Vísir - 01.07.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1954, Blaðsíða 1
bústað Á myndinni sést Toriello, ut- anríkisráðherra •' stjórn Arbentz, hins landflóttaforseta Guatemala. 44, árg. Fimmíúdaginh 1. júlí 1954. 144. tbí. ¥1 Brýnust nauðsyn að sinna Evrópumálunum. Churchill og Eden á heimleið. Spaak og Mendes-Fi'ance ræddusí vid i gœr. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Churchill og Eden eru komn- ir hingað aftur, og halda heim- leiðis í kvöld á hafskipinu ■Queen Elizabeth. Engin opinber tilkynning var gefin út í Ottawa, að loknum viðræðunum þar, en Churchill sagði við burtförina, að mörg vandamál hefðu borið á góma. Hann sagði, að nú væri brýnust nauðsyn, að sinna Evrópumál- unum, Þá sagði hann, að ef sú hugmynd kæmi fram hjá ein- hverrí samveldisþjóðinni, að halda samveldisráðstefnu um SA-Asíu vandamálin og varn- arbandalag, myndu Bretar ekki verða því mótfallnir. Spaak og Mendes-France á fundi í gær. Spaak utanríkisráðherra Belgíu og Mendes-France for- sætisráðherra Frakklands ræddu Evrópusáttmálann í gær í París. Þeim kom saman um, að gagnlegt væri, að haldin yrði ráðstefna um sátmálann þegar, er Frakkland hefði gert grein fyrir afstöðu sinni til hans, og kvaðst Mendes-France vongóð- ur um, að nefndin, sem skipuð var til að samræma skoðanir stjórnmálaflokkanna í þessu efni, myndi geta gert grein fyr- ir árangrinum af starfi sínu bráðlega. Hreinsun í Tékkóslóvakíu. Fyrrverandf forsætisráÓherra dæmdicr. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Útvarpið í Moskvu hefur skýrt frá því, að fyrrverandi varaforsætisráðherra í Tékkó- slóvakíu hafi verið dæmdur í langa fangavist. Maður þessi, Jan Sevcik, hafði verið rekinn úr stjórn- inni árið 1952, en hann hafði verið varaforsætisráðherra um tíma. Hafði hann verið tekinn í kommúnistaflokkinn eftir að hann tók völdin í landinu, en fyrir viku fór að kvisast í Prag, að hann mundi hafa verið dreg- inn fyrir dómstólana. Yfirvöld- in í Tékkóslóvakíu sögðu þó ekkert um þetta, og það var út- varpið í Moskvu, sem varð fyrst til að skýra frá örlögum manns- ins. Sevcik var ákærður fyrir sams konar afbrot og Beria — meðal annars að hafa tek ið þátt í samsæri gegn stjórn arvöldum landsins. Meðal Tékka í London er lit- ið svo á, að komúnistar í Tékkó- slóvakíu muni nú vera að hreinsa til meðal þeirra, sehi Skýjað loft um land allt. Hægviðri er nú um land og heldur vætulegra útlit en verið hefur. Skýjað loft er um land allt og víðast úrkomulaust, nema smáskúrir á Suðausturlandi og Vestfjörðum. Hitinn sunnan- lands var í morgun 8—10 stig, en á Norðurlandi 5—7 stig, nema til fjalla. Á Grímsstöðum var að eins 3. stiga hiti. Horfur eru á suðlægri átt og rigningu sunnan og suðvestan- vert landið, er líður á daginn. Þetta er Carlos Castillo Armas ofursti, yfirmaður hers upp- reisnarmanna í Guatemala. þeir hleyptu inn í flokkinn eft- ir valdatökuna, og að vænta megi meiri frétta af þessu, ur en langt um líður. Það þykir einnig einkennilegt — eða ein- kennandi — að það skuli vera útvarpið í Moskvu, sem skýrir fyrst frá þessu. Vopnahlésviðræðyr hafnar í San Salvador. Koinmúnistsir handteknir I hundraðatali í Guatemala. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Viðræður eru nú hafnar í San Salvador, höfuðborg E1 Salva- dor, um vopnahlé í Guatemala, og taka þátt í þeim sem aðal- menn Monzon ofursti, hinn nýi valdhafi í Guatemala, og Armas hershöfðingi, foringi innrásar- manna. Sendiherrar Bandaríkjanna í San Salvador og Guatemala- borg fóru með Monzon á fund- inn og beita þar áhrifum sínum til þess, að fullt samkomuJag náist um vopnahlé. Kommúnistahandtökur. Haldið er áfram, að handtaka kommúnista, og skipta þeir þeg ar hundruðum, sem handteknir hafa verið. Mikill mannfjöldi hefui' safnast saman fyrir utan bústaði erlendra sendiherra, sem kommúnistar allmargir beðið um vernd. Einkan- lega er mannmargt fyrir utan mexikanska sendiherr- ans, því að orðrómur er á kreiki um, að Arbenz forseti hafi leit- þar hælis. Dulles flytur ræðu. Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna flutti ræðu í gærkveldi, sem útvarpað var um öll Bandaríkin og' endurúí- varpað víða um lönd. Dulles kvað svo að orði, að nýr og glæsilegur sigur hefði unnist í baráttunni gegn komm únismanum. Hann rakti hvern- ig kommúnistar hefðu unnið að því að ná fótfestu í Vesturálfu, m. a. í Guatemala, þar sem svo var komið, að öllum var ljóst, að náið samstarf var meðal for- sprakka. alþjóðakommúnismans og valdhafanna. — Dulles hét því, að af Bandaríkjanna liálfu yrði haldið áfram ósleitilegri baráttu gegn kommúnismanum, o;í einnig lofaði hann hverju Vesturálfuríki sem væri fullrt aðstoð til þess að uppræta þaa skilyrði, sem skapa jarðveg fyrir kommúnismann. Sala litaðra glerja var stö&vui. Gróðafíknir náðungar ætluðu að hagnast á sólmyrkvanum. Fyrir hádegið í gær, þegar sýnt þótti að bjartviðrið myndi haldast og hægt yrði að fylgjast með sólmyrkvanum, varð allt í einu mikil eftirspurn eftir hlífðargleri. Þegar eftirspurnin fór vax- andi því lengur sem nær dró myrkvanum, fór jafnframt að bera á því að litað gler var selt hér í bænum. Einhver sem hafði keypt slíkt gler, fór með það á lögreglustöðina til athugunar. Lögreglan kvaddi borgarlækni til og bað um álit hans, en hann taldi glerið ekki koma að not- um fyrir augun og vera jafnvel hættulegt. Stöðvaði lögreglan þá frekari sölu á þessum glerj- um og aðvaraði almenning, eft- ir því sem við varð komið, að nota þau. Aftur á móti fékkst rafsuðu- gler á nokkrum stöðum hér í bænum, en það mun hafa hlíft augunum á fullnægjandi hátt. Frétzt hefur að rafsuðugler það sem fáanlegt var, hafi gengið til þurrðar á skammri stund. Maðurinn á myndinni heitir Somoza, forseti í Nicaragua, en hann hefur, að sögn, stutt uppreisnarmenn 1 Guatemala. Lærír sund 62ja ára. Frá fréttaritara Vísis á Akureyri. — Til að örfa þátttöku Akur- eyringa í Samnorrænu sund- keppninni, er hafið námskeið fyrir konur. Er það á vegum ungfrú Þór- höllu Þorsteinsdóttur, íþrótta- kennara. Einn þátttakandinn er 62 ára gömul kona, sem aldrei hefur lært sund áður, en elzti þátttakandinn er 65 ára og hefur ekki synt s.l. 45 ár. 83 hvalir höf&u vei&zt í gær. Hvalveiðarnar ganga sæmi- lega nú, en afli var heldur tregur framan af. H.f. Hvalur hóf veiðarnar þann 22. maí s.l. með fjórum hvalveiðiskipum, eins og und- anfarið. Veiðin hefur glæðzt síðustu daga, og í gærmorgun höfðu alls veiðzt 83 hvaiir. Mest af veiðinni fer í bræðslu en nokkuð- er fryst, það nýjasta til manneldis hér, en nokkuð af kjötinu er fryst til útflutn- ings og notað sem dýrafóður þar. fogarar fara á síldveiðar. Fyrsti togarinn fór á síldveið ar fyrir helgi. H.f. Kveldúlfur gerir tvo tog-> ara út á síldveiðar í sumar og er annar þegar farinn. Er það Egill Skallagrimsson, sem lét úr höfn hér laugardag s.l. Unnið er að því útbúa Ask til síldveiða og mun hann fara bráðlega. — Báðir þessir tog- arar afla í bræðslu og leggja aflann upp á Hjalteyri. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur til athugunar hvort gera skuli út togara á síldveiðar, en fullnaðarákvörðun hefu)' ekkt verið tekin. Enn bryðjtaverk i Túnis. Tunis (AP). — Fellaghar gerðu í gær árás á fosfat-námu og ’ ústaði skógarhöggsmanna i V.-Túnis. Manntjón varð ekkert af völdum árásarinnar, en fellag- har brenndu mörg hús skóg- arhöggsmanna, auk þess sem þeir brenndu sex bíla til ösku. Skothríð í Jerúsalem. Jerúsalem í morgun. Herflokkur ísraels og Jord- aníu skiptust á skotum hér í gærkveldi allt til miðnættis. Nokkurt hlé varð á, er Ben- neke hershöfðingi, formaður Vopnahlésnefndar SÞ. hafði mælzt til þess, að menn hættu þessum leik. Brátt hófst skóthríðin aft- ur, og sneri hann sér þá til for- sætisráðherra ísraels og Jord- aníu og endurtók tilmæli sín. Skothríðinni lauk um mið- nætti. Ekki er kunnugt um mann- tjón í þessari viðureign. ( Brezk lest setur hraðamet. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Sú lest, sem Bretar eru einna stoltastir af, hrað- lestin, sem gengur undir nafninu „Elizabethan“ og heldur uppi ferðum miliii Lundúna og Edinborgar, setti nýtt hraðmet á þeirri leið í gær. Leiðin er 640 km. og var lestin 6 klst. og 25 mín á leiðinni að norðan. Hvergi er numið staðar á leiðinni og var meðalhraði lestarinnar nærri 106 km, á klst. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.