Vísir - 30.06.1954, Side 4

Vísir - 30.06.1954, Side 4
VlSIK DAGBLAD Ritstjóri: Hersteinn PálssoiL Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoo. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.£. VIÐSJA ViSIS: Brezk-bandaríska „briíin" þarfnast viðgerðar. Tækifæri, sem kannske býðst ekki aftur. — Fréttin, sem beðið er eftir um aiae heim. Skemmtun í Hvallirði. Það hefur vafalaust vakið almenna ánægju allra sæmilegra manna, er lesa mátti í málgagni hinna fjarstýrðu föður- landsvina, „Þjóðviljanum“, að unglingadeild kommúnista ( myndi að þessu sinni treysta hin „þjóðlegu" samtök sín mcð útiskemmtun í Hvalfjarðarbotni um síðustu helgi, og losa þar með Þingvöll við smán þá, er af því leiðir, er kommúnistar saurga hinn helga stað með samkomum sínum í Hvannagja, eins komið hefur fyrir áður. I Vitanlega hefði átt að banna allar slíkar útisamkomur áj Þingvelli fyrir löngu, og alveg sérstaklega hefur það verið ó- viðeigandi, að þessi deild alþjóða-bófasamtaka kommúnisía skuli hafa setzt þar að á miðju sumri ár hvert til skemmtana- halds og drykkjuláta. Vonahdi kemur slíkt ekki fyrir aftur, og væntanlega y/*>■"'a „hátíðahöld“ ung-kommúnista í Hvai- fjarðarbotni upphafs þess, að þeir hafi skemmtanir sínar um hönd sem fjarst mannabyggðum og alla vega sem lengst frá helgum stöðum þjóðarinnar. Með bættum samgöngum ætti t. d. að vera hægt að koma því við, að þeir kæmu saman scr til ánægju og yndisauka uppi á Kili, Sprengisandi eða Vonai- skarði. Myndi lýður þessi þá ekki angra aðra borgara þessa lands með návist sinni, og þá þyrfti hann heldur ekki að ótt- ast átroðning „aðvífandi unglinga“, eins og varð í Hvalíjarða: - botni um helgina, að sögn „Þjóðviljans“. Þetta málgagn kommúnista, sem gefið er út fyrir fé hins „fórnfúsa, íslenzka verkalýðs“ flytur svo skemmtilega frá- sögn af hinni „fjölmennu útiskemmtun ÆF í Hvalfirði um helgina" í gær. Kennir þar margra kynlegra grasa. Meðal annars er greint frá því, að nú hafi verkalýðurinn eignazt „ágæta listræna krafta“, og þess vegna gott að þurfa ekki ,,aö leita til borgararstéttarinnar um slíka hluti.“ Samkvæmt þessu þurfa því hinar „borgarlegu" hornaflokkar, Lúðrasveit Reykja- víkur og Svanur, ekki að vænta mikilla viðskipta hjá sam- tökum kommúnista fyrst um sinn. Er þetta líklega i fyrsia skipti, sem hornaflokkar eða aðrar hljómsveitir eru dregnar í dilka eftir þólitískum skoðunum, og talsverð nýlunda í sam- skiptum fslendinga innbyrðis. Það lýtti annars samkomu kommúnista töluvert, að „hópur unglinga safnaðist á staðinn og hóf þar drykkjulæti um nóttina, og héldu ýmsir sér við fram á sunnudag“. Auðvitað voru hinir drukknu unglingar ekki kommúnistar, því að þeir cá sér víst aldrei í staupinu, — heldur „aðvífandi unglingar“, eins og stendur í fyrirsögn hinna þjóðlegu. Er leitt til þess að vita, að utanaðkomandi unglingar skuli ryðjast á mótsstaði kommúnista og hefja þar ósiðleg' drykkju- læti, í stað þess að taka þátt í hinum listrænu viðburðum af þeirri einurð og festu, sem verður að einkenna jafn-þýðingar- miklar samkomur, er einlægir föðurlandsvinir koma saman til þess að gera sér dagamun, þegar sól er hæst á lofti á þessu kalda landi, Ekki er að efa að enda þótt hinir óboðnu og .drykkfelldu gestir hafí varpað skugga á hina glæsilegu sam- komu, að þar hafi ábyrgir leiðtogar hins væntanlega Sovét- . íslánds rætt vandamál ættjarðarinnar af alvöru, e. t. v. borið saman ráð sín tim næstu „fjársöfnun" flokksins, þyí að vart ■ vefðUr Íátið staðáf nu'mið 'með kaupunum á Tjarnargötuhúsinu og stækkun Þjóðviljans. Nóg. fé er.fyrir hendi, en hins’vegar ástæða til að hugleiða, með hverjum hætti næsta „söfnun“ verður dulbúin. Má vera, áð þetta hafi verið eitt verkefni hinna slteleggu æskulýðssamtaka kommúnista á Hvalfjarðarmótinu. Dvöl í föðurkúsum. T^á var landslýð tilkynnt það í gær, að Einar Olgeirsson hafi farið til útlanda í vikunni sem leið, og muni hann dvelja í Sovétríkjunum um tveggja mánaða skeið. Engu verður um það spáð, hvort Einar fái þar eystra einhver „friðarverðlaun", eða hvort hér sé aðeins um að ræða för til föðurhúsanna, þar ' sém honum verður þökkuð „söfnunin" til Tjarnargötuhússins, sem minnzt var hér að ofáh. En líklegast er, að honum verði tilkynnt, að íslenzkir kommúnistar geti hvenær sem er hafið nýja.söfmui í einhverju skyni, — féð liggi laust fyrir. Eisenhovver Bandaríkjafor- seti sagði nýlega er hann ræddi við blaðamenn í Wash- ington, að brezk-bandaríska bandalagin mætti líkja við brúna yfir Potomac-fljótiði. Þúsundir manna notuðu hana daglega og væri ekkert frétt- næmt við það, en það væri hinsvegar viðburður, sem myndi þykja frétt hvarvetna, ef hún hryndi, en það væri ekki hlutverk hans og Churú- hills, að reyna að búa til frétt- ar, heldur að halda brúnni traustri og öruggri. Vikuritið Time vék að þess- um ummælum hans og gat þess einnig, að samkomuiag við kommúnista væri ólíklegt. Kommúnistar hefðu unnið á í seinni tíð og hættan framuna- an aukist, en það væri ekki vegna þess, að kommúnistum hefði aukist kraftur, heldur vegna sundrungarinnar milii þeirra, sem eru þeim andstæð- ir. Óeiningin og erfiðleikarnir á að ná samkomulagi meðat frjálsu þjóðanna hefði komið æ skýrar í ljós á undan gengn- um mánuðum. Mætti þar til nefna: Ekkert samkomulag um stefnuna varðandi vandamái Austur-Asíu. Stefnuleysið, sem svo greinilega hafi komið í ljós í Genf, á Indókína-ráð- stefnunni, nái til alls Asíu- svæðisins. Þar til megi telja viðurkenningu Breta á komm- únistastjórninni kínversku, á- greininginn um framtíð Japan og hinn ,skammarlega eftir- leik“ samkomulagsins um vopnahlé í Kóreu. í Evrópu horfi æ ver um fullgildingu Evrópusáttmálans og framkvæmd hans og ekki bóli á neinu nýju áformi, er komi í hans stað. Orsakir þess hversu hrapallega hefur til tekist um almennt samkomu- lag séu margar, svo sem hnign- unin í Frakklandi, öngþveitið um Trieste, og vaxandi óá- nægja í Vestur-Þýzkalandi. Varðandi Vestur-Asíulönd og löndin í: grennd við Miðjarð- arhafsbotn hefur mistekist aö ná -samkomulagi um nokkrar mikilvæg mál, sem liefði átt að vera búið að leysa fyrit löngu. Olíuvinnsla hefði átt aö vera hafin í Iran (Persíu; fyrir löngu, en strandað hefði m. a. :á því, að ekki hefði náðst samko.mulag um hvort hið nýja olíufélag, Anglo- American-Iranian olíufélagið, æti að hafa lögheimili í Iran eða Bretlandi, og yrði að telja slíkt aukaatriði. Bandarískn aðstoð við Egyptaland hefði orðið að fresta, vegna þess aö Suezdeilan væri óleyst. Það væri ekki hægt að ganga fram hjá þeirri ömulegu staðreynd, að. brúm þyrfb rækilegrar viðgerðar. Það yrði að treysta allar stoðir hennar. Hún hafði ekki hrunið, en veil- urnar hafi smám saman kom- ið æ betur í ljós. Bilið milli ríkjandi stefnu í Bretlandi og Bandadkjunum hafi stöðugt breikkað. Churchill gæti, ef hann vildi, komið í veg fyrir það, og það mundi verða miklu erfiðara fyrir Eden, að gera það, ef hann tæki við af Churchill innan langs tíma, eins og búist er við. í Washington bíða menn þess af nokkurri óþolinmæði, að Churchill dragi sig í hlé, en áður en hann gerir það gæci hann komið einu mikilvægu máli heilu í höfn, og til þess væri hann betur fær en nokk- ur annar núlifandi maður. Að endurreisa traust brezkt- bandarískt bandalag. Washingtonfundurinn sagði Time ennfremur skapar hið bezta tækifæri til þess að treysta brúna — tækifæri, sem ekki kemur aftur, ef það verð- ur ekki notað. Og' væntanlega gerist þar eitthvað, sem frétt- næmt þætti um allan heim, er kunngert yrði öllum þjóðum um árangurinn. Síldln keypt á 60 kr. málið. Samkvæmt einróma tillögu stjórnar Síldarverksmiðju rík- isins hefur atvinnumálaráð- herra ákveðið að heimila Síld- arverksmiðjum ríkisins að kaupa bræðslusíldina í sumar föstu verði á kr. 60.00 málið. Jafnframt er þeim, er kynnu að óska þess h^ldur, heimilt að leggja síldina inn tii vinnslu og fá þeir þá greidd 85% uí áætlunarverði kr. 54.70, þ. c. kr. 46.50 við afhendingu síld- arinnar og endanlegt verö síðar, þegar reikningar verk- smiðjanna hafa verið gerðir upp. Hið fasta kaupverð síldar- innar er kr. 5,30 hærra á málið en áætlunarverðið og er það vegna þess að við ákvörðun kaupverðsins er samkvæmt sérstakri heimild atvinnumála- ráðherra og fjármálaiáðherra ekki tekið tillit til afborgana af nýju verksmiðjunum á Siglufirði og Skagaströnd, en þær nema skv. rekstraráætlun- inni kr. 5,30 á málið. Gréiðsla sem nemur 8%. framleiðslugjaldi er innifalin í bræðslusíldarverði þvi, sem nú hefur verið ákveðið. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveðið að hefja móttöku síldar, sem berast kann, frá og með 1. júlí n.k. og er móttakon bundin við Siglufjörð og Rauf- arhöfn. Þeir viðskiptamenn Sílda-- verksmiðja ríkisins, sem kynnu að óska að leggja bræðslusíld af skipum sínum inn tii vihnsi f, skulu hafa tilkynnt það eigi síðar en 7. júlí n.k. Þeir sem Miðvikudaginn 30. júní 1954. ÞaS hefur oft verið rætt um það manna á milli, hve mikill tími færi í það að híða á biðstof- um lækna, og þyrftu þeir, sem væru í vinnu hjá öðrum að fá frí frá störfum hálfa og heilu dagana, ef þeir nauðsynlega þyrftu að vitja læknis. Fólk virð- ist vera orðið svo vant þessurn setum í biðstofum lækna, að það gerir yfirleitt ráð fyrir þeim. En þó væri hægt að ráða fram úr þessu máli á mjög einfaldan hátt, eins og húsmóðir ein í bænum benti mér á í gær. Sjúklingar fái númer. Lagði hún til, að læknar tækju sig saman og hefðu þann hátt á, að allir sjúklingar, sem í biðstof- ur þeirra kæmu, fengju númer og myndi þá alltaf sá, er lægsta númerið hefði hverj usinni „vera næstur“, eins og það er kallað. Gætu þá t. d. húsmæður, er þyrftu að leita læknis komið í biðstof- una og tekið sitt númer, en síð- an farið út, ef þær væru aftarlega í röðinni og notað tímann til þess að verzla fyrir heimili sín. Með þessu móti myndu þær spara mikinn tíma, og koma þeim vel, er litla húshjálp hefðu. Klukkustunda bið. Húsmóðirin, er stakk upp á þessu fyrirkomulagi við mig og bað um að það yrði rætt í Berg- máli, þurfti nefnilega að leita læknis fyrir nokkrum dögum. Læknir, sem hún leitaði til, en líkt er ástatt hjá þeim flestum, hafði mikinn fjölda sjúklinga og mátti hún bíða nær þrjár klukku- tíma áður en röðin kæmi að henni. Ekki var um það að gera að slcreppa út, því alltaf bætt- ust fleiri í hópinn, og myndi hún þá liafa tapað röð sinni. Svo var ástatt hjá þessari konu, og svo er um margar aðrar, að hún átti varla heimangengt vegna ungra barna sinna, en sjúkdómnrinn ekki þess éðlis, að rétt væri eða mögulegt að biðja læknir að koma lieim. Ákveðnir viðtalstímar. Mér finnst rétt að hugmynd konu þessarar komi fram, ef iiún mætti verða til þess að læknar j tæk ju hana til áthtugunar. Aftur | á móti verður því ekki neitað 1 að nokkuð er þetta misjafnt iijá I læknum. Sumir ákveða viðtals- j tíma fyrir sjúklinga sína og ganga þeir þá fyrir á þeim tíma. Þetta I gildir þó ekki um þá, sem koma I í fyrsta skipti. Tannlæknar hafa yfirleitt þann háttinn á, og er það auðvitað gott fyrirkomulag. Aðrir læknar munu líka hafa svipað fyrirkomulag, þótt yfir- ieitt megi sjúkíingar bíðá Íéngi, alltof lengi í biðstofum lækna, áður en þeir komast að. Á víðar við. Þvi mætti bæta liér við, að víð- ár væri þetta númerakerfi heppi- legt, t. d, í verzlunum, sem oftast er mannmargt í á ákveðnum tím- um og kannske erfitt fyrir af- greiðslufólk að fylgjast með, hver er næstur i röð o. s. frv. Það ætti til dæmis ágætlega við í mjólkur- búðum, þvi mikill timi fer stund- um í að bíða eftir afgreiðslu í þeim. Það eru aðeins dæmi þess, að verzlanir hafi reynt þessa að- ferð, en þar sem það hefur verið reynt, hefur það gefizt vel, og orðið vinsælt hjá viðskiptavin- um. — Lýkur svo Bergmáli i dag. — kr. enga tilkynningu senda fyrii' þann tíma teljast selja síldina föstu verði á kr. 60.00 málið,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.