Vísir - 27.07.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 27.07.1954, Blaðsíða 7
J>riðjudaginn 27. júlí 1954. VlSIR f • Robert 0. Case: Whitey brosti háðslega: „Við kunnum vel við okkur hér. Yður varðar ekkert um hvar við tökum okkur bækistöð og hvers vegna?“ Ravenhill lét nú í ljós nokkra óþolinmæði og sagði: „Það er kannske bezt að ljúka af þessari skoðun í námunni — við förum bara tvö, Vee — þér hafið vonandi ekki á móti því, DeVore? Við kjósum helzt að athuga hana ein.“ „Eg ætla mér nú samt að koma líka,“ sagði DeVore og lét sér hvergi bregða. „Þetta er eign hlutafélags, eins og þið vitið. Það vill þannig til, að við Crim erum meðal hluthafanna — og höfum meiri hluta þeirra á hendi.“ „Það kemur mér spænskt fyrir sjónir,“ sagði Vee, áður en Ravenhill gæti gefið henni merki um að láta þetta kyrrt liggja. „Eg hefi 55.000 á minni hendi eða réttara sagt við Riv og þar af leiðandi meirihlutann.“ „Eg man ekki betur en að það væru 45.000?“ „Fimmtíu og fimm,“ sagði Vee. „Sagði herra Crim þér ekki frá því, að hann seldi mér að auki tíu hlutabréf, hvert á 1000 dollara? Það var í fyrravor.“ Og nú bætti hún mistökum á mistök ofan með því að kinka kolli til Ravenhills og segja: „Riv hefir þessi tíu hlutabréf. Þú getur sýnt þeim þau, Riv.“ Ravenhill mundi hafa gert það úr því sem komið var, en Whitey DeVore einblíndi á Crim og var augnatillitið ófagurt. „Crim,“ sagði hann mjúkum rómi, „er þetta satt? Fékks.t þú tíu þúsund til viðbótar hjá ungfrú Drummond?" Crim glúpnaði og varð flóttalegur, leit snöggt til dyra, eins og hann vildi æða út — hann minnti á rottu, sem leitar að holu til að smjúga inn í, en svo herti hann upp hugann og beindi góða auganu að Whitey: „Tja, eg var látinn vinna öll skítverkin. Og eg reiknaði út, að Crim gamli ætti að fá prósentur, svo að ef þú — „Haltu kjafti,“ greip Wkitey fram í fyrir honum. „Látum þetta kyrrt liggja.“ Hann sneri sér við og horfði hatursfullu augnaráði á Raven- hill, en hann var enn mjúkmáll. „Eg fer þá sem minnihlutamaður — minni hlutinn hefir sinn rétt, eins og þið vitið. Við skulum ekki fara að deila um laga- bókstaf." Nú, er Vee hafði áttað sig á mistökum sínum, sýndi hún að hún hafði hyggindi til að bera. „Og þar sem þú hefir nú lýst yfir því, Norman, að þú sért hluthafi er grunnurinn hruninn undan frásögn þinni — þú hefir nefnilega afsannað þína eigin staðhæfingu, að Riv og Crim hafi sameigilega setið á svikráðum við mig. „En Whitey svaraði henni engu. „Jæja,“ sagði hann með spurnarhreim og horfði á Ravenhill. „Komið bara,“ sagði hann og yppti öxlum. „Kannske það sé eins og þér segið, að það skipti ekki máli.“ Sannleikurinn var sá, að Ravenhill þótti allt svo ískyggilegt að eftir atvikum var kannske bezt, að hafa Whitey í nálægð sinni, til þess að geta gefið honum gætur. „Og kannske Crim vilji koma lika?“ „Crim verður hér og býr um farangur okkar. Eg kem á eftir ykkur eftir andartak.“ Þau gengu út, Vee og Ravenhill. Það var nístingskalt og stjörnubjart. „Þetta er hræðilegt, Riv,“ sagði hún. „Þú hafðir frá upphafi á réttu að standa um Norman. En hvers vegna —“ „Uss,“ hvíslaði hann í aðvörunartón, „hann getur komið á næsta augnabliki.“ Hann þuklaði um vasa sína. „Eg er með vasaljósið mitt, en eg hefi gleymt broddhamrin- um í flugvélinni. Eg kem strax.“ Hann brá sér í snatri inn í flugvélina og tók hamarinn og smeygði í innri vasa sinn skammbyssu sinni. Hann var að hneppa að sér jakkanum, þegar Whitey kom út og lokaði dyr- unum á eftir sér. Ravenhill gekk á móti honum með broddham- arinn og mundaði hann. Whitey leit í kringum sig og gat ekki varnað því að nokkur aðdáun kæmi fram í svipnum yfir-hve öllu var vel við haldið. „Allt sem nýtt,“ sagði hann. „Þér eruð heppinn, Riv, að eiga þessa flugvél.“ „Hún hefir lifað sitt fegursta,“ sagði hann kæruleysislega. „Þohr kannske 40 flugstundir, en ekki meira. Það er engin furða, jafnmikið og henni hefir verið flogið.“ Ravenhill þótti hyggilegast að ýfast ekki við Whitey að ó- Þörfu- ' á íí .it ,lí „Eigum við að fara?“ „Rétt strax,“ sagði Whitey eins og sá, sem snýr sér að því að ræða viðskipti. Brosið var horfið og hann var ekki mjúkmáll lengur —• heldur kaldur og ákveinn. „Við erum ekki vinir, Riv, en við getum þó ræðst við. Um Crim þurfum við ekki að ræða, og Vee er í rauninni bara áhorf- andi. Það, sem eg nú segi verður að vera okkar í milli.“ „Og hvað er það?“ „Eg vil koma með uppástungu. Við höfum báðir ásett okk- ur að ná í stóran vinning. Erum báðir reiðubúnir að hætta á allt. En ef hægt er að fá mikinn vinning án áhættu —“ „Hver er uppástungan?“ „Það er einfalt mál. Við förum og skoðum námuna. Þér finnið þar ekkert óvanalegt, nema eitt, sem ekki mun vekja grunsemd Vee, nema þér leiðið athygli hennar að því. Hve mikils virði er það yður að loka augunum — minnast ekki á þetta við hana — og;gefa okkur Crim „heilbrigðisvottorð“?“ „Og hve mikils virði er það yður?“ „Eg vil greiða 10.000 dollara — út í hönd.“ „Gangið þér með 100.000 dollara í vösunum?“ „Já, hérna í rassvasanum.“ Ravenhill hristi höfuðið, reyndi að komast að niðurstöðu um hvað vera skyldi. , „Eg skal athuga málið — ákveða mig, þegar eg veit um hvað er að ræða.“ „Því ekki strax?“ „Því ekki síðar — það ætti ekki að breyta neinu.“ Whitey hugsaði líka hratt þessa stundina. „Gott og vel. Minnist þess, Riv, að hér er í rauninni um gjöf að ræða. Og afleiðingarnar, ef uppástungunni yrði hafnað, gætu orðið — óþægilegar.“ „Og má eg þá láta viðvörun koma viðvörun móti. Riddara- lögregluna grunar, að ekki sé allt með felldu. Hún veit um flugáætlun mína. Verði eg ekki kominn tveimur klukkustund- um eftir áætlaðan heimkomutíma til Lochiel senda þeir flugvél hingað.“ „Þá höfum við áreiðanlega tíu klukkustunda frest — en eg ætlast til að fá svar yðar áður en hálf klukkustund er liðin.‘ Svo brosti hann allt í einu. „Það er fjarri mér að hafa í hótunum, Riv. — Eigum við að koma?“ -----Vee stappaði fótum í frosna jörðina og barði sér. „Hamingjan góða! Haldið þið, að það sé notalegt að bíða hérna úti í kuldanum. Við skulum fá þetta frá.“ Á kvöldvökunni. Eitt sinn tók hinn snjalli skáldsagnahöfundur Graham Green þátt í cocktailboði í London. Þegar líða tók á boðið, kom falleg frú til hans, en hún hafði komist við af eymdar- svip hans, og ávarpaði hann á þessa leið: „Eg hefi setið lengi, og virt yður fyrir mér, og mig langar til að spyrja yður að því, hvað þér væruð?“ Graham svaraði auðmjúk- lega: „Rithöfundur ....“ „En ánægjulegt, þá eigum við eitthvað sameiginlegt. Þér hafið skrif bók, og eg hefi lesið bók!“ • Að því að vitað er eru átta mismunandi tilefni til þess að kona kaupir kjól: 1. Maðurinn hennar segir að hún megi ekki kaupa hann. , 2. Hún virðist grennri í honum. 3. Hann kemur frá París. 4. Nágrannakona hennar hefir ráð á slíkum kjól. 5. Engin kona á eins kjól. 6. Allar eiga slíka kjóla. 7. Hann er sérstæður. 8 Af því .... • Innanríkisráðherra Englands' Sir Maxwell Fyfe, sagði eitt sinn þessa stuttu sögu frá þeim tíma, er hann var lögfræðing- ur og ferðaðist um landið til þess að taka að sér málsvarnir. í litlu þorpi í Yorkshire varði hann mál manns, sem hafði brotið flösku á höfði manns eins í áflogum á veitingahúsi, en sá síðarnefndi hafði fengið af því svöðusár. „Skjólstæðingur minn sér mjög eftir því að hafa með- höndlað flöskuna svo óvarlega,“ sagði Maxwell við dómarann, „og eg vona að það verði tekið til greina.“ „Hm,“ sagði dómarinn, „yið skulum heyra hvað sá kærði hefir fram að færa sér til varn- ar.“ „Ja, það er nú einmitt það, að eg hélt að flaskan væri tóm. Ef eg hefði vitað að hún var hálf af whisky, þá hefði eg auðvitað aldrei slegið hann með henni.“ BEZT AÐAlíCLtSA! VtSl •WWWWI IVÍJW.VWVVWWVWI r. & SutrcuqkAz - TARZAN 1666 Állt í oinu rö allt svart fyi;jr tugum. hans og. hann missti meðvit- undina vegna kiftleysis. Jlegar hann kom aftur til meðvitund- ar fann hann að höndin hafði. sleppt aki sínu og hann farinn að anda. Hann hafði þá ekki drukknað! Én hann var fangi í neðanjarðar helli. Myrkrið umlukti hann á alla vegu. Hann heyrði skvair;) i vat.ni en; sýðan varð þögn, — þögn da. ; ans. Tarzan hafðí eýtt sinum seinustu kröftum í ao slíta sig. lausan úr þess- um heljans irreipum en árangurslaust

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.