Vísir - 03.09.1954, Side 5

Vísir - 03.09.1954, Side 5
Pöstudaginn 3. september 1954 Vf SIK Halði fýst til íslands í meira en hálfa öld. Hg heimkojnan varð mér sem ævinfýri úr 1001 ttiéff. Viðtal við Pál S. Pálsson skáid. Innan skanuns iíiverfa héðan af landí brott tveir góðir gest- ir, sem gist hafa Island í sum- ar, en það eru merkishjónin Páll S. Pálsson skáld ' frá Winnipeg og kona hans Olína Egilsdóttir. Öllum þeim, sem komið hafa á heimili þeirra hjóna vestan hafs ber saman um það að gest- risni þeirra hjóna og alúð sé engin takmörk sett. Þau hafa líka á langri ævi orðið vin- mörg, ekki aðeins vestan hafs heldur og líka hér heima. Og nú hafa þau dvalið hér á landi í sumar eftir langa fjarvist, Páll ekki komið til íslands í 54 ár og frú Ólína ekki í 24 ár þar til nú. Fréttamaður! Vísis hitti Pál að máli fyrir skemmstu og bað hann að sgja lesendum blaðs- íns örlítið frá langri ævi og löngum ferli bæði heima og er- lendis. — Þú ert fæddur héf heima? — Já. Eg er Borgfirðingur að ætt en örlögin höguðu því þannig, að eg er fæddur Reyk- víkingur. Ástæðan fyrir því er sú, að hið alræmda mislingaár 1882 ætluðu foreldrar mínir að flytjast búferlum til Vestur- heims, en á meðan þau biðu eftir skipsfari í Reykjavík veiktust þau bæði í mislingum og voru svo lengi að jafna sig eftir veikindin að þau hættu við förina. En í þessari bið Þeirra hér í Reykjavík fæddist eg, og að því að mér var tjáð í húsi Þorbajrgar Sveinsdóttur, hins landskunna kvenskörungs og systur Benedikts Sveinsson- ar. Var hún í vinfengi við for- eldra mína og skaut yfir þau skjólshúsi þegar þau komu -eða dvöldu í Reykjavík. Var Þorbjörg ljósa mín og átti eg þ>ar hauk í horni þegar eg flutt- ist síðar til Reykjavíkur. Móðirin fór ein vestur. —- Hvað varð um foreldra þína úr því þau hættu við vesturförina? — Þau fluttu til sinna fyrri heimkynna, að Signýjarstöð- uni í Borgarfirði, en síðar flutt- ust þau búferlum að Norður- Póll. Reykjum í sömu sveit og þar dó faðir minn nokkurum árum síðar. Nokkuru eftir andlát föð- ur míns varð sú gamla ákvörð- un móður minnar að flytjast til Vesturheims að veruleika. Fluttist hún vestur um haf árið 1897 ásamt elzta syni sínum Hirti, og þeim yngsta, Kristjáni. Við yorum fjórir bræðurnir og vildi hún að við kæmum allir með sér. En eg, sem þá var aðeins 15 ára að aldri, barðist með hnúum og hnefum gegn því — ég vildi fá að vera áfram á íslandi — og það varð úr að bæði eg og Jónas bróðir minn urðum í það skipti eftir og fór- um hvergi. — Hvað varð þá um þig? — Eg fluttist til Reykjavík- ur, leitaði þar á náðir Þor- bjargar ljósu minnar og hóf prentnám í Dagskrárprent- smiðjunni, sem bróðursonur Þorbjargar, Einar Benediktsson skáld, starfrækti þá og stjórn- aði. Reykajvík var leiðinleg. — Kynntist þú Einari? — Já, mikið. Við bjuggum báðir hjá Þorbjörgu og eg var Einari mjög handgenginn. Eg held að eg eigi engar minning- ar jafn góðar um nokkurn mann, sem eg hefi starfað með, sem Einari, enda var hann gáfumaður svo af bar og glæsi- menni að sama skapi. Við vor- um mikið saman og eg er þakk- látur fyrir þær samverustundir. — Hvernig líkaði þér við Reykjavík í þá daga? — Mér leiddist hún. Mig langaði alltaf heim í sveitina mína aftur, fannst eg hvergi eiga heima nema þar, og á kvöldin eftir vinnu í prent- smiðjunni lagði eg jafnan leið mína upp að Skólavörðu, þaðan sem útsýn var mest og bezt til sjávar ag lands. Þar sat eg löng- um og mændi til f jallanna sem næst lágu heimabyggð minni og lét mig dreyma um fegurð og yndi sveitarinnar minnar. Þetta vorii taldar kenjar eða sérvizka, en eg gat ékki að þessu gert. — Hvenær fórstu svo vestur um haf? —■ Aldamótaárið ákvað Jón- ast bróðir minn að fara vestur og þá fannst mér ekkert við að vera lengur hér heima, þeg- ar bæði móðir mín og bræður niínir allir voru horfnir á brott. Eg ákvað því að fara með honum, en það veit hamingjan að ég fór nauðugur og kveið því að yfirgefa þetta land sem eg elskaði öllu öðru heitar. Langaði alltaf lieim aftur. — En hvernig likaði þér svo eftir að því komst vestur? — Mér leiddist. Mér leiddist í mörg löng ár og langaði alltaf heim aftur, en því láni var ekki að fagna að eg kæmist það fyrr en nú — eftir 54 ára útlegð. Ólína. — Fórstu til Winnipeg? — Já, móðir mín og bræður voru þar fyrir. Eg hafði fyrst í stað ofan af fyrir mér með daglaunavinnu og vann að hverju því starfi sem bauðst. Á þeim árum var yfirleitt erfitt að fá vinnu vestra, en helzt við mokstur* eða gröft því það var hvorttveggja í senn erfið vinna og illa launuð. Stundum var eg líka við fiskveiðar á vötnunum eða eg var uppi í sveit, en aur- ana sem mér áskotnuðust fyrir þetta notaði eg til þess að fara á verzlunarskóla að vetrinum. Eftir þriggja vetra nám útskrif- aðist eg úr skólanum og fékk eg þá atvinnu við bókhald hjá stóru fyrirtæki í Winnipeg. — Hefurðu starfað við bók- hald síðan? — Að verulegu leyti. Eg hefi starfað hjá ýmsum eftir því sem bezt bauðst í það og það skiptið. Um 12 ára skeið vann eg hjá lífsábyrgðarfélagi, seinna starfaði eg hjá korn- höllinni og var samtímis gjald- keri eins kornræktarfélagsins sem skipti við hana. En þegar ríkið tók hveitiverzlunina í hendur var þessu starfi sjálf- hætt og þá gerðist eg auglýs- ingastjóri við vestur-íslenzka blaðið Heimskringlu. Við það vann eg um 10 ára skeið, en fyrir tveim árum settist eg í helgan stein, fluttist ásamt konu minni til Gimli og þar á eg hús við okkar hæfi á fögrum stað við vatnið og í því mun eg sennilega dvelja héðan í frá. í mörg, löng ár og langaði alltaf Konuna langaði líka heim. — Er langt síðan þú kvænt- ist? — 44 ár. Konan mín, Ölina Egilsdóttir er ættuð úr Borg- arfirði:‘eystrá. Hún fluttist 15 ára að aldri, ásamt foreldrum sínum, vestur um haf og við áttum það m. a. sameiginlegt að okkur leiddist báðum og langaði alltaf heim. Hún kom snöggvast heim Alþingishátíð- arárið 1930, en þá komst eg ekki með henni. Við eigum eina dótt- ur bahna, Margréti, sem nú er gift og búsett í Winnipeg. Hún á elskulegan mann og þrjú myndai'leg börn. — Þú hefur fengizt ■ töluvert við ljóðágei'ð? — Eg hefi dundað við þetta mér til gamans og hugarléttis. Eg gaf út ljóðabók árið 1936 og nefndi hana „Norðurreyki“ eftir bænum þar sem eg ólst að mestu upp. Aðra ljóðabók „Skilarétt" gaf eg út 1948 og nú er væntanleg í haust þriðja bókin eftir mig. Mun ísafoldar- prentsmiðja h.f. gefa hana út og hef eg gefið henni heitið „Eftirleit". — Þú hefur alltaf verið í meiri eða minni tengslum við gamla landið? — Vissulega. Eftir að eg kom vestur reyndi eg að afla mér íslenzkra bóka eftir því sem kostur var á og efni mín leyfðu. Eg skrifaðist á við fjölda manns heima á íslandi og eign- aðist þannig marga kunningja og vini sem eg hefi ekki séð flesta fyrr en nú. Og loks voru allir þeir, sem eg batzt vinar- tengslum vestra fólk af ís- lenzku bergi og sem mælti á íslenzka tungu. Þakkarskuld við vini. Einn í hópi minna beztu vina er Sigurður Júlíus Jóhannes- son skáld. Hann fór vestur skömmu á undan mér og tók mér tveim höndum þegar eg kom til Winnipeg. Frá honum hefi eg jafnan notið mikilla á- hrifa og hann stappað í mig stálinu við að yrkja og hvatti mig til þess að halda því á- fram. Annar maður, sem eg hafði mikið saman að sælda við var dr. Rögnvaldur Pétursson, einn af mikilhæfustu mönnum Vestur-fslendinga og maður sem unni íslandi og islenzkum málum hugástum. Seinna kynntist eg öðrum ágætum manni sem dvaldist um nokkurra ára skeið vestra en það var síra Ragnar E. Kvaran. Gáfumaður mikill og ræðuskörungur eftir því. Allir þessir menn hafa mótað mig meir eða minna og eg stend í mikilli þakkarskuld við þá. — Gætir íslenzkrar menning- ar og áhrifa enn mikið vestra? —- Ekki sem áður, enda er þess naumast að vænta. Ný kynslóð er að mestu tekin við, kynslóð sem er fædd í Vestur- heimi og að verulegu leyti al- in upp við enska menningu. Vestur-íslenzku blöðin, svo og nokkur önnur rit eða bækur,. koma enn út en eiga orðið erf- itt uppdráttab og erfiðara með hverju árinu sem líður. Ævintýri úr 1001 nótt. — Hvað segirðu okkur svo um komu þína til íslands og þau áhrif, sem þú hefur orðið fyrir hér? — Mig hefur langað til fs- lands í 54 ár og stundum verið kominn nærri því að leggja af stað, en ekki orðið af því fyrri en nú. Við hjónin komum hing- að ásamt nokkurum fleiri Vestur-íslendingum þann 9. júni s.l. og höfum ferðast víða um landið og séð margt. En allt það, sem við höfum séð hefur komið mér fyrir sjón- ir eins og ævintýrin úr 1001 nótt. Eg vissi af fregnum að heiman að hér höfðu átt sér stað miklar breytingar frá því um aldamót, en að þær hefðu orðið slíkar sem raun ber vitni hafði mér aldrei til hugar kom- ið. Þægindin í sveitunum á ís- landi eru sennilega orðin meiri en í nokkuru landi öðru og verfc legar framkvæmdir á öllum sviðum ehu orðnar svo miklar hér heima að þær ganga í mín- um augum ótrúleika næst. — Og þú ert á annan hátt ánægður með heimkomuna? _— Meira en það. Fólkið hefir borið okkur hjónin á höndum sér frá því er við komum. Eg tel að við höfum varið pen- ingum okkar hvað bezt með því að koma til íslands og endur- •minningar sem eg hef héðan og úr ferðinni allri verða mér hið dýrmætasta vegarnesti á meðan eg lifi. Evrópuráðið getur ekki dæmt um stækkun landheiginnar. Ræða forsætisráðherra í gær. Ræðu þessa flutti Ólafur Thors forsætisráðherra í útvarpið í gærkveldi. „Ég kom heim í fyrrakvöld eft- ir þriggja vikna utanför. Lengst af dvaldi ég í Noi'egi og sat þar m. a. fund Norðurlandaráðsins, og cnda þótt ég viti að aðrir hafi' gefið skýrslu um þennan fund, þykir mér eftir atvikum rétt að víkja hér að undirtektum ráðsins undir þá lillögu, sem flutt var af hálfu íslands í sambandi við landhelgismálið. Til þess að menn geri sér rétta grein fyrir málinu, er nauðsyn- legt að haft sé í liuga livað það var, sem ísland fór fram á. Svo sem kunnugt er, ákvað Al- þingi að íslendingar gerðust þátttakendur í Norðurlandaráð- inu, en það er aðeins ráðgefandi samkunda. Kaus Alþingi 5 full- t-rúa er mæti i ráðinu af Iiendi íslands. Auk þess eiga ráðherrar rétt tii setu á fundum ráðsins... Hinir þingkjörnu fulltrúar ís- lands töldu að rétt mundi að hreyfa íandhélgismáíinu á Osló- fundi Norðurlandaráðsins, og fluttii- þar svohljóðandi tillögu: „Norðurlandaráð mæli með þvi við ríkisstjórnirnar, að þæe athugi, á hvern hátt sé unnt að styðja íslendinga í viðleitni þeirra til verndunar fiskimiða við strendur íslands.“ Orðalag þessarar tillögu er skýr og ótvíræður vottur þess, að flutningsmönnum hennar er vel ljóst, að Norðurlandaráðið ræð- ur engu um úrslit hinnar svo- nefndu landhélgisdeilu og þess einkabanns, sem brezkir éitgerð- armenn hafa lagt á islenzkaa fislc í Bretlandi. Fyrir flutnings- mörinum vakti því það eitt, að bræðraþjóðirnar létu í ljósi sam- úð með íslendingum í einu formi eða öðru, ef ske mætti að það flýtti eitthvað fyrir laúsri liinnar skaðlegu deilu, ef daglega og i vaxandi mæli spillir gamalli og rótgróinni vináttu íslendinga við eina ágætustu Öndvegisþjóð ver- aldarinnar, Bretii. Forseti neðri deildar Alþingis, Sigurður Bjaranson alþm., reif- aði niálið af liendi íslands a fundi Norðurlandaráðsins með rökfastri og ágætri ræðu. Sjálfur, sagði ég einnig örfá orð, þar sem Framh. á 7. síðu, ,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.