Vísir - 21.07.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 21. júlí 1954
VlSIR
ft^n^tvwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
rfVVWWWVUVVVWVWVVVtfWWW^rtftftrtdVVWVWWWWVWV'lrt
Robert 0. Case:
Gullgildran
11
y"jmrtnnrfvw%rtrvwwwbnrtfwvrtnrtfu,^vwwv,irtrtrfwwwwwirtiw*aj
áttu húsið sem þær búa í. Tekjurnar hrukku ekki til. Eg fékk
þær til að leggja það, sem þær áttu, í — námufyrirtæki. Það
voru 45.000 dollararnir, skilurðu, sem eg fór með til Vancouver.“
„Hm,“ sagði Ravénhill, „og lokabitinn hans Grims, tíu þúsund-
in — þessi, sem eg er með í vasanum."
„Eg lánaði þau út á líftryggingu mína,“ sagði hún. „Faðir
minn eftirlét mér hana — og hafði greitt hana fyrirfram — hún
er 30.000 dollara virði, þegar hún kemur til útborgunar. En hún
er helmingi meira virði, ef eg — ferst af slysförum, og eg hefi
séð svo um, að móðursystur mínar fái upphæðina, 60.000, ef slíkt
kemur fyrir. Komi eitthvað fyrir mig þarna norður frá fá þær
peningana. Og ef náman reynist verðlaus vona eg, að eitthvað
gerist — eitthvað komi fyrir, — en ekki fyrir þig þó. Þær vita
ekkert um hvernig í öllu liggur. Ekki enn. Eg get ekki sagt
þeim það. Svo hugrökk er eg ekki.“
í svip var sem hún ætlaði alveg að bugast.
„Eg varð að segja þér allt, Riv,“ sagði hún. „Þú spurðir mig
— eg veit ekki hvers vegna.“
„Eg skal segja þér hvers vegna eg spurði,“ sagði hann hressi-
lega eins og jafnan, er hann lagði sinn seinasta pening í borð
— og honum fannst eins og blátt himinhvolfið breiddi út faðminn
og loftið fannst honum hafa sömu angan og göfugt vín. „Horfðu
framan í mig, Vee“.
Hann brá fingrum að vaxbornu efrivararskegginu og sneri
dálítið upp á það til endanna, leit örlítið til hliðar, svo að hún
gæti virt hann fyrir sér frá hlið, en þannig hafði hún fyrst kom-
ið auga á hann — í Strathcona, og hann vissi vel, að hún haf$i
hrifist af útliti hans og framkomu, eins og fleiri konur.
„Vee, manstu —“
„Já í Strathcona,“ sagði hún og veikt bros fór að færast yfir
varir hennar, „í Strathcona — Riv Farnsworth —• það var
nafnið, ef eg man rétt.“
„Og e’r, sem stendur, væna mín, algerlega ábyrgðarlaus mað-
ur. Kannske hálfbrjálaður — spenntu á þið öryggisbeltið.“
„Leggjum við þá af stað nú?“
„Þegar í stað,“ sagði hann og leit á mælana, „fljótt, í snatri og
undir eins, eins og strákarnir sögðu í gamla daga. Það er ekki
eftir neinu að bíða.“
Hann jók benzíngjöfina og leit um öxl, er flugvélin fór af
stað. Hann sá Travis standa andartak sem agndofa og byrja svo
að veifa til undirforingjans í bifreiðinni. Dynurinn frá hreyfl-
unum var orðinn svo mikill, að Vee, sem var búin að spenna á
sig öryggisbeltið, varð að kalla til hans:
„Riv, McCord er að veifa til þín. Hann vill víst, að þú nemir
staðar.“
„Eg sé hann ekki. Og það gerir þú ekki heldur, væna mín.
Líttu ekki um öxl. Horfðu beint fram eins og eg, ef um nokkurn
farartálma skyldi vera að ræða.“
En þar var vitanlega ekki um neitt að ræða, sem gat tálmað
för þeirra. Ekkert nema skær, sléttur ís og er flugvélin lyftist
heiðblár himinn. Flugvélin hafði brunað fram á skíðunum og
þau urðu þess vart vör, er hún hófst af ísnum, og þau hækkuðu
stöðugt fugið og brátt sveigði hann til norðurs, yfir snævi þakin
fjöll og ísilögð vötn og ómælilegar sléttur og skóga.
Eftir góða stund fór hann að athuga uppdrætti ósköp rólegur
og breytti stefnunni lítils háttar, með aðeins aðra hönd á stýr-
ishjólinu.
Það var orðið notalegt í flugvélinni — og það virtist ekki
hreyfing á neinu. Vee var orðin alveg róleg og farin að litast
um, og furðaði sig á hve allt var þarna vel útbúið til flugferða
yfir óbyggðirnar. Þarna voru eldunaráhöld, riffill í leðurhylki
og margt fleira, sem gott var að geta gripið til.
Hún ræddi ekkert um þetta, en allt sem hún sá, jók öryggi
hennar. Hún smeygði sér úr kápunni og lagði hana frá sér og
sagði: „Jæja, við erum þá lögð af stað, Riv, út í ævintýrið. En
það gerðist eitthvað dularfullt, þegar við vorum að leggja af
stað. Hvað var um að vera? Travis og McCord voru svo æstir,
að því er virtist?“
Hann sagði henni hvað gerst hafði. Travis hefði reynt að
komast með sem farþegi og beitt hótunum: Flugvélin kynni að
verða kyrrsett, ef hann fengi ekki leyfi til þess að taka þátt í
ferðinni. Til þess að útskýra þetta nánar varð Ravenhill að segja
henni frá því, að flugvélin væri veðsett, og gerði hann það í
stuttu máli. Hann lagði þó áherzlu á það, að hann hefði ekki
verið búinn að gera beina kröfu um kyrrsetningu, og þar væri
smuga fyrir sig, til þess að komast undan lagalegri ábyrgð. Trav-
is myndi nú ævareiður og hyggja á hefnir. Riddaraliðsundir-
foringinn mundi og afundinn, — en hvað um það. Þau þurftu
ekkert að óttast í bili. Það var ekki til sú flugvél í Lochiel, sem
mundi ná þeim, og enginn mannlegur máttur gat hindrað þau
í að fara og skoða námuna, og myndu þau því geta framkvæmt
áform sitt.
Hann hafði gert sem minnst úr þeirri áhættu, sem hann
lagði sjálfan sig í, en henni var það vel ljóst, og mælti:
„Þú hefðir ekki átt að gera þetta, Riv. Þú ert fífldjarfur um
of.“
„O-jæja, þú hefir sýnt það að þú átt það til að vera fífldjörf
líka. Til dæmis, er þú lagðir út í þetta auðgunarævintýri með
fé móðursystranna í töskunni.1
„Það er ekki sambærilegt,“ sagði hún. „Eg var steinblind í
eigingirni minni. Eg var að reyna að auðgast, án þess að leggja
neitt í hættu, sem eg sjálf átti. Hugsaði um það eitt að auðgast
með auðveldu móti. En þegar út í þetta var komið var um líf
eða dauða að tefla. En hvað getur þú haft upp úr þessu?“
Hann yppti öxlum.
„Það er undir því komið hvað við finnum þar efra?“
„Þú heldur kannske, að því kunni að vera til að dreifa að nám-
an sé verðmæt?“
„Hún er einhverjum verðmæt af einhverjum ástæðum,“ sagði
hann. „Travis gamli er enginn áhættuspilari — og vissulega ekki
velgerðarmaður neins. Samt sem áður vildi hann fúslega lána þér
500 dollara út á verðbréf, sem hann sjálfur hafði lýst verðlaus.
Hann lagði fram 3000 dollara til þess að leysa út veð til þess að
fá aðstöðu til þess að kyrrsetja þessa flugvél, til þess að geta
komið með og haft eftirlit með því, sem eg eða við tækjum
okkur fyrir hendi í námunni. Finnst þér ekki þetta vera dálítið
grunsamlegt — benda til þess, að hér sé eitthvað ljótt á sveimi?11
„Eg verð að játa að Travis er mér ráðgáta,“ sagði hún. „Það
er ekki vitað, að hann eigi hér nokkurra hagsmuna að gæta. Eg
bað hann aðeins um að skoða námuna og senda mér skýrslu um
athuganir sínar.“
„Ef um gullmagn skyldi vera að ræða þarna er augljóst mál,
að Travis ágirnist það. Það hefir komið fyrir betri menn en
hann. Hann mun hafa litið svo á, að með hlutabréfunum, sem eg
er með í vasanum, hefði hann fengið þá aðstöðu, sem hann þyrfti,
til þess að fá lagalega aðstöðu til afskipta af námunni. Náman
var eins og girnilegur ávöxtur á tré, sem hann gat rétt hönd
sína eftir, þegar hann hafði losnað við þig, með því að telja þér
trú um, að náman væri verðlaus. Hann þurfti aðeins þessi hluta-
bréf — þess vegna reyndi hann ekki að ná öllum hlutabréfum
þínum. Á einu aðeins furða eg mig: Hvernig hann hugsaði sér
að koma í veg fyrir, að við kæmumst að leyndarmálinu, með
því einu að slást í ferðina?“
„Það er mér allt hreinasta ráðgáta. Hver er þín skoðun —
og byrjaðu á upphafinu.“
S kvöSdvökunni.
Albert Einstein var boðinn
sem heiðursgestur á eðlisfræð-
ingaþing. Að lokum var veizla
haldin og var þar að sjálfsögðu
mikið rætt um kjarnorku. Var
hinn frægi maður þá spurður að
því hvert hann héldi að mann-
inum myndi nokkurntíma tak-
ast að beizla kjarnorkuna til
fullnustu. Einstein renndi fingr-
unum gegnum sitt hvíta hár og
sagði brosandi:
„Það tel eg vafamál. Löngu
áður en öreindin varð kunn,
klofnaði Adam og þá kom Eva
til. — Þar er nú kraftur, sem
engum manni hefir tekist að
beizla enn þann dag í dag.“
•
Það er bara eitt, sem vantar
til þess að þér getið orðið fyrir-
myndar eiginmaður.
Og hvað er það?
Þér hafið ekki beðið mín.
•
Maður einn var haldinn af
þeirri hugmynd, að hann væri
hundur og var honum komið á
hæli. Eftir nokkurn tíma var
hann talinn heilbrigður og var
látinn fara þaðan. Skömmu
síðar hitti hann einn kunn-
ingja sinn. „
„Eg hefi heyrt,“ sagði kunn-
iriginn, „að þú sért orðinn
betri.“
„Já og dæmalaust er eg feg-
inn. Finndu bara hvað kalt er
á mér trýnið!“
•'
Hún var mjög fögur stóreyg^
og fagureyg og var kölluð fýrir
rétt, seiri vitni.
„Hvar voruð þér á miðviku-
dagskvöld?“ spurði rannsókn-
ardómarinn. „ „ ,
„f kvikmyndahúsi.“
„Og á fimmtudagskvöld?“
„í leikhúsinu,“ var svarið.
„Og hvert ætlið þér í kvöld?"
Þá spratt upp málfærslumað-
ur, sem varði málið og hrópaði:
„Eg mótmæli þessari spurn-
ingu!“
„Með leyfi að spyrja, hver er
ástæðan fyrir mótmælunum?“
sagði dómarinn.
Málfærslumaðurinn roðnáði
og sagði hikandi: „Eg varð fyrri
til að spyrja ungfrúna þessarar
spurningar". , ,
MAGNÚS THORLACIUS
hæstaréttarlö^niaCrir
Máiflutningsskrif s t of a
Aðalstræti 9. — Sími 1875. |
5-Cíí 'r Rlre Burroughl. Ii
ty^Untted. Fcatvi
c. & &unw$kbi — TARZAIM
1601
þcfurinn af hvria tnanninum var
greinilegur, og Tarzan var ekki í nein-
um vandræðum. v ð að fylgja því.
Varfega ge,kk Jiann um h'ttan frum-
skóginn, og allt í . ei- fnn hann
annan þef, af hýenu.
Xiuysm yar leita?
OiU isann verið hvíti maðvrinn, sem
iíýonru) ?;í Társsan og lei
ni vvið df .uðan r