Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 10
ío ---------- —• VÍSIR Miðvikudaginn 22. september 1954. iAWWWVWWW WWUVWWWWWWWWWWWW/1 MÁfuattli - - - dauöur p1 £ftir P Potter | \ wwwwwvwvv VWVWAnWAÍWW/WVWWWW/VVVW landi, en samt gat það tekið langan tíma að finna rétta mann- inn, ef eg hefði ekki getað gefið þeim aðrar upplýsingar í mál- inu. Þér munið hvað Schmidt sagði við Hermann. Þessi Felix gat auðsjáanlega útvegað Hermanni algeng föt í stað einkennis- “búningsins. Og hann hafði tæki til að falsa skjöl. Eða stela þeim. En það sem helzt gat vísað á sporið var rússneski herbíllinn. — Sá sem Schmidt sagði að Hermann ætti að afhenda Felix? — Já, einmitt, sagði Hiram. — Það eru margir sem geta fals- að skjöl og útvegað föt. En það er enginn hægðarleikur að leyna rússneskum hermannabíl. Því meira, sem eg hugsaði um þetta, t>ví sannfærðari varð eg um að Felix hlyti að vera sá, sem gæti haft umráð yfir rússneskum herbíl án þess að það vekti grun, og jafnframt gæti haft aðgang að opinberum skjölum. Mér datt í hug að við yrðum að leita að rússneskum liðsforingja og honum talsvert hátt settum. Eg hugsa að það komi á daginn að hjálpar- hella Schmidts sé umsjónarmaður rússneska flugvallarins í Matyasfold eða eitthvað því um líkt. — Hvernig vitið þér að Maria er þar? spurði eg. — Eg veit það ekki, svaraði Hiram. — En einhversstaðar verð- ura við að byrja leitina. 36. KAP. 'Tj ! — Hvað eigum við að gera fyrst? sagði eg. — Drekka kaffi hjá kunningja minum, sagði Hiram. Þegar við vorum kringum einn kílómetra frá flugvellinum bað Hiram Teensy að sveigja út af aðalveginum inn á Kossuth Lajos utca. Vegurinn var háll og erfiður, en sem betur fór mið- aði okkur vel áfram. Á báða vegu voru lítil ljót hús. — Hérna er það, sagði Hiram. — Við skulufn koma inn. Hann sneri sér að mér. — Þér eruð nýi ritarinn landbúnaðar- ráðunautsins, sagði hann og glotti. — Eg þekki ekki muninn á gulstör og sóley, sagði eg. — Eg ekki heldur, sagði Hiram. — Yður kól á fótunum og höndunum þegar við vorum í skíðaferðinni. Og Walter meiddist á hnénu, sömuleiðis í skíðaferð. Þegar við komum inn vorum við kynnt Bela Szabo, konu hans og sjö börnum, einhverjum mági og vinnukonunni, sem vildi ondilega kyssa á handarbakið á okkur. Eg varð þess áskynja að frú Szabo saumaði fyrir Teensy og hafði tvo kjóla tilbúna handa henni. Eg reyndi að svara öllum spumingum um Ameríku, en það v>ar María, sem eg var að hugsa um. Eg var ekki öruggur um hana framar. Hvað vissi eg eiginlega um hana? Eftir að hafa heilsað öllum með handabandi og klappað öllum krökkunum á kollinn, skálað í apríkósubrennivíni og fengið koss á handarbakið hjá Lilli, héldum við af stað. Hiram ók á aðalveginum aftur og síðan í áttina til flugvallarins. Hann ætlaði að segja eitthvað en þagði. Eg lét ekki gabba mig. Eg vissi að eg hafði litla von um að komast lifandi út úr landinu og ennþá minni um að sjá Budapest. Hiram og Teensy jhöfðu stjórnarvegabréf. Hiram sagði: — Við skiljum bílinn eftir spölkorn frá flug- ■vellinum. Walter veit hvernig á að ganga frá hreyflinum þannig að svo sýnist að við höfum yfirgefið bílinn vegna þess að hann hafi ekki getað gengið. Fyrir utan flugvöllinn standa nokkur hús. Vegarspölurinn af aðalveginum að hliðinu er mjög stuttur, aðeins tólf hús hvoru mégin. Við leitum uppi fimmta húsið að sunnanverðu. Skiljið þið mig? Hiram bað okkur að bera saman úrin okkar. Svo sagði hann: Það eru þrennar dyr á húsinu, einar að framanverðu, aðrar að aftanverðu og þriðju á þeim gaflinum, sem snýr frá flugvell- inum. Eg tek að mér aðaldyrnar, Teensy bakdyrnar og Walter dyrnar á gaflinum. Þér, John, hafið gát á þeim hluta hússins, sem er næstur flugvellinum. Felið yður í skugganum af hæsta húsinu. Getið þér blístrað? Eg sagðist geta það, bæði venjulega og með tveim fingrum. — Þér þurfið ekki að blístra nein listaverk, sagði Hiram og glotti. — Ef þér sjáið nokkurn nálgast húsið eigið þér að blístra ,,Dixie“. En ef hann gengur framhjá hættið þér að blístra. En ef þeir ætla inn í húsið blístrið þér varðskiptalagið. — Og hvað svo meira? sagði eg. —• Og svo hlaupið þér eins og þér eigið lífið að leysa. — Leyfist mér að spyrja: hvern erum við að heimsækja? — Felix Borodin majór, sagði Hiram. — Papa Szabo sagði reyndar að hann yrði ekki heima til að taka á móti okkur. Hann er víst að kenna úti á flugvelli þessa stundina. Hann lét mig fara út úr bílnum við næstu þvergötu. — Fimm mínútur yfir átta, stundvíslega, sagði hann við mig um leið. Þetta var stjörnubjart kvöld. Snjógangur hefði veitt betri vernd. Mér gekk vel að finna götuna. Eg mætti nokkrum rússneskum hermönnum, sem áttu frí. Þeir litu ekki einu sinni á mig. Þeg- ar eg kom að fimmta húsinu leit eg á klukkuna. Tvær mínútur voru eftir. Eg var enn með skammbyssu í vasanum, en hendur mínar voru svo illa leiknar, að eg hefði átt erfitt með að skjóta. Hvergi var ljós að sjá í húsinu þegar eg gekk framhjá því. Felix Borodin majór bjó ekki í neinum smákofa. Litlu húsin voru fullgóð handa Ungverjum, en ekki handa rússneskum her- foringjum. Hús Borodins var freklega tvær hæðir, auk kjallara og háalofts, svo að þar var nóg af vistarverum. Nú liðu bæði fimm mínútur og tíu. Eina hljóðið sem eg heyrði var í glugga, sem var opnaður ofurlítið, þannig að hægt væri að heyra til mín ef eg blístraði. Vinir mínir þrír höfðu auðsjáan- lega dregið fyrir alla glugga — að minnsta kosti sá eg hvergi ljósrák. Þegar klukkan var nálægt hálfníu komu tveir menn frá flug- vellinUm. Eg blístraði „Dixie“ eins hvellt og eg gat. Þegar menn- irnir tveir gengu inn um hliðið til Borodins blístraði eg varð- skiptalagið, en flugvél hafði látið í loft og þrumaði í þessum svifum yfir höfði mér, svo að eg var hræddur um að hún yfir- gnæfði blístrið. Þegar hreyfildrunurnar dvínuðu voru menn- irnir komnir inn í húsið. Eg hafði búist við að heyra skothvelli, hróp eða áflogaskruðn- ing, en ennþá var allt hljótt. Þama stóð eg nú í fimm mínútur án þess að hafast nokkuð að. Það eru lengstu fimm mínútur'nar sem eg hef lifað. Eg laumaðist að glugganum, sem hafði verið opnaður. Ösl- aði í snjó, sem tók mér nærri í mitti. Eg hleraði yið gluggann og heyrði raddir innan úr húsinu, en ekki úr næsta herberginu. Mér tókst að opna gluggami upp á gátt og steig fætinum á listann yfir kjallaraglugganum. En svo stansaði eg. Hvaða er- indi átti eg í rauninni þarna inn? Eg ætti að gera eins og Hiram hafði sagt: hlaupa á burt eins og fætur toguðu. Eg gat ekki not- að hendumar til að skjóta. Það var.ekkert gagn í mér. En eg mátti til að fara inn í húsið, hvað sem rödd skynsem- innar sagði. Eg gat ekki flúið fyrr en eg vissi hvernig Maríu hefði reitt af. 17. KAP. i Eg stóð innan við gluggann í húsi Felix Borodins. Eg hafði heyrt einhverjar raddir meðan eg stóð fyrir utan húsið; nú heyrði eg að þeir sem voru þarna fyrir innan töluðu rússnesku. Kannske voru þeir að ráðgast um hvað þeir ættu að gera við Hiram, Teensy og Walter. Kunnátta min £ rússnesku er af skornum skammti, en þó skildi eg orðin „njósnari“, „fjandmað- ur“ og „skot“. k kvöldvökifflnl. Franski gamanleikarinn Fer- nandel, var nýlega staddur í Genf. Datt honum þá í hug að ganga inn í skartgripaverzlun og kaupa sér úr. Eigandi verzlunarinnar mælti sérstaklega með einni tegund úra, sem sýndi dagatal, mánuð og vikudag, var högghelt og vatnsþétt o. s. frv. — Það lítur nógu vel út, sagðl Fernandel — en er það nú líka endingargott? — Ef það endist yður ekki alla ævi borgum við yður pen- ingana aftur, sagði kaupmað- urinn. — Þá kaupi eg það, sagði Fernandel og fór að telja fram peningana, en táraðist um leið. — Hvers vegna grátið þér, herra Fernandel? spurði kaup- maðurinn. — Er nokkur furða þótt mað- ur vikni við, þegár maður er að kaupa sitt síðasta úr? spurði Fernandel. • Tveir Skotar fóru á anda- veiðar. Annar hafði með sér flösku af kaffi, en hinn flösku af viskýi. Þeir voru búnir að bíða lengi, þegar hópur af öndum flaug fram hjá. Sá með kaffið miðaði fyrst á eina önd og hleypti af, en öndin flaug áfram. Þá lagði sá með viskýið byssuna að vanganum og hleypti af. Öndin steinlá. — Vel skotið félagi, sagði sá með kaffið. —• Þvættingur, sagði sá viskýnestaði. — Það er enginn vandi að hæfa eina önd í svona stórum hóp. • Frægasti barmaður Ameríku, Mr. Jack Spencer, segir frá því, að éinu sinni í forsetatíð Fran- klin D. Roosevelts hafi hann verið kvaddur til Hvíta hússins til að hrista koktail í veizlu einni. Hann blandaði koktailinn úr vermút og gin til helminga. Þegar veizlan var nýlega byrj- uð fekk hann miða frá Roose- velt og á honum stóð: „Kokkteillinn er of daufur, vinur minn. Gin og vermút blandað til helminga er eins og að hafa 48 demókrata og 48 re- públikana í Senatinu. Það verður ekki neitt úr neinu.“ BEZT AÐ AUGLYSAI VtSI WWVWVVVSIWAW-*WWW C, (Z. SurmiykAs 1656 Copt 1« Dlstr. Eftir að Tarzan hafði komizt í svo riána snertingu við menninguna, var Jhann kvíðafullur við þá tilhugsun að J>urfa að snúa aftur til skóganna. En örlögin komu honum til hjálp- ar. Angistafullt neiðaróp kvað allt í einu við úr afskekktri hliðargötu. • Tarzan tók undir sig stökk og hraðaði sér í áttina, þaðan sem hljóð- ið kom. Hánn kom í tæka tíð til þess að sjá drukkinn kynblending ráðast á und- urfagra stúlku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.