Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 1
M2 síður 44. árg. Miövikutíaginn 22. september 1954. 215. tbí. Skákmótið í Amsterdam. Á skákmótinu í Amsterdam kepptu íslendingar síðast við Þjóðverja. Leikar fóru þannig, að Friðrik gerði jafntefli við Unzicker og Guðm. Ág. við Darga. Guðm. S. og Ingi Jóhannsson töpuðu fyr- ir" Schmid og Joppen. Rússland er nú efst með 25 víhninga. Argentína næst með 20 vinninga og Júgóslavia og Véstur-Þýzkaland 19%. Island er neðst með 8 yinninga. „Ritskoðun“ vestan hafs. í New York hefir verið kom- ið á fót „ritskoðun“ og henni — þótt einkennilegt megi virð- ast — fagnað af flestum aðil- um. Hér er nefnilega um ritskoð- un að ræða á svonefndum „has- arblöðum“, sem gefin eru út í gríðarlegum upplögum og hafa síður en svo heppileg áhrif á æskulýðinn. Hefir dómari nokk- ur verið settur ritskoðandi og mun hann setja strangar regl- ur um efni og tilhögun slíkra „bókmennta“. Vænleiki sauMjár talinn í meðaiiagi eða fæpiega þa5. Réttir byrjuðu fyrir helgi og í þessari viku er réttað í flestum sveitum landsins. Talið er, að vænleiki fjár muni víðast vera i meðallagi og jafn- vel tæpu meðallagi sums staðar. í Dölum t. d. eru dilkar sagðir rýrir. Virðist hér ætla að sann- ast sem oft fyrr, að í miklum grasárum sé féð ekki vænzt og stafar sennilega af því, að þegar vel vorar og spretta er mikil, trénargróður fyrr. Formamisskípíi í AI|ivðuiiI«>kkiitiEn: Haraldur €uðmundsson fékk 62 atkv. en Hanníbal Valdimarsson aðeins 36, Hér sést Sveinn Sigfússon með nokkra af verðlaunagripum sínum, og verður ekki annað sagt, en að þeir sé hinir eigulegustu. Frækileg íþróttaafrek Vestur- jr Islendings i sumar. Síðastliðinn mánudag var sagt frá því hér í blaðinu, að vestur-íslenzkur maður, Sveinn Sigfússon, hefði í sumar orðið Kanadameistari í sleggjukasti. í stærsta blaði Winnipeg Free Press, stóð 2. júlí í sumar, eftirfarandi grein um Svein Sigfússon: „Kalt og rakt veður gat ekki hindrað hina harðgerðu íþrótta- menn, sem kepptu til verðlauna á hinum árlega íþróttadegi Skota á frjálsíþróttavellinum í Polo Park — og sízt af öllu Svein Sigfússon. Sveinn lét ekki sitt eftir liggja á nýslegnum keppnis- vellinum. Hann beitti líkams- orku sinni til hins ýtrasta og tókst að sigra í 4 greinum og vann þar með aðalverðlaun dagsins St. Andrews-skjöldinn. Sveinn Sigfússon hefur verið n Strílksflotinn" ekki kominn að. Hvergi vart við háhyrninga nema við Snæfellsnes. Eins og skýrt var frá hér í og ekki orðið vart við há- blaðinu í gær fóru 50 bátar í gær, vopnaðir, frá Sandgerði, Grindavik og Keflavík, til að fæla burtu háhyrning, sem hafði farið í torfum um miðin og eyðilagt net. í morgun, þegar blaðið átti tal við Keflavík, voru þessir bátar ekki komnir aftur og var ekki búizt við þeim fyrr en upp úr hádeginu. Hafði ekkert frétzt frá þeim. Síldarafli hafði verið ágætur hyrning. Bátarnir voru flestir með um 100 tunnur og sumir með allt upp í 130 tunnur. í dag bárust á land á Akra- nesi um 1600 tunnur af 19 bátum. Voru bátarnir með frá 30 og upp í 150 tunnur. Urðu Akranesbátar hvergi varir við háhyrning nema við Snæfellsnes, en þangáð fóru engir hinna vopnuðu báta. Höfðu þeir rifið net .þar og við Snæfellsnes var engin veiði. fulltrúi Kanada á Ólympíu- leikum og Brezku heimsveldis- leikjunum. Hann kastaði bjálk- anum (skozk íþrótt) lengra en nokkur annar — 28 punda stofni yfir 56 fet. Ennfremur sigraði hann í sleggjukasti, kúluvarpi og kringlukasti. Heima hjá Sveini verður fullt af verðlaunagripum næstu mánuðina. Auk þess, sem hann vann St. Andrewsskjöldinn, vann hann T. Eaton keppni- bikarinn og Fort Garry Hotel keppnibikarinn. Haitnibai féli emnig við kjör varaformanns- sæti gegn Gubmundi Gubmundssyni. Vilíli þá ekki þiggja sæti í miðstjórii. Flokksþing Alþýðuflokksins hefur setið á rökstólum hér að undanförnu, og lauk því í gær, er það hafði staðið í fjóra daga. Var kosið í stjórn flokksins í gærkvöldi, og fóru leikar þannig, að Hannibal Valdimarsson varð undir, er kosið var milli hans og Haralds Guðmundssonar í formannssætið. Eins og menn vita liefur stað-^Jónsson á Húsavík, Vigfús Jóns» 4 Hér sést Sveinn handleika kringluna, og sýnir myndin ljóslega, að maðurinn hefur ið mikill styrr um formanninn, sem að komst við „byltinguna“ 1952, en hann mun liafa bakað mönnum margvisleg vonbrigði, og ekki að ástæðulausu, því að þjónkun hans við aðra flokka gat engan veginn samribzt for- mennsku Iians, og er gleggsta dæmið, er hann skoraði á rnenn í vor að kjósa ekki þann lista, sem flokkur hans hafði borið fram við síðari hreppsnefndarkosning- arnar í Kópavogi heldur að fylkja sér um lista kommún- ista. Og' var það þó aðeins kórónan á verk hans, þvi að margt mis- jafnt var á undan gengið. Deilur munu hafa orðið all- harðar við og' við á þinginu. Þeg- ar formaðurinn hafði haldið skýrslu sína i upphafi þings, og erlendu fulltrúarnir tóku til máls, gáfu þeir honum ádrepu fyrir þjónkun hans við komm- únista, en eins og menn vita hefur fráfarandi formaður stutt kommúnista eftir getu, jafnframt þvi sem hann hefur flaðrað upp um „bræðraflokkana" á Norður- löndum. Ýmsir urðu þó til að leggja hinum fráfarandi formanni liðs- yrði, og er haft fyrir satt, að Alfreð Gislason læknir hafi geng ið lengst i þvi efni, svo að menn hafi stundum haldið, að þeir væru að lilýða á lofræðu komm- únista um Stalin heitinn. Þrátt fyrir þetta varð þó talsverður atkvæðamunur, er gengið var til formannskjörs og fékk Haraldur Guðmunds- son 62 atkvæði, og Hannibal 36. Hann gaf einnig kost á sér í sæti varaformanns — gegn Guðmundi í. Guðmunds- syni en varð einnig undir í þeirri viðureign. Þegar svo var komið, neitaði hann algerlega að taka sæti i mið- stjórn flokksins fyrir hönd Vest- urlands, og eru þó margir af fylgismönnúm hans, bæði héðan /úr bænum og utan af landi í miðstjórninni, svo sem dr. Gunn laugur Þórðarsön, Gylfi Þ. Gisla- son, Ólafur Þ. Kristjánsson, Kristinn Breiðfjörð, Bragi Sigur- son á Eyrarbakka, Jón H. Guð» mundsson á ísafirði og Ágúst H. Pétursson á Patreksfirði, svo að nokkrir séu nefndir. Miðstjórnin kýs síðan fram- kvæmdanefnd flokksins, og eiga sjö menn sæti i henni, þar af formaður, varaformaður og rit- ari, og er sýnt, að fylgismenm Hannibals munu verða þar á- hrifalausir að kalla, þótt Gylfi hafi verið kjörinn ritari, en hana mun ekki hafa treyst sér til að sitja þingið. Rétt eins og hjá auðvaldinu. Ekki er allt eins glæsilegt í menntamálum alþýðulýð- veldanna og Þjóðviljinn vill vera láta. New York Times birtir nýlega þá fregn frá Ungverjalandi, að ungverska stjórnin hafi skyndilega uppgötvað, að hún hafi of- ætlað sér í menntamálum eins og þungaiðnaðinum, og þess vegna hafi verið fyrir- skipaðuh niðurskurðiu: í þessu efni. Lækkuð verður til muna tala þeirra, sem komast að í mennta- og há- skólum, ríkisstyrkir verða lækkaðir og kennslugjöld verða þrefölduð. Budapest- blaðið Magyar Nemszet hafir sagt, að of geyst hafi verið farið í menntamálum eins og við fjárfestingu í iðnaðinum. Menntaskólanemar, sem búa í borgum, verða að greiða þr(efalt hærri skólagjöld en áður og nemendafjöldinn verður minnkaður um tíunda hluta. krafta í kögglum. ^jónsson á Akureyri, Jóhannes' Eldur í Austur- stræti 14 í nott. Klukkan um 1,30 í nótt var slökkviliðið kvatt að Austur- stræti 14. Var þá lögreglan komin á vettvang og búin að slökkva. Hafði kviknað þar í bréfaruslt á gólfi í skrifstofuherbergi á 4. hæð. Skemmdir urðu engar. ;., . V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.