Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 8
VtSHt er ódýrasta blaðið og þó það f Jol- nran /jmi rmm rammL Þeir sem gerast kaupendur VlSIS eftír I breyttaita. — Hringið f sfma 18S0 «f wTwi fiV IfBL 10. hvers mánaðar fá klaðið ókeypls til | gerist áskrifendur. .W M o9ilfl» » mánaðamóta. — Simi 1880. t Þriðjudaginn 28. september 1954 ISIíu-velda-ráðstefnan, hófst á hádegi i dag. iá&fierrarntr aHir sagðfr sammála um að leyfa V.-Þjóðverjum vígbúnað. í Einkaskeyti frá AP. — London í dag. Kiukkan 12 á hádegi átti 9 vetda ráðstefnan að hefjast í London, og biðu menn þess al- mennt með óþreyju, er þar kann að gerast, en viðfangsefni ráð- stefnunnar varða miklu um framtíð Evrópu. Ráðherrarni'r, sem setja eiga fundinn, voru allir komnir til London seint í gærkveldi, og sagt er, að þeir hafi þegar ræðst við, óformlega. Viðfangsefni fundarins verð- ur fyrst og fremst það, hvort leyfa skuli endurvígbúnað Vestur-Þýzkalands, og verði hann leyfður, þá í hvaða formi og undir eftirliti, sem menn telja sig geta sætt sig við. Vitað er, að Mendés-France, forsætis- og utanríkisráðherra Frakka, mun leggja fram sér- staka tillögu um lausn þessa máls, er felur í sér endurvíg- búnað V.-Þýzkalands með viss- um skilyrðum þó. Þá mun Kon- rad Adenauer, kanzlari og utan- xíkisráðherra V.-Þýzkalands hafa meðferðis tillögur V.- Þjóðverja um jafnrétti þjóðar sinnar í þessum efnum. Fréttamenn í London líta svo á, að ráðherrarnir séu allir sam- mála um, að leyfa beri Vestur- Þjóðverjum að vígbúast, en þó þannig, að fullnægt sé tiltekn- íim öryggisráðstöfunum, sem jnargir telja, að gera beri til þess að tryggja, að hernaðar- stefnan rísi ekki upp á nýjan leik í V.Þýzkalandi. Verður það því aðal-vanda- mál ráðstefnunnar að samræma þessi sjónarmið og ganga þannig frá hnútunum, að allir megi vel við una, en víst er um það, að Adenauer mun okki sætta sig við, að Vestur-Þjóðverjar verði settir skör lægra en aðrar þjóðir ráðstefnunnar. Anthony Eden, utanríkisráð- herra Breta, mun setja ráð- stefnuna, og verður hann í for- sæti. Talið er, að ráðstefnan muni standa í fimm daga eða svo. ftlaile Selassie til Loncfon. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Utanríkisráðuneyti Breta hefir tilkynnt, að Haile Selassie Abyssiníukeisari muni koma til London í opinbera heimsókn á næstunni. Kemur keisarinn til London 14. október, og mun dvelja í Buckingham-höll í þrjá daga sem gestur Elízabetar drottn- ingar, en síðan verður hann gestur ríkisstjórnarinnar næstu 10 daga. Kona hans verður ekki í för með honum sökum heilsu- brests. Óeirðir enn í Túnis. Einkaskeyti frá AP. — Tunis í morgun. Óeirðir blossuðu upp á nýjan leik víða í landinu í gær og voru víða unnin spjöll. Koma mönnum óeirðir þessar á óvart, þar sem vænlegar þótti horfa um samkomulagsumleit- anir Frakka og Túnisbúa. Á einum stað réðust ræningjar á bifreið og höfðu með sér úr henni franskan verkfræðing. Ekki er vitað um afdrif hans. Ungum námsmanni feoÖin aÖstoðarkennarastaÖa í SviþjóÖ. Keitnír við konunglega tækni- skólann í Stokkhóbní. Ungur íslenzkur námsmaður hefur getið sér hið bezta orð í Svíþjóð, og hefur honum boð- izt ' þar aðstoðarkennarastarf í háskóla. Er þetta Rúnar Bjarnason, sem stundað hefur nám í verk- fræði við konunglega tækni- háskólann í Stokkhólmi, sem er einn fremsti verkfræðiháskóli, sem völ er á. Hóf hann nám þar haustið 1951, og er því að byrja fjórða árið um þessar mundir. Hefur hann að undan- förnu unnið að rannsóknum í kjarnkemi (atómfræðum), sem hann leggur stund á auk aðal- námsgreinar sinnar, og hefur fengið hæstu einkunn, fimm stig, sem gefin er. Hefur ha»n .Unnið við rannsóknir á „met- afosfati", sem er mikið notað, m. a. í gerfiþvottaefni, og hef- ur prófessor sá, sem hefur haft umsjá með rannsóknum hans, hvatt hann 4il að halda þeim áfram. Þá hefur prófessorinn í tekn- iskri ólífrænni efnafræði gert Rúnari tilboð um að verða að- stoðarkennari sinn í haust, og eru það vissulega mikil með- mæli í svo góðri menntastofn- un. Kennir Rúnar stúdentum í næsta árgangi á eftir honum. Rúnar er áðeins tuttugu og tveggja ára, sonur Önnu Guð- steinsdóttur og Bjarna Eggerts- sonar. Hann hefur stundum sent Vísi íþróttapistla undanfarið, síðast frá Evrópumeistaramót- inu í Bern, því að hann hefur talsvert lagt stund á íþróttir. Sauðfé rýrt við Eyjafjörð Fré fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Slátrun er nú í fullum gangi norðanlands. en dilkar eru mjög misjafnir að þyngd og í sumum sveitum er talið að féð sé mun rýrara nú en í fyrra- haust. Sérstaklega hefir borið á því að sauðfé væri rýrara við austanverðan Eyjafjörð heldur en í fyrra, svo sem á Svalbarðs- strönd og Grenivík. Á Sval- barðseyri er ætlað að slátrað verði 6300 fjár í haust og er slátrun þegar hálfnuð. Henni lýkur 7. okt. n. k. í Grenivík hófst slátrun fyrir viku og er gert ráð fyrir að hún verði með meira móti í haust. í Ólafs- firði verður ekki slátrað nema 700 fjár í haust og er þegar bú- ið að slátra 200. Meðalþyngd þeirra dilka, sem þar hefur verið slátrað til þessa er 18 kg., en þess má geta að það fé hefur verið úr Fljótum og þar er fé yfirleitt mjög vænt. Slátrun lýkur þar 30. þ. m. Fiskafli. Lítill afli hefur verið við Eyjafjarðarhafnir að undan- förnu, enda ógæftasamt. Frá Hjalteyri. í sumar er leið tók Hjalt- eyrarverksmiðjan á móti 10500 málum til bræðslu. en í fyrra- sumar tæplega 17000 málum. Síldarsöltun var svo til engin á Hjalteyri í sumar og náði ekki 100 tunnum. Montesi-málaferlin. Stal 400 |ws. úr simaklefum. Einkaskeyti frá AP. — Bern í morgun. Fimmtugur starfsmaður við pósthúsið í Bern hefir verið handtekinn, sakaður um að hafa stolið smámynt úr símaklefum, samtals um 400 þús. krónum á 10 árum. Hinn ákærði neitar að hafa haft svo mikið fé upp úr þess- ari starfsemi sinni, og segist hann „aðeins“ hafa náð um 90 þús. krónum með þessum hætti. „Eg veit, að þetta er rétt hjá : mér, því að ég var að aura saman fyrir húsi, en átti ekki nema fyrir bíl.“ Iftlao „kjörinn‘4 forseti Kína. „Löggjafarsamkoma“ Pek- jj ingstjórnarinnar hefir kjörið ,Mao-tse-tung forseta „alþýðu- lýðveldisins“. Jafnframt var Chou-en-lai kjörinn forsætisráðherra og Chu-de hershöfðingi varafor- seti. Munu þetta þykja allmikil tíðindi austan járntjalds, þó að þau komi fæstum á óvart hérna megin tjaldsins. Kvfkmyndadísm ValEi segir Piccipni saklausan. Segir þau hafa verið saman í Amalfi — 350 km. frá morðstaðnum. Valli, hin kunna ítalska kvik- myndadís, hefir borið það fyrir rétti, að Piero Piccioni, einn aðalsakborningurinn í Montesi- málaferlunum, hafi verið hjá sér, er, Wilma Montesi var myrt. Mál þetta hefir enn vakið miklar æsingar í Rómaborg, og mun fulltrúadeild ítalska þings- ins fjalla um það j dag, en áður hafði öldungadeildin tekið það til meðferðar, og urðu þá miklar æsingar með þingmönnum, hnífilyrði og hnútukast, jafnvel handalögmál. Piero Piccione, sem er sonur fyrrverandi utanríkismálaráð- herra Ítalía, er sakaður um að hafa valdið dauða Wilmu Mont- e«i hinn 10. apríl 1953, er hann skildi við líkama hennar i flæðarmáli í þeirri trú, að hún væri þá látin, en hún lézt skömmu síðar. Valli hefir nú lýst yfir því, að daginn, sem Wilma Montesi var myrt, hafi hún, Valli. verið í Amalfi ásamt Piccioni, um 350 km. frá morðstaðnum. Hún' segist vita með vissu, að Picci- oni hafi legið rúmfastur í háls- > bólgu, er Wilma lézt. Valli er meðal 14 vitna, sem verjandi Piccionis hefir til- kynnt, að hann hafi á taktein- um. Fyrstu dagana í apríl 1953 var Valli, ásamt Piccioni, á Capri og í Neapel, og hittu þau þá m. a. leikarana Jennifer Jones, John Huston, Humphrey Bogart, Peter Lorre, George Sanders, Zsa Zsa Gabor, Ingrid Bergman og Roberto Rossellini og Gina Lollobrigida. Þann 3. apríl fóru þau til Amalfi, eins og fyrr segir, og þar veiktist Piccioni í hálsi og varð að leita læknis. Þann 9. apríl fór Picci- oni sem var með hita, til Rómar og lagðist þar rúmfastur. Sama dag hvarf Wilma Montesi frá heimili sínu, en fannst örend hinn 11. apríl. Valli bætti því við, að hún hefði þessa dagana oft hringt til Pfccionis, sem var þungt haldinn af hálsbólgu, sem hon- um tókst ekki að losna við fyrr en 12. apríl. Tvær fyikinger á krstaþmgi. Einkasfceyti frá AP. — London í morgun. Búizt er við miklum átökum Attlee-manna og Bevans-sinna á ársþingi brezka Verkamanna- flokksins í dag, en það stendur yfir í Scarborough. Þar verður elnkum rætt um afstöðu Verkamannaflokksins til fyrirhugaðs endurvígbún- aðar V.-Þýzkalands, og munu tvær tillögur verða lagðar fyrir þingið um það mál. Önnur tillagan er frá mið- stjórn flokksins (Attlee og mönnum hans), en hin frá Aneurin Bevan, sem stýrir vinstra armi flokksins. í fyrri tillögunni er mælt með endur- vígbúnaði V.-Þýzkalands í sam- bandi við öryggisráðstafanir vesturveldanna, en í hinni síð- ari eru vígbúnaðaráformin for- dæmd, en lagt til, að allt Þýzka- land verði sameinað á lýðræðis- legan hátt. Gljúfur mikið finnst á botni N.-Atlantshafs. Liggur frá anstri til vestnrs, íaiið iiiii, 700 km. á lengd.. Fréttabréf frá AP. New York 20. sept. Rannsóknarskipið Vema er komið úr leiðangri um Atlants- haf, þar sem fram fóru rannsókn- ir á hafsbotninum. Það hefur lengi verið vitað, að gljúfur mikið gengur suður eftir Atlantshafinu, en í þessum leið- angri fannst annað gljúfur, sem byrjar um það bil 1000 km. frá ströndum Norður-Ameríku. Bæði þessi gljúfur eru tengd Atlants- hafs-„undirlendinu“ mikla, sem er i hafinu miðju, en það er á- ætlað um 250,000 ferkm. að flat- armáli. Dýpið er þar víðast um 3000 faðmar. Gljúfrið, sem liggur frá austri til vesturs, er sennilega um 700 km. á lengd, en þó getur verið, að það sé lengra. Ekki voru tök á að kanna þetta í leiðangrinum, þar sem hann hafði öðrum störf- að að sinna, sem ekki máttu drag ast. Þó gat leiðangursskipið kann að um 200 km. kafla af gljúfrinu. Það er Um það bil 3000 faðmar, en breidd þess er 3—5 km. og dýpið um 60 m., miðað við botn- inn í kring. Á þessu ári verður ekki hægt að kanna þetta nýfundna gljúf- ur frekar, þar sem svo áliðið er orðið, en bæði jarð- og haffræð- ingar vilja ólmir koma af stað leiðangri á næsta ári til að vinna að gagngerðum rannsóknum á þessu sviði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.