Vísir - 01.07.1954, Blaðsíða 8
VlSIB er ódýrasta blaðlð og þó þaS f jöl-
j —
j breyttasta. — Hringið í s*ma 1860 eg
gerist áskrifendur.
WI
Fimmtudaginn 1. júlí 1954.
Þeir sem gerast kaupendur VtSIS eftír
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tH
mánaðamóta. — Stmi 1660.
..................■--------------------na
Hungursneyð vofir yfir í
Ferrara-héraði á Ítalíu.
Búpeningur fellur úr hungri og þorsta
vegna 2ja mánaða verkfalls
landbúnaðarverkamanná.
Einkaskeyti frá A. P.
Róm, 28. júní.
í meira en tvo mánuði hafa
landbúnaðarverkamenn ■ Ferr-
ara-héraði verið í verkfalli, og
nú vofir hungur og liorfellir
yfir héraðinu.
Þetta er meðal blómlegustu
héraða Ítalíu, en nú er vofa
hungurs og ofbeldis hvarvetna
á reiki. Héraðið hef ur verið svo
.frjósamt, að það hefir verið
kallað „Litla Holland", en um
síðustu helgi höfðu 100,000
landbúnaðarverkamenn verið
verkfalli í rétta tvo mánuði, og
hvorugur aðilinn lætur bilbug
á sér finna.
Ofbeldið sjá menn, þegar
„-þeir eru á ferð um vegina um
sveitirnar, því að verkfalls-
menn hafa stráð nögium og
glerbrotum og jafnvel gert
virki, til að hindra, að bændur
geti flutt búpening sinn tii
annarra héraða til að forða
þeim frá dauða. af hungri. —
Við götuvirkin standa verk-
fallsmenn vörð með heykvíslar
og barefli, og hvað eftir annað
hefur komið til átaka milli
þeirra og lögreglunnar, sem
reynir að halda vegunum opn-
um. Hundruð manna hafa slas-
azt í þessum skærum.
Verkfallsmenn, konur þeirra
og börn svelta heilu hungri,
því að fjármunir eru ekki fynr
hendi til að kaupa brauð og
viðbit. í gær seldi til dæmis
stærsta brauðgerðarhúsið i
borginni Jolanda di Savoia að-
eins tíu brauð, því að kaup-
menn treysta sér ekki lengur
til að lána verkfallsmönnum,
en brauðið kostar 50 lirur (ca.
1.60 kr.).
f héraðinu eru um 4000
bændabýli og segja bændur, að
kommúnistar stjórni verkfall-
inu og komi í veg fyrir sam-
Ttomulag.
Kaupamenn höfðu um 17.000
lírur á mánuði, en auk þess
fengu þeir mat og vistir til að
fara með heim. Þeir krefjast
20% kauphækkunar, auk
bættra vinnuskilyrða. Þeir,
sem vinna dag og dag, höfðu
120 lírur á klst. og krefjast
þeir sömu hækkunar.
Nokkrir sunnaitbátar
komnlr ncrður.
Veðrátta óhagstæð og
engin síldveiði enn.
. .Nokkrir síldveiðibátar héðan
að sunnan eru nú komnir liorður
og mikill fjöldi báta nærri til-
búinn að fara, en veðráttan ann-
ars þannig- þessa dagana, að held-
ur dregur úr mönnum að hraða
sér mikið.
Bátarnir Fanney og Helga
voru komnir til Raufarhafnar á
mánudag og Björn Jónsson er
kominn til Siglufjarðar. Um
seinustu helgi fóru Sæfell, Rifs-
nes, Sigurður Pétur o. fl. Reykja
víkurbátar. Tíð er enn óhag-
stæð nyrðra með tilliti til veið-
anna.
Rússar o§ Júgóslavar
mestir ræðarar.v
London (AP). — Rússar hafá
sent þátttakendur í Henlay-
róðrana — mesta mót af því
tagi — að þessu sinni.
Unnu þeir í gær í kappróðri
á bátum fyrir fjóra menn, en
í eintrjáningaflokki varð fyrst-
ur Júgóslavi, enda þótt gert
hefði verið ráð fyrir, að Rúss-
inn mundi verða skæður þar.
Júgóslavinn varð svo langt á
undan honum, að ekki var hirt
um að „taka tíma“ Rússans.
Veður óhagstætt á Hjalt-
landi, betra í Svíþjóð.
Ilumbungur hindraðl rann-
sóknir á Hjaltlandi.
London í morgun.
Veður var óhagstæðast til
vísindarannsókna á Hjaltlands-
eyjum í gær af þeim stöðum,
sem frétzt hefur til.
Þar var dumbungur allan
-daginn, svo að ekki var hægt
að framkvæma neinar rannsókn
ir. Viðast um Bretland var veð-
ur hins vegar gott, svo að „sót-
glerja”-vísindamenn gátu virt
sólmyrkvann fyrír sér að vild
. sinni.
Flestir vísindamenn voru
staddir í Suður-Svíþjóð, en þar
voru alls 54 leiðangrar frá 13
þjóðum, og var veður sæmilegt
þar, nokkurt skýjafar, en ekki
svo, að það kæmi að veru.legri
sök. En fyrir mestum vonbrigð-
um munu stjörnufræðingar í
Hamborg hafa orðið,
því að þar hafði annar
stærst stjörnukíkir lieims
verið fullbúinn til notkunar
í fyrradag, og þegar til kom
var þykkt loft, svo að ekk-
ert sást.
Er spegill þessa kíkis svo
stór, að einungis spegillinn á
Palomar-fjalli í Bandaríkjun-
um er stærri. En stærðin nægði
ekki, því að sólin sást ekki.
Fréttaritarar síma annars um
margt fleira en athafnir stjörnu
fræðinga og annarra vísinda-
manna. í París gafst mönnum
til dæmis kostur á að drekka
nýja cocktail-tegund, „Eclipse
Special“. í Skotlandi, þar sem
almyrkt var, röltu hænur til
kofa sinna og fóru að verpa.
Og í London brá Philip her-
togi sér upp í þyrilvængju, til
þess að sjá tunglskugg'ann úr
lofti.
Sólmyrkvinn. Myndin er tekin á Skógasandi. Ljósm.: Þ. Jóseps.
Sólmyrkvinn vakti óskerta
athygli hér sunnanlands.
Á Norðurlanili sást hann ekki sökum
{fimmviðris.
Sólmyrkvinn sem gekk yfir
Island í gær vakti óskerta at-
hygli hér sunnanlands, enda
veður hið ákjósanlegasta til
þes að fylgjast með honum.
Á Norðurlandi gegndi allt
öðru máli, því þar var alskýjað
og drungalegt veður. Á Akur-
eyi'i grillti aðeins til sólar
augnablik um það leyti sem
myrkvinn var sem mestur.
Annars sást alls ekki til sólar
og urðu það mönnum mikil
vonbrigði.
Fjöldi Reykvíkinga fór héð-
an úr bænum í fyrrakvöd og í
gærmorgun austur á almyrkva
svæðið og mun enginn hafa séð
eftir því, þar sem hér var um
undarlegt fyrirbæri að ræða,
sem ekki kemur yfir ísland aft-
ur næstu tvær aldirnar eða vel
það. Fjöldi manns fór austur
að Dyrhólaey eða Vík í Mýrdal,
aðrir austur undir Eyjafjöll en
flestir munu hafa farið í Land-
eyjarnar og var manmargt á
öllum þessum stöðum.
Flugfélag íslands sendi tvær
flugvélar í sólmyrkvaflug aust-
ur á Skógasand og bauð m. a.
fréttariturum blaða og útvarps
í þá ferð.
Lent var austur á Skóga-
sandi laust eftir kl. hálftólf og
var tunglið þá mjög tekið að
skyggja fyrir sólu. Úr því gekk
myrkvinn hratt yfir og varð al-
myrkvað örstutt augnablik rétt
eftir ld. 12 en úr því gægðist á
sólarröndina aftur og birti úr
því óðfluga að nýju.
Birtan varð mjög annarleg,
bæði fyrst á undan og eftir al-
myrkvanum, en einkum þó
meðan á honum stóð. Bláleitt
rökkur færðist óðfluga yfir og
varð allt að því að næturdimmu
þá stuttu stund sem almyrkvað
varð. Himininn varð dimmblár
sem að nóttu og ein skær
stjarna sást blika á himni. En
við sjóndeildarhringinn allt í
kring var undarlega rauð- eða
logalitur bjarmi sem jók mjög
á hina undarlegu og annars
náttlegu stemningu. Rétt fyrir
Þorsteinn Jónsson flugmaður
virðir fyrir sér sólmyrkvann.
og eftir myrkvann sá annarleg-
ar ljósrákir bærast yfir jörðina,
en sú sýn varði ekki nema ör-
litla stund.
Hvar sem maður sást skyggn-
ast til himins um sólmyrkva-
leytið í gær gaf að líta fólk með
litað gler, sem hélt því fyrir
augu sér, fyrst og fremst til
þess að skemma ekki augun en
líka til þess að greina myrkv-
ann betur.
Á Guðnastöðum í Landeyjum
unnu íslenzkir og erlendir vís-
indamenn sameiginlega að rann
sóknum í sambandi við myrkv-
ann. Meðal annars verður ná-
kvæm hnattstaða íslands að-
eins greind eða mæld í sam-
bandi við slíkt fyrirbæri og
hefur það út af fyrir sig mikla
vísindalega þýðingu í för með
sér. Skilyrði til rannsókna
voru hér hin ákjósanlegustu og
má vænta mikils árangurs af
þeim.
O Laudvarnanefndin franska
kemur saman á fund í dag.
Ely hershöfðingi flytur
skýrslu um Indókínastyrj-
öldina og flýgur svo austur.
Brezk luxusfiug-
vél yfir Rvík í gær
í gærmorgun kom hingað til
Reykjavíkur brezk .farþega-
flugvél af nýrri gerð, en flug-
vél þessi var á leið vestur um
haf.
Flugvélin er af svokallaðri
Heron-gerð. — Eru þær yf-
irleitt nýjar af nálinni, þær
elztu ekki nema 5—6 ára og
þykja hinar ágætustu flugvél-
ar. Farþegarými hafa þær yfir-
leitt fyrir 12—14 farþega, en
vélin sem kom hingað í gær er
sérstök „luxusvél" með hvers
konar þægindum og aukaút-
búnaði og hún rúmar aðeins 6
farþega. Hún kom frá Prest-
wick í gærmorgun, hafði hér
viðstöðu í allan gærdag en átti
síðan að halda vestur um haf,
því hún hefur verið seld til
Kanada.
Á meðan hún stóð hér við í
gær var m. a. flugvallastjóra
ríkisins, forráðamönnum flug-
félaganna, forstjóra loftferða-
eftirlitsins og fleiri boðið að
skoða flugvélina. Flugvalla-
stjóra, Agnars Kofoed Hansen,
var boðið að fljúga vélinni hér
í umhverfi bæjarins í gær og
ságði hann að þetta væri kosta-
gripur hinn mesti, þægileg í
meðförum, sparneytin og hiu
vandaðasta í hvívetna. Taldi
hann mjög koma til greina að
nota slíkar vélar til innanlands-
flugs hér á landi.
Ofið á vefstól í Lista-
mannaskálamim.
Heimilisvefstóll (Nadeau-
borðvefstóll), er til sýnis á af-
mælissýningu Handíða og
myndlistarskólans í Lista-
mannaskálanum.
Stóls þessa hefir áður verið
getið í blöðum bæjarins, en
hann þykir hið mpsta þarfa-
þing. Þá eru og til sýnis margar
gerðir efna, sem ofin voru í
stólnum. í kvöld kl. 9 mun
Falkner vefnaðarkennari vefa á
stólinn og skýra gerð hans.
Ásmuitdur Bjarnasoit
fimmtarþrautarmeistari.
í fyrrakvöld fór hér fram
fimmtanþrautarkeppni, mjög
fjölmenn.
Sigurvegai'i varð Ásmundur
Bjanrason, K.R., er hlaut 2580
st. Annar varð Þórir Þorsteins-
son, Á., með 2345 st. Nánar
verður sagt frá keppninni í
blaðinu á morgun.
Eru að Ifuka úð
að iiirða.
Þeir bændur í Eyjafirði, sem
fyrstir hófu slátt, Iuku við að
slá tún sín 18. júní.
Eru þeir nú að hirða síðustu
heyin.’ Er það talið einsdæmi
hér um slóðir.
Töðugjöldin verða þvi
snemma í ár.
• Spaak utanríkisráðh. Belgtu
ræðir á miðvikudag við
Mendes-Francé um Evrópu-
sáttmálann.
• Frakkar hafa yfirgefið
vamarstöðvar sunnan Hanoi
— samkvæmt áætiun.