Vísir - 13.09.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 13.09.1954, Blaðsíða 4
4 vísm Mánudaginn 13. september 1954. r Sigurður Pétursson: Sólarorka og þörnngar. Verða þörungar aðalorkugjafi mannsins er allt eldsneyti þrýtur? Það virðist í fljótu bragði heldur ósennilegt, að lítt áberandi plöntur, eins og þörungarnir, geti orðið mikilvægt eldsneyti og Irkugjafi. Þetta er þó engin fjarstæða, og hafa þegar verið erðar merkar tilraunir, sem bent geta í þessa átt. Ekki mundi samt slíkt elds- tjeyti vera samkeppnisfært við kol og olíu, eins og verð á þeim ’.jörnm or nú. En kol og olía jnnin úr jörðu eiga vafalaust 'T'ir að hækka mjög í verði og •síðar að verða ófáanleg með öllu, þegar námumar eru tæmdar. þá kemur að því, að grípa verður til nýrra aðferða til öflunar orku, og þá vafalaust sumi'a, sem nú þykja harla ólíklegar. J)að verður vafalaust bráðlega «itt helzta áhyggjuefni mann- kynsins, hvemig afla skuli orku til reksturs á vélum, til liitunar og til ljósa. Enn sem komið er, «ru það helzt e igendur olíu- félaganna, sem eru orðnir sér þessa meðvitandi. þeir sjá nú þegar, að olíulindirnar verða jalltaf vandfundnari og torunn- ari og sennilega bráðum allar þurrausnar. Bílstjóri í Reykjavík, sem keyr ir á olíustöð árið 1954 og kaup- ir benzín á bílinn sinn, spjrr að- eins að því, hvað benzínið kost- ar, en ekki um hitt, hversu mikl ar birgðir af olíu séu til í heim- in.um, eða hvort nokkru benzín muni fáanlegt árið 2054. Hann mundi sennilega verða talsvert hissa, er honum væri tjáð, að birgðir þær af olíu, sem vitað er um í jörðu, endast líklega ekki nema svona í 15 ár. Og á meðan bílstjórinn tiltekur, hversu rnarga lítra af þessu einkar hent uga eldsneyti, benzíninu, hann vill fá á geyminn í bílnum sín- um, þá sitja nokkrir verkfræð- ingar og kaupsýslumenn á fundi í éinhverri fjarlægri borg og brjóta heilann um það, hvemig fullnægt verði olíueftirspuminni í heiminum næstu áratugina. — þeir ráðgera olíuleit á nýjum stöðum. Ef til vill í fjarlægum heimsálfum, langt inni á eyði- mörkum, inni í óbyggðum, úti á hafi eða handan við risaháa fjallgarða. Ef til vill verður yf- ir fen og í gegnum frumskóga að sækja, þar sem allt, morar í flugum, sem bera malaríu eða gulusótt. Og svo getur þannig farið, að engin óiían finnist. — Verkfræðingamir og kaupsýslu- mennimir hafa þungar áhuggj- ur. En bílstjórinn í Reykjavík greiðir fyrir benzínið sitt og ek- ur í léttu skapi til þingvalla. Megnið af olíunni fer til brennslu. Síðustu 25 árin hefur olíunotk- unin í heiminum aukizt að með- altali um 4% á hverju ári, en nú er ársnotkunin komin upp í 2.000.000.000 tunnur (1 tunna er nær 160 lítrar). 30% af þessari olíu eru notuð til framleiðslu á hinum margvíslegustu efnum, en hitt fer til brennslu. Frá 1859 til 1951 hafa verið unnar 41.000- 000.000 tunnur af olíu, en talið er, að þetta sé þó aðeins lítill hluti af allri þeirri olíu, sem til er í jörðu. Vafalcuft finnst mik- ið af olíu ennþá. T. d. var vitað um meira af óunninni olíu árið 1951 en árið 1950. En í janúar 1951 var vitað um olíulindir, sem með sömu notkun mundi end- ast í 15 ár. Nokkur huggun er IMýkomnir eftir- taðdir varahlutir: i Amerískir vöru- og Enskir lólks- og lólksbilar: sendibilar: ^Spindilboltar Ventlar ^Btýrisstengur Stýringar ptýrisendar Mótor-Iegur Einföld drif Startanker fTvöföld drif Allt í gírkassa 'Hluti í drif Felgur Bremsuborðar Stýrisendar Bremsugúmmí Kveikjuhlutir Ðínamóar Blöndungar Startarar Ljósakerfi Felgur Hurðaskrár Púströr Upphalarar Fjaðrir Sveifar Fjaðraboltar Handföng Fjaðrafóðringar Fjaðrir Fjaðrahengsli Hjöruliðir Hjólkoppar Olíuhreinsarar Brett-i Olíubarkar Ofangreint er aðeins smá brot af því sem til er og ætíð að koma. FORD umboðið Kr. Kristjánsson h.f. Laugaveg 168—170. — Sími 82295 (tvær Iínur). það, að vitað er um mjög mik- ið magn af óunnum kolum, en úr þeim má vinna olíu, eins og kunnugt er. Sennilegt er talið, að þessar orkulindir endist næstu tvær til þrjár aldir. það er erfitt að hugsa sér, hvemig mannkynið. á að geta komizt af án olíu og kola. þá hugsun verður þó að hugsa til enda, því að þessir orkugjafar eru sjóðir, sem stöðugt fara minnkandi, þar sem útgjöld þeirrá eru mörg þúsund sinn- um stærri en tekjurnar. það er því eðlilegt, að manni verði oft hugsað til oi-kugjafa, sem ékki er fyrirsjáanlegt að þrjóti í ná- inni framtíð, en það er sólin. Til hennar má rekja upptök allr ar þeirrar orku, sem vér þekkj- um hér á jörðu. Olía og kol era aldagömul sólarorka. Orka, sem grænar plöntur hafa bundið fyr- ir milljónum ára og geymzt hef- ur síðan í leifum alls konar plantna og dýra, djúpt í jörðu, allt fram á þennan dag. Upp- gufun á vatni á yfirborði jarðar og mishitun yfirborðsins af völd um sólargeislanna er upphaf hinna orkumiklu náttúrafyrir- brigða, fallvatnanna og vind- anna. Og jarðhitann og kjam- orkuna má rekja til þeirrar glóðar og þungu atómkjama, sem geymzt hafa í iðram jarð- ar og era af sama upprana og sólin. öll crkan entist í 3 daga. En öll er þessi nýtanlega jarð neska orka aðeins hverfandi lít ill hiuti af þeirri geysimiklu orku, sem sólargeislarnir flytja stöðugt til jarðarinnar. Vísinda maður einn hefur reiknað þetta út og komizt að eftirfarandi nið- urstöðum. Hugsum oss, að sam- an væru komin öll þau kol, olía og jarðgas, sem hugsanlegt er að hægt, verði að afla í frarh- tíðinni, að höggnir hefðu verið allir skógar jarðarinnar, og að þar við bættist allt það úraní- um og þóríum, sem frekast er hugsanlegt, að til sé á jörðinni og unnt sé að vinna. Hugsum oss svo, að öllu þessu orkugéf- andi efni væri dreift jafnt um allt yfirborð jax'ðarinnar og orka þess leyst úr læðingi með þeim hraða, að pákvæmlega jafnaðist á við þá orku, sem jöhðin fær frá sólinni, og gæti því komið í stað hennar um stundar sak- ir. Með slíkri notkun myndu þá öll þessi miklu orkuauðæfi jarð arinnar aðeins endast í þrjá daga. Svo mikil er orka sólar- innar, að sá litli hluti, sem til jarðarinnar berst, er 30.000 sinn um rrieiri en öll sú orka, sem nú er notuð bæði úr eldsneyti og fallvötúum. þar sem svo mikil orka berst með sólargeislunum til jarðar- innar, og orkulindir jarðarinn- ar sjálfrar eru svo mjög tak- markaðai’, þá er það eðlilegt, að menu hugleiði þann möguleika að binda orku sólargeislanna á einhvem fljótvirkari hátt en gert hefur verið til þessa. Hefur þegar verið bent á ýmsar að- gerðir, til þess að gera slíkt, en ekki erá þær . ennþá svo full- kpmnar, að þœr séu samkeppn- isfærar við vatnsaflsvirkjanir eða framleiðslu á kolum og olíu, eins og nú er háttað. Safngler eða speglar. Sú aðferð, sem beinast virðist liggja við til vinnslu á sólar- orku, er að nota safngler eða holspegla, t.il þess að safna geisl unum saman, og hita með þeim vatn. Eru slík tæki þegar til og í notkun, þó að í smáum stíl sé. það er kunnugt, að furðu lítinn hitamun þarf til þess, að nota megi hann til þess að knýja aflvél. það hefur t. d. komið til mála, að hagnýta á slíkan liátt þann hitamun, sem í hitabelt- inu er á milli efstu laga s.iávar- ins og þeirra, sem dýpra liggja. Hitamunur þessi stafar auðvit- að af því, hversu yfirborð sjáv- arins hitnar þama mikið af geislum sólarinnar. Til eru efni, sem hafa þann eiginleika, að safna í sig ljós- geislum og senda þá síðan aftur frá sér um nokkum tíma eftir að geislaupptakan hættir. — Er sagt, að slík efni séu fosfóriser- andi. Til mála getur komið að safna sólargeislum í þannig lög uð efni á daginn, og nota þá svo til lýsingar á nætumar. Orkuvinzla plantnanna. Aðferð sú, sem mestar vonir eru tengdar við eins og stendur, til þess að binda orku sólarinn- ar, er sú, sem grænu plönturnar nota við tillífun kolsýrunnar. En með hjálp blaðgrænunnar binda plöntumar, sem kunnugt er, orku sólargeislanna, og nota hana til þess að byggja upp prkurík efnasambönd, eins og sykur og mjölva, úr hinum orku snauðu samböndum koltvíildi og yatni. Á þennan hátt er öll sú örka til komin, sem vér sækj- um nú í kolin og olíuna. En að- ferð plantnanna er seinvirk og það hefur tekið þær milljónir ára að binda þá orku, sem safn- azt hefur fyrir í kolunum og plíunni. Slíkar aðferðir virðast vera allt of seinvirkar, til þess a.ð hægt sé með þeim að bæta veralega úr orkuþörf nútímans. En plöntumar eru ekki jafn hægfara í efnaskiptum sínum, t. d. eru þær mjög misjafnlega afkastamiklar við tillífun kol- sýrunnar. það er alkunna, að örsmáar frumur eru oft mjög af- kastamiklar, þ. e. efnaskiptin, sem þær valda, eru geysilega yf- irgripsmikil miðað við stærð frumunnar. þannig er þessu líka varið með suma örsmáa græn- þörunga. þeir virðast með hjálp sólarljóssins og blaðgrænunnar geta byggt upp orkurík efnasam bönd, eins og sykrunga og feiti, með ótrúleguni hraða. þörungar og eldsneytL Eins og stendur, er það græn- þörungurinn Chorella pyrenoid- ost, sem dregið liefur að sér at- hyglina. Er þörungur þessi ör- smár, en getur vaxið mjög hratt, ef nægileg kolsýra er í vatninu. Við ræktun í 15 cm. djúpu vatni getur hann bundið 2% af orku þeirra sólargeisla, sem á yfir- borðið falla. Við rækturi venjú- legra mat- og fóðurjurta næst aftur á móti aðeins 0,1% af órkú sólargeislanna. Hefur þörungur- inn skilað uppskeru, sem nem- ur 15 tonmim af þurrefni á ekru (ekra er ca. 0.4 hektari), en þáð er fimmfalt á við beztu upp- skeru af venjulegum mat- og fóðurjurtum. þó telja vísinda- menn að hægt muni enn að þre falda afköst þörungsin« TTefur Carnegie stofnunin í Biindarikj- unum gert tiiraunir neð þéssa ræktun í stórum sfH Hvernig þörungnrnir verðn notaðir sem orkugtnfi í rramtíð- inni, er ekld unnt no sogja éftn- þá. Möguleikar eru íil þcss ao vinna úr þeim eldsneyti fyilr breyfla á efnafræðilegan liátt. Er talið, að 1.000 timnur af slrku eldsneyti fengjust af 22,4 ekrum, ef uppskeran er 35 tonn af þör- ungaþurrefni af hverri ekru. —■ Segja má, að eldsneytisfram- leiðsla svipuð þessari hafi átt sér stað lengi, en það er fram- leiðsla á vínanda, en hann er bæði notaður til brennslu og á hreyfla, þó að í smáum stíl sé. Vínandi er sem kunnugt er frani leiddur úr sykri við gerjun með gersveppum, en sykurinn er oft ast unninn úr fjölsykrungum s. s. mjölva og sellulósa. En vísindunum fleygir fram, og fyrr en varir má búast við, að gátan um starfsemi blaðgræn unnar verði leyst. þess verður ef til vill ekki langt að bíða, að í stað þöranga og annarra plaritna með blaðgrænu getí komið eitthvert litarefni, fram* leitt í efnaverksmiðju, sem not- að verði sem hvati til að breyta koltvíildi og vatni í sykranga með hjálp sólargeislanna. —■. Til- raunir hafa þegar verið gerðar í þessa átt, og gefa niðurstöður þeiiTa góðar vonir. Ef til vill Verður það af slíkum upprana eldsneytið, sem bílstjórinn í Reykjavik tekur á bílinn sinn árið 2054. Heimlld: Roger Adams: Man’s Synthetic Future. Science 15, febr. 1952. Flóra Geymslupláss 60—70 Im. i eSa viS miðbæinn óskast til leigu. Flóra THRICHLOR-HREINSUM Bj(|)Re Sólvallagutu 74. Si'mi 3237. 11 Barmahlírt C. ASallundur verður haldinn í Skátaheimilinu í kvöld 13. sept. klukkan 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.