Vísir


Vísir - 23.08.1954, Qupperneq 1

Vísir - 23.08.1954, Qupperneq 1
44. árg. ====r 189. tbk VI H I * ■ I v Mámudaginn 23. ágúst 1954. ’$jt|$S|i|f9|*|' íslenzka knattspyrnulandsliðið fór utan með millilandaflug- vél Loftleiða fyrir helgina, en hún flutti það til Gautaborgar. Á morgun verður háður kappleikurinn við Svía, og fer hann fram í Kalmar, og er búizt við miklum fjölda áhorfenda, eins og áður ver sagt í skeyti til Vísis. (Ljósm.: P. Thomsen). Oþokkar hells áfengi í barn. Afflskonar strákapör drukkinna iinanna um helgina. Árla laugardagsins voru tveir menn hér í bænum staðnir að þeim fáheyrða óþokkaskap að hella áfengi ofan í fjögurra ára gamlan dreng. Var drengurinn sonur annars mannsins. Fólk varð vart við þetta svívirðilega athæfi og var lögreglunni gert aðvart. Náði hún í báða mennina, tók dreng inn af þeim, en setti þá síðan í fangageymslu. En fyrir utan þetta bar ó- venjumikið á hverskonar stráka pörum og óþokkaskap ölvaðra manna hér í bænum og ná- grenni hans um helgina. Eitt meðal annars var það, að þrír fullorðnir menn, sem voru á ferð í bifreið uppi á Kjalarnesi, gerðu sér leik að því að bera mikið af stórgrýti á veg heim að bæ einum þar á nesinu, og gera heimreiðina þangað óökuhæfa. Mennirnir náðust og voru þeir allir undir áhrifum áfengis. Á sunnudagsmorguninn los- aði ölvaður maður báta, sem bundnir voru við Verbúða- bryggjurnar. Maðurinn náðist og var settur í fangageymslu en bátarnir bundnir aftur við bryggju. Aðfaranótt sunnudagsins voru fjórir menn teknir fastir fyrir ölvun við akstur og sá fimmti fyrir tilraun til þess að aka bíl undir áhrifum áfengis. Sörnu nótt handtók lögreglan fáklæddan mann, sem spíg- gporaði klæðlaus eða klæðlítill eftir Austurstræti. Lögreglan tók hann í vörzlu sína. Snemma í gærmorgun var hringt til lögreglunnar frá Kópa vogi og henni tilkynnt um hús- brotstilraun, sem þar hafði ver ið framin seinni hluta nætur. Höfðu tveir öldrukknir menn gert tilraun til þess að brjóta upp húsdvr. Notuðu þeir til þess bílíjöður og hafði þeim tekizt að sprgngja upn ,- mekk- lás og sömuleiðis brutu þeir ljósker við eða yfir dyrunum. En þegar þar var komið sögu urðu húsbrotsmenn varir manna ferða og lögðu á flótta. — Að minnsta kosti annar þeirra þekktist örugglega og hefur hreppstjórinn í Kópavogi mál- ið til meðferðar. Um miðjan dag í gær fleygði maður sér í Reykjavíkurhöfn. Maður þessi, sem var drukkinn, náðist og jafnaði hann sig fljótt við hjúkrun og aðhlynningu. í gær kom erlend stúlka á lögreglustöðina og kærði yfir því að rétt áður hefði komið til sín ölvaður maður og stolið frá sér 500 krónum í pening- um ásamt einhverju fleiru. — Stúlkan gaf nákvæma lýsingu á manninum og er málið nú í rannsókn. Fyrir helgina féll ölvaður maður skyndilega niður í Aust urstræti. Hann var fluttur á slysavarðstofuna til athugunar, en þarna virtist ekki vera um annað en ölvun að ræða. Rakn- aði hann innan stundar úr rot- inu og var hann þá fluttur heim til sín. í nótt datt maður aftur fyrir sig á stéttinni við bifreiðastöð Hreyfils á Kalkofnsvegi. Mað- urinn var fluttur í sjúkrabíl á Landspítalann og þar kom í ljós, aS hann myndi hafa hlotið heilahristing. Keppni milli Hollandsfara annarra skákmanna. I fjáröflunarskyni fyrir skák- mennina sem fara eiga á al- þjóðamótið í Hollandi á næst- unni hefur komið til tals að efna til skákkeppni milli þeirra annarsvegar og jafnmargra manna úr Taflfélagi Reykjavík- ur hinsvegar. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hverjir valdir verða af hálfu Taflfélagsins, en það ræður yf— ir fjölmörgum ágætum skák- mönnum og má meðal þeirra nefna þá Guðjón M. Sigurðs- son, Ásmund Ásgeirsson, Svein Kristinsson, Lárus Johnsen, Jón Pálsson, Birgir Sigurðsson, Óla Valdimarsson og Eggert Gilfer svo aðeins nokkrir séu nefndir. Fyrrverandi Norður- landameistari í skák, Baldur Möller, kemur ekki til greina vegna fjarveru sinnar. Ennþá hefur hvorki verið valinn staður né stund til keppninnar og e. t. v. mun almenningur vilja einnig gera tillögur um það hverjir valdir verða og hvaða staður valinn yrði fyrir keppnina. Er þess að vænta að slík keppni yrði vel sótt og að hún gæti orðið til þess að veita Hollandsförum nokkurn farar- eyri í aðra hönd. Færeyingar keppa við Val. Búast má við f jölmenni á í- þróttavellimum í kvöld, er frændur vorir, Færeyingar, tefla fram úrvals-knattspyrnu- flokki gegn meistaraflokki Vals. Færeyingar hafa háð fjóra leiki hérlendis, þar af unnið þrjá, síðast úrval Akureyringa, og hefur frammistaða þeirra því verið með miklum ágætum. Þetta er í fyrsta sinn eftir sti’íð, að Færeyingar sækja ís- land heim til þess að heyja hér knattspyrnukappleiki. Víkingur sér um móttökur hér, en Færeyingar eru okkur miklir aufúsugestir. Leikurinn hefst kl. 8. Briissel-ráðstefnan varð árangurslaus. Hlendes-France og Eden fljúga tll London í dag og ræða við Churchill. - Times telur horfurnar mjög alvarfegar. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. í morgun er það höfuðefni | brezkra blaða, að enginn árang- 1 ur náðist á fundinum í Brtissel,1 og eru horfurnar taldar ákaf- lega alvarlegar. — Mendes- France forsætisráðherra Frakk- lands og Eden utanríkisráð- herra Bretlands fljúga til Lon- don í dag, íil viðræðna við Sir Winston Churehill á sveitar- setri hans. Mendes-France flýgur þe«^i að fundinum loknum til Parísar til þess að gera stjórn sinni grein fyrir því, sem gerðist í Brussel, og árangrinum af við- ræðunum við Churchill. Eden hefur dvalizt að undanförnu í sumarleyfi í Austurríki og ætl- aði að dveljast þar lengur sér til hvíldar og hressingar, en sá, sér nú ekki annað fært en að hverfa heim til Englands þegar. Þess er getið, að Mend- es-France hafði boðað, áður en hann fór til Brússel, að hann mundi fara á fund Churchills, áður en hann færi heim. Verkfallið í Bayern hefir staðið í 3 vikur. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í morgun. Verklýðsmálaráðherra Bay ern hefur tilkynnt, að hann muni í dag gera nýja tilraun til að fá málmiðnaðardeiluna leidda til lykta. Ekki eru menn trúaðir á, að verkamenn muni fallast á til- lögur hans, ef þær ganga í þá átt, sem ætlað er, að báðir að- ilar fallist á bindahdi gerðar- dómsúrskurð. Verkfallið hefur nú staðið á þriðju viku og gætir áhrifa þess æ meira í ihinnkuðum útflutn- ingi. Dómari rekinn Fannkoma og jarðhrun í Alpafjöllum. Þrumuveður mikið gekk yfir rnegmlantíið og Bretland í gær. — Tjón af vafnav'öxtum. Einkaskeyti frá AP. —í þorp nokkurt, sem varð hart A TPa, A 1 Enn virðisi eiíthvað ókyrrt í Rússlandi, að því er ensk hlöð herma. Ha'fa þau það.eftir rússneska útvarpinu, a í vikunni sem leið' hafi forseti hæstaréttar Sovét-Arrneníu verið settur frá embætti fyrirvaralaus t. London í morgun. í nótt fennti í Alpafjöllum í 1300 metra hæð og ofar. Úr- hellisrigningar hafa verið dög- um saman í dölum þar og ár flætt ýfir bakka sína og jarð- lirun orðið víða, m. a. á Norður- ftalíu. Þar hefur járnbrautarlestum seinkað og vatn flætt yfir rækt arlönd. í Austurríki flæddi inn úti í flóðunum í sumar. 3 útvarpsstöðyar kommúnisía þögnuðu Þrumuveður gekk yfir mörg lönd álfunnar í gær og í A.-Þ. Þögh ,:ðu ailar útvarpsstöðvar komr.’.únisia. í Brétlandi laust eldingu niður í fjölda húsa. — Geysileg úrkoma kom í kjölfar þrumuveðursins og í Wales og suðvesturhéruðum England8 flæddi yfir akra. Mendes-France sjálfur samþykkur sáttmálanum. Mendes-France sjálfur vill staðfestingu Evrópusáttmálans. Adenauer kanslari V.-Þ. gat þess að loknum einkafundi. þeirra í gærkvöldi, og að M,- Fr. væri samþykkur því, að Vcotur-Þýzkaland fengi fullt og óskorað sjálfstæði hvað sem lið1 Evrópusáttmálanum. Fögnuður í Moskvu. I útvarpinu í Moskvu var svö að orði kveðið í gær, er lokatil- kynningin hafði verið birt, en með henni var staðfest, að eng- inn árangur hefði orðið, — að hún sýndi, að bandarísk utan- ríkisstefna hefði beðið nýjan ó~ sigur. Hvað ber að gera? Lundúnablöðin ræða hvað gera beri nú, þegar Brussel- ráðstefnan er farin út um þúf- ur. Daily Herald, blað Verka- lýðsflokksins, segir þetta mestæ áfallið um mörg ár fyrir vest- ræna samvinnu. Kallar blaðið það kaldhæðni, að Frakkar sjálfir skyldu verða til þess að; rífa niður það, sem verið var að byggja upp að þeirra eigin. tillögum. Times telur horfurnar mjög alvarlegar og hvetur tiL athafna, til þess að afstýra frek: ari óheppilegum afleiðingum. þess, að samkomulag náðist ekki. Daily Mail segir, að dag- urinn í gær — er ráðstefnunni. lauk, hafi verið dimmur dagur fyrir Vestur-Evrópu og Frakk- ar eigi sökina, en fyrir alþjóða- kommúnismann hafi dagurinn. verið hinn ánægjulegasti. New Chronicle segir, að það sé mesfe undir Frakklandi komið hversií.: fari um Þýzkaland, en heims friðurinn sé aftur undir þv : kominn hvernig ÞýzkalandsmáÍ. inu reiði af. — En í blöðunum. er einnig slegið á þá strengi,, að þrátt fyrir að tillögur Frakkæ fengju engan byr, sé áfram ein- ing ríkjandi um vestræna sam- vinnu, hvaða leiðir sem farn- ar verði. Er m. a. bent á, að: efla Norður-Atlantshafsvarnar bandalagið. í Frakklandi ríkir gremja yfir pVí,* áð hifn löndin, sem standa að varnar- samtökum Vestur-Evrópu, sam. einuðust gegn tillögum Frakka,, og kom það einnig fram hjá. írönsku fuíltrúunúm í Brússel.. Frakkar stóðu þar gersamlega. einir. Kom greinilega fram í Brússel, að tortryggnin gegn. Þjóðverjum er rótgrónust í. Frakklandi, en í hinum lönd- j unum er það ekki lengur talið^ vænlegt til samstarfs að ala á. henni. — Nokkurs beygs gæt- í vestrænu löndunum um það,. að svo kunni að fara, að ósam- komulagið leiði til stjórnar- myndunar, er taki vinsamlegri afstöðu gegn Rússum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.