Vísir - 22.09.1954, Blaðsíða 3
MiðvUcudagmn 22. september 1954. VJSJGR 8'
Gnnnar Matihíassioxt:
Frá góðvinum í Vesturheimi.
99A.ð vera umrenning.ur
Uön flukhari wnundi Íeiöu
wnig til wnikiHur stelu.**
/! . Gunnar Matthíasson, Jochumssonar, er nú á förum
i vestur um haf eftir að hafa dvalið á Fróni í sumar. Þegar
il hann kom til landsins, fékk Vísir hann til að taka lítið
:t eitt til máls, og nú hefur blaðið fengið til birtingar út-
,1 varpserindi það, sem hann flutti þann 12. þessa mánaðar.
Um leið og Vísir þakkar honum birtingarleyfið, árnar
blaðið honum fararheilla vestur um haf og vonar, að
heimamenn fái að sjá hann sem fyrst aftur.
Mér fannst eins og mér sak-
lausum hefði verið brugðinn
hælkrókur, þegar var skorað á
mig að flytja erindi í gegnum
útvarpið. Ég sem er bæði ó-
framfærinn og innantómur.
En hvað átti ég að gera?
Hopa af hólmi eða koma fram
eins og ég er klæddur, vera sá
hinn sami ,sem ráfar um bæinn
daglega og ber á dyr hjá íólki,
kunnugu og lítt kunnugu,
ófeiminn að sníkja kaffi eða
.soðningu ef svo ber undir og
aldrei vísað á bug? Ef ég þá
ekki læt dæluna ganga í kjaft-
æði, stundum af viti en þó
líklega oftar af vitleysu, þá
er ég jafnan þolinmóður
hlustandi.
Það ræður að líkum að slíkar
samræður - leiði ekki til úr-
lausnar vandamála þeirra sem
steðja að mannkyninu, enda
hefur mér fundist ég bezt svo
á mig kominn að bera ekki
meiri sorgir en þær sem ég
hef verið búinn að gleyma að
morgninum. Þessvegna verður
nú þetta rabb mitt sneytt öllu
háfleygi og sem sagt allri
heimsádeilu, því hvernig á ég
að vera ósáttur við Guð sem
gaf mér lífið og löngunina til
að lifa í sátt við elskulega fólk-
ið sem byggir þetta ágæta land
og sem mælir málinu mínu,
málinu, sem var mitt dýrmæt-
asta veganesti þegar ég ung-
lingur fór að heiman, því í
gegnum bernskubrék og léttúð
á ýmsum skeiðum ævinnar fól
það fagran neista sem lýsti mér
til betri leiðar, en það voru
litlu versin og litlu ljóðin sem
ég nam við hné föður og móð-
UL’.
Flakkari
í í menningaílandi.
Nú megið þið búast við að
ég haldi áfram í alvarlegum
tón og fari að segja ykkur hve
góður og nytsamur maður ég
hafi reynst fram að þessu. Nei,
' ef ég geri það, þá kemst allt
; upp. En satt að segja ber ég
engan öfundarhug til hinna
miklu mairha, því sumum
þeirra leiðist lífið og sumu fólki
leiðast þeir. En að vera um-
renningur eða landshornamað-
ur myndi leiða mig til mikillar
sælu.
Eins og ykkur má gruna
liggja talsverð heimspekileg
heilabrot bak við þessa hugsun,
því að gerast flakkari í þessu
menningarlandi útheimtist nú
meira en að vera dúllari eða
að býta í brýni hjá kaupmöpn-r
um fyrir einn snaps. Auðvitað
hef ég marga ágætismenn mér
. til fyrirmyndar frá því fyrir
aldamót, þegar ég var vika-
drengur á hótelinu á Akureyri,
þar kynntist ég mörgum góðum
og ógóðum gesti.
Eitt af mínum störfum var að
koma þeim í háttinn, þegar þeir
voru orðnir ósjálfbjarga, varð
ég oft að nota pokasveiflu á þá
svo ég kæmi þeim heilum og
óskemmdum upp á loftið. Ég
átti góðan starfsfélaga sém var
strákur á líku reki og ég, því
að þegar þessir voru svona
innan við það að vera mátu-
lega fullir, en ákaflega þyrst-
ir, bundum við þá niður á
bekk dreifðum á þá eftir því
hversu eftirlátsamir þeir voru
að kveða rímur, æpa heróp
eða halda ræður.
Triggvi tindur og fleiri.
Voru aðalgestirnir þessir:
Tryggvi tindur, Baldvin skáldi
og Jóhannes Mógilsbóndi sem
líka bar óvirðulegt viðurnefni
af því að hann hafði blátt æxli
undir öðru auganu. En svo
slæddust í hópinn slíkir fyrir-
myndarmenn og Bjössi skild-
ingabolli, Páll Rangvellingur,
Guddu Jói, og Siggi á tánum
og ýmsir aðkomadi bændur og
sjómenn, sem eftir fáeina
snapsa sýndu listir sínar á
margvíslegan hátt. Þrátt fyrir
að sumir þessara manna voru
skringilegir þá mátti vel bera
virðingu fyrir þeirra hæfileik-
um, en þeir voru börn náttúr-
unnar, þar sem gljáa menn-
ingarinnar gætti ekki á yfir-
borðinu, en sumir bjuggu yfir
merkilegri þekkingu og næmi
eins og áðurnefndur Jóhannes,
sem var óþrjótandi brunnur
rímna og ljóða. Það var ekki
frítt við að hann fyndi að
virðingu sinni væri misboðið,
þegar búið var að binda hann
á bekkinn, því þá varð hann
fyrst að æpa heróp af mikilli
raust og syngja franska her-
sönginn á dönsku og líka kveða
með sérstakri áherzlu vísu um
sjálfan hann, vísu sem gat um
líkamslýti hans, en fól þó
í sér hrós um hann sem kvæða-
rhann en svo var honum Vél
trakterað á eftir. Við stfákarhir
máttum vel skammast okkar
fyrir þettatiltæki og sjálfur var
ég ekki kominn lengra á lista-
brautinni en að ég hafði leikið
annan púkann í Skuggasveini,
en fékk þó krónu fyrir góða
frammistöðu.
Hyskinn við
skólanám.
Það lætur að ljkum að ég
fór að heiman og út í hina
stóru Ameríku með litla kjöl-
festu, því bæði var það að ég
var þá unglingur og hafði verið
hýskinn við skólanám, en vildi
heldur gefa mig í áflog, ærsli
og sjódrasl, þó næmur fyrir því
að hér í framtíðinni myndu
verða möguleikar fyrir fram-
færslu með sæmilegum árangri.
Haginn hinumeginn fjallsins
heillaði mig. Faðir minn átti
marga góða vini sem hann vissi
að myndu hafa gát á mér,
þetta reyndist rétt, því þegar
þangað kom lenti ég hjá ágætu
fólki, svo mér tókst að verða
þolanlega skikkanlegt ung-
menni, en þó ekki algjörlega
gallalaus, og kannske þessvegna
hefur mér jafnan þótt vænst
um þá sem voru ekki alfull-
komastir og hef haft sérstak-
lega gaman af að kynnast fólki
sem stundum veður í vitleysu,
en sem þó býr yfir talsverðum
vitsmunum og fróðleik.
Ég sá eftir að hafa orðið við-
skila við ofangreida ágætis-
menn, því slíkir hélt ég að
fyrirfyndust ekki þar vestra.
Jú, þeir höfðu slæðst þangað
fáeinir en voru nú ekki lengur
á almannafæri og ef Bakkus
var ekki á næstu grösum voru
þeir jafnan ótilhlýðilegri, þeir
voru jú ósköp líkir að eðli og
útliti þeim sem ég fór frá að
heiman.
Innri maðurinn
kom í Ijós.
Ég vil sérstaklega minnast
landnemanna í byggð þeirri þar
sem Stephan G. bjó í Alberta,
því var ég gestur 1912 þar sem
Islendingadagur var haldinn.
Ræðuhöld, söngur og kvæða-
flutningur fór fram með mestu
prýði. Veitingunum, sem kon-
urnar framleiddu, fá engin orð
lýst og til tilbreytingar eftir
dagskrána og átið fóru ungu
mennirnir að sýna leikfimi.
Mátti þar sjá margan íturvax-
inn svein og einnig álitlegar
meyjar sem kunnu margt sem
ég hafði ekki áður séð. Það sem
einkanlega hélt mér spennt-
um var hve snilldarlega þeim
tókst að ríða ótemjum, þessum
snarvitlausu villihestum (eða
Broncos) og jafnvel viltum
nautum. Kvikmyndir hafa sýnt
ykkur eitthvað af þessu tagi, en
hið raunverulega er að mun
meira blóðæsandi.
Þegar leið fram á kvöldið
varð mannsöfnuður í húsi eins
bóndans. Voru þá tappar teknir
úr flöskum og brátt kom í
Ijós hinn innri maður, því nú
var landinn sjálfur virkilega
kominn á kreik og í algleym-
ingi. Minn elskulegi vinur og
gestgjafi Stephan G. var hrók-
ur alls fagnaðar og skemmti
með vísum og f jörugu tali, en,
þegar leið fram á kvöldið seig
hann ásamt sumum öðrum und-
ir borðið, en þá vorum við bú-
in að njóta hinna karlanna og
kerlinganna líka, því merkileg-
ur grallara- og tvísöngur hafði
farið fram. Þetta hafði flutzt
vestur um haf, ómengaður arf-
ur frá liðnum öldum. Slíkum
manni sem Jóni Leifs hefði orð-
ið matur úr þessu. Stephan G.
vaknaði eggferskur næsta
morgun án timburmanna og við
löbbuðum saman um akrana
en ég með dálitla vímu. Hlust-
aði hugfanginn á snillinginn og
ljúfmennið. Kynni mín við
hann og nágranna hans er
minnistæður áfangi í lífi mínu.
Kominn úr
Jötunheimum.
í Seattle í Washington ríki
átti ég heima í 37 ár, þar
kvongaðist ég ágætri konu og
við eignuðumst 4 börn sem
voru hjá okkur til fullorðins
ára. Þar var gott og gaman að
eiga heima fram eftir árum,
mildara tíðarfar en austur á
sléttunum, flestir höfðu sæmi-
lega atvinnu. Landarnir tals-
vert margir eða að minnsta
kosti um 500 að tölu. Þá var
íslenzka jafnan höfð um hönd
á meðal þeirra og félagsskapur
mjög friðsamlegur. Hér var
margt af vel gefnu fólki og hér
var okkar gáfaði séra Jónas
A. Sigurðsson, sem lengi var
okkar aðal leiðtogi og ráða-
nautur.
Hér var líka búsettur maður
sem kemur mjög við sögu
landa minna og mína sérstak-
lega,' því við sáumst svo að
segja daglega í 25 ár. Um upp-
runa hans og ættartengsl veit
ég það eitt að hann fæddist í
Áriíessýslu og var í skyldleika
við ágætisfólk þar og einnig í
Reykjavík. 'Hann menntaðist
svo að hann var um skeið
kennari við skólann á Hólum
í Hjaltadal, en hvarf svo til
Ameríku. Minnist ég fyrstu
kynningu við hann, þegar í
skógarrjóðri á blíðum sumar-
degi að landar héldu hátíð-
legan 2. ágúst í Argylebyggð.
Var þar margmenni, en einn
var sérstaklega áberandi, þar
sem hann bar við himinn að
mér fannst, slíkur gat aðeins
hafa komið úr jötunheimum.
Það leyndist ekki hve andlitið
var góðmannlegt, en kjálkarn-
ir fyrirferðamiklir og hendurn-
ar afar stórar og sterklegar og
yfir höfuð minnti maðurinn
mig á tröllin í fjöllunum eða
eins og drangarnir úti fyrir
söndunum eystra vekja hjá
manni undarlegar hugsanir.
Okkur kom vel saman og ósk-
aði ég eftir að fá að sjá hann
seinna, en það seinna drógst x
4 ár. .
Upphaf varanlegrar
vináttu.
Þá var eg í Seattle staddur
úti fyrir húsi. Veit ég þá ekki
fyrr en einhver læðist aftan að
mér og hefur mig upp á bak
sér með pokasveiflu, ber mig
inn í hús og dembir mér ofan
í rúm. Varð eg þá þess vísari
að þetta var þrjóturinn hann
Jakob. Þannig byrjaði okkar
varanlega vinátta. Sökum
líkamsatgjörvis og annara
mannkosta leið ekki á löngu að
hann gerðist lögregluþjónn í
Seattleborg. Hann var glæsi-
legur ásýndum þegar hann var
uppfærður í bláa frakkann
með gylltu hnöppunum og
skrautinu, með háan hjálm á
höfði, kylfu við hlið, með stóru
kjálkana og stóru krumlurnar.
Svo mikil ógn og tign hlaut að
skjóta dónunum skelk í bringu,
enda þurfti hann aldei að beita
fantabrögðum, því flestir létu
leiðast til betri hegðunar eftir
föður- og bróðurlega áminn-
ingu. Var hans starfssvið jafnan
í einhverju skuggahverfinu og
gætti þess fljótt hve tughúsanir
urðu sjaldgæfari en verið hafði
áður, en reglusemi þá betri.
Kæmi fyrir að hann þyrfti að
Framh.á 9. síðu.
' .■ .-.v,
SVEINN EGILSSON
Laugaveg 105. — Sími 82^»v.