Vísir - 01.07.1954, Blaðsíða 4
VÍSIR
WXSIR
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iinur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Uniiið fyrir gýg?
Sú uggvænlega frétt hefur borizt ofan úr Borgarfirði, að þar
hafi fundizt sauðkind, sem við slátrun reyndist vera með
ýmsum einkennum svonefndar þurrmæði. Hefur þetta að sjálf-
sögðu vakið ugg og kvíða, því að fjárskipti fóru fram á svæði
þessu fyrir fjórum árum, og menn höfðu gert sér vonir um,
að þær ráðstafanir mundu nægja til þess að vinna bug á vá-
gesti þessum, enda þótt enn væri ekki liðinn svo langur tími,
að full vissa væri fengin fyrir þessu.
Menn munu minnast þess, að þegar fjárskiptin höfðu farió
fram í Bor;.arfirði, voru nokkur brögð að því, að fjár væn
ekki gætt svo skyldi, svo að hafa varð sérstakt eftirlit með
því. Skal ekkert um það sagt, hvort þessu sé nú um a§ kenna,
enda mun enginn þess um kominn, eins og sakir standa, en það
ætti að minnsta kosti að hvetja menn til þess að auðsyna sér-
staka varkárni, þar sem sauðfjársjúkdómarnir hafa geisað,
enda þótt sigur haíi , irzt unninn í bili.
Það tjón verður seint metið, sem þjóðin hefur beðið af
völdum sauðfjársjúkdómanna, bæði beint og óbeint. Ymis ráö
hafa verið reynd til að ráða niðurlögum þeirra, en ekki tekizt,
og síðasta úrræðið var niðurskurður og fjárskipti, sem fram
hefur farið í hverju svæðinu af öðru á undanförnum árum.
Og eins og þegar er getið, gerðu menn sér nokkrar vonir um,
að þetta mundi nægja til þess að vinna bug á mæðiveikinni,
þótt það sé nú í meiri óvissu.
Þess hefur verið getið, að bændur á bæjum þeim, þar sem
hin sýkta sauðkind fannst, hafi verið mjög fúsir til samstarís
við þá, er vinna fyrir hið opinbera að baráttunni gegn sauð-
fjársjúkdómunum. Mun fé þeirra verða skorið þegar i sumar,
og gætur hafðar á því, hvort sjúkdómseinkenni finnast i
fleiri kindum, því að af því má væntanlega ráða, hversu mikii
hættan er á því, að pestin sé raunverulega komin upp aftur
og g^ti náð útbreiðslu á nýjan leik.
En ekki er nóg, að þessir bændur einir auðsýni þegnskap i
þessu máli, því að vitanlega ætti hver maður í þeirri stétt, að
hafa vakandi auga með því, hvort einhver sjúkdómseinkenni
koma fram í fé nú, svo að hægt sé í snatri að grípa til þeirva
ráðstafana, sem unnt er, þótt ekki sé þær eins áhrifankar og
æskilegt væri. Hið opinbera ætti einnig að gera allt, sem þvi
er unnt, til að láta athuga fé að einhverju leyti í Borgarfiro .,
ef auðið er, því að þar sem fundin er ein sauðkind með hættu-
leg einkenni, geta fleiri leynzt í stofninum.
Það væri vissulega kvíðvænlegt, ef það kæmi á daginn,
að mæðiveikin væri komin upp aftur, og til einskis hefði veriá
barizt undanfarin ár, með fjárskiptunum og öðru. Nú vor.a
menn að sjálfsögðu, að sé svo ekki, en ef þær vonir rætasr
ekki, þá er ekki annað að gera en að hefja baráttuna á ný meö
öllum tiltækum ráðum og án þess að spara. Ekki þýðir að
ieggja árar í bát, og með þolinmæði og þrautseigjú má vafr-
laust vinna sigur í þessari baráttu eins og svo mörgum öðrum.
En þangað til verður að hafa vakandi auga með fjárstofninum.
Griðasáttmálar fyrr og mí.
’ i dögum Hitlers voru griðasáttmálar mjög í tízku. Hann gerði
griðasáttmála við nágranna sína, hét að sýna þeim engan
yfirgang eða ásælni, en réðst þó á þá, þegar honum þótti
henta. Griðasáttmálar þóttu þess vegna öruggast teikn þess,
að naziátar mundu ráðast á þá þjóð, fyrr eðá síðar, sem þé'r
gerðu slíkan sáttmála við.
Kommúnistar hafa margt af nazistum lært, og þeir hafa
betrumbætt margt af því, sem nazistar beittu í baráttu sim.
Nazistar sendu oft „ferðamenn“ til landa þeirra, sem þeii
hugðust ná tangarhaldi á, en kommúnistar þurfa ekki slíka
sendimenn, því að þeir eiga bandamenn og vini meðal heima-
manna — kommúnistaflokka hinna ýmsu landa. Kommúnistoi
gera líka griðasáttmála, og sá síðasti var gerður nýiega milli
kommúnista í Kína og stjórnarinnar í Burma.
Vitanlega er kínverskum kommúnistum óhætt að ge*a
griðasáttmála við Burma. Þeir munu aldrei gera inniás þar.
Kommúnistar í landinu gera bara uppreist til að frelsa lands-
lýðinn, óg méð einhverjum dularfullum hætti munu þéi'r haía
nóg af nýtízku vopnum og hergögnum. En kommúnístar í
öðrum löndum koma þar hvergi nærri. Griðasáttmáli í gildi, og
í framkvæmd.
Hvað er XÝTT
í knikmijhdaheiiftiiHutn ?
„Rómeó ag Júlía“
á kvikmynd.
Renato Castellani, hinn
frægi ítalski kvikmyndaleik-
stjóri er ekki hó.r í Ioftinu,
eða aðeins 164 cm.
En hann þykir þeim mun
snjallari, og.um þessar mundir
stjórnar hann töku kvikmynd-
arinnar „Rómeó og Júlía-',
eftir hinu fræga leikriti
Shakespeares, á vegum kvik-
myndajöfursins J. Arthur
Rank. Alls lét hann taka 73.152
metra af filmu, sem hann síðan
hefur skorið niður í 3300 metra,
en það tekur um tvær stundir
1 að sýna myndina bannig, en
það- þykir hæfilegt,- í . fyrsta
þætti Shakespeares felldi
, Castellani niður 500 línur og
úr öðrum þætti 440 línur. Að-
l alhlutverkið leikur 19 ára
stúlka, Susan Shentall að nafm,
sem Castellani telur frábæra
að hreinleika og innra eldi.
Ódteli tíhoriamdi.
Þégar kvikmynd Fred
Astaires „Bandwagon"' var
frúmsýnd í Los Angeles, bar
svo við, að einn áliorfandinn
þótti svo ódæll, að varya þurfti
honum ó dvr.
Maður þessi baðaði út hcnd.-
unum, sló taktinn og stappaði
í gólfið af hrifningu. Um leiö
mun hann í ógáti hafa sparkað
í sessunaut sinn. Þegar búið var
að varpa manninum á dyr, kom
í ljós, að hann var engmn ann-
ar en Fred Astaire sjálfur.
ítalir borga
sæmilega.
Þýzkt tímarit greinir nýlega
frá lcaupkjörum ítalskra kvik-
myndadísa.
i Gina Lollobrigida fær
200.000—265.000 mörk íyrir
hverja mynd, Silvana Pam-
panini um 150.000, og Anna
Magnani 325.000—390.000
mörk. Þetta er allsæmileg
borgun, þegar þess er gætt, að
markið er um það bil 4 krónur.
Chaplin 09 McCarthy.
Charlie Chaplin á ekki aft-
urkvæmt til Bandaríkjanna,
eins og kunnugt er.
Kona hans, Oona O’Neil,
dóttir Eugene O’Neil rithöfund-
ar, hefur afsalað sér bandarísk-
um borgararétti. Chaplm hefur
nú í hyggju að láta gera mynd
í Bretlandi, sem fjallu á um
öldungardeildarþingmann einn
og viðureign hans við kom-
múnista. Tekið er fram, aó
myndin byggist á skáldsógu, og
eigi ekkert skylt við veruleik-
ann, en hins vegar rennur
marga grun í, að hér muni
Chaplin taka McCarthy 1
karphúsið.
Rita veldur tjóni.
Húseigandi nokkur ; Beverlej
Hills í Hollywood hafði leigt
Ritu Hayworth hús sitt.
Hann sendi henni 5000 doll-
ara reikning fyrir dvöl hennar
þar. Hann skýrði svo frá, að
tvisvar hefðu hvirfilbylir
skollið á húsinu, maurar hefðu
sótt að því tólf sinnum, en allc
þetta hefði samt ekki valdiö
eins. miklu tjóni og Rita og
gestir hennar.
Óvenjuleg kvikmynd.
Allan Ladd hefur látið gera
næsta óvenjulega kvikmynd.
Hann tók ýmis atriði úr
eldri kvikmyndum, sem þóttu
svo léleg, að ekki var hægt að
bjóða fólki upp á þær, límdi
þær síðan saman og gerði úr
þeim mynd, sem þykir mjóg
skemmtileg.
30 ára starfsafmæli
Abbotts og Costellos.
Abolt og Costello héldu ný-
lega upp á 30 á.ra samvinnuaf-
mæli sitt.
Sá feiti er 65 ára gamall og
vegur 270 pund, en sá lýri ef
62ja ára. Sá feiti er íjórgiftur,
en sá rýri er sagður óvenju
greindur og talinn einhver
bezti golfleikari Hollywood.
Margt cr skritid
1000 pund& bætur fyrir aö
geta ekki brosað eða kysst.
Kona hafði meiðzt í bílslysi.
Fimm hundruð pund eru eklli
nægar bætur fyrir það að geta
eklci brosað.
Þetta var skoðun konu nokk-
urrar, sem hafði orðið fyrii
bílslysi, sem hafði þær afleið-
ingar, að hún meiddist svo I
andliti, að hún gat ekki brosoð
á eftir, og dómararnir, sem áttu
að dæma í máli hennar, voiu
henni sammála, svo að skaða-
bæturnar voru hækkaðar upp í
1000 sterlingspund.
í marz-mánuði höfðu Green -
hjónin, sem búsett eru i Lond-
on, verið á ferð í bifreið sinni,
ásamt dóttur sinni, er bifreiðin
lériti í árekstri. Méiddist
svo mikið, að tvo uppskurfí
vafð að gera á andliti hénnaf
til að draga úr lýtum, sem hún
hafði orðið fyrir, en þó tókst
læknum ekki að gera svo vel
við meiðslin, að hún gæti broo-
að. Það reyndist óframkvæm-
anlegt, og frú Green hefur ekiii
stokkið bros síðan. Þykir henni
það mjög leiðinlegt, því að hún
segir, að þegar hún sé í sarn-
kvæmi, þar sem hún skemmti
sér vel, haldi allir, aðr heríni
dauðleiðist í raúninríi.
Meiðsli frú Green höfðu
einnig þær afleiðingar, að hún
Fjmmtud,aginn;, 1;. júií ,1954.
Það var nrikið um að vera í
bænum í gær. Hið furðulega natt-
úrufyrirbrigði, sólmyrkvinn, var
aðalumtalsefnið. Fólk utan af
landi flykktist til bæjarins lil
þess að geta fylg'zt með myrkv-
anum, en á götunúm mátti hvar-
vetna sjá fólk með alls konar
gleraugu, starandi mót sólu, er
tunglið fór í veg fyrir hana. Var
það ekki laust við að vera dá-
lítið spaugilegt, enda þótt flestir
niunu hal'a verið undir sörnu sök-
ina seldir í því efni. Virtist aN
menningur vel liafa lagt sér á
minni aðvaranir um að horfa
ekki berum augum á undrið.
Börn lokuð inni.
Margir voru svo varfærnir —
og var það skiljanlegt — að loka
börn inni, til þess að þau
skemmdu ekki sjónina af tilvilj-
un, þótt myrkvinn hefði kannske
ekki í sjálfu sér verið neitt áhuga
mál fyrir þau. Mátti lika taka eft-
ir því, að fátt barna var á gnt-
unum um hádegisbilið. En Iivað
um það. Sólmyrkvinn virðist hafa
orðið skemmtileg tilbreytni fyr-
ir allan almenning, og velkonrið
umræðuefni í stað striðsins i
Guatemala, sem nú er lík i á enda.
En márkverðastur hefur sól-
myrkvinn verið fyrir vísinda-
mennina, enda munu allmargir
erlendir menn hafa lagt á sig ferð
hingað til lands til þess að fyJgj-
ast með lionum. En nóg um það.
Söngkona undir smásjá.
Hér fer á eftir stutt bréf frá
„Sveitakarli“, er fyrtist við er
liann las gagnrýnina á Soffiu
Ivarlsdóttur á dögunum. Hann
segir: „Undanfarið hefur nokkuð
verið gert að því að narta i ung-
frú Spffíu Karlsdóttur fyrir söng
líerínar 17. júni s.l. Má sjálfsagt
um það deila, hvort vísnavalið
hafi verið smekklegt á þeim degi..
Þó mun óbælt að fullyrða, að;
söngur ungfrúarinnar hafi ekki
hneykslað allan almenning, né
hnekkt vinsældum hennar.
Fínar taugar.
Það miiri víst aðallega hafa ver-
ið fólk Ineð sérstaklega finar
taúgar og óvenjuíega næma sið-
ferðiskennd, sem gat hneykslast.
Það mætti þó benda á, að vísurn-
ar, sem Soffía söng voru, þó full-
djarfar væru, sízt meiri óhroði en
sumt það, sem gefið er út núna
og kallast bókmenntir, og ýmsir
svonefndir menntamenn keppast
nm að lofa, t. d. Gerpla og fleíra.
Mætti ætla að slíkum siðgæðis-
vörðum ætti að vera það kapps-
mál, að úti-ýnia slíkum bókmennt-
um, jivi þær spilla áreiðanlega
smekk og þjóðhollustu íslendinga
í langtum ríkari mæli, en nokkr-
ar meinlaúsár gamanvísur.
Madama Baker.
Ekki köeríri það á óvart, þóll
sumt af þessu fólki, ei- mest
hneykslaðist, og getur ekki viður-
kennt hina ágætu íslenzku dæg-
uríá gasÖngkonu sé meðal þeirra,
er negrasöngkonan Madama Bak-
er „söng' sig inn að hjártanií á.“
Sveitakar].“
Þetta var bréfið og lýkur
Bergmáli með því í dag. — kr.
getur ekki kysst síðan, því að
hún finnur mjög til í vörunuvu
við minnsta þrýsting á þær.
- í undirrétti voru frúmi
dæmdar 500 punda skaðabætur,
én æðri réttur leit svo á, að það
væri 1000 punda virði að geta
hvorki brosað né kysst.