bíó-
Knattspyrnusamband íslands
bauð í gær blaðamönnum og
nokkrum öðrum gestum að sjá
nýja, ungverska kvikmynd,
sem tekin var, er ungverska
landsliðið sigraði hið brezka
tvisvar sinnum, eins og 'menn
muna.
Myndin, sem er mjög vel tek-
in, er einkar fróðleg, ekki að-
eins knattspyrnumönnum, held-
ur og óbreyttum áhorfendum,
sem yndi hafa af þessari íþrótt.
Myndirnar eru tvær, sú fyrri
tekin á Wembley-leikvangin-
um í London, er Ungverjar
sigruðu Breta með 6 mörkum
gegn 3, en hin síðari í Buda-
pest, er Ungverjar gerðu sér
lítið fyrir og „burstuðu" Breta
með 7 mörkum gegn 1. Ung-
verjar sýna dæmafáa tækni og
knattmeðferð, en einkum vek-
ur Puskas, snjallasti Ungverj-
inn, mikla athygli. Öll er mynd-
in hin lærdómsríkasta, og
mættu knattsprynumenn okkar
margt af henni læra. Myndir
þessar eru sýndar í Gamla Bíó
þessa dagana, og mun íslenzk-
ur texti fylgja þeim.
Robeson og Beria,
Cá maður er illa á vegi staddur um þessar fnundir, sem vill
ferðast milli landa, en hefur ekkert vegabréf. Hafa ýmsar
ríkisstjórnir því gripið til þéss ráðs að néita mönnum um vega-
bréf, ef þeir vilja ekki að þeir leggi land undir fót. Hefur
Bandaiúkjastjórn iðkað þetta nókkuð, og meðal annars neitað
söngvaranum Paul Robeson, sem fyllir flokk kommúnista, uni
vegabréf, þar sem hún telur óþarfa fyrir hann að heimsækja
skoðanabræður sína í öðrum löndum.
Það verður ekki séð í fljótu bragðj, hvaða gagn það gerir
í baráttunni gegn kommúnismanum að neita ýmsum mönnurn
um vegabréf, en að því er Robeson snertir hefur það gefið
kommúnistum átyllu til „herferðar um allan heim til að fa
kyrrsetningu á Paul Robeson aflétt“. Leiðbeinir Þjóðviljinn
mönnum um þetta í gær og birtir meira að segja enskan texta
sem á að senda vestur um haf.
í þessu sambandi er fróðlegt að minnast þess, að kommún-
istar skáru ékki upp slíka herör á síðasta ári, þegar Kremlverjai
ákváðu að gefa Beria vegabréf — yfir um. En vitanlega gegndi
©ðru máli er slíkur fantur var annars vegar!
\Masyt er sktítiéj
Rottuher í sókn á Malakka.
Keiíir lluilit' loMeiði§.
Brezki flugherinn á Mal- kopta og láta þá svífa til jarð-
akkaskaga hefir verið beðinn ar í fallhlífum. Var farið með
að flytja tvo ketti loftleiðis til þá í reynsluflugferð í Valetta-
einnar bækistöðvar hersixis í
frumskógunum.
Er þar svo mikill rottuað-
gangur, að ógerlegt hefir reynst
að verja matvælabirgðir stöðv-
arinnar, og auk þess naga þær
allt sem nagað verður og valda
með því miklu tjóni.
Ákveðið var að sénda tvo
afbragðs veiðiketti til her-
sprengjuflugvél í. gær og var
þeim svo varpað niður í fall-
hlífum í 300 feta hæð. Gekk
þessi aðalæfing -að óskum og
stendur nú fyrir dyrum flutn-
ingur á köttunum tveim, sem
eiga að veita setuliðinu í virk-
inu ómetanlega aðstoð í bar-
áttunni gegn þeiiri grirrirriilega
rottuher, sem stöðugt sækir á
stöðvarinnar og flytja þá í það.
Ferðalangur skrifar Bergmáli
og biður um, að nokkrar línur
séu birtar eftir sig í dálkinum.
Ilann segir: „Einhver leðuriðján
liér i bæ ætti að taka sig til og
framleiða sterk veski fyrir vega-
bréf. Slik veski er alls staðar
hægt að fá erlendis og eru þau
ágæt að því leyti, að vegabréfin
velkjast þá síður, en vitað er að
oftast ganga menn með þau í vös-
unumþar sem gott er að liafa bau
alltaf við höndinaj þegar ferðast
er erlendis.
Færeyjar ekki fsland.
I’essi veskr éní seid i öllum
ferðaskrífstofum og í biðsölum
flugfélaga og hef ég séð veski á-
gyllt með nöfnum ýmsra landa. í
Ivaupmannahöfn er hægt að fá
veski með ágyllingunni Færeyj-
ar,en livergi fæst veski nieð ágyll-
ingunni ísland. Væri til dæmis
upþlagt, að Ferðaskrifstofan hér
hefði veskin á boðstólum, og
svo máetti lika hafa þau til sölu
hjá flugfélögunum. Þetta er nú
aðeins uppástunga frá mér, en ég
held að mörgum gæti komið það
vej, að geta fengið keypt þessi
veski, og myndu þá vegabréfin
duga lengur."
Vínsalinn lokaði ekki.
Þá er hér annað bréf um ó-
skylt málefni. „Kæra Bergmál.
Mig langar tíl að biðja þig að
birta eftirfarandi bréf, ef vei'a
kynni að opnuðust augu ráðandi
manna fyrir sleifarlaginu á hlut-
unum hjá okkur. Hinn 16, júní
var iokað útsölustöðum áfengis-
verzlunarinnar, sem og var mjög
vel ráðið og viturlegt. En ráðstöf-
unin missti alveg marks, þar sem
stærsti og ófyrirleitnasti leyni-
vínsaiinn gat óátalið og hindrun-
arlaust liaft opna búð á sínu eigin
heimili frá því snemma morguns
þann 10. júní og allan 17. júní
framyfir miðnætti. Þetta finnst
mér dágóð spegilmynd af ástand-
inu í áfengismálunum hjá okk-
ur. Þinn einlægur Hálfdán í Rauð
arárholtinu.“
Ibúðavandræðin.
Það kveður ennþá nokkuð ai
húsnæðisvandræðurium hér
bænum, þótt eitthvað dálítið liaf
rætzt úr með einstaklinxjsher
bergi vegna þess að allmargii
námsmenn fara úr bænum un
sumartímann og fólk flytur
sumarbústaði og við það losnai
alltaf eitthvað. En margir verði
að sæta afarkostum, ef þeir eig:
að fá inni. Ýmist eru þær kvaðii
lagðar á fólk, að það geri íbúðii
í stand upp á sinn kostnað, eðí
það verður að greiða stórar fúlg
ur fyrir fram. Þetta ástand ei
hvergi nærri gott, þott se’gja meg.
samt að i rétta átt stefni með þv
að nú er létt undir mörgum mef
að byggja með smáíbúðarlánun
um, enda nota sér það margir.
Gott dæmi.
Gott dæmi um ástandið er þó
auglýsing, er birtist i blaði fyrir
nokkru.Þar stóð, að maður gæti
fengið íbúð á leigu, ef liann vildi
taka að sér algera standsetningu
á íbúðinni, sem reyndar var i
Íiálfpússuðu liúsi, svo húsið hef-
ur verið nýtt, og eigandinn hugs-
að sér að fá allmikla vinnu og
efni lagt fram sér að kostnaðar-
lausu, en væntanlega viljað halda
sinni húsaleigli óskertri. Þannig
er það og þvi fyrr því betra, að
eðlilegt ástand skapist í þessmu
málum. — kr.