Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 11

Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 22. september 1954. VÍSIR II Hr©In úr „Sclence lligesl66 eftir Thomas A. fCinclrie. Grein ur „Science Digest“. i málmsalla. árlega til að isteypa eftir Thomas A. Kindre. I úr hluti í leikfanga-járnbraut- Árið 1951, þegar Kórcustríð- j arvagna. ið var á hættulegu síigi, var i Þegar steypa á einhvern hlut smíði hundruð nýrra Pattoniúr málmsalla,, er byrjað á að skriðdreka hraðað svo sem frekast var unnt. En hinar endurbættu 90 mm. fallbyssur, sem þeir voru vopn- aðir, voru vandræðagripir. — Skothylkja„bandið“ fyrir fall- byssukúlurnar, sem renna hylkjunum gegnum byssu- hlaupið, þoldi ekki áreynsluna, þegar mes't reyndi á. Stórskota- lið hersins krafðist endurbóta á þessu. Iðnfræðingar stórskotaliðsins tóku málið að sér og tókst á næsta ári að framleiða járn- „bönd‘ til þessara nota. Járn- bönd þessi voru hin mikilvæg- asta endurbót ekki aðeins að því leyti, að skotharka Patton skriðdrekanna margfaldaðist, heldur einnig sparaði hún mörg tonn af ótryggum en dýrmæt- um kopar og lækkaði fram- Jeiðslukostnað um helming. Málmvinnsluaðferð sú, sem þessi árangur náðdst með, er svo æfaforn, að talið er að hún sé jafngömul pýramídunum, en samt svo ókunn, að hún er svo að segja daglega að vinna ný kraftaverk á sviði nútíma málmiðnaðar. Vaxandi mikilvægi. Margir hafa aldrei heyrt þessarar aðferðar getið. En málmsallasteypan hefur á síð- ustu tíu árum brotið niður hin öruggustu varnarkerfi, sparað framleiðendum og ríkisstjórn- inni milljónir dollara og gert málmsmiðum fært að blanda saman málmum sem ekki er unnt að sameina á neinn annan hátt. Málmsallasteypan er líka, þegjandi og hljóðalaust að verða sterkur þáttur í daglegu lífi okkar allra. Þvottavélar, síma- tæki, veiðihjól, vindlinga- kveikjarar og bifreiðar. eru öll að einhverju leyti smíðuð úr hlutum úr málmsallasteypu. í Bandaríkjunum eru um 100 iðnfyrirtæki, sem framleiða hluti úr málmsallasteypu fyrir eigin frámleiðslu eða önnur iðnfyrirtæki, eða hvorttveggja. Sameinuð framleiðsla þeírra allra að viðbættum öðrum not- um málmsallasteypu hefur skapað framleiðslu á þessu sviði sem nemur árlega 300 i milljónum dollara, j Hráefnin eru mulin í duft. Hráefni iðnaðarins eru málmar muldir í fínt duft eða salla. Þeir þekkjast auðveld- lega af litnum: járnsalli er dökkgrár, zink Ij óskrár, kopar dumbrauöur, brons rauðgult. í iðnfyrirtækjum, sém stunda þennan málmiðnað, eins og Lionel Corp. í Irving- ton, New Jersey, er hægt að sjá allskonar málma í duf-t- ástandi. Það fyrirtæki nptax nærri hálfa milljón kílóa af blanda málmsallann í þeim hlutföllum,. sem æskilegt þyk- ir — svo og svo mikið járn,, svo og svo mikið; af kopar o. s. frv. — auk einhvers hluta af sérstökum salla, er hefur það hlutverk að „smyrja“ blönduna. Málmsallanum er hrært vandlega saman, eins og þegar kaka. er hrærð., Síðan er honum hellt í inntaks-stút- inn á þrýstimóti. í þrýstimót- inu er holrúm eins í lögun og hluturinn, sem steypa á. Málm- sallinn rennur inn í holrúmið og fergist þar svo af þrýstingn- um í mótinu, að hann tekur á sig fast form, en ýtist að. því búnu út úr mótinu. 200 hjól á mínútu. Þetta gerist auðvitað allt með miklum flýti. Eitt þrýstimótið hjá Lionels-verksmiðjunni getur á þennan hátt steypt 200 leikfangsvagnahjól á mínút- unni. En hjólin eru ekki enn full- gerð; ekkert heldur þeim sam- an annað en samfelling málm- kornanna af þrýstingnum. Við sjón og átoku virðast þau næst- um eins og fastur málmur, en maður getur molað þau sund- ur með fingrunum, ef maður reynir. Þau fá styrkleika sinn og þanþol við að bakast í hitunar- ofni. í ofni þessum eru hlut- irnir hjúpaðir gasi, er ver þá gegn sýringu við hinn mikla hita og herpir þá saman. Þegar hlutirnir eru teknir úr ofninum, eru þeir full„bakað- ir“. Hitinn hefur ekki verið nægilega mikill til að bræða þá, en nægilegur til að valda samruna þeirra, svo að nú eru þeir fastur málmur, Ef nauð- syn krefur, er unnt að þrýsta hlutum úr málmsallasteypu ör- lítið saman eftir „bökunina“. Ódýrasta smíðaefnið. Allt þetta ,er mjög skemmti- legt fyrir áhorfandann, en sparnaðurinn við aðferðdna er þó enn skemmtilegri. Joe Bonanno yfirverkfræðingur Lionel verksmiðjunnar, kemst svo að orði um leikfangahjól- iii, som ljrst hefur verið: : „ÁðUf renndum við hjólin úr málmstykkjum. Það tók níu handtök og við misstum mikið af málmi í ruslið. Nú velta hjólin út úr þrýstimótunum hundruðum saman og renna á tveim klukkustundum gegnum hítunarofninn. Það er allt og sumt — ekkcrt málmtap, eng- in vélslípun.1,, Bonanno kallar málmsalla „ódýrasta smíðáefhi, sem til er“. Þegar tekið er tillit til þess, að dæmi þetta um leikianga- yagnhjólin er aðeins eitt dæmi af mörgum þúsundum, þar sem vélahlutir af minnstu tegund upp í 300 punda legur eru framleiddir með þessari fljót- virku og tiltölulega einföldu áðferð, verður mönum auðskil- ið hve gífurlega þýðingarmikil hún er fyrir heim, sem byggir íramtíð sína og framfarir á vélamenningu. í fyrsta lagi fæst nú meira öryggi fyrir hvern dollar, sem varið er til landvarna. Síðan 1951 hafa allar deildir hersins í vaxandi mælikvarða athugað notagildi málmsallasteypu hver á sínu sviði. Þessar athuganir hafa þegar sparað hergagnaiðn- aðinum einum saman 30 mill- jónir dollara. Ef einhvern tíma gerðist þörf fyrir aleflis átak þjóðarinnar í hergagnafram- leiðslu, mun málmsallasteypan vissulega auðvelda það átak með því að létta mesta okinu af vandmeðförnum vélum og van- traustum málmum. Hefir verið þekkt í 5000 ár. Mestur hluti þeirrar þekk- ingar, sem við nú höfum á málmsallasteypu hefur áunn- izt af athugun og reynslu síð- ustu kynslóðar. Þetta virðist því furðulegra þar sem vitað er að málmsallasteypa hefur þekkzt í nærri 5000 ár. Egyptar notuðu aðferðina um 3000 ár- i*m fyrir Kristburð. Þeir höfðu enga járnbræðsluofna; þeir muldu því járnmálminn, hituðu hann eins mikið og þeir höfðu tæki á, hömruðu hann síðan og löguðu til. Járnagnirnar runnu saman án bræðslu, alveg eins og þær gera þann dag í dag í hitunarofninum. Inkarnir notuðu aðferðina líka. Þó fór svo, að málmsallasteypuað- ferðin lá í dái og gleymdist næstum þar til hin verklega tækni vélamenninagrinnar kom auga á notagildi hennar. Það var leiftrið af glóðlampa Edisons í lok 19. aldarinnar, er vakti aðferðina af dásvefni og sýndi gagnsemi hennar, Við leitina að heppilegum málmi til notkunar í glólampaþræði varð tungstenmálmurinn fyrir valinu, vegna þess að hann þarf mestan hita allra málma til að bráðna. En tungstenþræði var aðeins hægt að búa "til með málmsallasteypuáð'ferðinni. Bitjárn endast margfalt betur. Um það leyti sem seinni heimsstyrjöldin hófst kom svo frám á sviði tækninnar nýtt tilefni til að sýna fram á gagn- semi aðferðarinnar, þegar farið var að framleiða bitjárn úr tungsten carbide og cobalt- málmblöndu. Eggjárn þessi taka svo fram eggjárnum úr hertu stáli að slit- og bitþoli að stórlygilegt má heita. (Steinborar endast t. d. allt að 100—200 falt á við hörðustu stálbora. Þýð.). En samsetning, þessara málma var aðeins möguleg með málmsallasteypu- aðferðinni. Notkun- aðferðar- innar við framleiðslu þessara bitjárna er í stöðugri aukningu. Þegar maður horfir á vinnu- aðferðina, virðist hún einföld. En hvað er það, sem breytir frumefnunum í heilsteyptan málm án þess að bræða þau saman? Um það atriði eru sér- fræðingarnir ekki. fullkomlega vissir. Ef til vill komast frum- eindir málmanna á örari hreyf- ingu þegar þær hitna, er svo leiðir til samruna þeirra. Sumir málmfræðingar skýra þetta út á þann hátt að það sé að allir málmar eru myndaðir af ör- smáum kornum, þegar þeir eru skoðaðir í smjásjá. Þegar þeir hafa náð vissu hitastigi við „bökunina“, kemst af stað til- flutningur, ný korn myndast, er brúa bilið milli hina óskildu málmagna og allt renur saman í heilsteyptan málm. sem ógerningur er með hinunri' venjulegu málmbræðsluaðferð- um. Úr kopar og stáli er hægíj að gera málmblöndu með sér- eiginleikum í þanþoli, og úh silfur og tungstenblöndu eru gerðir snertioddar með ágæt^' um leiðslueiginleikum og- miklu hita- og slitþoli. Unnt- er líka að sameina málm og önnur efni. ( Steypan er léttari. Hlutar úr málmsallasteypu eru venjulega léttari en úr venjulegum málmi, því að þétt— leiki þeirra er minni. Svo er líka hægt að stjórna þéttleik- anum að vild í samræmi við kröfur um þyngd og styrkleika með breytilegum þrýstingi £ mótunum. Ágætt dæmi um þetta eru hinar sjálfsmyrjandi möndul- legur, sem farnar eru að tíðk- ast. Legur þessar eru gerðar þannig, að þær eru aðeins 75% málmur, miðað við rúmtak. Bygging þeirra séð í smásjá, er líkust maurabúi, með þúsund- um örfínna samliggjandi ganga, er stefna í allar áttir, Allar þéssar holur eru fylltar smum- ingu, eftir að legan er fullgerð. Götin eru svo fín, að, smurn- ingin rennur ekki út; hún rek- ur aðeins höfuðið út eins og mús úr holu. Þegar legan hitn- ar þenst smurningin út og þrýstist inn að núningsfletl möndulsins og smyr. 1 hann. Þegar legan kólnar aftur, dregst smurningin inn aftur a£“ hárpípuverkuninni. Málmar geta verið óstýrilátir. En hvernig sem þetta gerist, þá er unnt að ná árangri með málmsallasteypuaðferðinni, sem ekki næst með neinu öðru móti. Til dæmis eru sumir málmar svo óstýrlátir, að þeir þrjózkast við alla samvinnu heildinni til gagns. Það er ef til vill hægt að bræða þá sam- an og þeir látast vera ánægðir meðan hitinn er nógu hár, en strax þegar hitinn er minkað- ur, „sigla þeir sinn sjó“ og skilja sig frá hinum. En þessir uppreisnargjörnu málmar sýna engan mótþróa gegn því að verða sameinaðir með málmsallasteypuaðferð'- inni — allt fellur í ljúfa löð. Afleiðing þpssa er sú, að hægt er að framleiða málmblöndur, ^WW^^WVWWWVUWUWWfWV^WW^WJWWWWWWWS Mikið notað hjá Chrysler. Mestu framleiðendur á sjálf— smyrjandi legum — og reynd- ar á öllum hlutum úr málm- steypu — eru bílaframleið- endurnir. Andrew Langhamm- er, forseti Amplex-deildar Chrysler-verksmiðjanna, er' upphafsmaður nútíma málm- sallasteypu, svo ekki er að undrast þótt Chryslerbílarnir hafi 139 hluti gerða úr málm- sallasteypu, aðallega möndla-- legur. • 1 * Það mun verða afleiðdnga- ríkt fyrir málmsallasteypu- framleiðsluna í framtíðinni og gefur nokkra hugmynd um framleiðslumagnið, að eitt a£ stærstu járnvinnslufyrirtækj- um Bandaríkjanna er að byggja verksmiðju í Toledó, Ohio, sens kosta mun um 2 milljónir doll- ara. Hún mun framleiða 25 tonn af járnsalla á dag, með: efnafræðilegum aðferðum. Þar sem járnsallinn er mest notað- ur allra málmsalla (13 þús, tonn voru notúð á síðastl. ári) mun þessi nýja verksmiðja! létta útvegun hráefnis til frek- ari aukningar málmsallaiðnað- arins. Ó. Sv. þýddi. Hin sérkennilega enska stórmynd „Ópera betlarans“ verður sýnd í síðasta sinn í Austurbæjarbíói, í kvöldj Aðalhlutverk leikur Sir Laurence Oliver, sem taliun er einn af beztu skapgerðaleikurum Breta. Ðugleg kona ó§ka$t tU slátursgerðar. KJÖTVERZLUN Hjalta Lýðssonar Grettisgötu 64.:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.