Vísir - 26.06.1954, Side 4

Vísir - 26.06.1954, Side 4
4 DAGBLAÐ Ritstjóri: Herstemn Pálsson, Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm iinur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. íslenzk fræði. iTslendingar státa af því flestu öðru fremur, hversu mikil bókmenntaþjóð þeir séu. Að minnsta kosti er hægt að benda á það, hve margar bækur sé gefnar út hér á ári hverju og gera samanburð við aðrar , þjóðir, því að „í hlutfalli við fólksfjölda“ er til lítils fyrir flesta að keppa við íslendinga. T>ótt íslendingar séu „fáir, fátækir, smáir“ geta þeir pó setzt á bekk með öðrum þjóðum, því að þeir geta bent á afrek, sem eru ekki minna virði en glæstar hallir og önnur mikilfengleg mannvirki, sem menning þjóða er einnig dæmd eftir. Það hefði því mátt ætla, að mikil aðsókn væri á degi hverjum ac bókmenntasýningu þeirri, sem Háskóli íslands hefur efnt til og stendur yfir um þessar mundir í húsakynnum Þjóðminjasafnsins skammt frá háskólabyggingunni. Þangað hefði átt að vera straumur fólks á degi hverjum, því að vitan- lega hefur bókmenntaþjóð yndi af að sjá þar allt samankomið á einum stað, sem m? t er um vert á sviði bókmennta hennar, því að þeir eru hana fáir, sem hafa tök á að eignast hvað eina, sem út er gefið, og ekki auðhlaupið að því jafnvel þótt ekki þurfi að horfa í þá fjármuni, sem gefa þarf fyrir ýmis- konar bækur og rit. Það hefði og mátt ætla, að aðsóknin yrði ekki minni en að miðlungs málverkasýningu, því að væntanlega kunna allir í þessum bæ að lesa, þótt þeir sé ekki fyllilega læsir á sumar þeirra rúna, sem listmálarar vorir nota til þess að túlka skoð- anir sínar á hlutunum, lifandi eða dauðum. En satt að segja hefur aðsóknin að bókmenntasýningunni ekki verið svo mikil, að bókmenntaþjóð sé sómi að. Menn hafa sýnt þessu máli tóm- læti, og þeir verið tiltölulega fáir, sem þar hafa komið, þegar tekið er tillit til þess, hve menn eru ginkeyptir fyrir allskonar vitleysu, sem oft er á boðstólum, sýningum trúðleikara og flakkara, sem leggja leið sína til landsins, af því að það er nú í þjóðbraut, og fólkið hefur fé um fram daglegar þarfir. Þegar á allt er litið, virðast íslendingar vera að breytast úr bókmennta þjóð í bókaútgáfuþjóð, en það er tvennt ólíki. Hér er prentað og gefið út meira en víðast annars staðar —i „að tiltölu við fólksfjölda“ — en ruslið virðist vera það, sem flestir sækjast eftir að gefa út, kaupa og lesa. Góðir menn reyna að hamla gegn þessu, en það er erfitt, því að uppeldi æskunnar er í molum, og hvorki heimilum og skólum tekst að innræta henni þá ást á sönnum bókmenntum, sem þarf .til þess að því útgáfutímabili ljúki sem skjótast, er nú stenöur. Forstöðumenn bókmenntasýningarinnar þurfa að geia meira til þess að vekja athygli almennings á henni, því að hennar hefur varla verið getið opinberlega, síðan tilkynnt var, að til hennar yrði stofnað. Hún er líka svar við hinni frægu sýningu Kaupmannahafnarháskóla, og við getum ekki, er við heimtuni afhendingu handritanna, jafnframt látið sýningu þessa ai- skiptalausa. Slíkt er ekki gott til afspurnar, jafnvel þótt eklci sé litið á málið frá öðrum hliðum einnig. Viiræður í Washington. TT'orvígismenn Breta og Bandarfkjamanna munu ræðast við í Washington um þessa helgi, og er svo frá skýrt, að kjar.v- orkumálin munu verða meðal þess, sem þar verður á dagskrá, enda snúast heimsvandamálin að miklu leyti um þau. Fundur þessi er eolileg afleiðing þess, að ráðstefnan í Genf, sem hófst í síðustu viku apríl-mánaðar, fór út um þúfur. Lýðræðisríkin gerðu enn eina tilraun til áð komast að'.sam- komulagi við-kommúnista um íausn helztu deilumála, og á: • angurinn varð enginn frekar 'en óftast áður, þegar íulltrúar þeirra hafa komið saman. Það er jafnan viðkvæðið hjá kommúnistum, að lýðxæðis— þjóðirnar og þeir geti lifað í sátt og samlyndi, en staðreyndirn- ar sanna, að þetta er ekki hægt, af því að enginn hugur fylgir máli hjá kommúnistum, er þeir taka svo til orða. Frumkoma þeirra er ævinlega þveröfug við það, sem þeir segja, og þvi er það, að hver ráðstefna, sem þeir sækja, fer út um þúfur að miklu eða öllu leyti. Lýðræðisþjóðunum er það því nauðsyn að þjappa sér sem fastast saman, og væntanlega ber fundurinn í Washington þann árangur, að Bretar og Bandaríkjamehn jafna misklíðar- efni sín, því að af þeim getur öllum >>hihum ffjálsa heimi fctafað hætta. VlSIR Laugardaginn 26. júní 1954 Opið bréf til vatns- og hitaveitustjóra. í Hlíðahverfi hefur á örfáum árum risið myndarleg byggð ög blómleg, sem höfuðstaðnum er sómi að. Húsin eru vönduð og víða eru þar fagrir garðar, prýddir blómum og grasflötum. Yfirleitt una Hlíðabúar vel hag sínum, enda þótt þeir voni, að enn búsældarlegra verði að dvelja þar er stundir líða, ef nægilegt vatn fæst til þess að láta hitaveituna ná til þessa hverfis. En af skiljanlegum á- stæðum getur orðið nokkur bið á því, og munu menn að sjálf- sögðu sætta sig við það. En hitt geta Hlíðabúar ekki sætt sig við, og eiga alls ekki að sætta sig við, að víða þar í hverfinu, t. d. Drápuhlíð, þar sem undirritaður býr, er alls ekkert vatn í krönunum þessa dagána, og hefur ekki verið undanfarnar vikur. Frá kl. 9— 10 á morgnana og næstu 12 klukkustundirnar eða svo, kemur ekki deigur dropi úr krönunum, og þar verða hús- mæður, „upp á gamla móðinn“, að safna vatni í baðker og skjólur. Ástæðulaust er að lýsa þvi út í æsar, hverjar afleiðingar vatnsskorturinn hefur fyrir heimilisreksturinn almennt. í þessu hverfi eru ungbörn eins og annars staðar í bænum. Þessir yngstu samborgarar okkar nota plagg, sem nefnt hefur verið blæja, og þessi plögg þarf að þvo. Vatnsskortur er ekki heppilegur til slíkra framkvæmda. Ekki er hægt að nota salerni með venjulegum hætti, og má fara nærri um, hvílík óhollusta stafar a£ þessu. Útisalerni munu nú horfin úr bænum, og var engin eftirsjá að þeim. Nú er ' þann veginn að myndast ný tegund salerna í Hlíðunum, eins konar „inni-úti-salerni“, ef menn skilja við hvað er átt. Ótaiið er fleira óhagræði af vatns- skortinum, er hér skal staðar numið. Mér hefur skilizt, að starf yðar, hr. vatnsveitustjóri, sé m.a. í því fólgið, að þér sjáið um, að borgarar bæjarins hafi rennandi vatn í híbýlum sín- um. Það er þjónusta yðar við borgara þessa bæjar, sem yður ber skylda til að inna af hendi. Eg var fyrir löngu farinn ;að líta svo á, að rennandi vath væri með sjálfsögðustu þæg- indum í höfuðstað íslands, sem um marga hluti er með byggi- legustu borgum Evrópu. Nú er svo að sjá sem nokkur hluti Hlíðahverfis sé kominn a sumarbústaðastigið, þrátt fyrir þá staðreynd, að nægilegt vatn flyzt til bæjarins eftir leiðsl- unni frá hinu ágæta vatnsbóli bæjarins, Gvendarbrunnum. Ef til vill munu þér segja sem svo, að vatnsæðarnar i götunni séu of þröngar og þrýstingurinn ekki nógur. Þá segi ég: Það kemur ekki mál við mig. Við skulum umsvifa- laust grafa upp vatnsæðarnar og fá aðrar víðari, — við í Hlíðunum eigum nefnilega heimtingu á vatninu, og ætt- um ekki að þurfaað fara neinn bónarveg um þessa hluli. Þér kunnið e. t. v. að segja sem svo, að þetta kosti fé, sem þér hafið ekki umráð yfir. Þá segi ég. Herra minn. Þér skuluð alveg rólegur fara af stað, — fá vinnuflokk frá bænum, setja niður viðunandi vatnsæðar, og eg skal fullvissa yður um, að bæjarstjórnin myndi sjá um, að verkið yrði greitt. Þetta er að- eins framkvæmdaratriði, og her þarf snör handtök. Til bráða- birgða væri ástæða til þess að takmarka vatnsnotkun að ein- hverju leyti, t. d. leyfa ekki vökvun garða fyrr en seint á kvöldin, eða eitthvað í þá átt. Mergurinn málsins er þessi. Við Hlíðabúar eigum ský- lausan rétt til þess að hafa rennandi vatn í híbýlum okkar, til þess greiðum við vatnsskatt og önnur opinber gjöld. Ef ekki er rennandi vatn í krönunum, ber yður, hr. vatnsveitustjóri, skvlda til þess að bæta úr þessu, — ekki einhvern tíma i framtíðinni, — heldur nu þeg- ar. Nú vænti ég þess, að þer bregðið nú vel og drengilega Við, kippið þessu í lag nú i sumar, og ég vona, að innan fárra daga sjáist „starfsmenn glaðir og prúðir“, önnum kafn- ir við að rífa upp göturnar til þess að setja þar niður nýjar vatnsæðar. Sannleikur- inn er sá, að ég vil hafa vatn í krananum hjá mér, og hið sama segja tugir ef ekki hundruð íbúa í Hlíðunum. Hlíðabúi. Iðnþing háð á Akureyri. 16. Iðnþing íslendinga verð- ur sett í Varðborg á Akureyri í dag. Helztu mál á dagskrá þings- ins verða m.a.: Frumvarp til laga um iðnskóla. Iðnaðarbank- inn. Iðnaðarskýrslur. Tolla og skattamál. Iðnaðarmálastofn- unin. Bátasmíðar og innflutn- ingur. Skipujagsmál bygging- ar iðnaðarins. Lánaþörf iðn- aðarins. Inðþingið er haldið á Akur- eyri að þessu sinni í tilefni þess, að bæði Iðnaðarmannafélag Akureyrar og Trésmiðafélag Akureyrar eiga 50 ára afmæli á þessu áíi. íslands getið í „The Norse,maii“ I iímaritrnu „The Nnrseman‘: sem Norðmenn halda úti í Bretlandi, maí-júní-heftinu, er m.á. grein um ísland. í dáikinum „The Northern States“ (Norðlægu rikin), er þáttur um ísland, er nefnist „Iceland Place in Scandmavia“ (Staða Íslands á Norðurlönd- um). Er þar getið ræðu þeirrar, er forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, flutti að Friðriks- bergi 29. apríl s.l., , þar sem hann leggur áherzlu á, að ís- lendingar séu Norðurlandaþjóð. Eru þar tilfærð ýmis ummæii fórsebahs um þétta efni. t „The Norseman“ er vandað f Bergmáli á föstudag skrifaði húsmóðir um erfiðleka á matar- kaupum. Nú skrifar mér fisksali á þessa leið: „Húsmóðir sagði i gær í dálkinum hjá þér,. að hún gæti hvergi fengið i matinn. Þetta er nú tæpast rétt, þvi að fisksal- ar hafa sjaldan verið jafn birgir af sinni vöru. Þó kunna að þekkj- ast dæmi þess, að fisksali verði sér ekki úti urn vöru fyrir sína verzlun, en þau munu vera færri en hin. EUefu tegundir. Þar sem ég rek fiskbúð verð ég að skýra frá því, að undanfarið hef ég haft allt upp i 11 tegundir af fiski í minni búð, og vorkenni ég engum að taka hann sér til matar. Það, sem fengist hefur i fiskbúð minni, er rauðspretta, smálúða, lúða, þyrsklingur og þorskur, ýsa og fleiri fisktegund- ir. Ef húsmóðir, er skrifaði i Bergmál í gær, getur ekki fengið þann fisk, sem hana vantar, þar sem hún er vön að verzla, getur hún farið í næstu búð, og þar mun hún áreiðanlega fá sinn fisk. Bið ég svo að heilsa öllum húsmæðrum." Enn um torgsölur. Hér kemur bréf frá lesenda í Reykjavík, er vill leggja orð í belg. Hann segir: „Kæra Berg- mál! Eg las í gær um torgsölu, og verð í því sambandi að láta mitt Ijós skína. Eg er alveg sam- mála Bergmáli í því, að torgsöl- ur á að liafa, því með þeim verð- ur tryggt að bæjarbúar geti feng- ið grænmeti á lágu verði. Það er eitthvað það bezta, sem börn- in fá, og við, sem/myndum njóta ‘góðs af, yrðum þakklát fyrir. Aftur á móti býst ég við, að þessi hugmynd muni mæta mót- spyrnu þeirra, er reka verzlan- ir, því auðvitað myndi slík torg- sala draga nokluið úr viðskipt- um þeirra. En livað um það — góð hugmynd verður alltaf að skoðast frá öllum hliðum. Þakka birtinguna.“ Braggarnir. Það var einhverju sinni ákveð- ið, að rifa skyldi alla bragga innan Reykjavíkur og flytjá á brott, en af því liefur ekki orð- ið. Það væri saint sannkallað þrifaverk að losna við þá, þvi ekki verður sagt, að þeir séu | fagrir fyrir augað. Fegrunarfé- lagið, sem lét talsvert til sín taka til að byrja iiieð, en virðist nú vcrá heldur að dofna, ætti | að láta þetta mál til sín taka. Það eru mörg mál, sem það íélag þyrfti að atliuga, eu bfaggamálið er þó það, sem næst stendur og yr.ði vinsælt, ef tryggilega yrði á því tckið. — Lýkur svo Berg- máli í dag. — kr. tímarit, enda standa aS því ýmsir kunnustu lærdómsmenn Norðmanna, svo sem þeir prófessorarnir Jacob S. Worm- Múller (sem hér var á styrj- aldarárunum), Arne Ording, A. Sommerfelt, W. Keilhau og A. H. Winsnes. Ritstjóri er H. K. Lehmkuhl. ® Viðræðufundirnir í Was- hington byrjuðu síðdegis í gær. Brezku ráðherrunum er vel fagnað í blöðum, eink um Churchill, en megn ó- ánægjá látin í ljós út af stefnu Edens í Genf og ræðu hans í neðri málstofunuá fyrr í vikunni. .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.